Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 289. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins V opnasölumálið: Stúdentamótmæli í Kína: Krefjast auk- ins lýðræðis Peking og Shanghai. AP. Reuter. STÚDENTAR fóru í kröfu- göngu um borgina Shanghai í gær eftir að hafa efnt til mót- mælasetu í ráðhúsi borgarinn- ar, þar sem þeir létu fyrirberast alla aðfararnótt laugardagsins. Kröfðust stúdentar aukins lýð- ræðis í landinu. Um 20.000 stúdentar tóku þátt í mótmælunum, sem eru talin hin mestu frá því í menningarbylting- unni 1966-76, þegar Mao Tse- tung stefndi stúdentum í hundruðum þúsunda út á götum- ar. Umferð í nágrenni ráðhússins stöðvaðist gersamlega, þegar stúdentar gengu um hönd í hönd og höfðu uppi hróp um, að Iög- regla hefði látið hendur skipta við nokkra af félögum þeirra. Var Reagan und- ir áhrifum lyfja? Washington, AP. Reuter. EDWIN Meese, dómsmálaráð- herra, gaf í skyn við yfir- heyrslur hjá þingnefnd á föstudag, að Reagan Banda- ríkjaforseti kynni að hafa verið undir áhrifum lyfja er hann samþykkti fyrstu vopna- sendinguna til írans. Við yfirheyrslumar sagði Meese að Reagan og Robert McFarlane, fyrrum öryggisráð- gjafí, hefðu ræðst við um sam- skiptin við íran í ágúst 1985, Voyager á heimleið Mojave, Kaliforníu, AP. Tilraunaflugvélin Voyager átti í gærmorgun aðeins ófarinn þriðjung leiðarinnar til að Ijúka hnattflugi sínu á einum benzín- tanki. Atti flugvélin ófarnar 8.142 mílur eða 13.100 kílómetra klukkan 8 að íslenzkum tíma í gærmorgun til áfangastaðar, Edwards-flugstöðvarinnar í Kaliforníu, þar sem hnattflugið hófst sl. sunnudag. Voyager fór framhjá vestur- strönd Afríku yfir Douala í Kameroon á miðnætti á föstudags- kvöld og í gærmorgun var hraði hennar 118 mílur eða 190 km/klst. „Við erum á heimleið," sagði Dick Rutan, annar tveggja flugmann- anna, í talstöðvarsamtali í gær- morgun, en áætlað er að flugvélin ljúki hriattfluginu á Þorláksmessu. Á föstudag urðu flugmennimir að setja á sig súrefnisgrímur og fljúga Voyager upp í 20.000 feta hæð til að komast upp úr mikilli ókyrrð og sveigja á milli þrumu- veðra nærri Viktoríuvatni í Afríku. Er líðan þeirra góð eftir sjö sólar- hringa á lofti nema hvað þeir mörðust og skrámuðust er flugvélin hentist til í ókyrrðinni yfir Afríku. stuttu eftir að forsetinn kom heim af sjúkrahúsi eftir mikla skurðað- gerð. Meese virtist styðja vitnis- burð McFarlane, sem hefur haldið því fram að Reagan hafí sam- þykkt fyrstu vopnasendinguna til Iran í september 1985 en ekki eftir að vopnin höfðu verið send, eins og Donald Regan, starfs- mannastjóri Hvíta hússins, sagði í fyrradag. Tímasetning samþykktar Reag- ans er megin atriði þar sem hann gæti hlotið ávirðingar fyrir að skýra ekki þinginu frá hinni leyni- legu ráðagerð. Það var ekki fyrr en í janúar sl. að hann undirritaði sérstaka forsetatilskipun sem heimilaði vopnasöluna til íran og fyrirskipaði aðstoðarmönnum sínum að halda málinu leyndu fyrir þinginu. Stystur sólargangur Nú fer skammdegið brátt að láta undan síga, því að á morgun, mánudag, eru vetrarsólstöður og sólargangur stystur. Ur því lengir daginn, þótt hægt miði í fyrstu. Á þessari mynd, sem Ólafur K. Magnússon tók í miðborg Reykjavíkur fyrir. helgina, má sjá sólargeislana leikast á í greinum hlynsins fagra við Vonarstræti. OPEC-fundurinn í Genf: Samkomulag um verðhækk- un og samdrátt framleiðslu írak stendur utan samkomulagsins Genf. AP. FULLTRÚAR Samtaka olíuút- flutningsríkja, OPEC, sem setið hafa á fundi í Genf sí. tíu daga, náðu í gær samkomulagi um sam- drátt olíuframleiðslu og hækkun meðalverðs á olíu í 18 dollara á tunnuna. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er gert ráð fyrir 15 dollara meðalverði á olíu í spá Þjóðhagsstofnunar um efna- hagsþróun hér á landi á næsta ári. Það veikir hins vegar OPEC- samkomulagið, að írak er ekki með. Neitaði íraski fulltrúinn að skrifa undir nokkurt það samkomu- lag, sem gæfi írökum minni olíu- kvóta en Irönum. írak samþykkti ekki heldur hækkun olíuverðsins. Samkomulagið tókst eftir nætur- langar umræður og markar tímamót í viðleitni OPEC til að ná aftur tökum á olíumarkaðnum. Gholamreza Aghazadeh, olíuráð- herra írans, sagði, að samkomulag- ið mundi „fyrir fullt og allt binda enda á verðstríðið". Rilwanu Lukman, forseti OPEC, sagði, að 12 af 13 aðildarríkjum samtakanna mundu draga úr olíu- framleiðslu í sex mánuði, frá 1. janúar nk. til 1. júlí í sumar. Umsaminn heildarkvóti OPEC er 15,8 milljónir olíutunna á dag, en vegna sérstöðu íraka taldi Lukman, að heildar-dagsframleiðslan yrði í kringum 16 milljónir tunna. Núver- andi heildarframleiðsla OPEC-ríkj- anna er 17 milljónir tunna. Irak var ætlaður kvóti upp á 1,466 milljónir tunna á dag, en ír- akar ætla að framleiða 1,7 milljónir tunna á dag, eins og þeir hafa gert undanfarið, eða jafnvel meira. Samkvæmt meirihlutasamkomu- laginu verður oliuverð samræmt í aðildaríkjunum, að írak frátöldu. Frá 1. febrúar nk. skuldbinda ríkin sig til að selja ekki undir sam- ræmda verðinu. Það verður frá 16,27 til 18,87 dollarar á tunnuna, eftir gæðum olíunnar, en meðal- verðið skal vera 18 dollarar. Talið er víst, að afstaða íraka til samkomulagsins eigi eftir að valda samtökunum erfiðleikum á næst- unni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.