Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 i Jóla- salat- barinn heima Agúrkur Laukurstór Baunaspírur Maís Bökunarkartöflur Radísur Bintje kartöflur Rauðar kartöflur Blaðsalat Rauðkál Blómkál Rauðlaukur Broccoli Rauðrófur Eggaldin Rósakál Fennel Paprika rauð Graslaukur Paprika gul Gullaugu kartöflur Paprika græn Gulrófur Perlulaukur Gulrætur Púrra Hvítkál Schallotlaukur Hvítlaukur Sellery Hvítlaukur fléttur Selleryrót lcebergsalat Steinselja Jólasalat Súrkál Karse Sveppir Kínahreðkur Tómatar Kínakál Laukur Vorlaukur Miimiiig: Þórdís Krístfánsdóttír frá Hermundarfelli Fædd 23. febrúar 1901 Dáin 14. desember 1986 Á morgun verður til moldar bor- in Þórdís Kristjánsdóttir frá Hermundarfelli í Þistilfirði. Hún fæddist í upphafi aldarinnar, 23. febrúar 1901, og var eftirminnileg- ur fulltrúi kynslóðar, sem stóð djúpum rótum í aldagamalli menn- ingu íslenzkra sveita, en átti síðan eftir að lifa umbyltingu íslands í nútímaborgarþjóðfélag. Þórdís var óvenjulega vel gefin kona og fróðleiksfús, en tækifæri fátækrar sveitarstúlku til náms voru ekki mikil á uppvaxtarárum hennar. Þó tekst henni að komast til náms, fyrst við Garðyrkjuskólann á Akureyri og síðan við Kvennaskól- ann á Blönduósi, og var það hvort tveggja henni mikils virði. Hún sneri síðan aftur heim í átthaga sína, og stundaði þar m.a. bama- fræðslu um nokkurra ára skeið. Til Reykjavíkur kom Þórdis árið 1939 og réðst ári síðar til starfa á heimili foreldra minna og var þar sannarlega ekki tjaldað tii einnar nætur. Var hún samfleytt tólf ár á heimili þeirra, í Reykjavík, þar til þau fluttu til Kaupmannahafnar, þegar faðir minn tók þar við sendi- herraembætti. Réðst Þórdís þá í það að fara með þeim þangað. Ekki varð þó dvöl hennar ytra eins löng og til var stofnað og olli því bæði veikindi hennar og svo það, að hún festi ekki yndi á erlendri grund. Kom hún því aftur heim til íslands og vann eftir það lengst af við Hjúkrunarkvennaskólann, á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Eftir að heim kom hélt hún heimili með Páli Kristjánssyni, bróður sínum, allt til dauðadags. Þegar Þórdís kom til foreldra minna leyndi það sér ekki, að þar var óvenjuleg kona á ferð. Öll verk sín vann hún af stakri alúð, ósér- plgni og trúmennsku. Hitt var þó meira um vert, að heimilið hafði með henni eignazt nýjan, sérstæðan persónuleika, sem við öll heilluð- umst af og lærðum að meta því meir sem lengur leið. Kom þar margt til. í fyrsta lagi var Þórdís óvenjulega skemmtileg manneskja, hnyttin í tilsvörum, svo að af bar, og fundvís á allt það, sem er sér- kennilegt í tilverunni. Einnig var hún bæði fróð og vel lesin, svo að hún gat í samræðum staðið hveijum menntamanninum á sporði. Islenzkt mál lék henni svo á tungu að unun var að og ég á frá henni mörg sendi- bréf, sem eru rituð á því sígilda og kjammikla íslenzka bókmáli, sem svo mörgu alþýðufólki var þá svo sem í blóð borið, en fáir ná lengur svipuðum tökum á þrátt fyrir langa skólagöngu. Þótt skopskyn væri ríkt í fari Þórdísar var hún að eðlisfari mikil alvörukona, sem átti sér ríkt trú- arlíf. Hún las mikið um trúmál og dulræn efni og velti fyrir sér hinztu rökum tilverunnar. Aldrei kvartaði hún um örlög sín né kveiknaði sér, þegar á móti blés. Samt fór því fjarri, að lífíð væri henni auðvelt og hún hlaut að sakna þess að hafa ekki getað notið betur ríkra hæfi- leika sinna, en á því lét hún þó aldrei bera. Að leiðarlokum er mér þó efst í huga sú næstum óendanlega tryggð og vinátta, sem Þórdís auðsýndi foreldrum mínum og ölum afkom- endum þeirra í þrjá ættliði. Öll söknum við góðrar konu, sem ætíð var öðrum til styrktar og gleði, en flíkaði aldrei eigin raunum. Þegar hún nú hverfur af þessu tilveru- stigi, södd lífdaga og í hárri elli, hlýtur för hennar að vera heitið til þeirra sóllanda fegri, sem hún trúði á og þráði. Jóhannes Nordal „Hún varð aldrei það, sem hún hefði getað orðið. Hún fékk jafnvel aldrei tækifæri til að sýna, hvað I sanna '//// . v v/fjólab rcigð% Waldorfsalat er víða orðinn ómiss- andi hluti af hátíðamatnum, enda bragðast það einstaklega vel með fuglakjöti t.d kalkún, tjúpum eða gœs, fyrir utan hreindýra-, svína- og lambasteikina. rœmur, helmingið vínberin og fjar- lcegið steinana, skerið eplin í litla ten- inga og saxið valhnetukjamana Blandið þessu nú saman við sýrða rjómann í þeirri röð sem það er talið upp. < Við mælum með þessari uppskrift úr tilraunaeldhúsinu okkar: Waldorfsalat. 2 dósir sýrður rjómi - (4 tsk salt — 70 g sellerí - 300 g grœn vínber - 2 grœn epli - 50 g valhnetukjamar. Bragðbœtið sýrða rjómann með saltinu. Skerið selleríið í litlar þunnar Fyrir utan jólabragðið hefur sýrði rjóminn aðra kosti, því að í hverri matskeið eru aðeins 28 hitaeiningar! Lítið atvinnuleyndarmál í lokin. Setjið sýrðan rjóma í súpuna (ekki í tcerar súpur) og sósuna, rétt áður en þið berið þcer á borð. Það er málið. Gleðilega hátíð. hún varð og var. Hún var kvenskör- ungur“. Svo ritar Sigurður Nordal um fóstru sína, Steinunni Steins- dóttur, í minningargrein árið 1915. Þessi orð mætti einnig hafa um góða vinkonu mína, Þórdísi Krist- jánsdóttur, sem lést þann 14. desember sl. á 86. aldursári. Það er ekki að ástæðulausu að ég vitna til orða Sigurðar Nordal, þar sem kynni okkar Þórdísar má rekja til þess, að í byijun fimmta áratugarins réðst hún í vist til þeirra hjóna Ólafar og Sigurðar. í vistinni var Þórdís í 12 ár, en það sem meiru skiptir er, að með henni og Nordals-fjölskyldunni bundust sterk vináttubönd, sem héldust allt til dauðadags. Sérstaklega tók Þórdís ástfóstri við elsta bamabam Ólafar og Sigurðar, Beru, sem líkja mátti við móðurást. En Þórdís var ógift og barnlaus. Það var svo áratugum síðar, að ég kynntist Beru og þau kynni leiddu síðar til hjónabands. Mér er það minnisstætt, að Beru og hennar fólki varð tiðrætt um Þórdísi, áður en ég var kynntur fyrir henni. Ég heyrði af hnyttnum tilsvörum og skemmtilegum uppátælgum. Af sögunum réð ég, að hin fræga Þórdís væri kona um fertugt. Það hafði hins vegar gleymst að geta þess að hún var þá 72 ára. En svona var Þórdís, það var ekki fyrr en síðustu árin, að okkur samferða- mönnum hennar varð ljóst hún hafði einhvem aldur. Engum duldist hvarvetna, sem hún kom, að þar fór óvenju vel gefin kona. Eins og þau systkin öll hafði hún fágætt vald á íslensku máli og miklar taugar til málsins. Mér er sagt, að Sigurður Nordal hafi oftsinnis undrast þekkingu hennar á íslensku máli og menn- ingu. Hún hefur eflaust verið honum enn ein sönnun á hinni merku sveitamenningu þjóðarinnar. Þórdís fæddist á Garði í Þistilfirði, en var alin upp á Hermundarfelli í Norður-Þingeyjarsýslu og var um fertugt þegar hún kom til Reykjavíkur. Hún var vissulega bam sinnar sveitar og hafði um margt hom í síðu tuttugustu aldar- innar. Ekki síst undraðist hún, hvemig við sem köllumst mennta- fólk afskræmdum tunguna, og stundum átti hún til að spyija, „er- uð þið að tala íslensku?". Þórdís var snögg á lagið og gat oft verið ærið hryssingsleg við ókunnuga. Ef til vill var hún ögn bitur út í lífið og kannski sá innst inni eftir að hafa ekki fengið tækifæri til að sýna „hvað hún varð og var“. Sfðustu áratugina bjó Þórdís með bróður sínum, Páli, á Gmndarstíg 12 og reyndist Páll systur sinni frá- bærlega vel á sinn kyrrláta og afskiptalausa hátt. Þangað var gott að koma, enda húsráðendum gest- risni í blóð borin. Ekki verður svo skilist við Grundarstíg 12 að ekki sé minnst á nágrannakonu Þórdís- ar, Bimu Sveinsdóttur, hjúkrunar- konu, sem annaðist hana af einstakri alúð og kærleika, ekki síst á síðustu vikum og mánuðum. Blessuð sé minning Þórdísar Kristjánsdóttur. Sigurður Snævarr Blómastofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.