Morgunblaðið - 30.12.1986, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 30.12.1986, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 „ Smyrilsfarþegar “ eftirEmil Örn Kristjánsson Það hefur gjaman viljað vera svo að þegar vinsældir og málstað skortir þá tekur fólk sig saman í andlitinu og blæs nýju lífí í gamla þjóðsögu. Þjóðsöguna um einhvem þann aðila sem vísvitandi og oftast af tómri illgrini er að ræna hinn almenna borgara verðmætum hans og meðan almenningur sefur á verð- inum verður sníkjudýrið stöðugt stærra og illviðráðanlegra. Þegar búið er að útmála skaðsemi þessa hættulega fyrirbæris er fólk síðan hvatt til þess að gera eitthvað í málinu, sýna dug og hug, og þeim sem vöktu máls á þessu er þökkuð árveknin og frumkvæðið. Þjóðsögu þessa hefur athafnasamt fólk í gegnum tíðina heimfært upp á ýmsa hópa, s.s. sígauna, gyðinga, kommúnista og núna síðast „Smyr- ils-farþega“. Já, það lítur einmitt út fyrir að enn á ný eigi að fara af stað með goðsögnina um „Smyrilsfarþegann ógurlega"! Þennan sem kemur hing- að með fjölda bensínbrúsa á ógur- legum beltabúnum skriðdreka, fullum af hráu kjöti og öðrum vist- um. Hingað kominn til þess eins að eyðileggja eins mikið og hann getur af ástkæru föðurlandi okkar á sem skemmstum tíma, sér einum og eingöngu til ánægju. Og maður leyfði sér að halda að fólk væri hætt slíkum bamaskap og fordóm- um. Tilefni þessara skrifa er grein alþingismannsins Kristínar S. Kvar- an sem nefnist „Ferðamál" og birtist í Morgunblaðinu laugardag- inn 20. desember síðastliðinn. Grein þessi er skrifuð af þeirri skarp- skyggni sem byggir á hæfílegri vankunnáttu á umQöllunarefninu. Það mætti til að mynda byija á því að benda greinarhöfundi á að skip- ið sem hér um ræðir heitir alls ekki Smyrill, heldur Norröna. Fyrst af öllu langar mig til þess að benda Kristínu á að þeir bílar sem hingað til lands koma með Norrænu eru að sjálfsögðu tollskoð- aðir. Vissulega hefur það komið fyrir að menn hafa komið hingað með bensínbrúsa, er þar fyrst og fremst við vankunnáttu og ónógar upplýsingar að sakast. Hins vegar er allt það umfram eldsneyti sem fínnst gert upptækt á staðnum. Hvað varðar matföng þá eru til lög í þessu landi (það ættu þingmenn að vita) sem mæla fyrir um hvað fólk má hafa með sér af vistum og eftir þessum lögum er að sjálfsögðu farið. Það sem ekki fellur innan ramma þeirra og fínnst við tollskoð- un er gert upptækt við komuna til landsins. Sú staðreynd að ákveðið magn ákveðinna matvæla sé leyfi- legt að hafa með sér hingað til lands er hins vegar hvorki sök skipafé- lagsins né ferðamálayfírvalda, heldur löggjafans (þingmanna). Þó Ieyfir undirritaður sér, að óathug- uðu máli, að telja að þessi löggjöf sé heldur þrengri hér en víða ann- ars staðar. Einnig mættum við líta okkur nær og huga að saltfisknum og fiskibolludósunum sem landinn er gjarn á að hafa með sér til Spán- ar og fleiri landa. Annað sem einnig mætti benda á og kemur upp um vankunnáttu Kristínar, er að það er langt frá því að þessi atvinnuvegur sé byggð- ur upp á þeim farþegum sem hingað koma með Norröna. Um 7% þeirra erlendu ferðamanna sem sóttu okk- ur heim árið 1986 nýttu sér sigling- ar Norröna, þó var skipið mjög vel nýtt og betur en nokkru sinni áður. Við megum vera frændum vorum, Færeyingum, þakklátir fyrir að reka þetta ágæta skip sem siglir hingað á hveiju sumri. Það er alltaf ákveðinn fjöldi ferðamanna sem kýs að sigla. Því miður hefur íslending- um ekki hlotist gæfa til að fylgjast með í þessum efnum og er því svo komið að eyþjóðin á ekki eitt ein- asta farþegaskip. En af hveiju heldur Kristin að þetta fólk komi hingað? Hún virðist helst vilja telja fólki trú um að hér sé um að ræða eitthvert fyölþjóðlegt samsæri um tortímingu föðurlands okkar. Hvers vegna leggur fólk yfírleitt leið sina hingað, Kristín? Vissulega fyrirfinnst fólk sem hing-. að kemurí óheiðarlegum tilgangi, en það kemur ekki síður fljúgandi en siglandi. En flestir sem hingað Emil Örn Kristjánsson „ Viö skulum bara gera okkur grein fyrir því að Island er yf irleitt ekki takmark þeirra sem ætla sér að liggja í „lúxus“ inni á hóteli. Nei, fólk kemur hingað til þess að njóta náttúr- unnar.