Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir Agnesi Bragadóttur Sjálf stæðisf lokkurinn: Opinn og umburðar- lyndur eða þröngur og fráhrindandi? ■ Hefur stjórnarsamstarfið við Framsókn skaðað fylgi flokksins? ■ Setur fijálshyggjan þröngan og fráhrindandi svip á Sjálfstæðisflokkinn? ■ Hefur Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nógu sterka stöðu? ■ Er endurnýjun innan þingflokksins lífsspursmál fyrir Sjálfstæðisflokkinn? ■ Er mótframboð gegn varaformanni líklegt á næsta Landsfundi? ■ Eru mál eins og virðisaukaskatturinn og Borgarspítalinn dæmi um pólitískan klaufa- skap Sjálfstæðisflokksins? ■ Getur flokkurinn sótt í sig veðrið og aukið fylgi sitt á næstu mánuðum? KJÖRFYLGISJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS1931-1983 og SKOÐANAKANNANIR í nóv.-des. 1986 48,2 Fylgistap Sjálfstæðisflokksins verður ekki skýrt eingöngu með tengslum Alberts Guðmundsson- ar við Hafskip og Útvegsbank- ann. Það kemur glöggt fram í máli margra viðmælenda minna að þeir telja skýringar í þá veru, að Albert sé höfuð- vandamál flokksins, vera mikla einföldun og í raun sé verið að gera einn allsheijar blóraböggul úr Albert, flokknum og foryst- unni til afsökunar. Þessir menn eru þó síður en svo þeirrar skoðunar, að Albert í fyrsta sæti listans í Reykjavík skaði ekki flokkinn og fylgi hans. Pétur Hannesson, formaður Óðins í Reykjavík, hefur um áratuga skeið tilheyrt verkalýðsarmi Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur eftirfarandi að segja: „Það er nú aðal- lega verið að tala um fylgisaukningu Alþýðuflokksins á kostnað Sjálfstæðis- flokksins, en það tel ég vera mikla einföldun, þar sem rekja má þessa fylgisaukningu að hluta til til Bandalags jafnaðarmanna og þess að Alþýðubandalagið er í töluverðri lægð. Það hefur því sópast fylgi til Al- þýðuflokksins úr fleiri áttum. Þá má ekki horfa framhjá því að flokkur sem er í stjóm verður að bera ábyrgð á athöfnum, sem eru kannski ekki allar svo vinsælar, og verður þar af leiðandi fyrir einhverju fylgistapi." í sama streng taka aðrir, þar á meðal dyggur sjálfstæðismaður úr verkalýðsarmi flokksins í Reykjavík, en hann hefur starfað mikið að félagsmálum Sjálfstæðisflokksins talsvert á fjórða áratug: „Staða flokksins í dag er ekki góð og þar ber margt til. Höfuð- ástæðan í mínum augum er stjórnarsam- starfið við Framsóknarflokkinn, en samstarf okkar við þann flokk hefur ávallt sett Sjálf- stæðisflokkinn í slæma stöðu. Það er stór hópur sjálfstæðismanna sem frá upphafi hefur verið andvígur stjómarsamstarfínu við Framsóknarflokkinn, sérstaklega við úr verkalýðsarmi flokksins, en við erum alltaf tortryggin á Framsókn. Auk þess hefur það valdið Sjálfstæðis- flokknum fylgistapi, að um leið og hann var kominn í stjóm var ráðist í gífurlega harka- legar aðgerðir, sem bitnuðu langmest á launafólki. Stjómin gerði þá vitleysu að banna vísitölu á laun, en leyfði henni svo að „grassera" á öðrum sviðum, eins og í lánamálum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvemig þessar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar fóru með fjárhag hús- byggjenda. Fjölmargir þeirra hafa enn ekki rétt úr kútnum. Auðvitað kom þetta geysi- lega iila við launafólk og ekki bættu svo úr skák svik ríkisstjómarinnar, en hún lof- aði að bæta þeim sem verst voru settir þessar harkalegu aðgerðir, hvað hún aldrei gerði. Þessi svik þeirra ráðherranna og eink- um Alberts hefur sjálfstæðisfólk ekki fyrir- gefíð. Þó að samningar hafí tekist nú um dag- inn, sem eiga að tryggja kaupmáttaraukn- ingu þeirra sem lægst launin hafa, þá koma þær bætur alltof seint og eru ekki nægar til þess að vinna upp það sem á hlut launa- fólks hefur verið gert á undanfömu þremur og hálfu ári. Þá hefur þetta fjármálahneyksli Hafskips og Útvegsbankans haft gífurlega skaðleg áhrif á Sjálfstæðisflokkinn. Það veit það náttúrlega hver heilvita maður að þessi mál em flokknum með öllu óviðkomandi, en því verður ekki á móti mælt, að oddviti flokks- ins í Reykjavík tengist þessu hneyksli með áberandi hætti. Auðvitað er það ekki heldur vænlegt fyrir flokkinn að leggja út í kosn- ingabaráttu í Reykjavík, með mann í efsta sæti, sem getur átt ákæru yfír höfði sér.“ Ofangreint er sjónarmið fjölmargra við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.