Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Hryðjuverk Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hlébarðinn. Sýnd í Regnbogan- um. Stjörnugjöf: '/2 Þýsk-ítölsk. Leikstjóri: Ant- hony M. Dawson. Handrit: Roy Nelson. Framleiðandi: Erwin D. Dietrich. Kvikmyndataka: Peter Baumgartner. Helstu hlutverk: Lewis Collins, Klaus Kinski. Gettu hvað einræðisherrann í þessari hryðjuverka- D-mynd úr Suður-Ameríku heitir. Hér eru tvö hjálparorð: Hómer og sósa. Hann heitir Homoza. Hann á sjálfsagt að vera skyldur Somoza en er líkari einhveijum sem aldrei hefur lært neitt í leiklist og er aðeins í mynd- inni í gegnum klíku. Um aðra leikara er nóg að segja að þeir stefna ekki að Óskarsverðlaunum í bráð. Homoza þessi á í vandræðum með Hlébarðann en það er byltinga- foringi úti í sveit sem Lewis Collins leikur illa. Homoza til aðstoðar er klaus Kinski, sem ætti að fara að tala við umboðsmanninn sinn um þessar bíómyndir sem hann er far- inn að leika í. Til hagræðingar tala allir ensku í þessari þýsk/ítölsku framleiðslu og eru Suður-Ameríkubúarnir sér- lega góðir í henni, aðal byltingakon- an nær alltaf að varalita sig og snyrta áður en myndavélin beinist að henni, líkönin, sem sprengd eru í loft upp eru haganlega smíðuð, spennan er eins mikil og í litabók og leikaramir haga sér yfirleitt eins og krakkar um allan heim láta þeg- ar þeir eru í kábojleik. Þeir sem sitja út fram að hléi ættu að fá ókeypis poppkom. Verðhjöðnunin hefur áhrif á fasteignamarkaðinn: __ Overðtryggð lán eru nú varasöm - að mati Fasteigna- mats ríkisins FASTEIGNAMAT ríkisins hefur varað kaupendur fasteigna við óverðtryggðum lánum fyrir eft- irstöðvum kaupverðs fasteigna, en slik lán hafa verið algeng í fasteignaviðskiptum. í stað þeirra telur Fasteignamatið rök- rétt að komi verðtryggð lán með föstum vöxtum til 6-10 ára. í frétt frá Fasteignamatinu segir að þau lán sem seljendur veita kaupendum fyrir eftirstöðvum fast- eignaverðs hafi til skamms tíma verið óverðtryggð með fasta vexti, 20% síðustu árin. Á meðan verð- bólgan var hærri en vextimir vom þessi lán hagstæð en eftir verð- hjöðnunina varð þar mikil breyting á og þótt lánunum hafi fljótlega verið breytt þannig að þau bera hæstu lögleyfðu vexti svo framar- lega sem þeir fari ekki upp fyrir 20%, em lánin nú með þeim óhag- stæðustu sem kaupendur geta fengið. I fréttinni segir að svo virðist sem kaupendur séu í auknum mæli fam- ir að sneiða hjá þessum lánum. í upphafi þessa árs vom þau 16,2% af söluverði íbúða í Reykjavík en undanfarna mánuði hafa þau lækk- að niður í 11.5%. Verðtryggð lán hafa hinsvegar hækkað úr 12,2% í ársbyijun í 15,5% nú í haust. Eftir að vextimir vom gefnir fijálsir hefur gætt nokkurrar óvissu um útreikning vaxta af þessum lán- um því hæstu lögleyfðu vextir era ekki gefnir út lengur. Því telur Fasteignamatið ástæðu til að vara við óverðtryggðu lánunum þar sem þau hafi reynst óhagstæð og skapi auk þess greiðendum vemlega óvissu. 6f k sem Slökkvitæki, reykskynjarar é Arinsett Utskurðarjárn Olíulampar og luktir í miklu úrvali Vasaljós, luktir Rafmagnsverkfæri í öll verk Lyklasett USAG Björgunarvesti á böm og fullorðna. ÚLPUR — JAKKAR — FRAKKAR — SIGLINGA- JAKKAR OG FATNAÐUR í ÚRVALI. Loftvogir, klukkur, sjónaukar og líka allt til að mála Kapp-klæðnaður Norsku ullarnærfötin Loðfóðraðir samfestingar Ananaustum, Grandagarði 2, sími 28855. I fatadeildinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.