Morgunblaðið - 30.12.1986, Page 2

Morgunblaðið - 30.12.1986, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 Jón Sigurðsson fyrrverandi borg- arlæknir látinn * Drög að frumvarpi til laga um LIN: Hveitimylla byggð við Sundahöfn HVEITIMYLLAN hf. hefur hafið byggingu verksmiðju sinnar á Korngarði í Sundahöfn. Að sögn Gunnars Jóhannssonar framkvæmda- stjóra fyrirtækisins er áætlað að smíði hússins ljúki I lok febrúar. Þá verða vélar settar upp og er gert ráð fyrir að hveitimyllan taki til starfa í maímánuði. Hveitimyllan hf. er í eigu Fóðurblöndunnar hf. í Reykjavík og sænskra og danskra fyrirtækja, Valsemöllen í Danmörku og Finax í Svíþjóð. Er myllan reist við hliðina á húsi Fóðurblöndunnar á Komgarði. Að sögn Gunnars verða framleiddar allar þær tegundir af hveiti sem á markaðnum eru, bæði til iðnaðar og á almennan neytenda- markað. Reykjavíkurbæjar árið 1946 og skipaður borgarlæknir árið 1948 og gegndi því embætti til ársins 1974 er hann sagði því lausu fyrir aldurs sakir. Jafnframt var hann skipaður héraðslæknir í Kópavogi árið 1950 til 1956 og á Seltjamar- nesi árið 1950 til 1974. Auk þessara starfa annaðist hann ýmis trúnað- arstörf fyrir borgina og var skipað- ur prófdómari við læknadeild Háskóla íslands árið 1973 til 1977. Jón gegndi trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna og var meðal annars heiðursfélagi Knattspymu- félagsins Vals og sæmdur gullmerki félagsins árið 1961 og 50 ára af- mælismerki ÍSÍ árið 1962. Hann átti sæti í stjóm Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands frá upphafi, þar af formaður og varaformaður í fjögnr ár. Tilnefndur af landlækni formaður stjómar Skálatúnsheimil- isins í Mosfellssveit og kjörinn forseti Sambands norrænna styrkt- arfélaga vangefinna árið 1975 til 1979. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Ragna Sigurðsson. MorgunDÍaðið/ÞorKell JÓN Sigurðsson fyrrverandi borgarlæknir andaðist í Borg- arspítalanum 28. desember síðastliðinn, 80 ára að aldri. Jón fæddist 29. júní árið 1906 í Reykjavík. Foreldrar hans vom Sig- urður Jónsson trésmiður og kona hans Margrét Guðmundsdóttir. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1926 og kandídatsprófí í læknisfræði frá Háskóla íslands árið 1933. Að námi Unnið er við uppsetningu hveitimyllu við Sundahöfn. Litlar breytingar frá upphaflegum drögum MENNTAMALARÁÐHERRA sendi í gær fulltrúum námsmanna- hreyfinganna drög að frumvarpi til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Ekki hefur náðst samkomulag á milli fuiltrúa stjórnar- flokkanna og námsmanna og stangast drögin á við tillögur námsmannahreyfinganna. Að sögn Sverris verða drögin borin undir ríkisstjórnina fyrri hluta janúarmánaðar. Dr. Jón Sigurðsson loknu vann hann á árunum 1933 til 1946 á sjúkrahúsum, stofnunum og hælum í Danmörku. Jafnframt störfum sínum vann hann að rann- sóknum sem síðar urðu efni í doktorsritgerð. Almennt lækninga- leyfi hlaut hann árið 1939 og jafnframt viðurkenningu sem sér- fræðingur í berklalækningum. Dr. med. við Kaupmannahafnarháskóla varð hann árið 1945. Jón var ráðinn heilbrigðisfulltrúi Fór skipið fjarðavillt? Eskifirði. SJÓPRÓFUM vegna strands brezka tankskipsins Syneta lauk á Eskifirði skömmu fyrir mið- nætti í gærkvöldi, en þau hófust á sunnudagskvöld. Að sögn Sigurðar Eiríkssonar, sýslumanns, er líklegasta skýringin á strandinu sú að Richard Cape, skipstjóri, hafi talið sig vera fyrir mynni Reyðaríjarðar er hann sveigði inn á Fáskrúðsfjörð og sigldi skipinu beint í strand við Skrúð. Ingólfur Sverrir gat þess í upphafi að fulltrúar stjómarflokkanna hefðu setið á rökstólum með fulltrúum námsmanna síðan í haust. í haust voru fulltrúum námsmanna kynnt drög að frumvarpi til laga um sjóð- inn, námsmenn höfðu ýmislegt við þau að athuga og sendu mennta- málaráðherra nýverið tillögur, þar sem lagðar voru til nýjar leiðir til þess að hækka endurgreiðsluhlut- fall af námslánum, gegn því að gert væri ráð fyrir ákveðinni fram- færslutryggingu. Við tillögum námsmanna hefír ekki borist form- legt svar, en þess í stað hafa þessi drög verið send fulltrúum náms- manna. „Drögin verða lögð fyrir ríkisstjómina fyrri hluta janúar, þ.a. enn þá er tími til þess að leysa ágreiningsefni," sagði Sverrir. Menntamálaráðherra vildi ekki tjá sig um efni draganna að svo stöddu, en gat þess aðeins, að þau hefðu breyst í umræðunni við námsmenn, en ekki tekið neinum stakkaskipt- um. Sverrir vildi engu spá um það, hverjar líkur væru á því, að sam- komulag næðist við námsmenn. Á hitt lagði hann áherslu, að fuilt samkomulag væri um þessi drög meðal fulltrúa stjómarflokkanna og væri Finnur Ingólfsson fulltrúi Framsóknarflokks fyllilega sáttur við drögin eins og þau væra nú. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins fela drög þessi í sér þrjár breytingar frá upphaflegu drögun- um, sem fulltrúar stjómarflokk- anna lögðu fyrir námsmenn í haust. í fyrsta lagi er þak á almenn vaxta- laus lán hækkað á kostnað þeirra, sem era undir þakinu, þ.e.a.s. end- urgreiðsluhlutfall af lánum þeirra hækkar í réttu hlutfalli við upphæð námslánsins; frá 3,75 til 4,5%. í öðra lagi er gert ráð fyrir því, að leita skuli álits þriggja manna nefndar áður en framfærslugranni þeim er breytt, sem námslánin byggjast á. í þriðja lagi er gert ráð fyrir því, að óski námsmaður þess, þá geti hann fengið lán vegna fram- færslu maka sett á sérstakt skulda- bréf. Onnur atriði munu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vera óbreytt. í upphaflegu drögunum var m.a. gert ráð 1% fyrir lántökugjaldi til að standa undir kostnaði við lán- veitingar, innheimtugjaldi til þess að standa undir innheimtukostnaði og hæstu bankavöxtum á námslán umfram þak. Einnig mun áfram gert ráð fyrir því að heimild til veit- ingar ferðastyrkja verði breytt í lánsheimild og að það sama eigi við um heimild til veitingar náms- styrkja til öryrkja. Þyrluslysið í Jökulfjörðum: Fjögnr skaðabótamál til viðbótar höfðuð Erfingjar mannanna sem fórust stefna Sikorskyverksmiðjunum FJÖGUR skaðabótamál voru höfðuð snemma í nóvember á hend- ur Sikorsky þyrluverksmiðjunum í Bandaríkjunum af erfingjum þeirra fjögurra manna sem fórust með þyrlu Landhelgisgæslunn- ar, TF-Rán, í Jökulfjörðum árið 1983. Fyrir rúmu ári höfðaði ríkissjóður, fyrir hönd Landhelgisgæslunnar, skaðabótamál á hendur Sikorskyverskmiðjunum vegna slyssins. málin yrðu öll tekin fyrir saman Skaðabótamál þessi era höfðuð fyrir alríkisdómstóli í Hartford, Connecticut. Fyrsta málið var höfðað í nóvember á síðasta ári og sagði Paul Sveinbjöm Johnson lögfræðingur, sem undirbúið hef- ur málin ásamt Áma Guðjónssyni lögfræðingi, að vonir stæðu til að nú í vor. Farið er fram á þær skaðabætur sem dómstóllinn telur réttlátar á grandvelli gagna máls- ins. Skaðabótakröfumar era byggðar á þeirri niðurstöðu flug- slysanefndar að rennihurð á þyrlunni hafi hrokkið upp og lent í skrúfunni. Hurðin fannst í Jökul- fjörðum nokkra eftir að flak þyrlunnar náðist af hafsbotni, og bar þá með sér að hafa orðið fyr- ir miklum skemmdum eftir að hafa losnað frá þyrlunni. Að sögn Paul Johnson hefur hurðin ekki enn verið rannsökuð af sérfræð- ingum Sikorskyverksmiðjanna. í dagblaðinu The Hartford Courant var fyrir helgina haft eftir Robert Stangarone, tals- manni Sikorskyverksmiðjanna, að verksmiðjumar séu ósammála niðurstöðum íslensku flugslysa- nefndarinnar hvað varðar orsakir slyssins og ætli að halda uppi vömum í málinu sem byggist á eigin rannsóknum. Paul Sveinbjöm Johnson sagði að allir starfsmenn Landhelgis- gæslunnar, sem komu nálægt TF-Rán fyrir slysið, hefðu verið yfirheyrðir og ekkert bendi til að vanræksla af þeirra hálfu hafi átt þátt í slysinu. í frétt The Hartford Courant segir að samkvæmt upplýsingum frá öryggisráði flutningaráðu- neytisins bandaríska hafi þyrlur sömu gerðar og TF-Rán lent í að minnsta kosti 11 öðram óhöppum á síðustu þremur árum, sem kost- að hefðu 9 manns lífið. Fiskvinnslu- fólk hjá Granda í Háskólanum GRANDI hf. notar árlegt hlé á fiskvinnslu fyrirtækisins um jól og áramót til að halda námskeið fyrir fastráðið starfsfólk á fram- leiðslusviði. Námskeiðin eru haldin í Háskólanum, þar sem fyrirtækið hefur tekið á leigu kennslustofur, og er gert ráð fyr- ir að um 200 manns sæki nám- skeiðin. Grandi hefur verið með námskeið fyrir starfsfólk sitt í allan vetur og er fyrri áfanga lokið. í fyrra áfanga var boklegt námskeið og tvær vikur í verkþjálfun. Seinni áfangi námsins hefst með þessu áramótanámskeiði, sem hófst í gær og stendur fram tií 9. janúar. I seinni áfanganum era 9 námskeið sem tengjast vinnu fólks- ins, svo sem meðferð á flski, hrein- læti, framleiðsluaðferðum og sölu og einnig veru fólksins á vinnustað og er þar meðal annars leiðbeint um vinnustellingar, öryggi, launakjör, bónuskerfi og fleira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.