Morgunblaðið - 30.12.1986, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.12.1986, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 11 Ljóðrænt meistaraverk ________Bækur Arnór Hannibalsson Mychailo M. Kotsjúbínskí: Skujrgar feðranna. Astarsaga frá Ukraínu. Guðmundur Daní- elsson og Jerzy Wielunski þýddu. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1986. Við fyrstu sýn gæti virzt, að ein- angruð fjallaþjóð í austurhluta Karpatafjalla ætti lítið sameiginlegt með bændum og búaliði á Islandi. En hvað kemur í ljós, þegar við lesum þetta meitlaða listaverk, sem segir frá lífi bænda af Húzúl-þjóð- flokki í Úkraínu? Líf bænda er hvarvetna svipað. Það er látlaus barátta við náttúruna og höfuð- skepnurnar. Þegar frostið nístir, vindurinn næðir og biksvart myrkr- ið þrengir sér inn í hvem krók og kima, læðist þá ekki að manni sú hugsun að skrattinn sjálfur búi í myrkrinu og eigi það til að læsa krumlunum um mann, þegar minnst vonum varir? En Húzúlar segja meira en þetta. Það var sá vondi sjálfur sem bjó til háfjöllin. Þegar Guði datt í hug að skapa jörðina, kom sá Vondi til hjálpar. Hann reif handfylli sína af leir á hafsbotni og lét Guð fá. Afganginum tróð hann uppí gúlann á sér. Jörðin tók að gróa að blessan Guðs, og kölski varð að skyrpa henni út úr sér. Og skyrpurnar hrúguðust upp í fjöllin. Aridnyk — sá Vondi — hefur verið til frá upphafi heimsins. Hvernig verður þá mannlífíð í þessum fjöll- um? ívan og Marítska komust að raun um það. Ivan fór til selja. Þá tók vatnsandinn til sinna ráða og slengdi_ Marítsku niður straum og fossa. ívan þekkti ekki lík hennar, þegar það loksins fannst. Hvers vegna þurftu ætt ívans og ætt Marítsku að berast hatursfullar á banaspjót? Enginn vissi það. Enginn mundi það. En lífið er hart og gef- ur engin grið. Og þeim sem tekst að ná tökum á galdri getur margt myrkraverkið unnið. Hvað er til ráða? Skuggar forfeðranna fylgja okkur, og við getum ekki flúið þá. Ef þeir skuggar eru myrkir og grimmir og fullir af illum vilja, sjáum við dauðann læðast á næsta leiti. Hvers erum við þá megnug, þegar hann sendir glyðrur og púka til að væflast um skóga og til að glotta til okkar úr klettum og lækj- um? Við þekkjum huldufólk og álfa, galdra og grettistök. En þarna aust- ur í Beskíðfjöllum eru það grimmúð- ugir Glámar, sem sitja um að ráða örlögum manna. Þetta má ráða af bók Kotsúbínskís. Ég veit ekki hversu trúverðuglega hann lýsir þjóðtrú Húzúl-manna. Myrkrið og harkan, sem að lokum ná yfirráðum í sögunni, tengjast þeim pólitíska boðskap, sem höfundur vill koma á framfæri. í hans augum þurfa bændur á hjálp að halda til þess að koma lífinu á nýjan grunn sam- vinnu, samhjálpar og nýrra hugmynda. Þótt Kotsúbínskí lifi sig aðdáanlega vel inní hugarheim söguhetja sinna, leit hann samt svo á, að líf þeirra væri frumstætt og bundið í viðjar hefða og þjóðtrúar, sem samræmist ekki nútíma skyn- semi. Upplýsing og menntun var leið til menningarinnar. Kotsúbínskí vildi þrengja upplýs- ingu inn í líf fólksins. Hann hreifst af byltingunni 1905 og þóttist sjá fram á bjarta daga fyrir Úkraínu- menn. Hugur og sál Úkraínumanna hafa mótast af harmsögu þjóðarinn- ar. Þeir búa í landi á stærð við Frakkland og eru um það bil jafn- margir. En enn þann dag í dag hefur þeim ekki tekizt að sigra í baráttunni fyrir sjálfstæði og full- veldi þjóðarinnar. Á dögum Kotsúbínskís (1864—1912) lifðu menn fullir eftirvæntingar að nú tæki að rofa til. Nútíminn myndi halda innreið sína með menntun og