Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 Gengið til kirkju í Sterling. Greinarhöfundur er annar frá hægri. „Dýrð sé Guði og friður á jörðu“ Af þing’i kirkjusamtaka Evrópu eftir Gunnþórlnga- son Að sjá utan úr geimnum er jörð- in blár lýsandi hnöttur, sem vísar til þess að hér er líf. Það líf er dýrmætt. Það hefur vaxið og þrosk- ast um milljónir ára. Það er dásamlegt sköpunarverk, en að því steðja nú meiri hættur en nokkru sinni áður vegna skammsýni og sið- ferðilegrar blindu þeirra manna sem ógna hver öðrum með kjamavopn- um sem vissulega sýna og sanna glöggva þekkingu á efnisheimi en jafnframt skort á ábyrgðarkennd og uppbyggjandi lífsskilningi. Ekkert viðfangsefni er nú brýnna en að gefa mönnum þá sjón, vekja þeim þann skilning, sem horft fær í gegnum öll þau gjömingamyrkur sem leiða vilja mannkyn til algjörr- ar sjálfstortímingar, svo þeir í stað þess að týnast í þeim megi taka höndum saman til þarfra verka og lífsuppbyggingar. Kirkjusamtök Evrópu í september sl. á þessu friðarári Sameinuðu þjóðanna var 9. þing kirkjusamtaka Evrópu (Conference of European Churches, skammstaf- að CEC) haldið í háskólabænum Sterling í Skotlandi og sótti ég það sem fulltrúi íslensku þjóðkirkjunnar en þátttakendur voru fleiri en 400, bæði lærðir og leikir. Þessi samtök hafa nú seinni árin verið helsti sam- skiptavettvangur í kirkjulegu starfí milli austurs og vesturs, Rétttrún- aðarkirkjunnar og mótmælenda í Evrópu og unnið markvisst og margvíslega að brúarsmíð yfír tor- tryggni og ólík sjónarmið. Samtökin uxu upp úr jarðvegi þeirra þjáninga sem stríðsárunum fylgdu. Jafn- skjótt og reykjarmökkur stríðs- átaka hafði gisnað og gliðnað og við blöstu ógnir útrýmingarbúða, auðnar og eyðileggingar, reyndu ýmsir kristnir menn knúðir af sátt- ar- og kærleikskröfu fagnaðarer- indisins að brúa bil milli fyrrum óvinaþjóða og einnig þýða þann klaka og kulda sem myndaðist á milli þeirra sem verið höfðu banda- menn á ófriðartíma en stóðu nú andspænis hver öðrum albúnir til nýrra átaka sem augljóslega yrðu öllu skelfílegri en hin fyrri vegna helsprengjunnar sem vissulega hélt aftur af þeim en gat þó ekki hindr- að gegndarlaust og óhamið vopna- kapphlaup. Kirkjusamtökin voru þó ekki formlega stofnuð fyrr en árið 1959 í Nyborg í Danmörku og þá voru kirkjumar tiltölulega fáar ef mið er tekið af þeim fjölda sem nú heyr- ir samtökunum til, en nú eiga allar Evrópuþjóðir þar fulltrúa að Alb- aníu einni undanskilinni. Síðasta þing var haldið fyrir sjö árum á Krít. Eftir því sem samtök- in hafa orðið skipulagðari eru fleiri ráð og nefndir starfandi milli þinga og því ekki þörf á að halda þing jafn títt og áður. Framkvæmda- stjóri og nokkrir starfsmenn aðrir eru og í föstu starfi og hafa það verkefni að stuðla að bættum sam- skiptum kirknanna og vinna að ákveðnum sérverkefnum eins og til dæmis fræðslu- og mannréttinda- málum. Samtökin hafa náið sam- starf við Alkirkjuráðið og kirkju- samtök annars staðar í veröldinni og eru líkt og það með aðalstöðvar sínar í Genf en hafa þó sitt af- markaða og sérstæða starfssvið. Vegsömun Guðs og friður á jörðu Yfírskrift þingsins að þessu sinni og meginefni var