Morgunblaðið - 12.12.1986, Page 45

Morgunblaðið - 12.12.1986, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 45 Keramik gallerý í Skipagötunni Leirkerasmiðirnir Margrét Jónsdóttir og Henrik Peder- sen, sem bæði hafa lokið námi frá Kunsthanværkerskolen í Kolding í Danmörku, hafa opnað keramik gallery að Skipagötu 13 á Akureyri. Þar selja þau handgerða listmuni og nytjalist. Þau hafa starf- rækt leirkeraverkstæði á Akureyri frá því í fyrra. Gall- erýið verður opið til jóla. Það verður opið kl. 13.00-19.00 alla virka daga, kl. 13.00-22.00 laugardaga en lokað á sunnu- dögum. -M Morgunblaðið/Skapti Ein mynda Einars á sýningunni, úr Innbænum á Akureyri. Einarsýnirí Útvegsbankanum Einar Helgason, listmálari og íþróttakennari, hefur nýsett upp málverkasýningu í Útvegsbankanum á Akureyri. Þar sýnir hann 14 vatnslitamyndir viðs vegar að af landinu. Sýningin stendur yfir til áramóta. Utgerðarfélag Akureyringa: Býðst til að greiða 50 krónur fyrír 10% afla úr hverri ferð Dalvíkurbær selji útfferðarhluti sína ÚTGERÐARFÉLAG Akur- eyringa hefur boðið sjó- mönnum sínum að greiða 50 krónur fyrir 10% af lönduð- um afla í hverri veiðiferð - en það er meðalmarkaðs- verð í Bretlandi. Skipverjar þriggja skipa ÚA hafa feng- ið tilboðið í hendur og eru sáttir við það skv. heimildum Morgunblaðsins. Upphaf málsins er það, eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu, að sjómenn rituðu for- svarsmönnum ÚA bréf þar sem spurst var fyrir um hvort til stæði að selja hluta afla togara félagsins utan í gámum. Fyrir- spumin var til komin vegna þess að sjómenn ÚA töldu launakjör sín mun lakari en manna á skipum sem seldu físk í gámum til útlanda. Nefnd var skipuð til að fínna lausn á mál- inu og hefur hún komist að fyirgreindri niðurstöðu. í tilboði Útgerðarfélagsins felst að það gildi frá 1. nóvem- ber síðstliðnum og til áramóta, fyrst í stað. Greiði ÚA 50 krónur fyrir 10% afla úr hverri veiðiferð kemur það út fyrir sjómenn eins og 10% aflans sé fluttur út í gámum og seldur þar. 60% aí þessarri upphæð kemur til skipta til sjómanna. DaJvik. SVO kann að fara að Dalvíkur- bær selji eignarhlut sinn i útgerðarfyrirtækjum á Dalvík. Á fundi bæjarstjórnar sl. þriðju- dagskvöld var samþykkt tillaga þess efnis að beina því til bæjar- ráðs að selja eignarhlut bæjarins í Söltunarfélagi Dalvíkur og Út- gerðarfélagi Dalvíkinga enda fáist viðunandi verð og kaupend- ur séu úr hópi heimaaðila. Á bæjarstjómarfundinum lágu fyrir tvær tillögur um sölu á eignar- hlutum bæjarins í útgerðarfélögum. Fyrri tillagan, sem tekin var fyrir var flutt af fulltrúum Framsóknar- flokksins, Valdimar Bragasyni og Guðlaugu Bjömsdóttur, og fjallaði um að Dalvíkurbær seldi eignarhlut sinn í Söltunarfélagi Dalvíkur. Til- lögu þeirra var vísað til bæjarráðs með fimm atkvæðum, en tillaga meirihluta bæjarstjómar, sem var víðtækan og hljóðaði einnig upp á sölu á Útgerðarfélagi Dalvíkinga, var samþykkt með fímm atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæð- um minnihlutans. Mikil umræða hefur farið fram á undanfömum ámm um aðild bæjarins að útgerð og fískvinnslu á Dalvík. Útgerðarfélag Dalvíkinga, umræða að sameina útgerðar- og fískvinnslufyrirtæki á staðnum í eina heild. Var skipuð nefnd í þeim tilgangi og óskað eftir viðraeðum við Kaupfélag Eyfírðinga um þau mál. í haust fór stjórn Söltunarfélags Dalvíkur fram á hlutafjáraukningu í fyrirtækinu vegna rekstrarerfið- leika dótturfyrirtækis þess, Upsa- strandar hf., sem rekur togarann Baldur. Söltunarfélag Dalvíkur er í eigu Kaupfélags Eyfírðinga, sem á 63% hlutafjár, og Dalvíkurbæjar, sem á 34% hlutafjár, auk nokkurra einstaklinga. Bæjaryfírvöld töldu sig ekki geta orðið við þeirri ósk vegna fjárhagsstöðu bæjarsjóðs og höfnuðu jafnframt þeirri hugmynd að raska eignahlutfalli í Söltunarfé- lagi Dalvíkur með því að Kaupfélag Eyfírðinga legði fram aukið hlutafé í fyrirtækinu. Samþykkti bæjar- stjóm þá að taka til endurskoðunar aðild sína að útgerðar- og atvinnu- rekstri. í beinu framhaldi af þessum umræðum em áðumefndar tillögur fram komnar. Fréttaritarar Aðalgeir og Viðar hf. verð- ur Aðalgeir Finnsson hf. Aðalgeir Finnsson og Viðai Helgason stofnuðu Aðalgeir og Viðar hf. á sínum tíma. Þeir ráku einnig glerverksmiðjuna íspan. Viðar lést fyrir nokkrum árum og í sumar var