Morgunblaðið - 21.12.1986, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986
57
Fullveldisfagnaður í Karlsruhe
Álfheiður hafa hér rakið sögðu
þær að þýddar bækur um vanda-
mál fólks kæmu oftast nær að
litlu gagni hér á landi.
„Það hefur lengi verið draumur
okkar að skrifa þessa bók. Við
erum búnar að vinna saman síðan
1979 og höfum orðið hér um bil
sömu hugmyndirnar um fólk og
sálfræði, og það var þess vegna
ekki erfítt verk að skrifa þessa
bók. Við skiptumst á að skrifa
kaflana en fórum svo vandlega
hvor yfir skrif annarrar og nú er
enginn hægðarleikur að sjá hvor
skrifaði hvað. Bækur af þessu
tagi hafa ekki verið tii á Islandi
áður og við teljum okkur sem
fyrr segir vera að bæta úr brýnni
þörf. Nokkrar þýddar bækur eru
til, en þær fjalla flestar um ungl-
inga og æskuárin og við vildum
skrifa fyrir fullorðna — þótt í
þessari bók okkar sé að sjálfsögðu
farið höndum um vandamál allra
aldursflokka, meira eða minna.
Það segir sig sjálft að í einni bók
er ekki hægt að fara út í mikil
smáatriði og oft hefðum við viljað
kafa dýpra í efnið. Við litum hins
vegar svo á að þetta væri eins
konar grunnbók, þar sem fjallað
er um alls konar vandamál á
breiðum grundvelli, en ætlum að
láta það bíða að taka fyrir einstök
mál.“
Þær Álfheiður og Guðfínna
sögðu loks að eitt af algengustu
vandamálunum sem fólk kæmi
með til þeirra væri afbrýðisemi
og ýmiss konar eijur vegna henn-
ar. Svo virtist sem erfiðleikar
vegna afbrýðisemi væru meiri á
íslandi en annars staðar, að
minnsta kosti dýpri og illviðráð-
anlegri.
„Þetta tengist ef til vill því sem
við vorum að segja áðan um bar-
áttueðlið í okkur. Menn eru alltaf
einhvers staðar úti að beijast og
eyða kannski bróðurpartinum af
sínum tíma ýmist í vinnunni eða
í félagslífí. Stundum eru meira
að segja vinnufélagar meira sam-
an en hjón og það segir sig sjálft
að slíkt beinlínis skapar vanda-
mál. „Af hveiju er hann alltaf að
tala um þessa konu sem vinnur
með honum?“ er algeng hugsun,
og stundum verður þetta svo ofar-
lega í hugum fólks að það getur
varla um annað hugsað. Konan
fer kannski að detta allt í einu
inn hjá manninum sínum í vinn-
unni, hún fer að sækja hann þegar
vinnu lýkur og svo framvegis.
Auðvitað má vera að þetta sé
hrein og skær hugulsemi, en oftar
en ekki er afbrýðisemi með í spil-
inu. Hún kemur þá fram í ýmiss
konar eftirliti með makanum. Það
má líka nefna að afbrýðisemi
verður oft slæmt vandamál hjá
hjónum sem komin eru á miðjan
aldur; konumar vita að nú eru
eiginmenn þeirra komnir á þann
aldur þegar margir karlmenn fara
að óttast árafjöldann og líta þess
vegna til annarra kvenna til þess,
að segja má, að fá staðfestingu
á siálfum sér sem karlmanni.
Jafnvel þótt mennimir hafí
kannski ekki gefíð neitt tilefni til
slíkra bollalegginga þá er það
staðreynd að afbrýðisemin fer oft
vaxandi á þessum ámm. Stundum
er líka ástæða fyrir afbrýðisem-
inni, þá er farið af stað ferli sem
getur endað með skilnaði. Hvort
heldur afbrýðisemin á sér ástæðu
eða ekki, þá er full þörf fyrir að
takast á við vandamálið og reyna
að leysa það þannig að enginn
beri tjón af. Samskipti kynjanna
eru flókin og afbrýðisemi er einn
helsti ásteytingarsteinninn. Þar
kemur líka til að menn reyna allt-
af að setja upp sitt besta andlit
þegar þeir eru úti á meðal annars
fólks, en heima hjá sér vilja þeir
fá að vera þeir sjálfír — vera litl-
ir og láta hugga sig ef svo ber
undir,“ sögðu þær Álfheiður
Steinþórsdóttir og Guðfínna Ey-
dal að lokum.