í samræmi við jólaboðskapinn, lofgjörðarsöng englanna á Betlehemsvöllum. „Dýrð sé Guði og friður á jörðu“ og um það var fjallað í fyrirlestrum, umræðum og ályktunum þingsins. „í gegnum tíðina hafa kirkjurnar vegsamað Guð, sungið honum lof og viljað hlýðnast vilja hans en vart tekist að greina og skilja sem skildi, að vegsömun Guðs og friðar- boðun — og starf heyra röklega saman," sagði m.a. dr. Paolo Ricca, ítalskur prófessor í kirkjusögu og trúfræði sem var einn af fyrirlesur- um á þinginu. Þó þær hafí fjallað um frið hafa þær ekki að sama skapi skapað frið. Þessi skilnaður á milli guðs- dýrkunar og friðar á jörðu hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir samvisku og sögu kristinna manna. Kirkjurnar hafa talið sig geta komist af með það að dýrka Guð í helgisiðum sínum og með siðferð- iskröfum á afmörkuðum mannlífs- sviðum án þess að gefa því verulegan gaum hvemig samfélags- og heimsfriði reiddi af. I stað þess að gefast eindregið og hiklaust þeim lífsveruleika á vald sem upplýkst á jólum, páskum og hvítasunnu og í fagnaðarerindinu öllu svo þeir end- urleysandi kraftar sem miða að lífsheillum og friði væru máttugir að verki með þeim, hafa kristnir menn líkt og sætt sig við að lifa í þeim ófriði sem umlykur þá á alla vegu. „Hvemig er guðsdýrkun okkar Evrópubúa eiginlega háttað, þegar við gerum sáralítið til þess að hefta þá gegndarlausu spillingu á sköp- unarverkinu, lífkerfi jarðar, gróðri, vatni og andrúmslofti, sem fylgt hefur blindri auðhyggju og tækni- trú?“ spurði séra Eva María Taut, þýskur prestur, sem einnig hélt fyr- irlestur á þinginu. „Líkt og við myndum einhvers konar ónæmi fyr- ir þeim lífsmyndum sem íjölmiðlar sýna okkur af hörmungum heims- ins, hungri, böli, ofbeldi og illvirkj- um, er sem við sýnum sljóleika og doða gagnvart þeim voða sem nærri okkur er. Við vitum það vel að skelfíleg eyðingarvopn em hvar- vetna nærri í Evrópu og höfum nýverið kynnst þeirri hættu sem fylgt getur friðsamlegri notkun kjamorkunnar, en lokum eins og á þá tilfínningu sem minnt gæti á yfirvofandi ógnir. Við erum og fjarri því að vera vakandi og lifandi sálir ef horft er til þess hvemig lífsmát- inn ber iðulega vott um lífsleiða og sjálfseyðingarhvöt. I Jesú Kristi birtist sá Guð, sem gengur inn í þjáningu og neyð mannlegs lífs. Ef við viljum fylgja honum er þess krafíst hvað helst að við horfum raunsætt og vakandi á lífíð og mætum vanda þess í fómfúsri elsku og þorum að segja það sem þarf og vinna nauðsynjaverkin til líknar og bjargar." Úr ályktunum þingsins „í yfírgripsmiklu friðarhugtaki sínu birtir Biblían þann sáttmála Guðs sem stöðugt veitir blessun og frið og þá trúfesti Guðs sem stöðug er þrátt fyrir svik og brigðir manna,“ segir í einni ályktun þings- ins. „Um veröld víða sjáum við að lífi er ógnað og að því þjarmað og enn og aftur stöndum við ráðþrota frammi fyrir því sem hlýst af fjand- skap okkar og uppreisn gegn góðum Guði, raunum manna og þjáningu sköpunarinnar. Jafnframt því sem við viðurkennum að við eigum okkar hlut að því hvemig komið er, gemm við okkur þess grein, að harmsefni sögunnar birt- ast í nýju ljósi þegar horft er á þau frá sjónarhóli