Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 11 Guðrún Helgadóttir nú himnaföðurinn að taka ekki um of mark á orðum karls. Pabbinn er á sjó og við kynn- umst bæði skorti og bjargálnum. Því miður þá eru svona fjölskyldur ekki til lengur, ættliðir hafa hrein- lega ekki efni á að búa saman, svo hafa staurblind stjómmál ginnt fólk í hlekki þrælsins. Við kynnumst þjóðfélagi sem metur bátskrifli meir en mannslíf, útgerðarblesi fitnar en sjómannsekkja flosnar upp er bátur hverfur í hafíð. Sagan er bráðvel skrifuð, stund- um hélt ég um magann af hlátri, t.d. þegar strákormamir em sendir í sveit og fólk tekur að fella krókódílstár, nú eða þegar ein- kunnabókin lendir í læknum og týnist. Svona myndir dregur aðeins upp sá sem bömum ann. Nú, ekki má gleyma sumum samtölum afa og ömmu: „Hann hefur kveikt í bátnum, karlskrattinn, sagði afí og tók í nefíð. Svo fær hann bátskrifl- ið margborgað hjá vátryggingunni. Megi almáttugur góður guð fyrir- gefa þér, Magnús minn, að láta þetta heyrast, sagði amma og stmnsaði niður stigann." Það væri illa gert að greina meir frá efni bókarinnar, ræna lesandann ánægjunni að kynnast efninu sjálf- ur. En hér er á söluborði afbragðs bók, fyndin og sönn. Myndir Sigrúnar falla ágætavel að efni. Hafí höfundar og útgáfa þökk fyrir gott verk, meira að segja próf- örk nálgast að vera villulaus. Þeir sem unna bömum ættu að skoða þessa bók. Þráinn Karlsson i „Er þetta einleikið.“ sögumaður raunar að vera svo kom- inn til ára sinna, að það er hreint furðulegt, að hann skuli vera jafn brattur og raun bar vitni um. Þráinn Karlsson gerði sögumanni ágæt skil, hann hefur afar fallega og skýra framsögn, góða rödd og ágætar hreyfíngar. Mætavel leikið og umgerðin prýðileg. Fyrri hluti sýningarinnar Vamarræða mann- kynslausnara fannst mér satt að segja áhrifameiri, þótt hann sé kannski ekki jafn leikrænn. Öllu heldur var hér á ferð ágætur upp- lestur, með nokkmm tilbrigðum, á smásögu. Þar greinir frá hugsjóna- manni - eða geðsjúklingi. Eða hvomtveggja. Skilin em hvort eð er ekki alltaf klár og kvitt. Hann er læknir út á landi og kemst að því með vísindalegum athugunum, að sjálfs síns dómi, þegar hann snýr heim frá framhaldsnámi, að flestir þorpsbúar hafí selt skrattan- um sál sína. Hann vill bjarga einni sál og með þeim afleiðingum, að hann er ákærður fyrir manndráp. Þráni tókst að draga upp átakan- lega mynd af þessum hugsjónageð- veikismanni og lýsti hroðaatburð- unum og það sem varð aflvaki þeirra eftirminnilega. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þuríður Pálsdóttir og Jónína Michaelsdóttir árita nýju bókina „Líf mitt og gleði“ í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. lífsleiðinni." „Líf mitt og gleði“ er 272 bls., prýdd fjölda mynda. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Auglýsingastof- an Krass/Guðrún Ragnarsdóttir hannaði kápu. GAMLI MIÐBÆRINN Uppákomur og dagskrá í Gamla miðbænum Helgina 14.—15. desember Laugardagur 14. desember: HLEMMTORG KL. 14.00: lólasveifla. Lúðrakvintéttinn Tónhirðarnir leika nokkur jólalög með léttri sveiflu. KL. 14.20: Ijóðalestur. Kjartan Árnason skáld les úr bók sinni Dagbók Lasarusar. Skáldið áritar og selur bókina á staðnum. LAUGAVEGUR 7 KL. 15.00: (við Landsbankann) Unglingatónlelkar. Sverrir Stormsker kynnir plötu sína Lífsleiðin(n). Herbert Guðmunds- son kynnir plötu sína Time Flies. KL. 15.30: Jólasveinamlr koma í heimsókn og gefa börnunum góðgæti. ▼ GAUKUR Á STÖNG KL. 15.00: Bókmenntakynning. Lesið verður úr eftirfarandi verkum: Refska: Kristján J. Gunnars- son, höfundur les. Eins og hafiö: Fríða Á. Sigurðardóttir, Guömundur Ólason les. Konungur af Aragon: Matthías Johannessen, Sigurður Valgeirsson les. Flýgur yfir bjarg Gunnar Gunnlaugsson, höfundur les. Sjöstjarnan í Meyjarmerkinu: Jónas Svafár. Níu lyklar: Ólafur Jóhann Ólafsson. Á matarslóðum: Sigmar B. Hauksson, höfundur les. LÆKJARTORG KL. 15.30: Jólasveifla. Lúðrakvintettinn Tónhirðarnir leika nokkur jólalög með léttri sveiflu. KL. 15.45: LJóóalestur. Kjartan Árnason skáld les úr bók sinni Dagbók Lasarusar. Skáldið áritar og selur bókina á staðnum. <#> HLAÐVARPINN KL. 10.00: © Listmunasala. Nemendur Myndlista- og handiðaskóla íslands sýna og selja verk sín. Sýningin stendur daglangt. KL. 15.00: Tónleikar. Kvennabandið blæs m.a. nokkur jólalög. KL. 15.30: Söngkvartett. Söngkvartettinn Ömmusystur syngja nokkur lög. KL. 16.00: Bamaskemmtun. Sigrún Eldjárn les úr bók sinni Bétveir — Bétveir. Iðunn Steins- dóttir les úr bók sinni Jólasveinarnir. Jólasveinarnlr koma í heimsókn og gefa börnunum góðgæti, leika og syngja. Sunnudagur 15. desembenf AUSTURVÖLLUR KL. 15.30: Lúörablástur. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög. KL. 16.00: Afhendingarathöfn. Sendiherra Noregs á íslandi afhendir Reykjavíkurborg jólatré að gjöf frá Oslóborg. KL. 16.30: Jólasvelnaskemmtun. LÆKJARTORG KL. 17.00: ~ Unglingatónleikar. Hljómsveitin Rauðir fletir leikur lög af plötu sinni Ljónaskógar. ©
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.