Morgunblaðið - 30.12.1986, Side 33

Morgunblaðið - 30.12.1986, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 33 Sovézkt herskip siglir þvert fyrir stefni Sea Shepherd. Gaddavir strengdur eftir borðstokk Sea Shepherd til að vama Rúss- um uppgöngu í skipið. í baksýn er sovézkt herskip. ierd ;ríu og beinum þeim að þessari af- skekktu strönd Síberíu. Athygli Rússanna skerpist. „Við ættum ef til vill að hlaupa á land og líta nánar á minkabúið," segir Watson. (Hve langt ætlar þessi maður eiginlega að ganga? Osbome virðist áhyggjufullur en segir ekkert.) Watson gýtur augunum til lands. Hann metur möguleika okkar — að þjóta upp hæðina, hermennimir á eftir, skotið á eftir okkur, skothríð frá Gúlaginu. „Nei, við ættum víst að láta það vera,“ segir hann að Iokum. „Við látum okkur nægja að sigla með- fram ströndinni og reyna að komast sem næst landi til að taka myndir." Við siglum nær og hermennimir taka við sér, hrópa brosandi og benda okkur að koma í land. Gæti það verið gildra? „Brosið," segir Watson. „Þeir halda að við séum eftirlitsmenn frá Moskvu." En hann verður of öruggur með sig og hróp- ar óvart kveðjuorð á ensku. Brosið hverfur af andlitum Rúss- anna. Hermennimir era agndofa. Við eram bersýnilega framvarðar- sveit bandarísks innrásarhers. Þeir taka rifflana af öxlum sér og hlaupa sem óðir væra í skjól á bak við hvalveiðibát sem stendur í jjörunni. „Guð minn góður, þeir miða riffl- unum á okkur," hrópar Osbome, dauðhræddur á svip. „Komum okk- ur héðan áður en við verðum drepnir!" Gúmmíbátnum er stefnt til hafs og vélin sett á fulla ferð. Enginn hugsar um hvali meðan við hröðum okkur út að Sea Shepherd og eigum allt eins von á skotum í bakið. En byssumar þegja. Watson lítur til baka og hrópar upp yfír sig af ánægju. „Sko þessa skratta. Rússamir eru einnig á flótta. Þeir eru hræddir við okkur!“ Okkur stendur á sama. Hann fær okkur ekki til að reyna á ný. Vélar Sea Shepherd era ræstar og Watson fyrirskipar allsheijar leit að rússn- eska hvalbátnum illræmda, Zvez- dney. Watson er tilbúinn til árásar. Á afturdekki Sea Shepherd er heljar- mikill stálvír sem nota á til að flækja í skrúfum Zvezdney. Og við eram viðbúnir að veijast tilraunum til að ráðast um borð til okkar og höfum strengt gaddavír í metratali eftir borðstokk og reiða gamla tog- arans. Nú grípa Rússamir til sinna ráða. Úr austri koma tvær sovézkar her- þyrlur æðandi. Hliðardymar era opnar og það glittir á málm um leið og miðað er. En Guði sé lof — þeir era aðeins með myndavélar. „Vinkið. Vinkið og brosið," segir gamalreyndi andófsmaðurinn Wat- son. „Þeir vilja ná myndum til að nota sem sönnunargögn. Þeir skjóta ekki.“ En það gera þeir. Skæram, rauðum og grænum merkjablysum í áttina að Sea Shepherd. Þá æpir enn úr áhöfninni. „Skip á radamum — 20 mílur — nálgast á mikilli ferð.