krossins. Dýrð Guðs opinberast í hinum krossfesta. Hann veitir okkur nýjan skilning á þýðingu fómfúsrar þján- ingar og elsku. Hinn krossfesti hefur opnað leið til lífs í þessum dauðans heimi. Hver sem þjáist og órétt líður og setur von sína á hann boðar sigur á þeim heimsins hætti að þeir sterku beiti mætti 'sínum gegn vanmáttugum og veikum." „Við viðurkennum þýðingarmik- inn friðarvitnisburð kvekara og mennóníta á fyrri tíð og minnihluta- hópa í okkar kirkjum sem vilja ekki að vopnavald fái útkljáð deilumál manna og lítum á þann vitnisburð sem áskorun til okkar og teljum að hann sýni fremur raunsæi en óraunsæi á kjamorkuöld. A okkar tíð er útilokað að menn og þjóðir geti skapað sér öryggi hver gagn- vart annarri. Slíkt viðhorf viðheldur aðeins vopnakapphlaupinu. Nauð- syn ber til að leita sameiginlegs öryggis og til þess verður að forð- ast að gera öryggishugtakið of hernaðarlegt. Mönnum, ekki hvað síst stjórnmálamönnum, verður að lærast að hugsa og meta málefnin út frá sjónarhorni hvers annars. Alþjóðlegt öryggi byggist á sameig- inlegum möguleikum til lífs fremur en þeirri ógn sem hver beinir að örðum um útþurrkun og eyðingu. Að leita sameiginlegs öryggis felur í sér víðfeðm og fjölþætt menning- ar- og vísindasamskipti og samstarf þar sem öll ríki hafa hlutverki að gegna, ekki einvörðungu hin stóm og fyrirferðarmikiu." „Við beinum þeirri áskorun til kirknanna að þær styðji allar raun- hæfar tillögur til að hægja á og hætta vopnakapphlaupinu, sem nú er jafnvel beint út í geiminn hvað sem það kostar." „Við höldum því fram að ekkert fái réttlætt áframhaldandi tilraunir með þróun kjamavopna og hlið- stæðra vígvéla. Stundin til þess að hætta því er nú upprunnin." „Við biðjum fyrir þjóðarleiðtog- um, að þeim gefist viska, þolinmæði og hugrekki til þess að leita friðar og leggja á sig fómir fyrir réttlæt- ið. Við hvetjum kirkjumar til þess að styðja það að innan skamms verði kallað saman samkirkjulegt þing allra þeirra þjóða sem skrifað hafa undir Helsinki-sáttmálann til að ræða frið á jörðu og trúum því að það muni stuðla að því að kristn- ir menn fái talað einum rómi í þessu þýðingarmikla máli.“ „Þegar kirkjan er sameinuð og samtaka þá heyrir heimurinn þó svo hann gnísti tönnum og þjóðir heims- ins munu fagna er kirkja Krists tekur drápstækin úr höndum bama sinna og boðar frið Krists andspæn- is hamagangi veraldarinnar." (Dietrich Bonhoefer, þýskur guð- fræðingur og píslarvottur á stríðs- árum.) „A okkar efahyggju, vantrúar- og örvæntingartímum kallar Krist- ur kirkju sína til að minnast hlut- verks síns í kærleiks- og friðarboð- un. Krossinn og upprisan umlykja kirkjumar með friðarheiti sínu og leyndardómur trúarinnar er upp- spretta alls þess sem að gagni verður til friðar á jörðu. Það veitir kirkjunum frelsi að boða eindregið þann frið Guðs sem felur í sér end- urnýjun og endursköpun mannlífs og jarðar. í skjóli hans geta þær tekist á við vandamál mannlífs, ein- staklinga og þjóða af myndugleik og stuðlað að því að jarðneskt líf taki mið af Guðsríkinu." Vinningar í H.H.Í. 1 2.160 á kr. 20.000; Samtals 135.000 vit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.