- IJ
Frá Þórði Helgasyni í Karlsruhe.
FYRIR SKÖMMU var haldið upp
á fullveldi Islands af stúdentum
hér í Karlsruhe. Þessi fagnaður,
sem hefur verið árviss viðburður
um nokkurra ára skeið, verður
frá ári til árs fjölmennari og
mættu um áttatiu manns hvaðan
æva úr Þýskalandi og nærliggj-
andi löndum að þessu sinni.
Lögðu sumir á sig ianga leið til
að taka þátt í bessum fagnaði,
m.a. mætti hópur frá Köln en
þaðan er um 280 km leið, annar
frá Salsburg í Austurríki. Heið-
ursgestir kvöldins voru hjónin
Emil og Imgard Nied, en þau
hafa um árabil hýst islenska
stúdenta og stutt við bakið á
þeim með ýmsum hætti.
Skemmtunin fór fram með hefð-
bundnum hætti. Byijað var á
borðhaldi með tilheyrandi ræðu-
höldum. Að þeim loknum var haldið
í kjallara eins stúdentaheimilis þar
sem haldin var dansleikur og boðið
upp á gullnar veigar. Stóð hann til
átta að morgni næsta dags.
í Karlsruhe búa um 30 íslenskir
stúdentar og leggja flestir stund á
verkfræði eða skyldar greinar há-
skólans hér, einn stúdent stundar
nám í Kennaraháskólanum. Athygli
VEGURINN, Kristið samfélag,
hefur gefið út bókina Njósnarinn
eftir Chris Panos.
í kynningu útgefanda segir:
„Bókin Njósnarinn segir frá núlif-
andi grískættuðum bandaríkja-
manni Chris Panos að nafni sem
lendir í margvíslegum ævintýrum
við erfiðar aðstæður.
Sagt er frá stormasamri æsku
hans, afturhvarf til kristinnar trúar
og köllunar hans til að boða fagnað-
arerindið um víða veröld, þar sem
hann gerist njósnari Guðs.
Hér er á ferðinni spennandi iesn-
ing, jafnt fyrir unglinga sem full-
orðna. Bókin er sannsöguleg og
skilur eftir sig góðar minningar.“
vekur hversu lítið er af barnafólki
sem hingað kemur. Eins og er, er
aðeins eitt barn hér, átta ára göm-
ul stúlka.
Chris Fanos
Njósnarinn eftir Chris Panos
Uppstillt mynd af afbrýðiseminni. Karlmaðurinn situr einn og yfir-
gefinn meðan konan skemmtir sér við að tala við annan mann. Sá
afbrýðisami verður hvekktur og finnst hann niðurlægður.
•nakanum og öllum þeim sem á
einhvern hátt gætu orðið til þess
að sambandið gliðnaði eða ógnað
því á annan hátt. Eina vömin sem
makanum fínnst hann eiga völ á
er þá að fylgjast með öllum sjáan-
legum merkjum um að hinn geti
svikið. Sem dæmi má nefna þá sem
hringja í maka sinn í vinnuna oft
á dag til að vita hvað hann er að
gera, við hveija hann hafí talað,
og hvort einhveijir séu í herberg-
inu. Yfírskinið getur verið það að
spyija hvort hann eða hún komi
ekki heim á eðlilegum tíma. Ef
makinn er lengi á leið heim úr
vinnu vakna kvíði og óöryggi um
hvað geti tafíð. Þegar hann birtist
er hann ef til vill spurður út úr
og ásakaður um tillitsleysi vegna
þess að hann vakti óöryggi hins.
Oft fylgir mikil vanlíðan óörygg-
inu. Makinn getur ekki dulið kvíða
og spennu, þó svo að honum fínn-
ist niðurlægjandi að sýna slíka
framkomu. Afbrýðisemi af þessu
tagi reyna flestir að fela í lengstu
lög, og það er algengt að fela hana
bak við hjálpsemi og umhyggju.
Nefna má þann sem alltaf nær í
maka sinn eftir fundi og vinnu-
staðaveislur, eða kemur því svo
fyrir, að hinn fari aldrei í ferðalög
án hans. Sá afbrýðisami trúir því
ekki innst inni að hann sé elskað-
ur. Því minni völd og áhrif sem
manneskjunni fínnst hún hafa yfír
lífí sínu þeim mun líklegra er að
hún reyni að stjóma öðrum með
eftirliti, ógnunum eða undirferli.
Það getur verið erfítt að búa
með þeim sem er afbiýðisamur.
