Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 Syni Guðs syngi glaður sérhver lifandi maður heiður í hvert eitt sinn. Hallgr. Pétursson Agrip af sögu kórs Hallgríms- kirkju Um jólaleytið 1940 voru nýiega um garð gengnar prests- kosningar í þremur nýjum prestaköllum í Reykjavík, hinum fyrstu sem greindust út frá þeim eina söfn- uði, er fyrir var, Dómkirkjusöfnuði. Þar komu til sögunnar Laugames- prestakall, hverfi í norðausturbæn- um, sem notið hafði þjónustu aukaprests í Dómkirkjusókn um nokkurra ára bil, Nesprestakall í suðvesturbænum og á Seltjamar- nesi og Hallgrímsprestakall í austurbænum, hið síðastnefnda það mannmargt, að þar skyldu tveir prestar þjóna. Rétt er að láta þess getið, að kirkjur höfðu áður verið á tveimur þessara staða, í Laugamesi (aftekin 1794) og í Nesi við Seltjöm (aftekin 1797). Prestakallið nefndist fyrrum Sel- tjamamesþing, og heyrði því einnig til Viðeyjarkirkja, en hún var Iögð til Mosfellsprestakalls árið 1946. Víkur- eða Reykjavíkur- kirkja varð dómkirkja árið 1785. í ársbyijun 1941 tók hin nýja prestakallaskipan gildi. Veitingu fyrir prestsembættunum fengu séra Garðar Svavarsson (eini um- sækjandinn um Laugamespresta- kall, hafði enda þjónað því hverfí), séra Jón Thorarensen (einn níu umsækjenda um Nesprestakall), séra Sigurbjöm Einarsson og séra Jakob Jónsson (tveir af sex um- sækjendum um Hallgrímspresta- kall). Langt er orðið síðan nýjar kirkjur risu í tveimur þessara prestakalla, en nú fyrst fyrir fáum vikum var vígð hin veglega Hall- grímskirkja á Skólavörðuholti, þótt bytjað væri að efna til hennar að tekinni hinni fyrstu skóflustungu 15. desember 1945. En hlutar hennar hafa gagnast til guðsþjón- ustu og félagsstarfa hátt á fjórða áratug. Vegna hinna miklu tíma- móta í Hallgrímsprestakalli og raunar í kirkjusögu borgar og landsins alls er þetta söguágrip sett á blað og sér í lagi sakir þess að nær samtímis verða þáttaskil í söngstarfi við kirkjuna. Nýju kirkju- og safnaðarstarfi fylgir tónlistarlíf, fyrst og fremst organleikur og kórsöngur, sem verða skal undirstaða almenns safnaðarsöngs. Eitt hinna fyrstu verka sóknamefndar þar í presta- kallinu hefur því verið að ráða söngstjóra og organleikara. For- maður hinnar fyrstu sóknamefnd- ar var Sigurbjöm Þorkeisson kaupmaður, mikill atkvæðamaður í kristilegu félagsstarfi. Sóknar- nefndin réð Pál Halldórsson til starfs fyrir söfnuðinn á þessu sviði. Hann hafði numið organleik hjá dr. Páli ísólfssyni og fleirum og tekið söngkennarapróf í Kennara- skóla íslands, þar sem Sigfús Einarsson tónskáld og organleikari var aðalkennari. Síðla marzmánaðar 1941 birtist tilkynningtil söngfólks, sem leggja vildi lið sitt að kórsöng í Hallgríms- sókn, um að koma til prófunar í húsi KFUM tiltekinn dag. Allmargt manna gaf sig fram við söngstjór- ann, sem fengið hafði einn hinn bezta söngmann í prestastétt, séra Garðar Þorsteinsson í Hafnarfírði, til að vera prófdómari með sér. Fór svo að 15—17 manns vom fengnir til kórstarfs við messusöng í byijun (heimildir skortir um hámákvæma tölu). Kórfólkið var þá strax og líka síðar úr ýmsum landshlutum, og fór vel á því, þar sem Hallgfimskirkja skyldi rísa fyrir tilstuðlan landsmanna í heild. Sama máli hefur gegnt um presta og aðra starfsmenn kirkjunnar frá fyrstu tíð. Verðandi kórfólk var Hallgrímskirkja boðað á fyrstu söngæfíngu 7. apríl. Hún fór fram í bíósal Austur- bæjarbamaskóla, en hann hafði sóknamefndin fengið til afnota fyrir messugerðir og athafnir tengdar safnaðarstarfi. Var hann slík bækistöð prestakallsins fyrstu átta árin eða fast að því. Kór Hallgrímskirkju kom fyrst fram opinberlega í fermingarguðs- þjónustu hjá séra Jakob Jónssyni 20. apríl, en hún