tækni, sjálfstæði og sjálfræði þjóð- arinnar. Kotsúbínskí lifði ekki þau áföll, harðræði og vonbrigði, sem yfir áttu að dynja. Hann hafði farið í pílagrímsför til Capri árið 1909 til að hitta að máli rússneska rithöf- undinn Maxím Gorkí. Sá maður átti eftir að lýsa þvf yfír skömmu fyrir dauða sinn, að fangabúðir, þrælavinna og fjöldamorð væru framlag til framfara. Kotsúbínskí lifði ekki fyrri heimsstyijöld og úkraínska lýðveldið sem stofnað var 1918, en stóð aðeins stutta stund. Kannski var það vegna þess, að úkraínskir bændur voru ekki undir það búnir og hugsuðu ekki um lýð- veldið eða úkraínska ríkið heldur um sveit sína, ætt og hérað. Kotsúbínskí lifði ekki atförina að úkraínskum bændum á árunum eft- ir 1930. Þá voru þeir úkraínsku bændur, sem kunnu að búa, rifnir upp með rótum og tvístrað um Síberíu og Asíu. Ekki færri en 6 milljónir fórust úr hungri. Húzúl- fólki var þá hlíft við þessum örlög- um, því að milli heimsstyrjaldanna tilheyrðu þeir hinu nýfijálsa pólska ríki. En þeir fengu að kenna á því, hvar Davíð keypti ölið, eftir að Vesturveldin aflientu Sovétríkjun- um austurhelniing Póllands í Jalta 1945. Ein skáldsaga Kotsúbínskís (I fjötrum satans) Ij'allar um líf Tatara þeirra, sem bjuggu á Krímskaga. Hann lifði ekki það að horfa upp á örlög þeirra. Skömmu eftir að herir Hitlers tóku að flæða austur alla Úkraínu og Rússland skipaði Stalín svo fyrir, að flytja skyldi alla Krímtataraþjóðina í útlegð. Dögum og vikum saman snigluðust langar fangalestir frá” Krímskaga austur í miðja Asíu, þar sem fólkinu var sturtað út og látið mæta örlögum sínum. Enn þann dag í dag eru Krímtatarar dreifðir víða og enn hafa þeir ekki fengið uppreisn æru né leyfi til að setjast að í heima- landi sínu. Harka hins vonda var í rauninni miklu meiri en Kotsúbínskí gat ímyndað sér. Hún var ekki í þeim lifnaðarháttum og hugsun, sem bændur höfðu tamið sér um aldir, heldur í þeim stjórnarháttum, sem menntun og menning byltingarinn- ar flutti þeim. Kotsúbínski lifði það heldur ekki, að kvikmyndaleikstjórinn Sergéj Paradsjanoff, sem gerði kvikmynd eftir Skuggvm feðranna, var fang- elsaður fyrir að standa skakkt að gerð mynda sinna. Hann sat inni 1973-1977. Þá fékk hann frí um tíma en var ekki leyft að kvik- mynda. Hann var aftur fangelsaður Mychailo Kotsjúbínskí 1982, en var hleypt út 1984 eftir að kvikmyndamenn víða um heim höfðu mótmælt fangelsun hans. Hver bók á sín örlög. Skuggar feðranna voru ritaðir af ást og inn- lifun til þess að vekja athygli á lífi og striti úkraínskra bænda og brýna það fyrir þeim sjálfum og um- heiminum að þeir þörfnuðust menntunar og nútímaviðhorfa. En þegar saga bókarinnar er rakin, læðist óhjákvæmilega að les- andanum sú hugsun, að ef til vill hefði Húzúlbændum farnazt betur, ef þeir hefðu mátt halda áfram að fylgja hjörðum sínum til fjalla og yrkja jörðina í sveita síns andlits í friði og sátt við guð og menn, eins og þeir gerðu um aldir. Ef til vill gaf þjóðtrú þeirra og sögur og nátt- úrusýn þeim haldbetra veganesti um lífíð en háþróuð vísindaleg tæknimenning. Draugar og skóg- arglyðrur tilheyra ekki hugarheimi upplýstra manna. En hvað eru þau í samanburði við þau myrkraöfl, sem hafa valdið tveim heimsstyij- öldum á einni öld og morðum tuga milljóna manna með köldu blóði? Skuggar feðranna eru langt ljóð, sem hlýtur að snerta djúpan streng í bijósti hvers manns, sem leggur það á sig að lesa það með athygli. Orlög bókarinnar og örlög þjóðar- innar, sem hún segir frá, koma okkur við. Bréf