Morgunblaðið - 30.12.1986, Síða 12

Morgunblaðið - 30.12.1986, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER I9?6 Óðm" Ernils ________Bækur Guðjón Sveinsson Út er komin hjá „Emi og Ör- lygi“ bók eftir sr. Emil Björnsson sem hann nefnir A misjöfnu þrífast börnin best. Það var vitað, að Emil er pennafær í betra lagi, en hann byggi yfir þeim hæfileikum er birtast á 178 síðum þessarar bókar vissi ég a.m.k. ekki. Þessi saga flokkast að líkindum undir þann titil bóka, sem nefndar eru æviminningar. Að minni hyggju má skipa henni þar á bekk — en hún er annað og meira (ég er ekki með þesum orðum að knésetja ævi- sögur), hún.er líka tær og fagur skáldskapur með ljóðrænu ívafi, hún er lífsjátning höfundar blíð og tregafull í senn. Hún stendur þó traustum fótum á arfleifð íslenskrar menningar, þeirrar sem óbreytt al- þýðufólk hefur varðveitt gegnum svita, tár og ást eða allt frá dögum þjóðveldisins, gegnum myrkar mið- aldir, fagnaðarboðskap nítjándu aldar, já allt fram á þennan dag ef grannt er skoðað. Meðan þessi menning stendur af sér storma og umbreytingar nýs tíma, meðan hún á málsvara á málþingum á borð við E.B. lifir þessi þjóð „frjáls við ysta haf“ á besta landi heims. En þessi bók býr yfir meiru. Hún er greinilega bautasteinn á beð for- eldra fréttamannsins og sálusorgar- ans E.B. Umijöllun hans minnir nokkuð á Gunnar Gunnarsson í „Leikur að stráum“ og „Skip heiðríkjunnar“ og raunar finnst mér greina megi samsvörun í fyrri hluta „Mannsævi" Pástovakí. Margir kaflanna eru sannkallað föðurtor- rek, en Emil missti föður sinn níu ára gamall. Þeir feðgar virðast hafa verið afar samrýndir og göngur drengsins úti í tærri náttúrunni með dýravininum, bóndanum og föðum- um er slíkur unaður, að frásögnin lætur engan ósnortinn. „Við vorum báðir eins sælir og þeir einir geta orðið, sem fá himin höndum tekið í fátækt sinni og eiga hana saman." (Bls. 51.) Samskiptin við móðurina verða á annan hátt. Hún er nær drengnum í frumbernsku, umhyggjusöm vakir hún við hvert fótmál hans, sýnir Sá fyrri nefnist „Morgunroði lífsins er hverfull“, sá síðari „Man ég, man ég tíma tvenna". Fyrri hlutinn hefst á morgni lífsins þá lítill drengur fæðist í litlum bæ „... með port- byggðu risi og kvisti á suður- hlið . . .“, fæðingin ekki átakalaus, því taka þurfti drenginn með töng- um. Næst gerir höfundur grein fyrir sögusviði, opnar hægt skjá minn- inganna, nálgast þær af varfæmi en þó festu, lýsir sveitinni, fólkinu í nægjusamri fátækt (veraldlegri), en lætur það ekki biðjast afsökunar á tilvist sinni. Það þarf þess heldur ekki. Þetta fólk heldur á kyndli frelsisins, hafði tekið við honum frá sínu foreldri og ætlaði að skila hon- um til afkomendanna. Og þessi kyndill nærðist á rammheiðnum sögum, er lesnar vom......upphátt á vökunnij fomaldarsögur Norður- landa, Islendingasögurnar og riddarasögur, og rímur kveðnar". Og í bland við þennan sagnasjóð hreysti og mansöngs var guðsorð haft við hönd og „. .. himnaríki og helvíti hvort á sínum stað ...“ Menn fara mikils á mis í dag að hafa tapað þessu í hraða stjörnu- stríðsáætlana, videós og vandamála sem kennd em af skammsýnu fólki við unglinga. Þessi inngangur, ef svo má nefna, er ein sú besta þjóðháttalýs- ing er ég hef augum litið. Hún er ekki löng, ekki doðrant upp á fleiri- hundmð blaðsíður. Nei, þetta er hnitmiðuð frásögn, þjóðháttalýsing fléttast meira og minna saman við allt efni bókarinnar. Og þessi þjóð- háttalýsing er svo sterk, að maður finnur sjálfan sig sem þátttakanda honum blómin og vemdar fyrir myrkrinu. Og í lok fyrri hluta sög- unnar sameinast þau í sorginni. „Enginn skildi betur en ég hvað hún grét góðan mann,“ segir höfundur á bls. 67, þar sem þau mæðginin sitja við nýorpið leiði „besta eigin- manns og pabba" á