Morgunblaðið - 30.12.1986, Side 36

Morgunblaðið - 30.12.1986, Side 36
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyrarmeistarar KA í meistaraflokki karla. Frá vinstri: Friðfinnur Hermannsson, Ámi Freysteinsson, Tryggvi Gunnarsson, Bjami Jónsson, Þorvaldur Örlygsson og Þorvaldur Þorvaldsson liðsstjóri. KA-stúlkurnar, Akureyrarmeistarar í meistaraflokki. Frá vinstri: Borghildur Freys- dóttir, Erla Sigurgeirsdóttir, Hjördís Úlfarsdóttir, Helga Finnsdóttir, Sigrún Sigurðar- dóttir, Valgerður Jonsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson þjálfari. Akureyrarmótið í innanhússknattspyrnu: Þór vann 16 títla, KA 9 - KA sigraði í meistaraflokki karla og kvenna Strákarnir fjórir sem tryggðu Þór Akureyrarmeistaratitii í 4. flokki: Steindór Gislason, Arai Páll Jóhannsson og Ingólfur Guðmundsson AKUREYRARMÓTIÐ í innan- hússknattspyrnu er orðinn árviss viðburður milli jóla og nýárs. Mótið fór nú fram á laugardag og sunnudag. KA sigraði að þessu sinni i meistaraflokki karla og kvenna en Þór sigraði þó í mun fleiri flokkum samtals. Þór hlaut samtals 16 Akureyrar- meistaratitla en KA 9. Vaskur sem keppti í 1. og meistaraflokki karla vann engan leik. Þór vann 18 leiki á mótinu en KA 11. Keppni hófst um hádegi á laugar- dag f yngstu flokkunum. Nú var í fyrsta skipti keppt í 7. flokki drengja. Þór vann 1:0 í A-liðinu og 3:0 f B-liðinu. Þór vann 7:5 í 6. flokki A (eftir vitaspymukeppni, staðan var 4:4 eftir venjulegan leiktíma). Þór vann einnig B-liðs- leikinn, þá 2:0, og í C-liðinu sigraði Þór 1:0. KA vann hins vegar bæði A- og B-liðsviðureignina í 5. flokki. í A- liðinu sigraði KA 5:4 og einnig 5:4 í B. Það var eftir vítaspymukeppni en staðan var 3:3 eftir venjulegan leiktíma. í C-liði 5. flokks vann Þór 4:1. í 4. flokki A vann Þór öraggan sigur 6:2 eftir að KA komst í 2:0. KA vann svo 2:0 í B-liðinu en Þór 3:0 í C-liði 4. flokks. Þór vann alla leikina í 3. flokki — fyrst 2:1 í A-liðinu, 4:2 í B-liðinu og loks 5:4 í C-liðinu. Þijá síðustu leiki laugardagsins vann svo KA, fyrst 7:6 í 2. flokki. Það var eftir framlengingu og víta- spymukeppni. Staðan eftir venju- legan leiktíma var 3:3. í B-liði 2. flokks vann KA 8:3 og síðan 6:5 í leik „Old Boys“ liðanna. • Þórsarar hófu síðari keppnis- daginn eins og þann fyrri — með sigram. Þeir urðu þrír í röð þann dag. I 3. flokki kvenna vann Þór 1:0 í keppni A-liðanna og 3:0 í keppni B-liða. Þór vann svo 5:4 í 2. flokki kvenna, keppni A-liða, en KA vann með sömu markatölu í keppni 2. flokks kvenna B. Það var eftir framlengingu og vítaspymu- keppni. Eftir venjulegan leik var staðan 2:2, 3:3 eftir framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspymu- keppni. Þá var komið að elstu flokkunum — meistaraflokki karla og kvenna og 1. flokki karla. Ifyrst léku meistaraflokkamir í kvennaflokki. KA sigraði Þór 3:2 eftir framlengingu. Staðan var 2:2 eftir venjulegan leiktíma. í keppni B-liðanna sigraði Þór hins vegar 4:2. Því næst var komið að aðalleik dagsins — viðureign KA og Þórs sem menn bíða ætíð eftir með mestri spennu enda hápunktur mótsins. Vaskur hefur verið með í meistaraflokki undanfarin' ár en samt sem áður hefur viðureign KA og Þórs ætíð verið úrslitaviðureign og svo var einnig nú. En hún var ekki spennandi eins og oft áður. KA komst í 2:0 fljótlega og hélt öraggri forystu út leikinn. Úrslitin urðu 6:3 fyrir KA. KA-menn vora sprækir og léku vel en Þórsarar vora aftur á móti mjög daufir. Næst léku Vaskur og Þór í 1. flokki og þar sigraðu Þórsarar mjög öragglega 8:3. Meistaraflokkur KA sigraði síðan