Morgunblaðið - 30.12.1986, Page 27

Morgunblaðið - 30.12.1986, Page 27
Sjóslysið við Skrúð MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 27 TF-SIF tók þátt í leitmiii ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, tók þátt í leit að skip- veijum af tankskipinu Syneta sem fórst við eyna skrúð í mynni Stofnun fél- ags um mál- efni aldraðra UNDANFARIÐ hefur hópur áhugafólks verið að kanna mögu- leika á byggingu heimaþjónustu- miðstöðvar, dagvistunar- og íbúðarkjarna fyrir aldraða. Að mati undirbúningshóps er þörf á nýjum hugmyndum um útfærslu á heimaþjónustu fyrir aldraða. Telur hópurinn að markvissari heimaþjónustu svo og auknu dag- vistunarrými megi oftar en áður koma í veg fyrir eða seinka stofn- anavistun. Stofnfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 30. desember kl. 20.30 í Safnaðarheimili Bústað- arkirkju. Auk hefðbundinna dagskrárliða mun Páll Gíslason, læknir, flytja ávarp. Áhugafólk er hvatt til að mæta. (Fréttatilkynning) Fáskrúðsfjarðar á jóladag. í frétt Morgunblaðsins á sunnu- dag var ranghermt að þyrla Varnarliðsins hefði tekið þátt í leit- arstörfum. Að sögn Sigurðar Steinars Ketilssonar, stýrimanns, var TF-SIF komin á leitarsvæðið kl. 4.00 aðfaranótt annars í jólum. Þyrlan tók þátt í leitinni þar til á sjötta tímanum er henni var snúið til Hafnar í Homafirði til að taka eldsneyti. I birtingu fiaug áhöfnin aftur til leitar og var á svæðinu til kl. 13.55. Varðskipið Týr kom einn- ig til Fáskrúðsfjarðar um nóttina og tók þá við stjóm leitarinnar. í áhöfn þyrlunnar vom að þessu sinni fjórir flugmenn og læknir af Borgarspítalanum. Þar sem þyrlan er búin hitamyndsjá gat áhöfnin um nóttina grandskoðað flakið, eyna Skrúð, hafsvæðið þar í kring og nærliggjandi fjömr. Sigurður sagði að þrátt fyrir ítarlega leit hafi hvergi verið lífsmark að sjá, en lík nokkurra skipveija fundust á reki í sjónum. Hann sagði að þyrlan hefði sannað gildi sitt enn einu sinni í þessari ferð. „Við vomm mjög ánægðir með vélina. Það sannaðist að þessi þyrla er búin einstaklega góðum flugeiginleikum og öll tæki unnu eins og best varð á kosið,“ sagði Sigurður Steinar Ketilsson. Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Frá vinstri: Dr. Guðmundur Pálmason, kona hans Olöf Jónsdóttir, dr. Sturla Friðriksson og kona hans Sigrún Laxdal. Morgunblaðið/Bjami Sveinn K. Sveinsson, forstjóri Völundar, tekur á móti viðurkenningunni úr hendi Þorbjamar Guð- mundssonar, varaformanns Trésmiðafélags Reykjavíkur. Yölundur hlýtur við- urkenningu fyrir að- búnað á vinnustað TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavíkur heiðraði í gær Timbur- verslunina Völund fyrir góðan aðbúnað starfsfólks á vinnustað. Að sögn Grétars Þorsteinssonar, formanns, vill félagið með þessari viðurkenningu vekja athygli á að- búnaði á vinnustöðum trésmiða og hvetja önnur fyrirtæki til að gera betur. „Því miður virðist sem ekki sé vanþörf á. Trésmiðir búa sennilega við hvað versta aðstöðu á vinnu- stöðum af öllum iðnaðarmönnum," sagði Grétar. Þetta er í annað sinn sem Tré- smiðafélagið veitir slíka viður- kenningu, en um síðustu áramót var hún veitt þremur fyrirtækjum. Á seinni hluta ársins sem er að líða heimsótti nefnd á vegum fé- lagsins vinnustaði trésmiða og gerði úttekt á aðbúnaði. Þorbjöm Guðmundsson, varaformaður, sagði að mörg atriði hafi verið lögð til grundvallar við skoðunina. Völundur varð fyrir valinu meðal annars vegna snyrtilegrar aðstöðu starfsmanna, ágætra verkfæra í vinnusal, loftræstingar, búninga- aðstöðu og rúmgóðrar kaffistofu. Sveinn K. Sveinsson, forstjóri, veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd