Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 45 Keramik gallerý í Skipagötunni Leirkerasmiðirnir Margrét Jónsdóttir og Henrik Peder- sen, sem bæði hafa lokið námi frá Kunsthanværkerskolen í Kolding í Danmörku, hafa opnað keramik gallery að Skipagötu 13 á Akureyri. Þar selja þau handgerða listmuni og nytjalist. Þau hafa starf- rækt leirkeraverkstæði á Akureyri frá því í fyrra. Gall- erýið verður opið til jóla. Það verður opið kl. 13.00-19.00 alla virka daga, kl. 13.00-22.00 laugardaga en lokað á sunnu- dögum. -M Morgunblaðið/Skapti Ein mynda Einars á sýningunni, úr Innbænum á Akureyri. Einarsýnirí Útvegsbankanum Einar Helgason, listmálari og íþróttakennari, hefur nýsett upp málverkasýningu í Útvegsbankanum á Akureyri. Þar sýnir hann 14 vatnslitamyndir viðs vegar að af landinu. Sýningin stendur yfir til áramóta. Utgerðarfélag Akureyringa: Býðst til að greiða 50 krónur fyrír 10% afla úr hverri ferð Dalvíkurbær selji útfferðarhluti sína ÚTGERÐARFÉLAG Akur- eyringa hefur boðið sjó- mönnum sínum að greiða 50 krónur fyrir 10% af lönduð- um afla í hverri veiðiferð - en það er meðalmarkaðs- verð í Bretlandi. Skipverjar þriggja skipa ÚA hafa feng- ið tilboðið í hendur og eru sáttir við það skv. heimildum Morgunblaðsins. Upphaf málsins er það, eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu, að sjómenn rituðu for- svarsmönnum ÚA bréf þar sem spurst var fyrir um hvort til stæði að selja hluta afla togara félagsins utan í gámum. Fyrir- spumin var til komin vegna þess að sjómenn ÚA töldu launakjör sín mun lakari en manna á skipum sem seldu físk í gámum til útlanda. Nefnd var skipuð til að fínna lausn á mál- inu og hefur hún komist að fyirgreindri niðurstöðu. í tilboði Útgerðarfélagsins felst að það gildi frá 1. nóvem- ber síðstliðnum og til áramóta, fyrst í stað. Greiði ÚA 50 krónur fyrir 10% afla úr hverri veiðiferð kemur það út fyrir sjómenn eins og 10% aflans sé fluttur út í gámum og seldur þar. 60% aí þessarri upphæð kemur til skipta til sjómanna. DaJvik. SVO kann að fara að Dalvíkur- bær selji eignarhlut sinn i útgerðarfyrirtækjum á Dalvík. Á fundi bæjarstjórnar sl. þriðju- dagskvöld var samþykkt tillaga þess efnis að beina því til bæjar- ráðs að selja eignarhlut bæjarins í Söltunarfélagi Dalvíkur og Út- gerðarfélagi Dalvíkinga enda fáist viðunandi verð og kaupend- ur séu úr hópi heimaaðila. Á bæjarstjómarfundinum lágu fyrir tvær tillögur um sölu á eignar- hlutum bæjarins í útgerðarfélögum. Fyrri tillagan, sem tekin var fyrir var flutt af fulltrúum Framsóknar- flokksins, Valdimar Bragasyni og Guðlaugu Bjömsdóttur, og fjallaði um að Dalvíkurbær seldi eignarhlut sinn í Söltunarfélagi Dalvíkur. Til- lögu þeirra var vísað til bæjarráðs með fimm atkvæðum, en tillaga meirihluta bæjarstjómar, sem var víðtækan og hljóðaði einnig upp á sölu á Útgerðarfélagi Dalvíkinga, var samþykkt með fímm atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæð- um minnihlutans. Mikil umræða hefur farið fram á undanfömum ámm um aðild bæjarins að útgerð og fískvinnslu á Dalvík. Útgerðarfélag Dalvíkinga, umræða að sameina útgerðar- og fískvinnslufyrirtæki á staðnum í eina heild. Var skipuð nefnd í þeim tilgangi og óskað eftir viðraeðum við Kaupfélag Eyfírðinga um þau mál. í haust fór stjórn Söltunarfélags Dalvíkur fram á hlutafjáraukningu í fyrirtækinu vegna rekstrarerfið- leika dótturfyrirtækis þess, Upsa- strandar hf., sem rekur togarann Baldur. Söltunarfélag Dalvíkur er í eigu Kaupfélags Eyfírðinga, sem á 63% hlutafjár, og Dalvíkurbæjar, sem á 34% hlutafjár, auk nokkurra einstaklinga. Bæjaryfírvöld töldu sig ekki geta orðið við þeirri ósk vegna fjárhagsstöðu bæjarsjóðs og höfnuðu jafnframt þeirri hugmynd að raska eignahlutfalli í Söltunarfé- lagi Dalvíkur með því að Kaupfélag Eyfírðinga legði fram aukið hlutafé í fyrirtækinu. Samþykkti bæjar- stjóm þá að taka til endurskoðunar aðild sína að útgerðar- og atvinnu- rekstri. í beinu framhaldi af þessum umræðum em áðumefndar tillögur fram komnar. Fréttaritarar Aðalgeir og Viðar hf. verð- ur Aðalgeir Finnsson hf. Aðalgeir Finnsson og Viðai Helgason stofnuðu Aðalgeir og Viðar hf. á sínum tíma. Þeir ráku einnig glerverksmiðjuna íspan. Viðar lést fyrir nokkrum árum og í sumar var fyrirtækjunum skipt - fíölskylda