Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 37 Strangri ritskoðun komið á í S-Afríku Glæpsamlegt að mótmæla frétta- banninu með auðum dálkum Jóhannesarborg, AP, Reuter. SUÐUR-Afríkustjórn setti í gær ný lög um ritskoðun og er sam- kvæmt þeim bannað að flylja fréttir af mótmælum gegn aðskilnað- arstefnunni hvort heldur þau eru friðsamleg eða ekki. Hefur ritskoðuninni verið mótmælt utanlands sem innan og þykir mörg- um sem nú sé Suður-Afríka alræðisríkjunum. í ritskoðunarlögunum, sem P. W. Botha, forseti, undirritaði, er kveðið á um, að allar fréttir um aðgerðir lögreglunnar, mótmæli hvers konar, útifundi og fanga verði að bera undir ritskoðunamefnd áð- ur en þær fáist birtar. Þá er það einnig glæpsamlegt að mótmæla lögunum með því að skijja eftir auða dálka í blöðunum. Utvarps- fréttamenn verða að leggja fram handrit að fréttum en sjónvarps- fréttamenn sjálfar upptökumar. Dagblöðin komu út óritskoðuð í morgun og í flestum þeirra var rit- skoðuninni harðlega mótmælt. „í dag ætlar ríkisstjómin að setja þetta land á bás með alræðisríkjun- um,“ sagði í Business Day, óháðu dagblaði í Jóhannesarborg. „Með endanlega komin í flokk með nýju lögunum ætlar ríkisstjómin að banna allar fréttir, sem hún telur óæskilegar." Samtök svartra kvenna líktu lögunum við aðgerðir Sovétmanna í Ungveijalandi árið 1956 og sagði í yfírlýsingu þeirra, að með þeim hefði ríkisstjómin lýst yfir allsheijarstríði gegn öllum mannréttindum. Stoffel van der Merwe, nýskipað- ur yfírmaður upplýsingaskrifstof- unnar, sem annast ritskoðunina, sagði, að nýju lögin hefðu verið nauðsynleg vegna þess, að þjóðin hefði staðið andspænis „þrautskipu- lagðri byltingarstarfsemi“. „Til- gangurinn er ekki sá að koma á alræði, heldur að treysta lýðræðið í sessi," sagði hann. V estur-Þýskaland: Háttsettur embætt- ismaður handtek- inn fyrir njósnir Bonn, AP, Reuter. HÁTTSETTUR embættismaður í vestur-þýska varnarmálaráðuneyt- inu hefur verið handtekinn og er hann grunaður um að hafa njósnað fyrir Austur-Þjóðveija. Þá var fyrrum ritari á forsetaskrifstofunni formlega ákærður í gær fyrir að hafa njósnað fyrir KGB, sovésku leyniþjónustuna, allt frá árinu 1971. I yfirlýsingu frá Kurt Rebmann, alríkissaksóknara, sagði, að emb- ættismaðurinn, sem var aðeins nefndur Júrgen W., hefði verið handtekinn sl. þriðjudag og að nú væri verið að yfirheyra hann. Léki grunur á, að hann hefði gengið austur-þýsku leyniþjónustunni á hönd þegar hann var staddur í Vín í ágúst sl. en að ekki þætti líklegt, að hann hefði haft tíma til að ljóstra upp neinum leyndarmálum. Eftir öðrum heimildum er haft, að maður- inn heiti Júrgen Westphal og sé 48 ára gamall. Leyniþjónustumenn í Bonn segja, að Westphal hafi verið undir eftir- liti síðan í júní en þá var hann í Vín í Austurríki og hitti þar mann, sem kvaðst heita Sternberg og vinna fyrir bandarískt vopnasölufyrirtæki í London. Sternberg bauðst til að greiða Westphal 60.000 kr. ísl. á mánuði