Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 44
Sigrún Eldjárn
— þaðþarf bara
nn gerast ævintýri í
bókum. Þar hefur löng-
um verið sagt frá tröll-
um og áflum, kóngum
og drottningum, prins-
um og prinsessum. En ævintýrin
fylgja tíðarandanum, og á tímum
geimkönnunar hafa þau eignast
nýjar persónur.
Bétveir er ein þeirra. Hann stalst
að heiman, frá annarri stjörnu, lenti
á jörðunni og kynntist Áka og
systkinum hans, ásamt afa og
ömmu, sem vildi endilega ptjóna á
hann sokka, og konunni sem stund-
um býr til bækur.
„Bétveir lítur flóttalega í kring-
um sig og hvíslar síðan: — ja,
sko ... það er nefnilega þannig . ..
ég hef stundum kíkt í stóra kíkinn
sem er í sjónstöðinni okkar á stjöm-
unni minni, þama langt úti í
geimnum. Þá sá ég niður á jörðina
— tii ykkar mannanna. Mér finnst
margt skrýtið hjá ykkur — en
skrítnast þó — þegar fólk er vont
við hvert annað. Það fínnst mér sko
bjánalegt." / 'i' 7.
Bókin er ætluð yngstu börnun- 1
um, en líflega og fallegar myndir \
hljóta að vekja athygli bama á öll- \
um aldri. \ Pffe;'' \
Sigrún Eldjám er höfundur bæði \
texta og mynda. Forlagið gefur
bókina út. Sigrún hefur áður samið
og myndskreytt fjórar bækur, auk
þess sem hún hefur myndskreytt
fjöldann allan af bókum fyrir aðra
volítið
„Meiri heildarsvipur en
á fyrri plötum okkar“
— segir Valgeir Guðjónsson um Straxplötuna Strax:
Morgunblaðið/Bjami
Ragnhildur Gísladóttir og Valgeir Guðjónssn snúa bökum saman.
HLJÓMSVEITIN STRAX, hverr-
ar meðlimir hafa verið þekktir
sem „poppararnir" Stuðmenn,
sendu nýverið frá sér plötu, sem
ber heitið „Strax“. Plata þessi
er æði ólík þeim plötum sem
Stuðmenn hafa sent frá sér til
þessa, einkum í því að textarnir
eru á ensku. Morgunblaðið ræddi
við Valgeir Guðjónsson og Ragn-
hildi Gísladóttur og fyrst var
spurt um þessar breytingar á
nafni og tungumáli eftir margra
ára hefð Stuðmanna á íslenskum
textum:
„Við böfurn ekki breytt um nafn.
Við höfum bara tvö nöfn núna. Við
munum halda áfram að vera hljóm-
sveitin Stuðmenn. Okkur hefur bara
alltaf langað svo mikið til að geta
auglýst tónleika þar sem tvær
hljómsveitir koma fram. Það er
kannski mesta breytingin, við erum
núna tvær hljómsveitir," svarar
Valgeir. „Á þessari nýju plötu eru
ný og nýleg Iög. Að hluta til er
þetta efni sem við spiluðum í Kína.
Áður en við fórum þangað, ákváð-
um við að gera gangskör að
samningu texta á einhveiju sið-
menntuðu tungumáli og margra
hluta vegna varð enskan fyrir val-
inu.“
„Með þessu erum við í rauninni
að setja okkur út fyrir annan mark-
að en eingöngu þann íslenska. Að
ei'nhverju leyti erum við að breyta
yfír í annan stíl en við höfum feng-
ist við áður.“
Eigið þið von á að þetta breyti
einhverju fyrir ykkur?
„Þessar breytingar gætu gert
það að verkum að einhver í útlönd-
um nennti að hlusta á okkur. Við
höfum oft orðið vör við að lög sem
íslendingum fínnast óskaplega
skemmtileg hringja ekki nokkurri
bjöllu hjá útlendingum. Það segir
kannski hversu mikilvægir textar
eru í popptónlist."
Er þetta spuming um áheyrendur
frekar en peninga?
„Það er náttúrulega alveg nauð-
synlegt fyrir okkur sem störfum að
tónlist að hafa peninga. Stærri
markaður gefur okkur meira svig-
rúm.“
Eruð þið samkeppnisfær?
Þær hljómsveitir sem við erum
að keppa við hafa miklu meira fjár-
magn, en eftir margra ára reynslu
á Islandi teljum við okkur geta
gert mikla hluti fyrir litla peninga.