Völundar. Hann sagð- ist þakka þennan góða árangur samvinnu starfsmanna og eigenda fyrirtækisins. Legðust allir á eitt að auka framleiðni og skapa þær aðstæður sem væru fyrirtækinu og þeim sem þar vinna í hag. Vonaðist Sveinn til að halda mætti áfram á sömu braut. Menn panta fiugfar og mæta svo ekki Húsavík. „ÞÚ ert bókaður með vél sem fer til Húsavíkur á laugardag- inn, það er aukaferð og mæting klukkan 8.30,“ sagði vingjarn- leg kvenmannsrödd á afgreiðslu Flugleiða í Reykjavík. En af þeim 40 sem fengu þetta svar mættu aðeins 22 til brottfarar. Flugfragt beið á vellinum flutnings til Húsavíkur en þar sem svo margir farþegar voru bókaðir var vélin ekki undirbúin til vöruhleðslu og til að breyta því hefði orðið nokkur töf á brott- för, sem illa hefði þá verið séð af þeim sem mættu. Þetta er ekki staðbundið kæru- leysi Þingeyinga, að panta far og mæta ekki. Þetta er þjóð- arlöstur sem kemur sér ætíð illa og sérstaklega þegar mikið er að flytja og verður að skipuleggja aukaferðir. Ef menn breyta áætl- un sinni eiga þeir skilyrðislaust að láta vita og afþanta bókað far: Ef mikil brögð verða að því að menn panti og mæti ekki þá er ekki fráleitt að hugsa sér að Flugleiðir létu menn greiða inn á bókaðar pantanir, en slíkt myndi valda meiri óþægindum en að afpanta farið ef ferðaáætluninni er breytt. Fréttaritari. Sveit Samvinnu- ferða vann „al- slemmuna“ í brids BRIDSSVEIT Samvinnuferða/ Landsýnar hefur náð þvi takmarki að vinna „alslemmuna“ svoköll- uðu, eða fjórar mikilvægustu sveitakeppnir i keppnisbrids á íslandi á einu og sama árinu. Keppnir þessar eru íslandsmótið í sveitakeppni, Bikarkeppni Bridgesambands Islands, Reykjavíkur- mótið í sveitakeppni og aðalsveitakeppni Bridgefé- lags Reykjavíkur en því móti lauk nú fyrir jólin. Liðsmenn Samvinnuferðasveitarinnar eru Helgi Jóhannsson, sem einnig er forstjóri Samvinnuferða/ Landsýnar, Þorgeir Eyjólfsson, Jón Baldursson, Sig- urður Sverrisson, Guðmundur Pétursson og Valur Sigurðsson. Aðalsteinn Jörgensen var liðsmaður sveitarinnar þegar hún vann íslands- og Reykjavík- urmótin fyrr á þessu ári. Verðlaunasjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright: MorgunblaSTð/Bjami Bridssveit Samvinnuferða/Landsýnar með bikarana fjóra á borðinu á milli sín. Sig- urður Sverrisson og Jón Baldursson sitja en fyrir aftan standa Þorgeir Eyjólfsson, Helgi Jóhannsson og Valur Sigurðsson. Guðmundur Páima- son verðlaunaður í ár STJÓRN Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright hefur veitt dr. Guðmundi Pálmasyni jarðeðlisfræðingi heiðursverð- laun sjóðsins í ár fyrir víðtækar jarðhitarannsóknir og kannanir á eðli jarðskorpunnar. Dr. Guðmundur fæddist 11. júní 1928 á Oddsstöðum í Miðdala- hreppi, Dalasýslu, sonur Pálma Skarphéðinssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur. Hann varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949 og lauk verkfræði- prófi í eðlisfræði við Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi árið 1955 og hlaut MS-gráðu í eðlis- fræði eftir nám við Purdue Univer- sity í Lafayette í Indiana í Bandaríkjunum árið 1957. Hann gerðist verkfræðingur hjá Raforku- málaskrifstofunni árið 1955 og hefur starfað við Jarðhitadeild stofnunarinnar frá þeim tíma með stuttum hléum vegna rannsókna og framhaldsnáms. Guðmundur varði doktorsritgerð við Háskóla Islands 1971. Hann hefur unnið að fjöl- mörgum verkefnum á sviði jarð- hitarannsókna, m.a. unnið á vegum Sameinuðu þjóðanna víða um heim, á Filippseyjum, í Taiwan, í Norður- Kóreu, Mali og E1 Salvador. |'%S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.