Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 14

Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir Agnesi Bragadóttur Sjálf stæðisf lokkurinn: Opinn og umburðar- lyndur eða þröngur og fráhrindandi? ■ Hefur stjórnarsamstarfið við Framsókn skaðað fylgi flokksins? ■ Setur fijálshyggjan þröngan og fráhrindandi svip á Sjálfstæðisflokkinn? ■ Hefur Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nógu sterka stöðu? ■ Er endurnýjun innan þingflokksins lífsspursmál fyrir Sjálfstæðisflokkinn? ■ Er mótframboð gegn varaformanni líklegt á næsta Landsfundi? ■ Eru mál eins og virðisaukaskatturinn og Borgarspítalinn dæmi um pólitískan klaufa- skap Sjálfstæðisflokksins? ■ Getur flokkurinn sótt í sig veðrið og aukið fylgi sitt á næstu mánuðum? KJÖRFYLGISJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS1931-1983 og SKOÐANAKANNANIR í nóv.-des. 1986 48,2 Fylgistap Sjálfstæðisflokksins verður ekki skýrt eingöngu með tengslum Alberts Guðmundsson- ar við Hafskip og Útvegsbank- ann. Það kemur glöggt fram í máli margra viðmælenda minna að þeir telja skýringar í þá veru, að Albert sé höfuð- vandamál flokksins, vera mikla einföldun og í raun sé verið að gera einn allsheijar blóraböggul úr Albert, flokknum og foryst- unni til afsökunar. Þessir menn eru þó síður en svo þeirrar skoðunar, að Albert í fyrsta sæti listans í Reykjavík skaði ekki flokkinn og fylgi hans. Pétur Hannesson, formaður Óðins í Reykjavík, hefur um áratuga skeið tilheyrt verkalýðsarmi Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur eftirfarandi að segja: „Það er nú aðal- lega verið að tala um fylgisaukningu Alþýðuflokksins á kostnað Sjálfstæðis- flokksins, en það tel ég vera mikla einföldun, þar sem rekja má þessa fylgisaukningu að hluta til til Bandalags jafnaðarmanna og þess að Alþýðubandalagið er í töluverðri lægð. Það hefur því sópast fylgi til Al- þýðuflokksins úr fleiri áttum. Þá má ekki horfa framhjá því að flokkur sem er í stjóm verður að bera ábyrgð á athöfnum, sem eru kannski ekki allar svo vinsælar, og verður þar af leiðandi fyrir einhverju fylgistapi." í sama streng taka aðrir, þar á meðal dyggur sjálfstæðismaður úr verkalýðsarmi flokksins í Reykjavík, en hann hefur starfað mikið að félagsmálum Sjálfstæðisflokksins talsvert á fjórða áratug: „Staða flokksins í dag er ekki góð og þar ber margt til. Höfuð- ástæðan í mínum augum er stjórnarsam- starfið við Framsóknarflokkinn, en samstarf okkar við þann flokk hefur ávallt sett Sjálf- stæðisflokkinn í slæma stöðu. Það er stór hópur sjálfstæðismanna sem frá upphafi hefur verið andvígur stjómarsamstarfínu við Framsóknarflokkinn, sérstaklega við úr verkalýðsarmi flokksins, en við erum alltaf tortryggin á Framsókn. Auk þess hefur það valdið Sjálfstæðis- flokknum fylgistapi, að um leið og hann var kominn í stjóm var ráðist í gífurlega harka- legar aðgerðir, sem bitnuðu langmest á launafólki. Stjómin gerði þá vitleysu að banna vísitölu á laun, en leyfði henni svo að „grassera" á öðrum sviðum, eins og í lánamálum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvemig þessar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar fóru með fjárhag hús- byggjenda. Fjölmargir þeirra hafa enn ekki rétt úr kútnum. Auðvitað kom þetta geysi- lega iila við launafólk og ekki bættu svo úr skák svik ríkisstjómarinnar, en hún lof- aði að bæta þeim sem verst voru settir þessar harkalegu aðgerðir, hvað hún aldrei gerði. Þessi svik þeirra ráðherranna og eink- um Alberts hefur sjálfstæðisfólk ekki fyrir- gefíð. Þó að samningar hafí tekist nú um dag- inn, sem eiga að tryggja kaupmáttaraukn- ingu þeirra sem lægst launin hafa, þá koma þær bætur alltof seint og eru ekki nægar til þess að vinna upp það sem á hlut launa- fólks hefur verið gert á undanfömu þremur og hálfu ári. Þá hefur þetta fjármálahneyksli Hafskips og Útvegsbankans haft gífurlega skaðleg áhrif á Sjálfstæðisflokkinn. Það veit það náttúrlega hver heilvita maður að þessi mál em flokknum með öllu óviðkomandi, en því verður ekki á móti mælt, að oddviti flokks- ins í Reykjavík tengist þessu hneyksli með áberandi hætti. Auðvitað er það ekki heldur vænlegt fyrir flokkinn að leggja út í kosn- ingabaráttu í Reykjavík, með mann í efsta sæti, sem getur átt ákæru yfír höfði sér.“ Ofangreint er sjónarmið fjölmargra við-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.