Bjarna Thoraren- sens í tveimur bindum - útgefin á 200 ára afmæli skáldsins 200 ÁRA afmæli skáldsins Bjarna Thorarensens, yfirdóm- ara og síðar amtmanns á Möðruvöllum í Hörgárdal, er í dag 30. desember. Hann fæddist þennan dag árið 1786 í Brautar- holti á Kjalarnesi. I tilefni þessa afmælis hefur Hið íslenska fræðafélag í Kaup- mannahöfn (stofnað 1912) gefið út heildarsafn allra bréfa Bjarna, sem kunnugt er um, í tveimur bindum. Hefur prófessor Jón Helgason séð um útgáfuna. Fyrsta bindi bréfanna var gefið út í Kaupmannahöfn árið 1943 og er löngu uppselt. Hefur það því verið prentað að nýju, um leið og síðara bindi kemur nú fyrst fyrir almenningssjónir. í fýrra bindi eru bréf til Gríms Jónsson- ar, amtmanns á Möðruvöllum, og Finns Magnússonar, leyndar- skjalavarðar í Kaupmannahöfn. í síðara bindi eru yfir 30 viðtakend- ur bréfa, m.a. Grímur Thorkelín, leyndarskjalavörður, Bjarni Thor- steinsson, amtmaður á Stapa, Bogi Benediktsson á Staðarfelli (tengdafaðir Bjarna), Þórður Sveinbjörnsson, háyfirdómari, Baldvin Einarsson og Grímur Thomsen, auk þess ýmsir Danir, m.a. Kristján Friðrik prins, síðar Kristján konungur 8. Alls eru bréfín 294 talsins, það elsta, sem er til Gríms Thorkelíns, er skrifað í Reykjavík 10. september 1811, þegar Bjarni var 24 ára gamall, en síðasta bréfið er til Finns Magnússonar, skrifað á Möðru- völlum sama daginn og Bjami lést 23. ágúst 1841. Bréf Bjama Thorarensens er prentuð stafrétt og þeim fylgja ýtarlegar athugasemdir útgef- anda, ennfremur skrá yfir bréfin í tímaröð, yfirlit yfir viðtakendur og varðveislustaði, svo og registur yfir mannanöfn, staðanöfn ofl. Sem fyrr segir hefur prófessor Jón Helgason í Kaupmannahöfn séð um útgáfuna og ber hún glögg merki lærdóms hans og rómaðrar vandvirkni. Þar sem hanr lagði hönd á plóginn, þurfti sjaidnast að bæta um betur. Er þetta verk hvort tveggja í senn, eitt af því fyrsta, sem hann fékkst við, er hann kom til Kaupmannahafnar til náms árið 1916, svo og eitt af síðustu útgáfuverkum hans, en próf. Jón lést, sem kunnugt er, snemma á þessu ári. Hefur ekkja hans, Agnete Leth, mag. art., gengið endanlega frá útgáfunni. í síðara bindi er endurprentað æviágrip Bjarna Thorarensens eftir Jón Helgason, sem áður hef- ur birst í útgáfu hans á kvæðum Bjarna (Ljóðmæli Bjama Thorar- ensens I.-II., Hið íslenska fræða- félag, Kaupmannahöfn 1935). Er það rækilegasta ævisaga Bjarna Thorarensens, sem enn hefur ve- rið rituð. Bjarni Thorarensen Fyrra bindi bréfanna er 315 bls. að stærð, prentað í Kaup- mannahöfn, en síðara bindið er 461 bls. unnið í Prentsmiðjunni Odda. Mikill fengur er að útgáfu bréfa Bjarna Thorarensens. Þau auka við vitneskju um ævi hins þjóð- kunna skálds og embættismanna og gefa góða innsýn í aldarfar á lokaskeiði einveldistímans, segir í frétt frá Hinu íslenska fræðafélagi og Sögufélaginu. Umboð hérlendis fyrir Hið íslenska fræðafélag hefur Sögufé- lagið, Garðastræti 13B (gengið inn úr Fischerssundi), Reykjavík og er opið kl. 1-5 daglega. SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL Til sýnis og sölu m.a.: Ágæt íbúð — laus strax 3ja herb. á 2. hæð 85,6 fm nettó við Engjasel. Ágæt sameign. Full- gert bflhýsi. Útsýni yfir borgina. Úrvals íbúð — bílskúr — útsýni 2ja herb. óvenju stór íb. 80,6 fm nettó á 2. haeð við Blikahóla. Stór og góður bílskúr fylgir. Skuldlaus. Frábært útsýni. Ein bestu kaup á markaðnum í dag Stórt og glæsilegt raöhús i byggingu rétt viö Gullinbrú í Grafarvogi. 