Morgunblaðið - 30.12.1986, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.12.1986, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 15 „Rautt rok í aðsigi“ Rússar hernema ísland í amerískri skáldsögu eftirívar Guðmunds- son ísland kemur þó nokkuð við sögu í nýrri amerískri skáldsögu, sem vakið hefir talsverða athygli hér vestra. Höfundurinn, Tom Clancey, gat sér frægð, fé og frama með fyrstu skáldsögu sinni, sem kom út fyrir tveimur árum, „Leitin að Rauða október" — The Hunt For Red October". Þetta er ein af fremstu metsölubókum ársins. Sag- an fjallar um viðureign amerískra og rússneskra kafbáta í Norður- höfum. Þeir eru búnir nýtísku rafeinda- og örbylgjutækjum, sónar og ratsjárbúnaði og tundurskeyt- um, sem leita uppi skotmark sitt um víðan sjó. Listin er að komast undan þeim með því að villa um fýrir þeim og jafnvel með því að senda þau aftur til föðurhúsanna. Sérfræðingar í sjóhemaði undruð- ust hvað höfundur vissi gjörla um nýjustu vopn og veijur kafbáta. Einkum þar sem hann er ekki æfð- ur sjóliðsforingi. Tom Clancey er vátryggingasölumaður, sem segist hafa haft það að dægradvöl, að leika sér við hernaðarleiki. Island kemur við sögu í „Leitinni að Rauða október“, en þó ekki eins áberandi og í seinni skáldsögu hans, „Rautt rok í aðsigi" — Red Storm rises — þar sem hann lætur Rússa hemema ísland á einkar kænlegan hátt. Rauða rokið Skáldsagan „Rautt rok í aðsigi“ hefst á því, að skemmdarverka- menn, sem eru múhameðstrúar og ofstækisfullir í garð rússnesku stjómarinnar, sprengja í loft upp þýðingarmiklar olíuverksmiðjur og geymslur í Nizhnevart, en þar, seg- ir sagan, er framleidd um 31,3% af allri svartolíu Sovétmanna. Rússneska herráðið telur þetta svo mikið áfall fýrir landvamir Rúss- lands, að það sé aðeins um eina leið að ræða til að bæta úr þessu tjóni, en það sé, að Rússar leggi undir sig olíusvæðin í löndunum við Persaflóa. En til að réttlæta það fyrir heim- inum verður að finna átyllu til að hefja ófrið við NATO-veldin. Til þess þarf bæði kænsku og hug- myndaflug og síst skortir það í þessum reyfara. Öllum er brögðun- um lýst útí ystu æsar. Eitt helsta bragðið til að reyta rússnesku þjóð- ina til reiði er, að herstjómin gengst fýrir sprengingu í vistarverum hátt- setts embættismanns í Kremlhöll- inni í Moskvu. Þar farast margir unglingar, sem voru í heimsókn hjá embættismanninum. Til viðbótar við að æsa rússneska borgara til reiði yfir þessu viðurstyggilega ódæðisverki er Þjóðveijum kennt um, að hafa staðið á bak við spreng- inguna. Átti það að hafa verið gert til þess að sameina Austur- og Vestur-Þýskaland. Er hér um svo flókinn vef að ræða að ekki verður rejmt að lýsa þvi frekar. Höfundur teygir hér lopann, fer úr einum stað í annan, til að segja frá hvað rússn- eskir malla og hvemig öryggis- og leyniþjónusta NATO-veldanna bregst við. Höfundur hefir þann hátt á í frá- sögninni, að hann nefnir ákveðna staði í Evropu, Rússlandi, Banda- ríkjunum og víðar. í frásögninni er lýst hvað er að gerast um borð í skipum, kafbátum og öðrum her- skipum. Oft eru þessir kaflar stuttir. T.d. í 27. kafla á fjórum blaðsíðum, 340—344, eru eftirfar- andi kaflafyrirsagnin „Keflavík, Iceland. — Stomoway, Skotland, Noregshaf og Stendal, Þýska al- þýðulýðveldið. Loftárás á Keflavíkur- flugvöll Loftárás Rússa á Keflavík er að sjálfsögðu fyrsta hernaðarátak Rússa. Til frásagnar um það er fyrst og fremst amerískur flugliðs- foringi, sem Edward er nefndur. Árás