Sá sem eftirlit er haft með fínnur
fljótlega fyrir þreytu og leiða.
Hann fínnur að makinn fylgist með
hveiju fótmáli og verður því oft
þvingaður þegar þeir eru saman
innan um vinnufélaga eða á
skemmtistöðum. Hann óttast að
yfirheyrslur og leiðindi taki við,
þegar heim kemur.
Yfírheyrslumar hafa þau áhrif,
að honum fínnst hann óeðlilega
bundinn, og hann getur smám
saman gripið til þess ráðs, að hag-
ræða sannleikanum, til þess að
sleppa.
Ef hann kemur seint heim er
auðveldara að tala um umferðar-
teppu en að segja eins og er, að
hann hafí tafist við að ræða við
konu sem hann vinnur með. Það
gæti kostað deilur og leiðindi. Að
skrökva og flýja undan kröfum eru
þekkt viðbrögð við afbrýðisemi.
Oft er makinn sem afbrýðisamur
er einmitt mjög næmur fyrir slíku
og fínnur að allt er ekki með felldu
og verður þá enn kvíðafyllri og
ágengari. Þannig verður samband-
ið fljótlega að vítahring.
Margir grípa til þess að ein-
angra sig til að forðast þá tog-
streitu sem af afbrýðiseminni
hlýst, og umgangast aðeins þá vini
og kunningja sem þeir búast við
að valdi ekki afbrýðisemi. Slík
uppgjöf getur verið lausn um tíma,
en þegar til lengdar lætur getur
vinahópurinn riðlast og smám sam-
an staðnað ef ekki er stofnað til
nýrra kynna. Slík lausn er slæm
fyrir báða aðila því hún þvingar
þann sem vill umgangast fleiri og
hjálpar þeim afbrýðisama ekki til
að yfirvinna óöryggið.
Alvarlegasta form afbrýðisemi á
rætur sínar að rekja til djúpstæðs
ótta við höfnun, hræðslu við að
makinn verði fráhverfur og hætti
að elska mann, styðja og veita
öryggi. Sálfræðileg ráðgjöf og
ýmsar rannsóknir á þessu sviði
sýna fram á að þeir óöruggu og
ósjálfstæðu fínna mest til afbiýði-
semi. Þeir fínna til yfirþyrmandi
ótta við tilhugsunina um að missa
þann sem þeir elska. Oft hafa þeir
í uppeldinu og/eða úr öðrum sam-
böndum sára reynslu af því að
hafa verið yfírgefnir og sviknir.
Stundum hafa þeir verið útundan
í fjölskyldunni og fundið afbrýði-
semina ólga í garð foreldra og
systkina á bemskuárum. Þannig
situr hann eða hún uppi með óupp-
fylltar tilfínningalegar þarfir,
stundum með mikla vantrú á að
nokkrum geti þótt vænt um sig.
Slík tilfinning hverfur ekki auð-
veldlega og kemur því fram á
fuilorðinsárum sem kvíði og tor-
tryggni í nánum tengslum við aðra.
Sá sem þjáist af afbrýðisemi er
því gjaman mjög háður maka
sínum. Hann vonast til að makinn
geti uppfyllt alla þörf sína fyrir
ást og umhyggju.
Að stöðva vítahringinn
Það er alltaf hættulegt að miða
allt sitt við aðra. Það felur í sér
hættu á að verða smám saman
ósjálfstæður, allt of háður hinum
og stöðugt haldinn vanlíðan. Það
er einnig mjög erfitt að búa með
þeim sem em mjög afbrýðisamir.
Eftirlit og öryggisleysi annarra
geta knúið hinn til að skrökva,
efast um eigin tilfínningar og vald-
ið því að hann líti niður á makann
og hætti að bera virðingu fyrir
honum. Afbrýðisemin getur þannig
eyðilagt hvaða samband sem er,
þegar fram líða stundir og ekkert
er að gert.
Þegar slíkur vítahringur er kom-
inn af stað getur verið erfitt að
stöðva hann. Þá er full ástæða til
að leita sér hjálpar. Í meðferð get-
ur sá afbrýðisami fengið hjálp til
að takast á við óöryggið innra með
sér. Makinn getur samtímis fengið
innsæi í hvemig afbrýðisemin er
komin til, og hvað hann getur gert
til að hjálpa til og hvað elcki. Maki
getur hins vegar ekki dregið úr
óöryggi þess afbrýðisama, vegna
þess að það snýst um persónuleika
viðkomandi, og óöryggið verður
hann að læra að minnka sjálfur.