fyrir „lítilsháttar ráðgjafar- störf“ og á öðrum fundi þeirra í ágúst fékk Westphal fyrstu greiðsl- una. Westphal starfaði í þeirri deild vamarmálaráðuneytisins, sem fór með starfsmannahald og vopnabún- að hersins. Jafn háttsettur maður og West- phal hefur ekki verið handtekinn í Vestur-Þýskalandi frá því Hans Joaehim Tiedge, yfírmaður gagnn- jósnaþjónustunnar, flýði í fyrra til Austur-Berlínar. I gær voru birtar ákærur á hend- ur Margarete Höke, fyrmm ritara á forsetaskrifstofunum, en hún er sökuð um að hafa njósnað fyrir Sovétmenn frá 1971. Hafði hún allan þennan tíma aðgang að leyni- skjölum frá ýmsum ráðuneytum. Tók hún m.a. við fyrirskipunum frá hjónum, sem voru í gær dæmd í sex ára fangelsi í Sviss fyrir njósn- ir í þágu Austur-Þjóðverja. Hafa þau búið í nokkur ár í Sviss undir nafninu Húbner en vom handtekin í ágúst í fyrra. Heitir maðurinn réttu nafni Jan Valdislav Karmazin, tékkneskur að þjóðemi, en konan er austur-þýsk og heitir Rosemarie Múller. Hugheilarþakkir fceri ég öllum þeim sem heiÖr- uöu mig á áttatíu ára afmœlisdegi mínum. Sérstaklega þakka ég skátahreyfingunni, Sct Georgs gildunum, hjálparsveitum skáta, Skáta- búÖinni, KSÍ og knattspyrnufélaginu Þrótti. Lifið heil. Óskar Pétursson. Kceru vinir fjcer og nœr. Af alhug þakka ég öllum, sem glöddu mig á 70 ára afmcelisdegi mínum meÖ skeytum, bréf- um, vísum og gjöfum. Sérstakar þakkir fceri ég konu minni, börnum og mökum þeirra, sem geröu mér daginn ógleymanlegan. GuÖ blessi ykkur öll. Siguröur Ólafsson, söngvari. Frá óeirðum í Höfðaborg. Suð- ur-Afríkustjórn hefur nú sett strangar reglur um að fréttir af slikum viðburðum verði ritskoð- aðar. Ungir Sovétmenn reyna að komast hiá herbiónustu Moskvu, AP. U X " UNGIR Sovétmenn þverskallast i auknum mæli við herkvaðningu, að sögn málgagns sovézku stjórnarinnar, Izvestia. Alltof margir reyna að komast hjá herþjónustu eða falla í læknisskoðun og tungu- málaprófi. Blaðið fjallar um ástandið í þess- um efnum í Uzbekistan, nærri afgönsku landamæmnum, en tengir það ekki styijöldinni í Afganistan. Embættismenn hafa sagt að frá því Sovétmenn réðust inn í Afganistan á jólunum 1979 hafi ungir menn reynt í auknum mæli að komast hjá herþjónustu. Samkvæmt sovézkum lögum em allir karlmenn á aldrinum 18-25 ára skyldugir að gegna tveggja ára herþjónustu. Að sögn Izvestia gerðist það ný- lega í Tashkent, höfuðborg Uz- bekistan, að 10 menn sinntu ekki herkvaðningu á einum og sama deginum. Var lögreglunni falið að elta þá uppi. Blaðið sagði það æ algengara að menn reyndu með aðstoð áhrifaríkra foreldra eða skyldmenna að komast hjá her- þjónustu. Einnig væm íþróttafélög fengin til að biðja um undanþágu á þeirri forsendu að viðkomandi væm ómissandi fyrir keppnislið við- komandi félags. Blaðið sagði að þeim fjölgaði stöðugt sem dæmdir væm ófærir til herþjónustu af heilsufarsástæð- um. I ST/eRð,r S~XXL 5.< 128/140 ]52/164

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.