Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 Hjónaminning: Guðmundur Árnason og Una Magnúsdóttir Guðmundur: Fæddur 20. október 1883 Dáinn 13. desember 1986 Una: Fædd 12. ágúst 1895 Dáin ll.júní 1975 Á morgun verður borinn til hinstu hvíldar Guðmundur Ámason verka- maður frá ísafirði. Kona hans Una Magnúsdóttir andaðist fyrir ellefu árum tæplega áttræð að aldri. Guðmundur fæddist 20. október 1883 á Skagaströnd, hann átti ætt- ir að rekja norður í Húnavatnssýslu, sonur hjónanna _ Steinunnar Guð- mundsdóttur og Áma Sigurðssonar. Guðmundur vann við sjómennsku á sínum unglingsámm og fram á þrítugsaldur en eftir að hann kom til ísafjarðar tuttugu og fimm ára gamall vann hann lengst af verka- mannastörf. Hann var einn af stofnendum Kaupfélags Ísfírðinga og starfaði hjá því fyrirtæki síðustu tuttugu árin sem hann bjó þar vestra. Hann hætti störfum og flutti til Reykjavíkur áttatíu ára gamall. Hann tók þátt í félagsstarfi Verkalýðsfélagsins Baldurs á Isafirði og var gerður að heiðurs- félaga þess á efri árum. Guðmundur kvæntist árið 1912 Unu Magnúsdóttur, sem hér er einnig minnst, hún átti ættir að rekja til Breiðafjarðar. Þau Guð- mundur og Una áttu fimm börn. Huldu hjúkmnarkonu, starfaði lengst af á Vífílsstöðum, Magnús fyrrverandi flugstjóra hjá Flugleið- um, Margréti hjúkmnarkonu, starfar hjá Krabbameinsfélaginu, Gunnlaug, póstfulltrúa í Reykjavík og Guðríði bankastarfsmann í Reykjavík. Bamaböm þeirra Guð- mundar og Unu em sextán, bamabamabömin em 23 og tvö bamabamabamaböm. Þetta er í stómm dráttum lífssaga afa míns. Þau unnu bæði mikið, eins og nauðsynlegt var á þessum tíma. Auk húsmóðurstarfs- ins vann amma mín í físki, þvoði þvotta fýrir fólk og skúraði í Kaup- félaginu. Ég var sex mánaða gömul þegar foreldrar mínir komu mér í fóstur um stundarsakir hjá Guðmundi og Unu, afa mínum og ömmu. Á ísafírði hjá þeim var ég uns faðir minn hafði Iokið háskólanámi, en þá var ég komin hátt á fjórða ár. Þó fósturdvöl minni lyki þá, var ég hjá afa og ömmu á hveiju sumri þangað til ég var ellefu ára og allan tímann eftir það voru samskipti okkar mikil. Ég hef margs að minnast þegar ég hugsa til afa og ömmu. Ætíð var gestkvæmt á Aðal- stræti 33 og þá sérstaklega á sumrin þegar samgöngur voru góð- ar. Vinir og ættingjar frá Hnífsdal og vestan af fjörðum í bæjarferð til ísafjarðar komu við hjá Unu og Guðmundi í kaffí og eldhúsið ilmaði af nýbökuðu meðlæti. Einnig eru mér ofarlega í minni beijaferðimar inn í Tungudal, þær voru ekki svo fáar, og þegar heim var komið var sultað og saftað. Hún amma mín var ein af myndarlegustu húsmæðr- um sem uppi voru á þessum tíma. Að fara inn í skóg á -fallegum sumardegi var eins og að fara í ævintýraferð, Gönguferðir okkar ömmu voru ófáar þangað og að fara í heimsókn til vina í Hnífsdal var einnig mjög ánægjulegt. Margar ferðir fór ég til afa í Kaupfélagið og fékk hveiti og sykur til að leika með í búleik en sá leik- ur var vinsæll hjá ungum telpum á þessum árum. Fyrir mér var ísafjörður sem himnaríki á jörð og er varla til fal- legri staður þegar pollurinn er spegilsléttur og fjöllin speglast þar í. Samband okkar afa og ömmu var mjög náið eftir að þau fluttu til Reykjavíkur, en síðan skilja leiðir því ég flyt til New York. Amma og afí fluttu inn á Hrafnistu og dó amma þar árið 1975. Ég vil með þessum orðum mínum þakka ömmu minni og afa fýrir þann tíma sem við áttum saman, það voru lærdómsríkar og góðar stundir. Ég veit að þar mæli ég fyrir munn annarra bamabarna þeirra sem dvöldu hjá þeim lengri eða skemmri tíma. Kolbrún Una Einarsdóttir t Litli drengurinn okkar og hálfbróðir minn, ALEXANDER, lést á Vökudeild Barnaspítala Hringsins, jarðaförin hefur farið fram. Við færum þeim sem veitt hafa okkur samúð og stuðning, inni- legustu þakkir. