Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 17
______________________________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 Minninff: Finnur Hauks- son, sjómaður MINNINGARATHÖFN um Finn Hauksson fór fram í Siglufjarðar- kirkju i gær, laugardag. Sama dag áttu þær minningargreinar, sem hér birtast, að koma í blaðinu. Vegna tæknilegra mistaka fórst það fyrir og harmar blaðið það mjög um leið og aðstandend- um hins látna er vottuð samúð og þeir beðnir velvirðingar. Fæddur 10. nóvember 1955 Dáinn 22. nóvember 1986 Finnur fæddist 10. nóvember 1955, sonur hjónanna Hauks Magn- ússonar, kennara, sem fæddur er og uppalinn í Onundarfirði og Erlu Finnsdóttur sem er borin og barn- fæddur Siglfirðingur. Þau hjón eignuðust fjögur börn og var Finnur næstelstur þeirra. Hann ólst upp hér í Siglufirði og varð snemma tápmikill og skemmtilegur strákur, sem lét sér stundum ekki allt fyrir bijósti brenna og orðheppinn með afbrigðum. Svo sem oft er með drengi, sem alast upp í sjávarplássum á borð víð Siglufjörð, fór hann kornungur til sjós og síðan varð sjórinn starfs- vettvangur hans — lengst af eða í nærfellt 10 ár með Kristjáni Rögn- valdssyni, fyrst á Dagnýju og síðar á Sigurey. Kynni okkar Finns hófust fyrir alvöru er við urðum skipsfélagar á Dagnýju um áramótin 1973—74 og vorum það samfellt í átta ár — og nú höfðu leiðir legið saman á ný. Aldrei brá skugga á vináttu okkar. Líf mitt og starf hefur fært mér marga kunningja en fáa einkavini, mér þykja því örlögin grimm þegar einn þeirra er hrifsaður burtu í blóma lífsins. Á augabragði verður hann minning, sem maður talar um, en ekki við. Minningamar hrannast upp í huganum, tugir ferða yfir hafíð til Englands, Hollands og Belgíu og stundum fékkst í soðið þegar við vorum saman. Það var líka stundum stungið út úr einni ölkrús. Það er alltaf bjart yfír minningu góðs vin- ar. Minnisstæðastur verður hann þó ávallt fyrir hversu beinskeyttur hann gat verið og jafnvel óþarflega hreinskilinn. Hann lagði það ekki í vana sinn að tala tæpitungumál, hver svo sem í hlut átti. Finnur var afburða-traustur og góður sjómaður og gat gert nánast allt sem gera þarf um borð í sér- hveiju skipi. Það er alltaf mikil eftirsjá að slíkum mönnum, því að þeirra hendur hafa fært íslensku þjóðina út úr moldarkofunum og sultinum til nútíma húsa og alls- nægta — það væri ekki merkilegt mannlífið á Islandi ef enginn reri til fískjar. Finnur kvæntist árið 1978 Helgu Óladóttur og eignuðust þau tvær dætur, Dagnýju og Söndru. Þau slitu samvistir fyrr á þessu ári. Það skildi óneitanlega eftir djúp sár í sál hans, er tekin voru að gróa, þegar höndin, sem harðast slær, skar svo óvænt á líf hans. Við hjónin sendum foreldrum hans, systrum, dætrum og öðru venslafólki okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Við söknum kærs vinar og ég hygg að svo sé um marga fleiri. „Það syrtir að er sumir kveðja . . .“ Sigurður Helgi Sigurðsson í gær fór fram minningarathöfn um vin minn, Finn Hauksson frá Siglufirði. Okkur hjónin setti hljóð er móðir mín hringdi sunnudags- morguninn 23. nóvember og bar okkur þá harmafregn að Finn hefði tekið út af togara þá um nóttina. Maður á erfitt með að skilja og sætta sig við þegar ungir vinir eru kallaðir brott svo skyndilega. Við Finnur ólumst upp í ná- grenni hvor við annan á Siglufírði, og var alla tíð mikill samgangur milli heimila okkar og minnist ég ýmissa ánægjulegra atvika úr æsku okkar. Finnur var einkasonur hjónanna Erlu Finnsdóttur og Hauks Magn- ússonar, átti hann þijár systur, þær heita Jóhanna, Bára og Bylgja. 