fór fram í Fríkirkjunni. Þar fermdu Hallgrímsprestar sóknarböm sín framan af, og oft fengu þeir einn- ig innhlaup í Dómkirkjuna, þegar um meiriháttar messur var að ræða. Árin fyrstu í Austurbæjarskóla var messað einu sinni hvem helgan dag, og skiptust þá prestarnir á, en þá hafði hinn presturinn guðs- þjónustu fyrir böm. Bömunum var sinnt að morgni dags, en aðalmess- ur vom yfírleitt kl. 2 síðdegis og jafnvel stundum kl. 5. Á langa- föstu hafa svo ætíð veríð vikulegar kvöldmessur. Þega: fyrsti hluti Hallgrímskirkju var tekinn í notk- sinni á sunnudögum. Eins og að líkum lætur þykir söngfólki kirkju- söngur afar bindandi, ekki sízt að sumarlagi, og því er vart hægt að búast við fullkominni söngþjónustu alla messudaga. Síðustu árin hefur núverandi organleikari kirkjunnar gefíð kómum frí í síðdegismessum (svo og á sumarleyfistíma), hvatt kirkjugesti til almenns safnaðar- söngs og gerzt forsöngvari sjálfur. Ekki verður sagt að söngfólk í kirkjukórum beri mikið úr býtum í krónum talið, enda vakir það vart fyrst og fremst fyrir neinum, þótt segja megi að þóknunin komi sér jafnan vel, þegar hún er greidd í einu lagi á jólaföstu. Sjá má á gögnum kórsins að árið 1950 vom greiddar kr. 12.25 fyrir hverja mætingu. Fyrir myntbreytinguna 30 ámm síðar hafði verðþenslan lyft krónutölunni upp í kr. 2200 fyrir skiptið, en á síðasta ári var talan hinsvegar kr. 80. Mætingar hafa oftast verið 120—130 um árið og hafa komizt upp í 155. Messur og aðrar athafnir hafa verið allt að því 100 á ári, og svo Kór Hallgrímskirkju í Reykjavík 25 ára 1966. Fremri röð: Þorbjörg Guð- mundsdóttir, Fríða Aradótt- ir, Páll Halldórsson söngstfóri, Sína Bjarnadótt- ir, Svala Jónsdóttir. Aftari röð: Gunnar Jóhannesson, Árni Pálsson, Baldur Pálma- son, Arni Björnsson, Kjartan Kjartansson, Elsa Tómas- dóttir, Inga Þórarinsdóttir, Haraldur Sigurðsson og Halldór G. Stefánsson. bætast við vikulegar æfíngar að vetrinum, en tíðari þegar kirkju- tónleikar vom undirbúnir. Æfíng- ar fóm jafnan fram á miðvikudags- kvöldum. Strax á fyrsta starfsári var tek- inn upp sá siður að halda árlega minningarguðsþjónustu á dánar- degi séra Hallgríms Péturssonar, 27. október, og er þá viðhaft messuform sem líkast því, er tíðkaðist á dögum sálmaskáldsins á 17. öld. Þá em eingöngu sungn- ir Hallgrímssálmar. Eins og að líkum lætur fór æf- ingatími kórsins fyrstu árin hvað mestur í að tileinka sér lögin í sálmasöngbókinni, undirbúa næsta messudag og vera viðbúinn breyti- legum messusvömm og hátíðar- söngvum. Snemma var þó farið að æfa önnur lög. Páll söngstjóri hafði fljótt haft — og oft síðar — orð á því, að nauðsynlegt væri að kórinn fengist við aukaverkefni og léti ekki staðnast í sömu sálmalögun- um. „Kór hættir að vera kór, ef hann þarf ekki að glíma við þyngri verkefni en sálmalögin," sagði hann eitt sinn á fundi hjá kómum. Kórinn tók þessum tilmælum vel, og fyrstu merkin um slíkt framtak munu hafa verið söngur á skemmtikvöldi hjá Kvenfélagi Hallgrímskirkju árið 1944 og í útvarpi árið eftir. Vom þá sungin íslenzk lög, þ.á m. lag Áskels Snorrasonar við minningarljóð þjóðskáldsins Matthíasar um fyrir- rennara sinn, Hallgrím Pétursson. Þegar hafízt var handa við kirkjubyggingu á Skólavörðuholti í árslok 1945 var byrjað að reisa austurendann, kjallarahvolfíð und- ir innsta hluta kirkjunnar, kómum, un í desember 1948 var byijað að syngja messur árdegis (kl. 11) og síðdegis. Er fram í sótti var tekinn upp sá siður að hafa kórinn aðeins hálfskipaðan í síðdegismessunni, til þess að létta álagið á hvem og einn kórfélaga, svo og við sumar- messur (júní—september), sem hafa nær ætíð verið aðeins einu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.