Við höfum 'gert kvikmyndir fyrir
tiltölulega lægri fjárhæðir en geng-
ur fyrir sambærilegar erlendar
myndir. Islendingar hafa mikla
reynslu í að gera mikið fyrir lítinn
pening. Það segir þó ekkert um
gæðin.“
Hvað með íslenska aðdáendur
ykkar. Verða þeir ekki fyrir von-
brigðum þegai þeir heyra ykkur
syngja enska texta?
„Það munu eflaust einhvetjir
setja það fyrir sig,“ segir Valgeir,
og Ragnhildur bætir við: „Ég er
búin að vera að hitta Stuðmanna-
aðdáendur sem tala um að þetta
sé mikil kúvending. „Sándið“ verði
gerólíkt við enska texta. Mér fínnst
fólk taka á móti þessu með varúð.
Það virðist þurfa einhvern tíma til
að átta sig á þessu.“
Nú eiga textamir mikinn þátt í
vinsældum ykkar á Islandi. Eru
ensku textamir ólíkir þeim.
„Við réðum okkur enskan verk-
stjóra og höfum ráðfært okkur við
kunnáttumenn í hinum erlenda tón-
listarheimi. Okkur er alltaf sagt að
ef við viljum vera fyndin, sem er
jú allt í lagi í íslensku rokki og
þykir jafnvel kostur, þá þýðir það
að við verðum sett á hillu með
„Baldri og Konna“ sem einhvers
konar grínsveit. I þessum erlenda
tónlistarheimi er hver hlutur á
sínum stað. Fyrir mína parta fínnst
mér þessi skilgreiningarárátta mjög
leiðinleg," segir Valgeir, „Það er
nú samt „húmor“ í þessum ensku
textum hjá okkur, þótt hann fari
ekki eins hátt og í íslensku textun-
um okkar.“
Reiknið þið með að þessir ensku
textar hafí áhrif á söluna hér?
„Það er alveg viðbúið. Annars
hefur platan farið vel af stað. Hún
kom mjög seint út núna fyrir jólin.
Við höfum því ekki fengið þá um-
Ijöllun sem við hefðum viljað.
Jólatraffíkin er svo rosaleg.
Hvað með sjálf lögin, eruð þið
með breyttan stíl?
„Ekki svo mikið. Það má þó segja
að þetta sé dálítið „rokkaðri" plata
en við höfum gert áður. Það er líka
meiri heildarsvipur á henni en verið
hefur á fyrri plötum okkar. Til þessa
hafa þær meira hangið saman á
textunum því við höfum farið út í
ólík stílbrigði í lögunum."
Enn hafíð þið ráðist í að gera
kvikmynd. Hvenær er hún væntan-
leg?
„Vonandi snemma á næsta ári.
Það eru nokkur lög af nýju plöt-
unni okkar í þessari mynd. Þetta
er klukkustundarlöng sjónvarps-
mynd um ferð okkar til Kina. Við
erum að vona að hún styðji við
bakið á plötunni okkar þegar við
setjum hana á markað erlendis,"
segir Valgeir. Ragnhildur bætir við
að það sé hreint ótrúlegt hvað þess-
ir hlutir gangi hægt fyrir sig, „þetta
eru ótrúleg rólegheit, sem reyna á
taugamar."
Eruð þið með miklar væntingar?
„Hóflegar. Maður vonar alltaf.
Það er ekki endilega markmið okk-
ar að komast inn á „topp 5“ í
Bretlandi, allt annað misheppnað.
Hamingjan er fólgin í því að sjá
árangur. I dag liggur sýnilegur ár-
angur í nýju plötunni. Það er næg
ástæða til að gleðjast.
Margir halda að þetta, að vera í
poppinu, sé eins og að vera á róló
alla sína ævi, en þetta er sannar-
lega mikil vinna. Sú vinna er
reyndar gefandi og skemmtileg og
það er kannski ástæðan fyrir því
að Ragnhildur er ekki tónlistar-
kennari, ég ekki félagsráðgjafí á
Borgarspítalanum og Jakob ekki
lagermaður í Skipholtinu, að ekki
sé nú minnst á þá Tómas M, Þórð
Arnason, Asgeir Oskarsson og Egil
Olafsson, söngvara,“ segir Valgeir
að lokum.