Morgunblaðið - 30.12.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 30.12.1986, Síða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 293. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sjö ár frá innrásinni í Afganistan: Skæruliðar verjast sókn Sovétmanna Islamabad, AP. UM 150 afganskir og sovéskir hermenn hafa fallið fyrir skæru- liðum í bardögum, sem staðið hafa síðustu daga í fjalllendinu í Ningarhar-héraði. Er þetta haft Hækka olí- una um 20% London, AP, Reuter. SAUDI-Arabar, Sovétmenn og nokkrar aðrar olíuútflutnings- þjóðir hafa ákveðið að hækka olíuverðið einhliða um 20%, í 18 dollara á tunnu til jafnaðar. Saudi-Arabar, Kuwaitbúar og Ir- anir tilkynntu í gær, að frá 1. febrúar nk. myndi olíuverðið hækka um 20% frá því, sem verið hefur, og er þessi ákvörðun tekin í samræmi við sam- komulag Opec-ríkjanna 20. desem- ber sl. Þá urðu þjóðimar ásáttar um að draga úr framleiðslunni og ákveða fast verð. Sovétmenn til- kynntu í gær kaupendum í Frakk- landi og Italíu, að frá og með deginum í dag væri verð á hverri tunnu 18,30 dollarar. Sérfræðingar í olíumálum telja, að Sovétmenn séu fyrst og fremst að láta á það reyna hve langt þeir komist. eftir talsmönnum skæruliða, sem segja einnig, að Sovétmenn hafi orðið fyrir miklu hergagnatjóni. Fulltrúar afganskra skæruliða í pakistönsku landamæraborginni Peshawar segja, að sovéskir og afg- anskir stjómarhermenn hafi hafið sókn í Ningarhar 21. desember sl. og að enn hafi verið barist þar um síðustu helgi. Beittu Sovétmennim- ir fyrir sig 500 skriðdrekum auk brynvarðra bíla en skæmliðar segj- ast hafa eyðilagt 27 skriðdreka, fjölda annarra farartækja og fellt um 150 hermenn. í öðmm fréttum segir, að sl. fimmtudag hafi skæm- liðar ráðist á flugvöllinn í Jalalabad, stærstu borg í Ningarhar, eyðilagt tvær þyrlur, eina flutningaflugvél og fellt 25 Sovétmenn. Sjö ár em nú liðin frá því Rauði herinn réðst inn í Afganistan. Var það á þriðja í jólum árið 1979. Talið er, að síðan hafi allt að ein milljón manna látið lífið og 4-5 milljónir em landflótta. Fréttir berast þaðan um grimmilegar pyntingar en starfsmönnum alþjóðlegra hjálpar- stofnana hefur verið meinað að koma til landsins. Sjá forystugrein á miðopnu og greinina Klukkan tvö eftir miðnætti á bls. 40. Lýðræðis krafist íKína AP/Símamynd. Nokkur hundmð stúdenta við kennaraháskólann í Peking gengu í gær fylktu liði um götur borgarinn- ar og kröfðust aukins lýðræðis í Kína. Virtu þeir með því að vettugi bann stjómvalda við mótmæla- göngum í borginni en þau hafa hótað að lögsækja þá, sem fyrir þeim standa. í kínverskum ijölmiðlum hefur verið farið hörðum orðum um mótmælendur og nokkurs uggs virðist einnig gæta hjá almenn- ingi, sem er í fersku minni þáttur stúdenta í menningarbyltingunni og þeirri þjóðfélagslegu upplausn, sem á eftir fylgdi. Til mótmælanna hef- ur komið í níu borgum en þessi mynd var tekin í Shanghai fyrir nokkmm dögum. Persaflóastríðið: AP/Símamynd. Sumri fagnað á suðurhveli Nú er sumarið gengið í garð á suðurhveli jarðar og af því tilefni brugðu þessar fáklæddu fegurðardísir á léttan leik á einni baðströnd- inni í Rio de Janeiro. Eins og kannski má sjá af tiiburðunum hafa þær engan áhuga á að feta í fótspor Peles eða annarra brasilískra knattspyrnusnillinga enda eru þær í raun að keppa um hver verður drottning á næstu kjötkveðjuhátíð í mars nk. Tugþúsiuidir féllu í jólasókn Irana Köln, Basra, AP, Reuter. TUGÞÚSUNDIR manna munu hafa fallið í síðustu sókn írana V-þýskum jafnaðarmönn- um spáð miklu afhroði Bonn, Reuter. VESTUR-þýskir jafnaðarmenn horfast nú í augu við mesta kosn- ingaósigur sinn í þijá áratugi ef marka má skoðanakönnun, sem birt var í gær. Græningjar virðast hins vegar líklegir til að tvö- falda fylgi sitt í þingkosningunum, sem verða 25. janúar nk. í könnuninni, sem Allensbach- 56,5%. Græningjum er hins vegar stofnunin gerði fyrir dagblaðið Die Welt, kemur fram, að fylgi jafnað- armanna er ekki nema 32,4% en stjómarflokkanna, kristilegra demókrata og fijálsra demókrata, spáð 10,7% en fengu 5,6% í kosn- ingunum 1983. Samkvæmt könnuninni hefur gengi jafnaðar- manna ekki verið minna síðan 1957 þegar Kristilegi demókrata- flokkurinn fékk hreinan meirihluta á þingi. Nú er þeim flokki spáð 48,7% en ftjálsum demókrotum 7,8%. Kosningabarátta Jafnaðar- mannaflokksins hefur verið í molum frá því í haust þegar hann beið mesta ósigur allt frá stríðslok- um í fylkisþingskosningum í Bæjaralandi og í Hamborg. á hendur írökum og er það haft eftir erlendum fréttariturum, að vigvöllurinn sé einn samfelld- ur valköstur. írönsk skæruliða- samtök, sem beijast gegn klerkastjórninni, segja, að 35.000 íranskir hermenn hafi fallið en Irakar nefna allt að 90.000 manns. Árásin hófst að kvöldi jóladags og hafði verið hrundið morguninn eftir. Talsmenn Mujaheddin-skæru- liðasamtakanna í íran skýrðu frá því í gær í Köln í Vestur-Þýska- landi, að íranski herinn hefði misst 35.000 manns í sókninni gegn írösku borginni Basra og að sú tala ætti eftir að hækka vegna erfiðleika á að flytja burt særða menn af vígvellinum. Kváðust þeir hafa þessar upplýsingar eftir sínum mönnum í íranska hemum og einnig, að Rafsanjani, talsmað- ur íranska þingsins, hefði skipað fyrir um árásina þrátt fyrir ákafa andstöðu yfirmanna hersins. írak- ar segja, að 90.000 íranskir hermenn hafi fallið í átökunum, sem stóðu i 14 stundir, en yfirlýs- ingum stríðsaðila er jafnan tekið með varúð. Erlendir fréttamenn, sem írakar hafa farið með á vígvöllinn, segja, að skelfílegt sé þar um að litast. Lík íranskra hermanna, sem marg- ir voru aðeins unglingar, lágu þar hvert við annað svo langt sem augað eygði og víða mörg í einni kös. Sögðu írösku herforingjarnir, að flóðbylgju illa vopnaðra írana hefði verið mætt með skothríð frá skriðdrekum, flugvélum, fallbyss- um, sprengjuvörpum og vélbyssum og að óvíða hefðu írönsku her- mennimir komist lengra en 30 metra frá sinni eigin víglínu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.