Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 27 : © Við getum á svo margan hátt látið aðra fínna að hann eða hún hafí veitt okkur ánægju sem við viljum gjarnan viður- kenna og þakka fyrir. Sjálf þurfum við af og til að fá lof fyrir » vel unnið verk, og það sama á við um aðra. Á það bæði við um okkar nánustu og þá sem eru okkur minna tengdir. Ég þekki mann sem ég hef alltaf metið mikils, meðal annars vegna þess að hann hefur alltaf kunnað að hrósa og hvetja, til að gleðjast með öðrum. En hann hefur einnig, þegar tilefni var til eða nauðsynlegt, getað borið fram heilbrigða og skynsam- lega gagnrýni, sem var enn áhrifaríkari fyrir þá sök að hann kunni að meta það jákvæða. Vingjamleg hrósyrði gætu ef til vill bætt hversdagsleg sam- skipti manna, sem annars einkennast svo af gagnrýni, öfund og ólund. Sannarlega umhugsunarvert, ekki satt? Þar sem þetta er síðasta Dyngjan fyrir jól, vil ég nota tæki- færið og óska öllum lesendum Dyngjunnar nær og fjær, gleðilegra jóla með kveðju, Jórunn Ætli við höfum ekki flest okkar einhverntíma lent í því að hafa lagt okkur öll fram við að ljúka ein- hveiju verkefni eins vel og vandlega og okkur var auðið. Það hefur vissulega veitt okkur ánægju, en ekki hefði nú skaðað að fá lof og hrós fyrir vel unnið verk frá öðrum — sem lét á sér standa. Við emm nefnilega öll mjög spör á hrós- yrðin, og erum fljótari að sjá það sem miður fer. Það góða sem við getum sagt hvert um annað er þyngra í vöfum en gagnrýnin. Að sjálfsögðu eigum við ekki í samskiptum okkar við aðra að reyna að stofna til samtaka um gagnkvæma dýrkun, enginn hefur áhuga á því. Hinsvegar hafa svo til allir þörf fyrir hrós eða uppörvun stöku sinnum að loknu vel unnu verki. Sumir eru haldnir þeim misskilningi að hrós og smjaður séu eitt og það sama, og eru því tregir til að hrósa öðrum, því fæstir kæra sig um smjaður. Þessi tregða birtist ljóslega í flestum okkar samskiptum. Er okkur ekki oft gjarnt í samskiptum okkar við bömin okkar að einblína á það neikvæða, skamma og ávíta ef eitthvað var gert rangt eða alls ekki gert. Eða hefur ekki maki okkar feng- ið homauga eða fylusvip oftar en einu sinni fyrir það eitt að eitthvað smáatriði var ekki í lagi, þótt okkur hafí alveg láðst að minnast alls hins, sem vissulega átti skilið hrós og jákvæða umijöllun. Ef eitthvað hefur farið í taugamar á okkur fínnst okkur alveg nauðsynlegt að láta óánægju okkar í ljós við fyrsta tæki- færi. Ef hinsvegar eitthvað hefur glatt okkur höfum við hljótt um það og geymum ánægjuna með sjálfum okkur. . ÆSISPENNANDI FOTBOLTASPIL fyrir aua FJOLSKYLDUNA 1-5 CETA SPILAÐ í EINU auur texti auk leiðbein/nca A ISLENSKU „SIGURVEGARINN" œS S*ha «1“ ^ lancfsftðsins og Man. Utd., þetta skemmtilega spil. DREIFINGARSÍMI 24711. KYNNING í DAG! Spilið verður kynnt í Nýja Bæ í dag milli kl. 1 og 6. Þeir sem kynna eru m.a. m landsliðsmennirnir ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON, s SÆVAR JÓNSSON OG | GUÐNI BERGSSON. ! ÖÍNVIBÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.