17 Finnur fór ungur til sjós, eins og algengt er í sjávarplássum, og átti sjómennskan eftir að verða hans lífsstarf. Kom þá snemma í ljós dugnaður sá og áreiðanleiki sem Finnur hafði til að bera. Best kynnt- ist ég þó Finni þau ár sem ég og fjölskyldan mín bjuggum á Siglu- fírði. Þá vorum við saman til sjós á togaranum Sigurey SI 71 í rúm. 4 ár. Finnur var traustur vinur og ávallt hress og skemmtilegur í við- ræðum. I löngum túrum var oft mikið skrafað um heima og geima og margt skemmtilegt kom uppá, sem ég ætla ekki að tíunda hér, en mun ávallt geyma í minningunni. Eftir að ég og fjölskylda mín fiuttum suður fækkaði samfundum okkar Finns, en við hittumst þó alltaf þegar farið var í heimsóknir norður. Einnig hringdi Finnur stundum til okkar og nú síðast rétt rúmum mánuði fyrir slysið og áttum við langt tal saman um ýmislegt og þ.á m. áform um að hittast fljót- lega, en örlögin hafa komið í veg fyrir það. Finnur var kvæntur Helgu Óla- dóttur og áttu þau tvær dætur, Dagnýju 8 ára og Söndru 4 ára, sem nú eiga um sárt að binda við fráfall yndislegs föður. Finnur og Helga slitu samvistir. Við kveðjum góðan vin og send- um foreldrum hans, dætrum, systrum, móðurbróður og öðrum ástvinum innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Steini Villi og Þurý I I Nýjai bœkui írá Skuggsjá Árni Óla Reykjavík íyrri tíma III Hér eru tvœr síðustu Reykjavíkur- bœkur Árna Óla, Sagt írá Reykjavík og Svipui Reykjavíkui, geínar saman út í einu bindi. Þetta er þridja og síðasta bindið aí ritinu Reykjavík íyrri tíma. í þessum bókum er geysi- mikill íróðleikur um persónur, sem mótuðu Reykjavík og settu svip á bœinn. Nútímamaðurinn öðlast nýjan skilning á höíuðborg landsins og íorverunum er hana byggðu. Frá- sögn Árna er skemmtileg og liíandi, og margar myndir prýða bœkumar. Helga Halldórsdóttir írá Dagverdará Öll erum viö menn Helga Halldórsdóttir segir hér írá íólki, sem hún kynntist sjálí á Snœíellsnesi, og einnig íólki, sem íoreldrar hennar og aðrir sögðu henni írá. Þetta eru írá- sagnir aí sérstœðum og eítirminni- legum persónum, svo sem Magnúsi putta, Leirulœkjar-Fúsa, Þórði sterka o.íl. Kafli er einnig um Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálara og sagt er írá skáldunum Bólu-Hjálmari, Sigurði Breiðíjörð, Jónasi Hallgríms- syni og Símoni Dalaskáldi. Mikið er aí ] vísum í bókinni, sem margar haía hvergi birst áður. Pétur Zophoníasson Víkingslœkjarœtt III Þetta er þriðja bindi nýrrar útgáíu aí Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðríðar Eyjólísdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi eru niðjar Jóns yngra Bjarna- sonar. Alls verða bindin fimm í þessari útgáíu aí hinu mikla œtt- írœðiriti Péturs Zophoníassonar. Myndir aí þeim, sem í bókinni em nefndir, em íjölmargar eins og í fyrri bindum ritsins, og mun íleiri heldur en vom í íyrstu útgáfunni. Pétur Eggerz Ævisaga Davíös Davíð vinnur á skriístofu snjalls íjár- málamanns í Washington. Hann er í sífelldri spennu og í kringum hann er sííelld spenna. Vinur hans segir við hann „Davíð þú veist of mikið. Þú verður að íara írá Ameriku eins íljótt og auðið er. Þú ert oiðinn eins og þeningaskápur íullur aí upplýsing- um. Þeir vita að þú segir ekki írá. En þeir óttast að einhverjum slóttugum bragðaref takist að leika á þig, opna peningaskápinn og hagnýta sér upplýsingarnar." SKUGGSJÁ - BÖKABÚÐ OLIVERS STEINS SF. 1 ; v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.