“ Onnur þyrla nálgast frá landi og sveimar fyrir aftan okkur. Höfum við gengið of langt? Brátt kemur dökkleitt rússneskt herskip aðvífandi — einhvers konar stór fallbyssubátur eða freigáta. Það stefnir að okkur og merkjaljós- in leiftra reiðilega. Þá er jafnvel Watson nóg boðið. Hann breytir stefnu og Sea Shepherd öslar áleið- is að bandarískri lögsögu, en þangað er þriggja stunda sigling. Sea Shepherd er á hámarksferð en rússenska herskipið siglir í kringum okkur á miklum hraða. Við eram með sovézka fánann í forsiglunni, en það hefur engin áhrif á hörkuleg andlit Rússanna og gapandi fallbyssumar. Watson hækkar í útvarpinu svo sjálfboðaliðamir í áhöftiinni heyri hvað bíður þeirra. „Sea Shepherd — nemið staðar," ómar djúp rússnesk rödd. „Við eram að koma um borð á vegum Sovétríkjanna. Stöðvið ferðina." „Við neitum, eram á heimleið," tilkynnir Watson. En jafnvel hann er áhyggjufullur og fyrirskipar að branaslöngumar skuli hafðar til taks og borðstokkur og reiði smurð- ir með þykkri feiti. „Við erum að koma um borð. Stöðvið skipið tafarlaust. Við eram að koma um borð,“ ítrekar sá rússn- eski. „Þið verðið að stöðva skipið." „Stöðvið hvaladrápið," hrópar Watson og lokar fyrir talstöðina. Rússamir auka enn ferðina. Þeir taka að sigla þvert fyrir stefni okk- ar, hættulegur leikur þar sem dauði í ísköldum sjónum bíður þess er tapar, því Watson kemur ekki til hugar að stoppa. Þeir sigla hringi í kringum okkur á mikilli ferð óg koma nær og nær. Stefnið á skipi þeirra er trú- lega styrkt fyrir siglingar í ís. Watson virðist áhyggjufullur. Svo kemur það óvænta. Rússn- eskir sjóliðar hlaupa út að borð- stokknum, og stara hugfangnir niður. Bandarísk stúlka rekur upp óp og bendir niður á sjóinn. Milli skipanna tveggja kemur blásandi gráhvalur syndandi eins og utanaðkomandi sáttasemjari. Þetta er uggvekjandi þáttur þessa undarlega ævintýris, þar sem menn eru að beijast innbyrðis um skepnur sjávarins. Rússamir virðast missa kjarkinn. Þeir beygja frá og sigla á mikilli ferð í skjól síns kommúníska föður- lands. Tveimur stundum síðar er Sea Sepherd á ný kominn í bandaríska lögsögu og áhöfnin hlustar spennt á útvarpsstöðvar áhugamanna skýra frá því að yfírvöld í Kreml hafi varað bandaríska sendiherrann í Moskvu við því að áhöfti Sea Sep- herd yrði handtekin og ásökuð fyrir njósnir. Þetta er stór stund fyrir Watson sem lýsir því yfír að ferðin hafí borið tilætlaðan árangur. „Við eram með ljósmyndir sem sanna ólögleg- ar hvalveiðar við Síberíu," segir hann sigri hrósandi. „Og ögrun okkar í garð Rússa hefúr vakið al- heims athygli. Okkur tekst að stöðva þá fyrir fullt og allt gegnum Alþjóðahvalveiðiráðið." „Og það allra bezta er,“ bætir hann við fagnandi, „að við vitum að Rússamir era alveg jafnhræddir og við. Nú getum við boðið hveijum sem er, hvar sem er, byrginn. Nýr sendiherra Sovétríkjanna NYLEGA tók I.N. Krasavin við embætti _ sendiherra Sovétríkj- anna á íslandi af Evgeni Kos- arev. Krasavin er Rússi, fæddur 3. maí 1930 í bænum Piryatin í Poltava- héraði í Rússlandi. Hann stundaði nám í Alþjóðamálastofnun Moskvu, sem starfrækt er á vegum sovéska utanríkisráðuneytisins, og lauk þar prófí árið 1953. Að námi loknu starfaði Krasavin sem túlkur og ritari við sovéska sendiráðið í Finnlandi fram til árs- ins 1957. Á áranum 1957 til 1965 var hann þriðji og síðar annar sendi- ráðsritari í Norðurlandadeild so- véska utanríkisráðuneytisins í Moskvu. Hann var á ný sendur til Finnlands árið 1965 og fram til 1972 var hann fyrsti sendiráðsritari í sendiráðinu þar. Árin 1972 til 1975 starfaði hann í aðalskrifstofu