4 rúmgóð svefnherb. Tvöf. bilskúr. Sólsvalir um 24 fm. Allur frágang- ur utanhúss fylgir. Húni sf. er byggjandi. Aðeins eitt hús eftir. Raðhús og einbýlishús Höfum á skrá nokkrar glæsilegar eignir t.d. í Seljahverfi, Fossvogi og á Nesinu. Nánari upplýsingar ó skrifstofunni. k. ........ Birtum á morgun miðvikudag meðaltal seldra eigna á árinu. AIMENNA FASTEIGNASAL&N LAUGAVEG118 SiMAR 21150-21370 IwaziDl l, 6 millj. við samning Höfum traustan kaupanda aö 3ja herb. nýl. íb. í Vesturbænum, helst m. bílhýsi eða bílsk. Einbýlishús í Vesturborginni 280 fm glæsil. einbhús á mjög góðum staö. Verð 8,5-8,7 millj. Hafnarfjörður — 2ja Ca 65 fm björt og góð íb. á 2. hæö við Suðurbraut. Laus fljótlega. Verð 1850 þús. Baldursgata — 2ja Ca 65 fm mjög fallega stands. íb. á 2. hæö. Verð 1,9-2 millj. Ásgarður — 2ja Ca 55 fm góð íb. á jarðhæö. Verð 1,8 þús. Kleppsvegur — 2ja Ca 70 fm góð kjíb. i litilli blokk. Verð 1,6 þús. Laus strax. Næfurás 2ja og 3ja — lúxus Glæsil. óvenju stórar 2ja (89 fm) og 3ja (119 fm) herb. íb. sem afh. tilb. u. trév. og máln. íb. eru meö tvennum svölum. Fallegt útsýni. Mjög hagst. greiðslukjör. Víðimelur — 2ja-3ja 60 fm góð kjíb. Sórhiti. Verð 1850- 1900 þús. Grenimelur — 2ja 65 fm mjög falleg kjíb. Verð 1950- 2000 þús. Hlíðar — 3ja 82 fm góð íb. í kj. í fjórbhúsi. Verð 2,1 millj. Lindargata — 3ja-4ra 80 fm góð íb. á 2. hæð í tvíbhúsi. Verð 1900 þús. Hverfisg. — hæð og ris Ca 100 fm íb. sem er hæð og ris í steinh. Mögul. á 2 ib. Verð 2,5 millj. Goðheimar — hæð Vönduö 130 fm björt hæö ásamt bílsk. Verð 4,5 millj. Vesturgata — 4ra 117 «m góð íb. i lyftublokk. Verft tllbo*. Skipti — Melar Höfum 150 fm góða neðri sórhæö i sölu, einungis i skiptum fyrir litið einb. eða raðhús í Vesturbænum. Eskihlíð - 4ra-5 117 fm björt íb. á 4. hæð ásamt ca 100 fm innangengnu geymslurisi. Verð 2,9 millj. Grettisg. — hæð og ris Ca 140 fm íb. sem er hæð og ris ásamt sérherb. i kj. m. sérsnyrtiaöst. Verð 3,3 millj. Gunnarssund — 4ra 110 fm góö íb. á 1. hæð. Laus fljótl. Verð 2,2 millj. Háteigsvegur — einb. 300 fm glæsil. einbhús á þremur hæöum, alls 40 fm bílsk. Stór og fal- leg lóö. Teikn. á skrifst. Logafold — parhús Ca 170 fm glæsil. parhús á 2 hæðum. Verð 4,9 millj. Við miðborgina — einb. Járnvariö timburhús á steinkj. Húsiö er kj., hæð og rishæð samt. 120 fm og hefur veriö töluvert endurn. Verð 3 míllj. Arnarnes — einb. Ca 190 fm glæsil. einbhús, mest á einni hæö ásamt 45 fm bílsk. Verð 8,6 millj. Langholtsv. — raðhús Til sölu 3 glæsil. raöhús sem nú eru í byggingu. Húsin eru á tveimur hæð- um, alls 183 fm aö stærð. Húsin afh. fullfrág. að utan en fokh. eða tilb. u. trév. aö innan. Verð 4,5-5,2 millj. Á sunnanv. Álftanesi 216 fm mjög glæsil. einbhús við sjáv- arsíöuna. Einstakt útsýni. Teikn. og allar nánari uppl. á skrifst. (ekki í síma). Skipti mögul. Byggingarlóð Kóp. Til sölu eignarlóö á góðum staö í Vesturborginni fyrir tvíbhús. Uppl. á skrifst. Selás — einb. 171 fm fokh. einlyft einbhús ásamt bílskplötu (48 fm). Verð 3,4 millj. Arnarnes — einbýli Gott einbhús á tveimur hæðum við Blikanes, með mögul. á sóríb. í kj. Skipti á sérhæð í Reykjavík koma vel til greina. Verð 9 millj. Einbhús í Miðborginni Vandaö einbýlishús á eignarlóö sem skiptist í hæö, rishæð m. góöum kvistum og kj. Tilvalið sem skrifst- húsn. og ib. Laust fljótl. EiGnfwniÐLunin ÞINGHOLTSSTR/ETI 3 SIMI 27711 Sölustjóri: Sverrir Kristinsson Þorloifur Guðrnundtton, tölum Unnstemn B«ck hrl., aimi 12320 Þórólfur Halldórtson. lögfr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.