fyrirtækjunum skipt - fíölskylda Viðars tók við íspan en Aðalgeir rekur nú bygg- ingafyrirtækið. í BYRJUN mánaðarins var nafni byggingafyrirtækisins Aðalgeir og Viðar hf. breytt í Aðalgeir Finnsson hf. „Fyr- irtækið ber áfram sama nafnúmer og söluskatts- númer sem fyrr og heimilis- fang verður óbreytt,“ segir í tilkynningu frá fyrirtæk- inu. 220 milljónir króna hvíla á Stakf ellinu: Að óbreyttu stefndi í gjaldþrot hjá okkur sem er í eigu Dalvíkurbæjar, Kaup- , _ , . f , , , féiags Eyfírðinga og Björgvins -segu* Gretar Fnðrtksson tramkvæmdastiora Utgerðarfelags Norður-Þmgeymga Jónssonar, hefur frá stofnun rekið tvö togskip. Skip félagsins hafa lagt upp afla sinn samkvæmt sam- þykktum félagsins hjá frystihúsi Kaupfélags Eyfírðinga á Dalvík. Á síðasta kjörtímabili kom upp sú ÁÐUR EN ákvörðun var tekin um að breyta „Þórsliafnartogar- anum" Stakfellinu i frystiskip voru reyndar aðrar leiðir til að leysa vanda útgerðarinnar. Að sögn Grétars Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Útgerðarfé- lags Norður-Þingeyinga var Hraðfrystihúsi Norður-Þingey- inga og Jökli hf. á Raufarhöfn Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Kaupir loðnu- skipið Ljósfara RE FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur hefur keypt loðnubátinn Ljós- fara RE, sem Barðinn gerir út. Skipið er rúmlega 270 tonn að stærð og er kaupverðið 85 millj- ónir króna - um 7 milljónum yfir matsverði. Ljósfari fer til Húsavíkur þegar loðnuvertíðinni er lokið, líklega ein- hvem tíma í febrúar. Að sögn Tryggva Finnssonar, framkvæmdastjóra Fiskiðjusam- lagsins, fer skipið fyrst um sinn á rækjuveiðar. „Eins og staðan er í dag reikna ég með að skipið verði gert út á rækju og loðnu en annars verður alltaf að spila það eftir möguleikum á hverjum tíma hvað skipin gera,“ sagði Tryggvi í gær. Ljósfari var byggður í Austur- Þýskalandi 1965 en síðan lengdur og yfirbyggður fjórum árum síðar. Fiskiðjusamlag Húsavíkur á fyrir helming í tveimur skipum, Júlíusi Havsteen og Kolbeinsey. Tryggvi sagði að Ljósfari yrði ekki rekinn í neinum tengslum við þau skip - „hann verður alveg óháður þeim „bissness“,“ sagði hann. Fisldðju- samlagið kaupir skipið en líklegast er að fleiri standi að rekstri þess þegar þar að kemur. boðið að kaupa afla áfram og greiða þá 15% yfir skráðu fis- kverði. „JökuU tók þessu tilboði en Hraðfrystihúsið á Þórshöfn taldi sig ekki hafa stöðu til þess,“ sagði Grétar í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Það var ákveðið í byijun júní að fara út í fullvinnslu eftir að aðr- ar leiðir höfðu verið reyndar þannig að þessi ákvörðun þarf ekki að koma mönnum neitt á óvart. En við áttum bara einn kost eftir að Hraðfrystihúsið hafði neitað að greiða okkar 15% yfír fískverði fyi-- ir aflann. Við náum ekki endum saman í rekstrinum og því urðum við að gera þetta. Að óbreyttu stefndi í gjaldþrot hjá okkur. Heild- arskuldir sem hvíla á skipinu nú eru 220 milljónir, þar af eru um 195 milljónir króna veðskuldir," sagði Grétar. Veltuð þið fyrir ykkur hæt- tunni á atvinnuleysi í landi ef skipinu yrði breytt? „Já, auðvitað var hugsað um það. Eins og ég sagði gerðum við fiskvinnslunni ákveðið boð. Hún hefur gengið vei undanfarin ár á meðan útgerðin hefur verið rekin með tapi - hún hefur tekið á sig olíuhækkun og kvótakerfi. Þetta hefur að vísu verið skárra í ár vegna olíulækkunar og gámaútflutnings." Telur þú þá að Hraðfrystihús Þórshafnar hafi bolmagn til að greiða 15% ofan á fiskverðið? „Ég tel að frystihúsið hafí stöðu í það, já. Mér finnst það skiýtið að annar fiskkaupandinn, Jökull hf. á Raufarhöfn, treysti sér til þess en hinn ekki.“ Stakfellið fer í slipp hjá Slipp- stöðinni hf. á Akureyri 5. janúar. Samkvæmt samningi Slippstöðvar- innar og Útgerðarfélags Norður- Þingeyinga á það að taka þijár vikur að breyta því í frystiskip. Að sögn Grétars er mikill hluti frysti- búnaðarins þegar um borð - aðeins smávægilegar breytingar þurfí í rauninni til viðbótar. Reiknað er með að breytingin sem gerð verður á skipinu kosti 10 milljónir króna. Eins og greint var frá í blaðinu í gær á Kaupfélag Norður-Þingey- inga 52% hlut f Stakfellinu, Hrað- frystihúsið a Þórshöfn 23% og Þórshafnarhreppur 23%. Þau 2% sem eftir eru eru í eigu Svalbarðs- eyrarhrepps.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.