þessari jörð. Sá stutti kafli, 23 línur, er stysta og lengsta ævisaga sem ég hef les- ið. (Öfugt við Emil missti Uggi Greipsson móður sína ungur.) En nú ætla ég að víkja að sög- unni í heild. Hún er í tveim hlutum. Morgunblaðið/SigurðurJónsson Laufey S. Valdimarsdóttir, Hafsteinn Þorvaldsson og Jóna S. Valdim- arsdóttir. Gjöf afhent sjúkrahús- inu til byggingar setu- stofu við Ljósheima Selfossi. SJÚKRAHÚSI Suðurlands var fyrir nokkru afhent gjöf til Ljós- heima, sjúkradeildar aldraðra á Selfossi. Gjöfinni skal varið til að reisa setustofu á Ljósheimum. Það voru systkinin frá Hreiðri í Holtahreppi sem afhentu gjöfina, kr 100 þúsund, til minningar um foreldra sína Valdimar Sigurjóns- son og Guðrúnu Margréti Alberts- dóttur. Þau bjuggu í Hreiðri á árunum 1936 til 1964. Gjöfin var afhent í hátíðarkaffi sem haldið er á hveiju ári í Sjúkra- húsinu fyrir jólin. Nú eru 5 ár síðan flutt var í nýbyggingu Sjúkrahúss- ins. Hafsteinn Þorvaldsson for- stöðumaður sjúkrahússins tók við gjafabréfí þeirra systkina og lét þess getið að bygging setustofu þar sem gamla fólkið gæti fýlgst með umferðinni við Austurveginn, væri mjög þörf framkvæmd. Það voru systumar Laufey S. Valdimars- dóttir og Jóna H. Valdimarsdóttir sem afhentu g]öfína. Önnur systkini frá Hreiðri eru Siguijón M. Valdim- arsson, Albert H. N. Valdimarsson og Valgerður Valdimarsdóttir. Sig.Jóns. Emil Björnsson „Þá sjaldan skip komu á víkina heima urðu þau að leggjast lángt undan landi vegna hafnleysis og sveitúngar mínir að róa níðþungum uppskipunarbátum með afurðir sínar út að skipshlið og með kaup- vaming til baka. En þeir, sem komu eða fóm með skipinu, sem aðallega var til lækninga, urðu að dingla í kaðalstigum utan á skipshliðinni í hvaða veðri sem var, nema rúm- liggjandi fólk naut þeirrar náðar að vera „hífað“ um borð eða „fírað“ niður í uppskipunarbátinn í neta- trossum." (Bls. 20.) Brátt fara sál og líkami hjá hin- um verðandi kennimanni að þrosk- ast. Hann lýsir þeim breytingum fyrir lesendum í skýrum myndum, stuttum en svo sannarlega í fókus. í því sambandi vil ég á ný minna á Ugga Greipsson. „Og kyrrðin var eftir því, véla- hljóð þekktust ekki, aðeins náttúru- hljóð og vinnuhljóð, svo sem sláttuhljóð. Skilvinduhljóðið var m.a.s. ennþá ókomið til sögunn- ar... . .. Og augum þeirra, sem dóu, var lokað og opnaður gluggi til að hleypa sálinni út, en líkaminn lagð- ur í svarta kistu, hún látin ofan í moldina og grænt gras breitt yfir. Og svo var öllu lokið eins og ekk- ert hefði gerst. Og þó hélt allt áfram. Það fæddist nýtt líf í stað þess sem dó.“ (bls. 27.) Og veröldin kemur til þessa litla drengs í vöku og svefni, hann skynj- ar smátt og smátt fegurð hennar, leyndardóma og hættur. Það er móðirin sem leiðir hann fyrstu fetin „. . . milli rúma og herbergja og út á stétt. . . . Og einnig leiðir hún mig í stórt, uppljómað hús þar sem verið er að syngja. Ég sé fyrir mér hendur hennar kreppast um hrífu og spena og halda á saumnál, stoppunál og skónál til skiptis." (Bls. 29.) Þessi skýra, nærfærna og sanna lýsing hlýtur að lifa lengi í bók- menntum þjóðarinnar. Og þannig líður frásögnin fram sem lygnt fljót með sóltæra hylji. En ef grannt er starað er straumurinn undir lygn- unni þungur, alltaf eitthvað nýtt að gerast og maður leggur bókina ekki frá sér fyrr en henni er lokið. „Líklega kom baulið í Ormsstaða- kussu næst til sögunnar . . . Ég hef sjaldan verið eins hræddur við neitt og baulið í henni, sem var hinn dökki undirtónn frumbernskunnar og hljómar enn fyrir eyrum mér. Fyrst stóð hún lengi á öndinni og smábaulaði ótt og títt svona níu sinnum; Mö, mö ... í tíunda skiptið kom bara Ö, sem var þó mörgum sinnum ægilegra. . .