Morgunblaðið - 21.12.1986, Qupperneq 50
f ftonr a^íTV^p^rT ro Tr>anTttat/ttp aTnr, TaT/Tf^ariK
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986
Frá Paradísarstrðndinni við Fethitye á suðurströnd Tyrklands.
Bláa moskan í Istanbul. Hið glæsilega mannvirki stendur við Marmarasund skammt
frá minni Hellusunds.
Framfarir í atvinnu- og
efnahag’smálum Tyrkja
NIHAT Hamamciog’lu hefur verið aðalræðis-
maður Islands í Istanbul frá árinu 1959, eða
í 27 ár. Hann var í hópi ræðismanna, sem
utanríkisráðuneytið bauð hingað til lands í
haust. Miklar breytingar hafa átt sér stað í
Tyrklandi undanfarin misseri og m.a. hefur
bankastarfsemi, sem á sínum tíma blómstraði
í Beirút, hinni stríðshrjáðu höfuðborg Líban-
ons, flutzt til Istanbul. Morgunblaðið kom að
máli við Hamamcioglu og féllst hann á að
skýra frá helztu breytingum í efnahagslifi
landins upp á síðkastið.
„Það hafa orðið miklar framfarir
í tyrknesku atvinnu- og efna-
hagslífi. Innflutningsverzlunin
hefur til dæmis verið gefið frjáls
Henni eru ekki lengur settar neinar
skorður. Innflutningur er þó skatt-
lagður til að vemda innlendan iðnað
og auk þess er lagt sérstakt gjald
á lúxusvöru. Þessir skattar eru m.
a. notaðir til að fjármagna bygg-
ingu verkamannabústaða.
„A undanfömum árum hafa
bankar frá §ölmörgum löndum,
einkum þó bandarískir, opnað
afgreiðslur í Tyrklandi eða eru í
samstarfi við tyrkneska banka.
Þeim er frjálst að starfa hér, eins
og um innlend fyrirtæki væri að
ræða. Istanbúl hefur þegar tekið
Nihat Hamamcioglu, aðalræðismaður íslands í Istanbul, (til vinstri)
ásamt Einari heitnum Ágústssyni, sendiherra, og syni sínum Hazim
Miinir Hamamcioglu.
við þeirri bankastarfsemi, sem
stunduð var í Beirút, og fjárfesting
útlendra fyrirtækja hefur aukizt
stórum.
Eg get nefnt lítið dæmi, sem er
bygging þriðju brúarinnar yfir
Hellusund. Á næsta ári lýkur bygg-
ingu brúar númer tvö, en vegna
gífurlegrar aukningar á bílaeign svo
og vöruflutningum um landið hefur
reynst nauðsynlegt að ráðast í smíði
þriðju brúarinnar yfir sundið.
Brezkt fyrirtæki mun smíða hana
í samvinnu við tyrkneskt fyrirtæki
fyrir brezkt og tyrkneskt fé. Smíðin
verður borguð með brúartolli og
þegar fjárfestingunni hefur þannig
verið skilað verður brúin eign Istan-
búlborgar.
Þá hafa þrír útlendir fólksbíla-
framleiðendur byggt verksmiðjur í
Tyrklandi, Renault, Fiat og Ford.
Bifreiðarnar, sem þar eru fram-
leiddar, eru 85-90% heimasmíð.
Starfsmenn verksmiðjanna, jafnt
verkamenn sem yfirmenn, eru svo
til nær eingöngu tyrkneskir. Enn-
fremur smíða Mercedes og MAN
vörubíla og rútur í Tyrklandi. Ný-
Bogazici-brúin yfir Hellusund. Senn lýkur smiði
annarrar brúar yfir sundið og hafizt verður
handa við smíði þeirrar þriðju á nsæta ári.
Fornir hellar, sem kristnir menn leit-
uðu skjóls i til að komast hjá ofsókn-
um. Hellarnir eru i grennd við
borgina Urgriip.