Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Kerfisfræðingur — forritari Hf. Eimskipafélag íslands óskar eftir að ráða til framtíðarstarfa í tölvudeild félagsins, kerfisfræðing — forritara. Tölvudeild Eimskips vinnur stöðugt að þróun nýrra kerfa til notkunar hjá félaginu innan- lands og erlendis og notar við það öflugan tölvubúnað: • IBM System/38 • Yfir 100 jaðartæki • Fjarvinnsluumhverfi — innanlands og utan • Gagnagrunn „Relational Database11 Við leitum að starfsmanni með: • Menntun á sviði tölvufræða. • Þekkingu og reynslu í gagnasafnsfræðum. • Áhuga og vilja til að taka þátt í hópvinnu við úrlausn verkefna, jafnframt reynslu í sjálfstæðri vinnu. • Ahuga á framtíðarstarfi við uppbyggingu og þróun eigin tölvukerfa Eimskips. Starfsreynsla í skipulagðri forritun „Structu- red programming, RPG III, PL7I“ æskileg. Allar nánari upplýsingar veita deildarstjóri tölvudeildar og starfsmannastjóri í síma 27100. Umsóknareyðublöð liggja frammi í starfsmannahaldi, Pósthússtræti 2 og skal umsókn skilað á sama stað fyrir 7. janúar 1987. EIMSKIP * Starfsmannahald. Fræðsluskrifstofa norðurlandsumdæmis vestra — Blönduósi Eftirfarandi starfsmenn óskast til starfa í byrjun árs eða síðar á árinu: Sérkennslufulltrúi: Sérkennslumenntun og reynsla af stuðnings- og sérkennslu nauð- synleg. Starfssvið: Leiðbeiningar með stuðnings- og sérkennslu í umdæminu, ráð- gjöf og skipulag. Kennsluleiðbeinandi: Reynsla af byrjenda- kennslu mikilvæg. Sérþekking og framhalds- menntun æskileg. Starfssvið: Leiðbeiningar- störf meðal kennara yngri barna í umdæminu. Námsgagnavinnsla og fræðslu- starf í tengslum við Kennaraháskólann, Námsgagnastofnun og skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til 10. janúar. Upplýsing- ar gefur Guðmundur Ingi Leifsson, fræðslu- stjóri, símar 95-4369 og 95-4249 utan skrifstofutíma. Fræðslustjóri. 20 ára stúlka óskar eftir vel launuðu starfi frá næstkom- andi áramótum, helst við tölvur. Hef bíl til umráða. Meðmæli fyrir hendi ef óskað er. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. merkt: „Skrifstofustarf — 2649“. SIGLINGAMÁLASTOFNUN RlKISINS HRINGBRAUT 121. 107 REYKJAVÍK. SÍMI 25844 Símavarsla Siglingamálastofnun ríkisins óskar að ráða starfsmann nú þegar við símavörslu. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri sími 25844. Ewos óskar að ráða forstöðumann gæðaeftirlits Starfið felst í almennu eftirliti með hráefnum og fóðri sem framleitt er í fóðurverksmiðju Ewos hf. Forstöðumaðurinn ber ábyrgð á gæðaeftirliti og sér um rekstur rannsóknar- stofu Ewos hf., þar sem fram fer greining á efna- og eðlisfræðilegum eiginleikum fóðurs- ins og þeirra hráefna sem í það fara. Nauðsynlegt er að væntanlegur starfsmaður hafi háskólapróf í matvælafræði, efna- eða líffræði og reynslu í næringar- og efnarann- sóknum. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að fara erlendis til þjálfunar í stuttan tíma. Ewos hf. er fyrirtæki í eigu Fóðurblöndunnar hf. og Ewos AB í Svíþjóö. Starfsemi þess er öll í Sundahöfn f Reykjavík, þar sem Fóöurverksmiöja fyrirtækisins er staösett. Fyrirtækiö framleiöir allt fóður fyrir Fóöurblönduna hf. auk þess sem þaö mun framleiöa hiö þekkta „Ewos“ fiskfóöur. Jafnframt annast fyrirtækiö sölu tækja og annars búnaðar til fiskeld- is og veitir fiskeldisfyrirtækjum ráðgjöf um hvaöeina sem snýr aö fóðrun og fóðurnýtingu í fiskeldi. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist Ewos hf., Korngarði 12, 124 Reykjavík, fyrir 30. desember nk. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. í^EWOS ^ J KORNGARÐI 12 P( §:w»s AQUACUITURE •4'tRNATlONAl KORNGARÐI 12 PÓSTHÓLF 4114 124 REYKJAVlK S:(91)687766 REYKJALUNDUR Starfsfólk óskast Viljum ráða sjúkraliða og fólk til aðstoðar við hjúkrun sem fyrst. Um er að ræða heils- dagsstörf og hlutastörf. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 666200. Reykjalundur, endurhæfingamiðstöð. Rafmagnsiðn- fræðingur óskar eftir vinnu. Hefur góða reynslu í almennri rafvirkjun. Getur hafið störf starx. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „BB - 2650“. Bókhald — endurskoðun Vanur bókhaldari óskast á endurskoðunar- skrifstofu. Þarf helst að geta unnið sjálfstætt að bókhalds- og skattskilum. Ráðning æskileg frá 1. jan. 1987. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 28. des. merkt: „Bókhald — endurskoðun — 1742“. Hjúkrunarfræðingur Óskum að ráða hjúkrunarfræðing að sjúkra- stöðinni Von, Bárugötu 11, Reykjavík, nú strax eða sem fyrst. Góð laun í boði. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 622344, eða á skrifstofu Vonar, Hólatorgi 2. Rafeindavirkjar Óskum eftir að ráða rafeindavirkja til starfa á mæla- og rafeindaverkstæði okkar þar sem að jafnaði eru starfandi 5 menn auk verk- stjóra. Við leitum að áhugasömum mönnum sem hafa full réttindi og eru tilbúnir til að takast á við margbreytileg tæknistörf. Helstu verkefni eru viðhald, þróun og ný- smíði búnaðar á eftirtöldum sviðum: Tölvukerfi, fjarskiptakerfi, sjálfvirkni, efnagreiningartæki, Mælitæki og annar rafeindabúnaður í verk- smiðjunni. Um fjölbreytilegt framtíðarstarf er að ræða. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík og Bóka- búð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist eigi síðar en 6. janúar 1987 í pósthólf 244, Hafnarfirði. íslenzka álfélagið hf. RÍKISSPÍTALAR LAUSARSTÖÐUR Hjúkrunardeildarstjóri óskast við sængur- kvennadeild 2, 22 B frá 15. mars 1987. Áskilið er að umsækjandi hafi hjúkrunar- fræði- og Ijósmæðramenntun. Umsóknir er greini nám og fyrri störf sendist hjúkrunar- forstjóra fyrir 15. janúar 1987. Sjúkraliði óskast á sængurkvennadeild 1, 22 A frá miðjum janúar nk. Sérhæfður aðstoðarmaður óskast í 80% vinnu á svæfingadeild Landspítalans frá jan- úarbyrjun. Upplýsingar um ofangeind störf veitir hjúkr- unarforstjóri Landspítalans í síma 29000. Reykjavík, 28. desember 1986. Sjúkraþjálfarar — athugið! Bráðlega verður opnuð ný sjúkrastöð í vest- urhluta borgarinnar. Þar er til leigu mjög góð aðstaða fyrir sjúkraþjálfara sem áhuga hafa á að taka þátt í uppbyggingu nýstárlegrar starfsemi. Þeir, sem áhuga hafa á að kanna þennan möguleika nánar, vinsamlegast hafi sam- band við skrifstofu okkar sem er opin alla virka daga milli kl. 9.00-15.00. Alleysmga- og radningaþ/onusta JFS^ Lidsauki hf Skoltivorduslig la - 101 Reykiavik - Simi 6?135.r> Afgreiðslumaður óskast nú þegar til starfa í byggingavöru- verslun. Æskilegt að viðkomandi hafi unnið slík störf áður. Upplýsingar á skrifstofu okkar milli 9.00-13.00 (ekki í síma) að Grensásvegi 8. K. Auðunsson hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.