Rússa er vel undirbúin en Bandaríkjamenn ekki of vel við henni búnir. Þó tekst þeim að granda nokkrum rússneskum flug- vélum og gera árás á flutningaskip- ið ms. Julius Fucik, sem nú kemur til sögunnar undir falska nafninu „Doctor Lykkes". Það tekst að landa hermönnum frá Fucik í sér- stökum sjóskíðabátum. Þeir em sagðir lenda í „Djúpavíkurvík". Edward liðsforingi hittir annan félaga sinn í hálfgerðu reiðileysi og veit hann ekki hvað gera skal. Ed- ward hefir þegar ákveðið að komast undan frá Keflavík. Hann kemst með félaga sínum til Hafnarfjarðar, þar sem þeir komast í búð til að kaupa vistir og halda síðan inn í Hafnarfjarðarhraun. Tveir amerísk- ir hermenn bætast seinna í hópinn. Nemendur frá Reykjaskóla á skólabátnum Mími KE. Skipskoma í Hrútafirði Hrútafirði. JÓNAS Einarsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri á Borðeyri rit- aði góða grein í bókina Strandir sem út kom á sl. ári, þar segir m.a. varðandi skipakomur inn á Hrútafjörð: „Hvenær skyldi næsta skips að vænta“. Miðvikudaginn 19. nóvember ríkti mikil eftirvænting hjá nemend- um á Reykjaskóla, skólabáturinn Mímir KE var að sigla inn Hrúta- fjörð undir ömggri stjóm Þórðar skipstjóra. Erindið var að vera með nemendur á Reykjaskóla þennan dag og veita þeim innsýn í lff sjó- mannsins, æfíngu í notkun sigling- artækja, leggja líau, þörskanet, krabbagildmr, veiða á handfæri ög Þessir fjórir hermenn verða svo aðalpersónur skáldsögunnar hvað ísland snertir. Edward hafði haft rænu á að taka með sér loftskeyta- sendistöð. Honum tekst að ná sambandi við Skotland og heldur því sambandi þar til yfir lýkur og Bandaríkjamenn hafa náð Islandi úr höndum Rússa. Félagamir flórir hafast við í Hafnarfjarðarhrauni um hríð. Þeir virðast sjá gegnum holt og hæðir. Þeir virðast vera komnir að Árbæ og síðan em þeir að flækjast við Elliðavatn. En hvar sem þeir em á ferð þama fyrir austan Reykjavík segjast þeir í sendistöðinni hafa góða yfirsýn yfír Reykjavíkurflug- völl og Keflavík og segjast geta talið þær flugvélar, sem hefja sig til flugs frá báðum flugvöllum. Um alllangan tíma er aðseturs- staður þeirra „Hæð 152“. Nestið frá Hafnarfírði dugði þeim vel, en þó kom að því, að þá fór að langa í nýmeti. Er þeir koma auga á kindahóp, segir einn þeirra félaga: „Kann nokkur ykkar að elda kinda- kjöt?" „Með hveiju?" svarar annar, „það er ekki trébút að sjá hér í margra mílna fjarlægð." Nú fara að birtast ömefni, sem gamall skáti, sem ólst upp í Reykjavík, kannast vel við: „Grafarholt og Hólmsá. Hvemig Edward komst að þessum og öðmm ömefnum er ekki skýrt í sögunni. Feröin til Hvamms- fjarðar Dag nokkum er þeir félagamir em að fárast yfír kuldanum við „Grafarholt" hefír Edward liðsfor- ingi sem oftar loftskeytasamband við Skotland. Og nú fá þeir skipun um að halda til Hvammsijarðar og vera komnir þangað innan 10 daga. Edward dregur landakort úr pússi sínu og hrís hugur við er hann sér, að Hvammsfjörður er „100 mílur í beinni línu frá Grafar- holti". Skotland sagði þeim félögum, að þeir skyldu halda til austurs frá Grafarholti til Hvammsfjarðar til þess að komast hjá mannaferðum. Þeim leist ekki á blikuna. Einn þeirra benti á, að á leið þeirra yrðu flöll og ár, sem væm illar yfírferð- ar. En í herþjónustu þýðir ekki að malda í móinn og lagt var uppí ferð til Hvammsfjarðar, sem reyndist all ævintýraleg. Ljót aðkoma aðsveitabæ Dag nokkum koma þeir félagar auga á sveitabæ, sem þeir telja vera um 5 kílómetra í burtu. Þeir