“ (Bls. 31.) Þarna fer saman hin forna íþrótt að segja sögu og svo næmi og inn- sæi þess, sem hefur mál og stíl á valdi sínu. Ég vík nú aftur að samskiptum föður og sonar í þessari góðu bók. Þau samskipti eru hlý og traust. Þau eru líf þeirra beggja, ást, trún- aður, hvíld. Bóndinn hallar sér í hádeginu upp að ungum syni og sofnar, skýlir andlitinu fýrir björtu sólskininu með húfuderinu. Dreng- urinn vaknar til vitundar um það, að honum er trúað fyrir að gæta þessa manns með jörpu lokkana meðan hann hvílist frá amstri dags- ins litla hríð. „Hann andaði djúpt og áin rann, æmar lagstar í kringum hann sér- hver með sínum hætti. Mér fannst sem hann hefði falið mér þau for- réttindi að gæta að sér, sem ávallt að öðrum gætti." (Bls. 44.) Ætli svona nokkuð sé hætt að gerast? Já, því miður. I stað þess eru að skapast samskiptavandamál, kynslóðabil, sem lærdómsmenn reyna að leysa með heimspekilegum formúlum, stórum stofnunum og ofhlöðnu tómstundagamni — en það er önnur saga. Fyrri hluta sögunnar lýkur með dauða föðurins. Kannski rísa tilfínn- ingarnar þar hæst og við komumst næst sögumanni. Hér skynjar les- andinn hvernig heimsmynd höfund- ar, þá níu ára, skelfur. Frásagnar- listin er samt í algjöru jafnvægi, svo táknræn og áleitin, að við finn- um okkur á vettvangi. „Ásýnd hans var föl eins og tunglskin á snjó, svo að jörpu hárlokkamir í vöngunum sýndust ennþá dekkri en venju- lega,“ (bls 64). Og síðar þá föður- leysinginn verður að reka ærnar til beitar þrátt fyrir sorgina harkar hann af sér, tilfínningarnar frosn- ar. En þær þána í skjóli hraunsins, þaðan sem ekki sést til hans frá bænum. Þá fellur hann um háls tryggðavinar þeirra feðga, Kolu gömlu. Við svartan, mjúkan feld hennar þiðnar klakinn. Þannig er samspil manna og dýra í þessari bók, einlægt, falslaust og mun end- ast öllum þeim er kynnast slíkum samskiptum, verða sáluhjálp til leið- arloka. Kannski getur svona saga opnað augu fólks fyrir þeim dásam- legu sannindum. Hver veit. Síðari hluti bókarinnar minnir lítið eitt á smásagnasafn með stutt- um sögum og innbyrðis samhengi. Það form hnikar sögunni nær hefð- bundnum endurminningum. Þrátt fyrir það er allt á sínum stað. Þarna er fyallað um baráttuna fyrir lifí- brauðinu eftir lát heimilisföðurins, nýjar vonir sögumanna, vonbrigði og að lokum staðfastan ásetning hans að leita sér menntunar. í þess- um hluta kynnist og lesandinn fleira fólki, sumu landsþekktu síðar. Það er allt, ekki síst sveitungamir, dreg- ið skörpum dráttum, hrjúft, glatt, ástúðlegt, dularfullt, heimsmanns- legt „boheme“ — en flest fátæk a.m.k. á mælistiku nútíðar. Þessar lýsingar minna á mannlýsingar Grettlu, Laxdælu, Njálu, Ljósvík- ingsins — þjóðararfur sagnalistar- innar, sem tekur á sig persónulegan blæ eins og vera ber, þær eru ekki staðlaðar. „Árni Björn var greindur karl, fölleitur og skarpleitur eins og fom- aldarhetja, með amamef. Snyrti- legur til fara og snöggur í tilsvörum og hreyfingum. Þegar honum leidd- ist þóf á hreppsnefndarfundum var hann vís til að stökkva á braut með svofelldri kveðju: Sælir, ég er far- inn.“ (Bls. 123.) „ . . . Anna dóttir Ara Brynjólfs- sonar alþingismanns á Þverhamri var svipmikil en umfram allt göfug- mannleg gáfukona. Ég hafði það á tilfinningunni í uppvextinum að hún mætti ekkert aumt sjá án þess að reyna að fá bætt úr því. .. Hún var í hópi þeirra kvenna á öllum öldum, sem stærst hjarta hafa . . .