Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 3 # isy! „ Morgunblaðið/Jónas Sigurðsson Nýi Þrymur í Patreksfjarðarhöfn. Nýr bátur til Patreksfj ar ðar Patreksfirði. ÞRYMUR B.A. 7 kom í fyrsta skipti til heimahafnar hér á Pat- reksfirði rétt fyrir miðnætti á aðfang-adagskvöld. • Þtymur er 210 tonna togskip, smíðað í Portúgal og er í eigu Hrað- frystihúss Patreksfjarðar. Skipið er rúmlega árs gamalt og að sögn skipstjórans, Þorsteins Jónssonar, reyndist það vel á heimleiðinni. Vélstjóri verður Kristján Jökulsson. Skipið verður búið til togveiða. Nýja skipið er endurnýjun fyrir Þrym B.A. sem smíðaður var fyrir Hraðfrystihúsið á sínum tíma og verður hann settur í úreldingu. Gamli Þrymur hefur alltaf verið hið mesta happaskip og skilað miklum og góðum afla að landi. , Veður hefur verið mjög umhleyp- ingasamt í allt haust og lagðist veturinn snemma að, eða í byijun október og hefur snjó varla tekið upp síðan. Áætlunarflug Flugleiða hefur gengið hálf brösulega vegna veðurs og oftar þurft að hreinsa flugvöllinn en í allan fyrravetur. Fréttaritari. Morgunblaðið/Olfar Hér er Ólafur Rósant Sigurðsson, annar stýrimaður á Hafþóri, að huga að hákarlsaflanum, en þeir Hafþórsmenn settu met í rækjuveið- um í þessum túr og bættu svo um betur og settu met í hákarlaveiðum einnig. Hafþór með 19 hákarla fsafírði ÞAÐ hljóp á snærið hjá sjó- mönnunum á Hafþóri frá Isafirði, sem komu til hafnar úr síðustu veiðiferð ársins með mikið magn af hákarli, eða 19, og er ekki vitað til að landað hafi verið fleiri hákörlum úr einni veiðiferð. Hér var um aukaafla að ræða, því Hafþór var I rækjuveiðitúr. Óskar Friðbjarnarson á ísafírði sagði tíðindamanni að skipveijar á togaranum Guðbjörgu hefðu landað þyngri afla af hákarli fyrir um það bil tveimur árum, en þá fengu þeir 17 hákarla, sem vógu samtals um 12 lestir. Hákarlinn hjá Hafþóri var verulega smærri. Óskar sagði að vaxandi eftir- spurn væri eftir kæstum hákarli og sér virtist sem það væri fyrst og fremst unga fólkið sem væri komið á bragðið. í janúar er aðal- söluvertíð á hákarlinum, vegna þorrablótanna, en það færist þó mjög í vöxt að menn telji sig þurfa að fá bragð með áramóta- brennivininu. Úlfar Ómissandi með steikinni og hangikjötinu, hentar vel í salatið, á kalda borðið og í síldarréttina, svo fátt eitt sé nefnt. í ORA grænmeti eru engin rotvarnarefni, aðeins valin hráefni. Fæst í næstu matvöruverslun, hagstætt verð. Þú opnar ORA dós - og gæðin koma í ljós! Vesturvör 12, Kópavogi. 30 ÁRA VAXANDI VINSÆLDIR SANNA GÆÐIN AUK hf 95.6/SfA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.