Viðars tók við íspan en Aðalgeir rekur nú bygg- ingafyrirtækið. í BYRJUN mánaðarins var nafni byggingafyrirtækisins Aðalgeir og Viðar hf. breytt í Aðalgeir Finnsson hf. „Fyr- irtækið ber áfram sama nafnúmer og söluskatts- númer sem fyrr og heimilis- fang verður óbreytt,“ segir í tilkynningu frá fyrirtæk- inu. 220 milljónir króna hvíla á Stakf ellinu: Að óbreyttu stefndi í gjaldþrot hjá okkur sem er í eigu Dalvíkurbæjar, Kaup- , _ , . f , , , féiags Eyfírðinga og Björgvins -segu* Gretar Fnðrtksson tramkvæmdastiora Utgerðarfelags Norður-Þmgeymga Jónssonar, hefur frá stofnun rekið tvö togskip. Skip félagsins hafa lagt upp afla sinn samkvæmt sam- þykktum félagsins hjá frystihúsi Kaupfélags Eyfírðinga á Dalvík. Á síðasta kjörtímabili kom upp sú ÁÐUR EN ákvörðun var tekin um að breyta „Þórsliafnartogar- anum" Stakfellinu i frystiskip voru reyndar aðrar leiðir til að leysa vanda útgerðarinnar. Að sögn Grétars Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Útgerðarfé- lags Norður-Þingeyinga var Hraðfrystihúsi Norður-Þingey- inga og Jökli hf. á Raufarhöfn Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Kaupir loðnu- skipið Ljósfara RE FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur hefur keypt loðnubátinn Ljós- fara RE, sem Barðinn gerir út. Skipið er rúmlega 270 tonn að stærð og er kaupverðið 85 millj- ónir króna - um 7 milljónum yfir matsverði. Ljósfari fer til Húsavíkur þegar loðnuvertíðinni er lokið, líklega ein- hvem tíma í febrúar. Að sögn Tryggva Finnssonar, framkvæmdastjóra Fiskiðjusam- lagsins, fer skipið fyrst um sinn á rækjuveiðar. „Eins og staðan er í dag reikna ég með að skipið verði gert út á rækju og loðnu en annars verður alltaf að spila það eftir möguleikum á hverjum tíma hvað skipin gera,“ sagði Tryggvi í gær. Ljósfari var byggður í Austur- Þýskalandi 1965 en síðan lengdur og yfirbyggður fjórum árum síðar. Fiskiðjusamlag Húsavíkur á fyrir helming í tveimur skipum, Júlíusi Havsteen og Kolbeinsey. Tryggvi sagði að Ljósfari yrði ekki rekinn í neinum tengslum við þau skip - „hann verður alveg óháður þeim „bissness“,“ sagði hann. Fisldðju- samlagið kaupir skipið en líklegast er að fleiri standi að rekstri þess þegar þar að kemur. boðið að kaupa afla áfram og greiða þá 15% yfir skráðu fis- kverði. „JökuU tók þessu tilboði en Hraðfrystihúsið á Þórshöfn taldi sig ekki hafa stöðu til þess,“ sagði Grétar í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Það var ákveðið í byijun júní að fara út í fullvinnslu eftir að aðr- ar leiðir höfðu verið reyndar þannig að þessi ákvörðun þarf ekki að koma mönnum neitt á óvart. En við áttum bara einn kost eftir að Hraðfrystihúsið hafði neitað að greiða okkar 15% yfír fískverði fyi-- ir aflann. Við náum ekki endum saman í rekstrinum og því urðum við að gera þetta. Að óbreyttu stefndi í gjaldþrot hjá okkur. Heild- arskuldir sem hvíla á skipinu nú eru 220 milljónir, þar af eru um 195 milljónir króna veðskuldir," sagði Grétar. Veltuð þið fyrir ykkur hæt- tunni á atvinnuleysi í landi ef skipinu yrði breytt? „Já, auðvitað var hugsað um það. Eins og ég sagði gerðum við fiskvinnslunni ákveðið boð. Hún hefur gengið vei undanfarin ár á meðan útgerðin hefur verið rekin með tapi - hún hefur tekið á sig olíuhækkun og kvótakerfi. Þetta hefur að vísu verið skárra í ár vegna olíulækkunar og gámaútflutnings." Telur þú þá að Hraðfrystihús Þórshafnar hafi bolmagn til að greiða 15% ofan á fiskverðið? „Ég tel að frystihúsið hafí stöðu í það, já. Mér finnst það skiýtið að annar fiskkaupandinn, Jökull hf. á Raufarhöfn, treysti sér til þess en hinn ekki.“ Stakfellið fer í slipp hjá Slipp- stöðinni hf. á Akureyri 5. janúar. Samkvæmt samningi Slippstöðvar- innar og Útgerðarfélags Norður- Þingeyinga á það að taka þijár vikur að breyta því í frystiskip. Að sögn Grétars er mikill hluti frysti- búnaðarins þegar um borð - aðeins smávægilegar breytingar þurfí í rauninni til viðbótar. Reiknað er með að breytingin sem gerð verður á skipinu kosti 10 milljónir króna. Eins og greint var frá í blaðinu í gær á Kaupfélag Norður-Þingey- inga 52% hlut f Stakfellinu, Hrað- frystihúsið a Þórshöfn 23% og Þórshafnarhreppur 23%. Þau 2% sem eftir eru eru í eigu Svalbarðs- eyrarhrepps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.