sovéska utanríkisráðuneytisins sem sendiráðunautur og yfírmaður Norðurlandamála. Næstu fímm árin þar á eftir var var hann sendiráðu- nautur og síðar sendiherra í sendi- ráðinu í Finnlandi. Síðan var hann um hríð aðalyfirmaður Norður- I.N.Krasavin, _ sendiherra Sov- étrikjanna á Islandi. landadeildar utanríkisráðuneytisins í Moskvu og Evrópudeildar 2. í ráðuneytinu. I.N. Krasavin hefur að auki verið fulltrúi Sovétríkjanna í fjölda al- þjóðlegra viðræðu- og samninga- nefnda. Hann hefur og verið sæmdur mörgum sovéskum heið- ursmerkjum. Síra Dagur Monrad Möll- er sæmdur fálkaorðunni Jónshúsi, Kaupmannahöfn. FORSETI íslands hefur sæmt past. em. Dag Monrad Möller, sem nú er búsettur í Svendborg, hinni íslenzku fálkaorðu. Fyrir hönd for- setans afhenti Hörður Helgason sendiherra íslands í Danmörku orð- una og fór hin virðulega athöfn fram á heimili sendiherrahjónanna. í hátíðarræðu þakkaði sendiherrann síra Degi Möller hina miklu hollustu, sem hann hefur ávallt sýnt þjóð feðra sinna á íslandi, en langalangafi hans var íslenzkur, Jón Johnsen bæjarfóg- eti og etatsráð í Álaborg. Kvað hann og íslendinga minnast dr. Áma Möll- er, föður síra Dags, er vann íslending- um hið bezta gagn m.a. í handritamál- inu eins og svo margir grundtvigs- sinnar. í svarræðu síra Dags kom og fram, hve heimilisandinn á æskuheimili hans var íslenzkur. Og þrá sinnis hefur hann heimsótt landið og ferðazt þar víða um og á fjölmarga vini heima. Sfra Dagur Möller er fæddur 17. júní 1906 í Birkeröd. Hann var ungur prestur í Þórshöfn í Færeyjum, en lengi síðar í Oure prestakalli á Suður, Fjóni, þar sem hann lét af störfum sjötugur. Geta má þess, að síra Dagur var staddur í Skáholti, þegar hann var sæmdur Dannebrogsorðunni fyrir nokkrum árum. — Má segja, að vel fari á hvoru tveggja um hinn dansk-ís- lenzka heiðursmann. G.L.Ásg. Hörður Helgason sendiherra og sira Dagur Mondrad Möller. Haraldur Zophoníasson hagyrðingur látinn LÁTINN er Haraldur Zóphonias- son hagyrðingur á Dalvík, á áttugasta og fyrsta aldursári. Haraldur var fæddur 5. septemb- er árið 1906 í Tjamargarðshomi í Svarfaðardal, elstur bama hjón- anna Zóphoníasar Jóhannssonar og Soffíu Jónsdóttur. Haraldur varð þjóðkunnur hagyrðingur og þeir sem unna og hafa yndi af stökum og ljóðagerð þekkja nafn hans, enda einhver snjallasti hagyrðingur seinni tíma hvað varðar ljóðun í rammíslenskt mál. Ævistarf hans var að mestu tengt höfuðatvinnuvegunum, land- búnaðarstörfum fyrr á áram en meir en í hálfa öld hafa störf hans að rnestu verið við fískvinnslu. Árið 1975 kom út eftir hann ljóðabókin Fléttur, en þar að auki liggur eftir hann mikið safn ljóða og lausavísna. Minning hagyrðings- ins Haraldar Zóphoníassonar mun lengi geymast í verkum hans bæði hér i sveit og víðar. Þáttur hans í Svarfdælsku menn- ingarlífí fyrr og síðar er mikill og væri þessi byggð fátækari í andan- um ef hans hefði ekki notið við. Eftirlifandi kona hans er Þuríður Magnúsdóttir frá Sæbakka á Upsa- strönd. Haraldur lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 22. desember sl. og verður jarðaför hans gerð frá Dalvíkurkirkju þriðju- daginn 30. desember. Fréttaritarar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.