“ (Bls 126.) Réttlætið, ríkið og valdið Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson John Locke. Ritgerð um ríkis- vald. Hið íslenzka bókmenntafé- lag, 1986. Það er fátt mikilvægara mönnun- um en að skilja samlíf sitt. Fáir hlutir hafa reynzt þeim eins erfíðir til skilnings. Það er þó enginn skort- ur á viðleitni til þess. Allar götur frá því skipuleg, fræðileg hugsun hófst í Grikklandi til forna, hafa hinir mætustu hugsuðir leitt hug- ann að samlífi manna, eðli ríkisins og réttlætisins og ritað um það sumir ótrúlega glæsilegar bækur. Ein þeirra er Ríki Platóns og í þess- um hópi held ég, að óhætt sé að telja Ritgerð um ríkisvald eftir John Locke, sem nú er komin í íslenzkan búning eftir Atla Harðar- son, heimspeking. Það er ekki hægt annað en telja veruleg gleðitíðindi, ekki aðeins fyr- ir íslenzka heimspekinga og fræði- menn um samfélag, heldur líka fyrir upplýstan almenning á Islandi, að þessi bók skuli komin út á íslenzku. Hún á að vera öllum auðlesin. Það er ekki þar með sagt, að hún sé auðskiljanleg, því að ýmislegt í henni orkar tvímælis og rökstuðn- ingur stundum ekki mjög ítarlegur. En í þessari litlu bók er komið orð- um að ýmsu, sem nú eru talin sjálfsögð sannindi um einstakling og samfélag, ýmsu því, sem er uppi- staðan í skilningi nútímamanna á sjálfum sér og samfélagi sínu. Það er ekki hægt að segja, að Ritgerð um ríkisvald sé upphafs- verk þeirrar fíjálslyndu einstakl- ingshyggju, sem mótað hefur alla hugsun um samfélagið frá Endur- reisninni að minnsta kosti og fram á þennan dag. En hún eróumdeilan- lega áhrifamesta verk þessarar hefðar, enda mótaði Locke hugsun franskra upplýsingarmanna eins og Voltaire og hugsun höfunda banda- rísku byltingarmannanna gegn yfirráðum Breta og höfunda banda- rísku stjómarskrárinnar. Það plagg mótar enn að miklu leyti skoðanir og afstöðu manna til valds, ríkis og réttlætis í öðru af voldugustu ríkjum veraldarinnar þessa áratug- ina. Það, sem er ekki síður mikil- vægt, er, að hugsun Locke hefur mótað í meira eða minna mæli flesta fijálslynda hugsuði fram á þennan dag. Það merkir ekki, að allir hafi verið sammála honum, langt frá því. Hume til að mynda var aldeilis ekki á því, að einhvers konar þög- ult samþykki væri helzta réttlæting hlýðni við yfirvöld. Hann taldi slíkt samþykki hreina ímyndun og þess vegna þyrfti aðra réttlætingu á ríkisvaldinu. En sú grunnhugmynd Locke, að upphaf ríkisvaldsins sé hjá einstaklingnum, að þeir afhendi hluta réttinda sinna til yfirvalda til að tryggja öryggi sitt og frið og geti sótt hann aftur, ef ríkið bregst þeirri skyldu sinni að tryggja þessi gæði, hefur reynzt áhrifamikil og langlíf. Frumeiningar allra sam- félaga hljóti að vera einstaklingar einir og sér og á þeim hvíli síðan allir aðrir eiginleikar samfélagsins. Þessa mynd af uppbyggingu samfélags má kalla frumeindakenn- ingu, þar sem einstaklingamir eru frumeindirnar, sem allt annað sé byggt á. Hún er mjög frábrugðin þeirri mynd, sem við rekumst á í ritum Platóns og Aristótelesar. Þeim er eiginlegt að líta svo á, að allir menn hafí eðli og þetta eðli ákvarði, hvað þeim er eiginlegt að sækjast eftir og hvaða hátterni þeim er sjálfsagt. Þeim er því ekk- ert framandi að telja hvem mann hafa tiltekið hlutverk, sem honum beri að rækja, sem sé í mikilvægum skilningi ekki sjálfvalið. Að þessu leyti svipar Grikkjunum til þeirrar hugs'unarhefðar, sem runnin er frá Hegel og Marx og er ekki síður áhrifamikil í samtímanum en kenn- ing Locke. Munurinn er sá, að samkvæmt Hegel og Marx eru sag- an eða stéttaskiptingin undirstöðu- atriði samfélagsins en ekki einstaklingurinn. Þessar kenningar mætti kalla sameindakenningar, ef við viljum halda líkingunni við nátt- úruvísindin. Það þarf ekki að brýna það fyrir lesendum þessa blaðs, að kenningar Hegels og Marx hafa ýmsar þær afleiðingar, sem flestir nútímamenn telja algerlega óviðunandi. En það ætti ekki að hindra þá hugsun, að samband einstaklings og samfélags sé ef til vill mun nánara, en Locke taldi vera og einstaklingurinn einn geti ekki verið undirstaða, heldur sé honum samlíf nauðsynlegt til að vera maður í fullum skilningi þess

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.