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Kvennadeildar Landspítal- ans og Vökudeildar Barnaspítala Hringsins. Nanna Christlansen, Gylfi Aðalsteinsson, Elfa Ýr Gylfadóttir. LÆKNIP A SKEMMTIFERÐASKIPl Skáldsaga eftir Kerry Mitchell BÓKAÚTGÁFAN SnæfeU hefur gefið út bókina Læknir á skemmtiferðaskipi eftir Kerry Mithcell. Á bókarkápu segir m.a.: „Far- þegaskipið „Pacifíc Queen“ sigldi á fullri ferð áleiðis til Hololulu. Skyldu þau komast í tæka tíð, annars yrði hann að framkvæma aðgerðina hjálparlaust á skipi, sem braustu um í stórsjó. Ben Grady læknir var fær maður í sinni grein. Hann vantaði aðeins fágaða framkomu læknis, sem ann- ast yfírstéttarfólk. Beth Goodrich er rík, bitur og afbrýðisöm vegna umhyggju Grad- ys fyrir öðrum og í lífshættu. Faulkner skipstjóri er eitilharður. Orð hans eru lög, hvað sem allri læknisfræði líður. Gwen Hamilton er ung ekkja, köld og fráhrindandi, og freistandi leyndardómur fyrir Grady læknir. ... og áfram brunar „Pacifíc Queen". Hvemig skyldi þetta enda?“ + Móðir okkar GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR, Smáragötu 8a, lést á Borgarspítalanum 18. þessa mánaðar. Fyrir hönd ættingja, Edda Ingólfsdóttir, Kolbelnn Ingólfsson. Faðir okkar, KRISTJÁN JÓHANNSSON, frð Skógarkoti Dalbraut 21 lést í hjartadeild Borgarspítalans aöfaranótt 20. desember. Börnin. + Móðir mín, tengdamóöir og amma, ÞÓRDÍS ÓFEIGSDÓTTIR, lést 17. desember 1986. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju á þriðjudaginn 23. desember, kl. 13.30. Þorláksmessu, Arnljótur Björnsson, Þórdís Arnljótsdóttir, Sigurður Arnljótsson, Lovfsa Slguröardóttir, Edda Arnljótsdóttir, Inglbjörg Arnljótsdóttlr. 63 + Móðir okkar, GRÍMHEIÐUR ELlN PÁLSDÓTTIR, Mlöstrætl 6, sem lést fimmtudaginn 18. desember sl. verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík á Þorláksmessu klukkan 15.00. Jónfna M. Gfsladóttir, Ingibjörg Gfsladóttir, Valgerður H. Gfsladóttir, Magnús R. Gfslason, Gfsll Baldur Garöarsson, tengdabörn og barnabörn. Bróðir okkar og mágur, + HJALTIJÓNSSON, verður jarðsunginn mánudaginn 22. desmber kl. 15.00 frá Foss- vogskirkju. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Heiga Jónsdóttir, Guörún Jónsdóttir, Kristfn Jónsdóttir, Guðfinna Jónsdóttir, Karl Frfmannsson, Siguröur Guðmundsson, Steinunn Jónsdóttir, Arinbjörn Steindórsson, Jóel Jónsson, Kristfn Nóadóttir. + KRISTÍN PÁLSDÓTTIR verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 22. desember kl. 13.30. Blóm afþökkuð. Þeir, sem vildu minnast hennar, vinsam- legast styrki Gigtarfélag íslands eða Ekknasjóð lækna. Unnur Jensdóttir, Sigurður Trausti Kjartansson, Kristfn Kjartansdóttir, Kjartan Traustl Sigurösson. Jóhannes Elfasson, Gerður Jóhannsdóttir. + Útför föður okkar, GUÐMUNDAR ÁRNASONAR frá ísafiröl, fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 22. desember kl. 15.00. Hulda Guðmundsdóttir, Mágnús Guðmundsson, Margrét Guömundsdóttir, Gunnlaugur Guðmundsson, Guörföur Guömundsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför JÓNS GUNNLAUGSSONAR frá Klaufabrekknakoti, Svarfaöardal, Hátúni 10, Reykjavfk. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Guöbjörg Magnúsdóttlr og börnln. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, EMILS JÓNSSONAR, fyrrum ráðherra. Sérstakar þakkir eru færðar ríkisstjórn fslands og stjórn og starfs- fólki Hrafnistu, Hafnarfirði. Ragnar Emilsson, Vilborg Emilsdóttir, Frederich Johan Bonyai, Jón Emllsson, Arnþrúöur Jóhannsdóttlr, Sigurður Emilsson, Guöfinna Björgvlnsdóttir, Sighvatur B. Emilsson, Anna Elnarsdóttir, Guörún Emilsdóttir, Slguröur I. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.