Vask 7:2 og tryggði sér þar með Akureyrarmeistaratitil- inn. Þór vann síðan KA 2:1 í 1. flokki og þar á eftir mættust Þór halda á Guðmundi Benediktssyni. og Vaskur í meistaraflokki og Þór vann þar öragglega 5:2. Lokaleikur mótsins var síðan viðureign KA og Vasks í 1. flokki. KA-menn unnu öragglega 5:2 - eii sá leikur skipti engu máli þar sem Þór hafði þegar tryggt sér sigur í 1. flokki. Vel var staðið að þessu móti að flest öllu leyti. Það vora þó mistök mótshaldara að hafa viðureign KA og Þórs í meistaraflokki karla ekki lokaieik mótsins. Sá leikur var um miðjan seinni keppnisdaginn og þá lá því nokkuð ljóst hvort liðið sigr- aði á mótinu. Enda fór svo að þegar verðlaunaafhending fjögurra síðustu flokkanna, 2. flokks, 1. flokks og meistaraflokkanna, fór fram stundarfjórðungi fyrir klukk- an 5 vora sárafáir áhorfendur eftir í húsinu og því lítill glæsileiki yfir henni. Þetta er atriði sem má bæta og vonandi verður það gert næsta ár. Aðalfundur Skipstjórafélags Norðlendinga; Oll skip sigli í land þegar verkföll verða Flotbúninga í öll skip hið fyrsta AÐALFUNDUR Skipstjórafé- lags Norðlendinga sem haldinn var um helgina samþykkti að ekki verði skrifað undir nýjan -kjarasamning við útvegsmenn fyrr en fyrir lægi að þegar til verkfalls kemur hætti öll skip veiðum á sama degi. ÖUum skip- um verði þannig siglt í land þegar til verkfalls sjómanna kemur í framtíðinni. Jafnframt ákvæði kjarasamninga um verk- fallsboðun. Sterkur orðrómur hefur verið um að útvegsmenn ætli að reyna að sniðganga þátttöku í verk- falli með því að tilkynna skip sín til veiða fyrir erlendan markað. Þá fór fram umræða um öryggi sjó- manna, meðal annars vegna hinna hörmulegu sjóslysa á síðustu dög- um. Eftirfarandi samþykktir vora gerðar: Aðalfundur Skipstjórafé- lags Norðlendinga samþykkir að ekki verið skrifað undir nýjan kjara- samning við útvegsmenn fyrr en fyrir liggur að þegar til verkfalls kemur hætti öll skip veiðum á sama degi. Aðalfundurinn skorar á stjóm- völd að beita sér fyrir lögleiðingu flotbúnaðar í öll íslensk skip hið fyrsta. skoraði fundurinn á stjómvöld að beita sér fyrir að flotbúningar komi í ÖII öll íslensk skip hið fyrsta. Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi fréttatilkynning frá Skip- .stjórafélaginu: Aðalfundur Skipstjórafélags Norðlendinga var haldinn á Akur- eyri laugardaginn 27. desember síðastliðinn. Á fundinum vora til umræðu, auk venjulegra aðalfund- arstarfa, kjaramál yfirmanna og þar á meðal yfirvofandi vinnustöðv- un sjómanna um áramót. Fram kom á fundinum megn óánægja með Álag á fasteigna- skatt íbúða lækkar ÁLAG á fasteigiiaskatt af íbúðarhúsnæði á Akureyri lækkar á næsta ári en álag á atvinnuhúsnæði stendur í stað. Meiri- hluti bæjarráðs hefur lagt þetta til og verður það samþykkt á næsta bæjarstjórnarfundi, þriðjudaginn 6. janúar. Fasteignaskattur af íbúðar- ar því um þriðjung. húsnæði verður á næsta ári 'h% Fasteignaskattur af atvinnuhús- af fasteignamati með 10% álagi. Á næði er aftur á móti 1% af fast- þessu ári var álagið 15% og lækk- eignamati með 25% álagi. Akureyrarmeistarar Þórs í 1. flokki. Frá vinstri: Júlíus Tryggvason, Eymundur Eymundsson, Siguróli Kristjánsson, Egill Áskelsson og Sigurbjörn Viðarsson. Stúlkurnar í 2. flokki Þórs sem unnu Akureyrarmeistaratitil, ásamt þjálfara. Frá vinstri: Sigurbjörn Viðarsson þjálfari, Sveindís Bened- iktsdóttir, Inga Júlíusdóttir og Sigrún Björnsdóttir. Fjarverandi við verðlaunaafhendinguna voru Ellen Óskarsdóttir og Harpa Örvars- dóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.