höfðu forðast mannaferðir, sem hlýtur að hafa verið þeim erfítt, ef þeir héldu í austur frá Grafarholti til Hvammsfjarðar. En þar sem vegurinn til bæjarins virtist enda þar og bærinn var langt úr alfara- leið, var ákveðið að koma nær m.a. vegna þess að þeir vom orðnir matarlitlir, höfðu lokið við síðasta bitann jómm klukkustundum áður. En sem þeir nálguðust bæinn sáu þeir að jeppabíll ók frá aðalveginum upp traðimar að bænum. Það kom á daginn að í jeppanum vom fimm rússneskir hermenn. í stuttu máli skeði það, sem að- eins getur komið fyrir í skáldsögum. Þessir ijórir amerjsku ferðalangar, matar- og tóbakslausir, komu að rússneskum hermanni, sem var að nauðga heimasætunni. Aldraðir for- eldrar hennar höfðu verið skotnir til bana. Ameríkanamir káluðu öll- um fímm, settu þá í jeppann og kveiktu í honum og steyptu niður í gjá með vodkaflösku, hálffulla til að gefa til kynna, að sennilega hefðu hermennimir verið ölvaðir og ekið útaf í gjána, þar sem kviknaði í bílnum. Til þess að þurrka út verksummerki kveiktu ,amerísku hermennimir í bænum og brenndu lík foreldranna. Landganga Banda- ríkjamanna við Breiðafjörð Þeir félagar taka heimasætuna með sér. Hún heitir „Vigdís Ágústs- dóttir“ og er komin Qóra mánuði á leið. Hér skal nú staðar numið að segja frá þessari skáldsögu Um innrás Rússa í ísland og ferðalag fjögurra amerískra hermanna frá Keflavík um „Hæð 152“, Grafar- holt og Hólmsá í „austurí* til Hvammsfjarðar. Þeir þurftu ekki að bíða lengi við Hvammsfjörð. Þar bætist þeim fé- lagi sem var breskur hermaður, sem var látinn falla til jarðar úr flugvél í fallhlíf. íslendingar koma lítið sem ekk- ert við sögu í þessari bók. Á einum stað er sagt að þeir séu seinir til samvinnu við Rússa en að ekki hafí borið á neinni alvarlegri and- stöðu við innrásarliðið. Að lokum em Bandaríkjamenn látnir gera innrás einhvers staðar í námunda við Stykkishólm. Sagt er frá því að ein sprengja hafí sprungið á götu í Stykkishólmi, en íslenskir fískimenn voru fengnir til að leiðbeina amerískum herskipum siglinguna inn á milli Breiðafjarðar- eyja. Hér hefir ekki verið farið útí að lýsa höfuðefni skáldsögunnar, en það er lýsingar á nýtísku hemaði milli kafbáta og flugvéla. Ef hól það sem Tom Clancey hlaut fyrir fyrstu bók sína um Leitina að Rauða október er á rökum reist, má gera ráð fyrir að hemaðarlýsingar hans séu réttari og eftirtektarverðari en landfræðilegar athuganir hans og íslensk ömefni eða austurganga þeirra til Hvammsfjarðar. síðast en ekki síst kynna ungmenn- unum öryggisútbúnað þann er ávallt skal vera til staðar um borð. Siglingafræði hefur verið meðal annars námsefnis á Reykjaskóla undanfarin 10 ár. Mikil ánægja ríkti hjá nemendum svo og kennurum á Reykjaskóla með komu skólabátsins, koma þess hefur glætt áhuga nemenda á nám- inu og nú er vorsins beðið með tilhlökkun þegar skólabáturínn sigl- ir hraðbyri inn Hrútafjörð en hans er aftiir að vænta með vorinu. Umsjón með þessum málum hef- ur Þorleifeir Valdemarsson náms- stjóri og starfsmaður Fiskifélags íslands. m.g. Reykvíkingar VersliðvíÖ vana menn FlugekJamarkaðir: Skátabúðin við Snorrabraut Fordhúsið, Skeifunni Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Suðurlandsbraut 12 Verslunarmiðstöðin Mjódd, Breiðholti Seglagerðin Ægir, örfirisey Mazdahúsið, Fosshálsi 1 Við Miklagarð Við Staldrið, Breiðholti Við Þjóðarbókhlöðuna, Melatorgi Hjálparsveit skáta -r—
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.