Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 58
o~ 58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 * UMSJÓM ANDRÉS MAGNÚSSON STRAX - framsækin að vanda. áttu til að gera á stúdíó- Textinn er merkingarlaus | svipuð einhverju með fylleríum hér áður fyrr. með öllu og lagið keyrsla | Frankie Goes to Hollywo- SverrirStormsker- Lífsleiðin(n) Góður lífsleiði Mikla athygli og hneykslan vakti plata Sverris Stormskers „Hitt er annað mál“. Textarnir þóttu klúrir og ekki voru menn á eitt sáttir um ágæti kappans sem laga- smiðs og hljómlistar- manns. Mest var þó deilt á Sverri fyrir að vilja endi- lega syngja sem mest sjálfur. Þrátt fyrir allt jós- sið hélt Sverrir ótrauður sínu striki og það veit ég að hann er með vinsælli gestum í menntaskólum höfuðborgarsvæðisins. Nýjasta plata hans, Lífsleiðin(n) er á nokkuð annarri línu en sú hin fyrri. Minna ber á kláminu en áður, en ekki vantar þó að kímnin er mikil. Ekki er Sverrir mikill byltingar- maður í tónlist, en hann gerir þó vel það sem hann gerir og af einlægni. songurinn, ja songurinn er eitt það besta á plöt- unni. Ekki ætla ég að segja að Sverrir hafi þróttmikla eða fagra rödd, en hann kann að nota hana og nær því út úr henni sem hann ætlar sér. Ekki skemmir síðan að röddin fellur mjög vel innan þeirra takmarka sem tónlistin setur. Sama má segja um textana. Þeir eru ósköp od. Að vissu leyti er svolítið gaman að hlusta á þetta, en á það erindi á söluplötu? Satt best að segja varð ég fyrir nokkrum von- brigðum með plötuna, en ekki verður á allt kosið. Þó kann að vera að maður sé einfaldlega of mikið innstilltur á Stuðmenn sem voru. Ekki verður með nokkru móti sagt að platan sé léleg, það er hún alls ekki og reyndar mjög þægileg í hlustun. Maður bjóst bara við einhverju öðru. Þrjár stjörnur af fimm. klénir og tilgerðarlegir á textablaðinu, en þegar þeir eru komnir á vínylið þá er eins og þeir öðlist nýtt líf. Það má margt segja um Sverri Stormsker, en það má hann eiga að hann er sannur í tilgerðinni og það er meira en segja má um suma. Killing Joke - BrighterThan aThousand Suns Birtir til PLÖTUDÓMUR Árai Matthiasson Vart hefur það farið fram hjá neinum þegar Jaz Coleman og félagi hans Georsdie úr Killing Joke voru hér á landi að hræra upp í poppheiminum íslenska. Þá héldu reynd- ar flestir að hljómsveitin sú væri úr sögunni, en eftir reikula daga á ís- landi var þráðurinn tekinn upp aftur og út var gefin platan Revelation. Tónlistin þar var þeirrar Plötudómur Árai Matthiasson IPlötudómur Andrés Magnússon HUÓMSVEITIN Queen er e:n þessara hljómsveita sem von- laust er að gagnrýna, þar sem að sífelldar vinsældir þeirra kveða gagnrýni ávallt í kútinn. Vissulega hafa afurðir sveitar- innar verið upp og ofan á löngum ferli, en á heildina litið er um yfirburða fagmennsku að ræða. Svo er einnig um þessa plötu. Skífan hefst á laginu „One Vision" og á eftir koma gamlir slagarar, sem fyrir löngu eru orðnir sígildir. Eru það lög eins og „Seven Seas of Rhye“, „Under Pressure", Another One Bites The Dust“, I Want To Brek Free“, Bohemian Rhapsody", Radio Ga-Ga“, „We Will Rock You“, „We Are The Champions" og að lokum þjóð- söngur Breta, „God Save The Queen". Greinilegt er að áheyrendur eru með á nótunum, því þeir taka undir þúsundradda og leiða jafn- vel sönginn, eins og í „I Want to Break Free“. Á þessum tíma tækniundra (á gervihnattaöld) gæti maður hald- ið að Queen myndi freistast til þess að stóla á tölvur og önnur tól við undirleikinn. Það gerir hljómsveitin ekki. Þeir eru með einn og aðeins einn aðstoðar- mann, Spike Edney, en hann leikur jöfnum höndum á hljóm- borð og gítar auk þess sem hann raddar. Fyrir bragðið er Queen þétt rokkband, en ekki segul- bandshljómsveit (sbr. hljómsveit Bonnie Tyler). Þessi plata er enn ein skraut- fjöðurin í fagurlega skreyttan hatt hljómsveitarinnar Queen. EKKIALVEG... STRAX Plötudómur Andrés Magnússon í SÍÐUSTU viku kom út platan STRAX með sam- nefndri hljómsveit. STRAX þekkja líklegast fiestir sem Stuðmenn. Skífan er ætluð til út- flutnings og hyggjast Sýrlendingar reyna að feta refilstigu frama- brautarinnar. Þetta er reyndar ekki fyrsta átak þeirra félaga í þessa átt og er skemmst að minnast Kínafarar þeirra, en hljómsveitin var sú fyrsta sem fékk inni í kommúnistaríkinu, eftir að WHAMI skandalíser- aði þar um árið. Þá má minnast lagsins „Moscow, Moscow", sem reynt var að koma á framfæri á meðan Reykjavíkurfundinum stóð, þó misjafnlega gengi. A plötunni eru tíu lög, öll með enskum textum og í popplegra lagi. Hljóm- sveitarmeðlimir fara enda ekki í neinar felur með að þessari skífu er ætlað að vera til vinsælda líkleg og að stundum sé frumleg- heitunum fórnað. Ætla ég síðastur manna að lasta það. Fyrsta lag plötunnar er „Enough" og er það all- diskað lag, sem hleypa á titringi í dansfúsa fætur. Það er Ragnhildur Gísla- dóttir sem syngur lagið með sínu lagi, en ég er ekki frá því að röddin sé fullskær miðað við aðra gerð lagsins. Lagið „Come Jive", syngur Aggi Popskow- itsch af alkunnri snilld. Aggi þessi hefur reyndar gengið undir dulnefninu Egill Ólafsson um alllangt skeið, en hefur nú komið úr felum. — Annars er ég ekki frá því að Agli hætti stundum til þess að vera svolítið tilgerðarlegur í röddinni, sem er synd, því hann hefur mjög fallega rödd. Lagið „Black and White“, er gott og smekk- legt popplag í besta skilningi þess orðs og er auk þess prýðilega útsett. „The Urge" fylgir fast á eftir og ég kann einstak- lega vel við það lag, án þess að geta bent á ein- hverja eina ástæðu. Fyrsta lag seinni hliðar er lagið „Look Me in The Eye“, sem er virkilega vel sungið popplag og vel til vinsælda líklegt; en það er með það sem fleiri lög að útsetningin er svolítið ot'hlaðin og lagið missir marks að sama skapi. Tant pis! „Pago Pago“ er algjört rugllag eins og Stuðmenn Queen - Live Magic Líf í gömlu mönnunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.