Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 50
f ftonr a^íTV^p^rT ro Tr>anTttat/ttp aTnr, TaT/Tf^ariK 50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 Frá Paradísarstrðndinni við Fethitye á suðurströnd Tyrklands. Bláa moskan í Istanbul. Hið glæsilega mannvirki stendur við Marmarasund skammt frá minni Hellusunds. Framfarir í atvinnu- og efnahag’smálum Tyrkja NIHAT Hamamciog’lu hefur verið aðalræðis- maður Islands í Istanbul frá árinu 1959, eða í 27 ár. Hann var í hópi ræðismanna, sem utanríkisráðuneytið bauð hingað til lands í haust. Miklar breytingar hafa átt sér stað í Tyrklandi undanfarin misseri og m.a. hefur bankastarfsemi, sem á sínum tíma blómstraði í Beirút, hinni stríðshrjáðu höfuðborg Líban- ons, flutzt til Istanbul. Morgunblaðið kom að máli við Hamamcioglu og féllst hann á að skýra frá helztu breytingum í efnahagslifi landins upp á síðkastið. „Það hafa orðið miklar framfarir í tyrknesku atvinnu- og efna- hagslífi. Innflutningsverzlunin hefur til dæmis verið gefið frjáls Henni eru ekki lengur settar neinar skorður. Innflutningur er þó skatt- lagður til að vemda innlendan iðnað og auk þess er lagt sérstakt gjald á lúxusvöru. Þessir skattar eru m. a. notaðir til að fjármagna bygg- ingu verkamannabústaða. „A undanfömum árum hafa bankar frá §ölmörgum löndum, einkum þó bandarískir, opnað afgreiðslur í Tyrklandi eða eru í samstarfi við tyrkneska banka. Þeim er frjálst að starfa hér, eins og um innlend fyrirtæki væri að ræða. Istanbúl hefur þegar tekið Nihat Hamamcioglu, aðalræðismaður íslands í Istanbul, (til vinstri) ásamt Einari heitnum Ágústssyni, sendiherra, og syni sínum Hazim Miinir Hamamcioglu. við þeirri bankastarfsemi, sem stunduð var í Beirút, og fjárfesting útlendra fyrirtækja hefur aukizt stórum. Eg get nefnt lítið dæmi, sem er bygging þriðju brúarinnar yfir Hellusund. Á næsta ári lýkur bygg- ingu brúar númer tvö, en vegna gífurlegrar aukningar á bílaeign svo og vöruflutningum um landið hefur reynst nauðsynlegt að ráðast í smíði þriðju brúarinnar yfir sundið. Brezkt fyrirtæki mun smíða hana í samvinnu við tyrkneskt fyrirtæki fyrir brezkt og tyrkneskt fé. Smíðin verður borguð með brúartolli og þegar fjárfestingunni hefur þannig verið skilað verður brúin eign Istan- búlborgar. Þá hafa þrír útlendir fólksbíla- framleiðendur byggt verksmiðjur í Tyrklandi, Renault, Fiat og Ford. Bifreiðarnar, sem þar eru fram- leiddar, eru 85-90% heimasmíð. Starfsmenn verksmiðjanna, jafnt verkamenn sem yfirmenn, eru svo til nær eingöngu tyrkneskir. Enn- fremur smíða Mercedes og MAN vörubíla og rútur í Tyrklandi. Ný- Bogazici-brúin yfir Hellusund. Senn lýkur smiði annarrar brúar yfir sundið og hafizt verður handa við smíði þeirrar þriðju á nsæta ári. Fornir hellar, sem kristnir menn leit- uðu skjóls i til að komast hjá ofsókn- um. Hellarnir eru i grennd við borgina Urgriip.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.