“ koma, þeir koma vegna áhuga á landi og þjóð. Þeir leggja á sig dýrt ferðalag til þess að kynnast því sem við höfum upp á að bjóða og þeim er allra síst í hug að eyði- leggja það sem þeir hafa slíkan áhuga á að kynnast. Nei, Kristín, ég held að þeir sem fara verst með landið okkar með gáleysislegum akstri séu fyrst og fremst íslendingar sjálfir, því mið- ur. Og áður en þú leyfir þér að slengja því framan í fólk að far- þegar Norröna séu slík voðamenni sem þú telur þá ættir þú að færa sönnur á mál þitt. Þetta fólk kemur ekki hingað í neinum flýti. Það gefur sér góðan tíma til þess að kynna sér umgengnis- og umferðar- reglur sem hér gilda og er annt um að hlíta þeim. Gagnstætt alltof mörgum löndum okkar. Að lokum, Kristín, vil ég vita hvernig þú hyggst tengja þessa óspilltu náttúru og skoðun náttúru- undra við dvöl á lúxushótel í Hveragerði. Við skulum bara gera okkur grein fyrir því að ísland er yfírleitt ekki takmark þeirra sem ætla sér að liggja í „lúxus“ inni á hóteli. Nei, fólk kemur hingað til þess að njóta náttúrunnar. Það vill ferðast um og að sjálfsögðu ætti því að vera fijálst að gera það, hvort heldur er í hópferð eða á eig- in vegum. Fólk kemur ekki hingað með sama hugarfari og þegar það fer á sólarströnd, enda aðdráttarafl íslands allt annars eðlis. Því verðum við að gera ráð fyrir því að ferða- maðurinn geti hreyft sig meðan hann dvelur hér og einnig að sem flestum sé gert kleift að njóta þess sem Island hefur upp á að bjóða. Að ferðast um saemilega óhindrað er það sem við íslendingar viljum sjálfir geta, og gerum, þegar við ferðumst erlendis. Við ættum að geta unnt öðrum þess sama hér. Höfundur starfar hjá Ferðaskrif- stofu ríkisins sem forsvarsmaður Norröna. Grínmynd um Japani í Ameríku Apinn Link sýnir krafta sína í samnefndri mynd. Að gera menn úr öpum Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Samtaka nú (Gung Ho). Sýnd i Regnboganum. Stjörnugjöf: ☆ ☆ Bandarísk. Leikstjóri: Ron Howard. Handrit: Lowell Ganz og Babaloon Mandel. Fram- leiðendur: Tony Ganz og Deborah Blum. Kvikmynda- taka: Don Peterman. Helstu hlutverk: Michael Keaton, Gedde Watanabe, George Wendt, Mimi Rogers og John Turturro. Um leið og jólamynd Regn- bogans, Samtaka nú (Gung Ho), gerir góðlátlegt grín að Japönum í Ameríku getur hún ekki látið hjá líða að mikla og dásama hið ameríska kerfí, lifnaðarhætti og hugsunarhátt. Japanagrínið er stórlega ýkt og því ómögulegt að taka það alvarlega en hin ameríska sjálfselska og hið ameríska mont er grafalvarlegt og væmið og einu lýtin á annars ágætri gamanmynd. Samtaka nú er nýjasta gaman- mynd Ron Howards (Splash, Cocoon) og tekur á því sem Ameríkanar hafa verið að upplifa síðustu ár sem er aukin efna- hagsleg áhrif Japana í landinu. Hún stefnir saman ólíkum menn- ingum Japana og Ameríkana á heimavelli hinna síðamefndu og það er heimaliðið sem vinnur eitt-núll, þrátt fyrir jafnteflisleg- an endi. Aðalpersóna myndarinnar er Hunter Stevenson (Michael Kea- ton) en hann er potturinn og pannan í tilraun til að koma bíla- verksmiðju bæjarins Hadleyville í gang aftur með aðstoð Japana, sem útvega ekki aðeins Qármagn heldur yfírmenn líka. Stevenson þessi er svona létt- lyndur náungi sem lætur hveijum degi nægja sína þjáningu en það bara dugir ekki til. Hann lendir í þeirri erfíðu aðstöðu að vera milligöngumaður amerísku verkamannanna og japönsku yfírmannanna og það er sko ekk- ert létt verk. Erfíðleikamir eru ótrúlegir. „Það vaxa hár á mínum vandamálum," segir hann þegar hann er að reyna að lýsa um- fangi þeirra. Grínleikarinn Michael Keaton fer létt með þetta hlutverk og Gedde Watanabe leikur hinn stressaða japanska yfírmann bílaverksmiðjunnar með ljúfu samblandi af kómík, elskulegheitum og stöðugum ótta um að allt sé til íjandans að fara. í lokin lúffar hið ómanneskju- lega japanska heragakerfí, sem snýst aðeins um velgengni fyrir- tækja en hundsar hina mannlegu þætti (við erum látin halda að sé undirstaðan undir velgengni Japana eftir seinni heimsstyijöld- ina), fyrir hinum amerísku lifnað- arháttum, sem hafa í hávegum, ef marka má myndina, ijölskyld- una, tómstundir og félagsskap. I handriti Lowell Ganz og Bab- aloo Mandel er þessi alvörulausi menningarárekstur tekinn fyrir á fyndinn og farsakenndan hátt án þess að hafðar séu af því of mikl- ar áhyggjur að gefa endilega rétta mynd af japanskri menn- ingti til að draga upp skýrar andstæður á milli hinna ólíku þjóða. Og mestallir brandararnir eru, án þess að það komi sérstak- lega á óvart, é kostnað gestanna. En grínið verður aldrei illskeytt í þeirra garð og Samtaka nú er mynd, sem allir ættu að hafa gaman af. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Link. Sýnd í Regnboganum. Sljörnugjöf: ☆ ☆ Leikstjóri og framleiðandi: Richard Franklin. Handrit: Everett De Roche. Kvikmynda- taka: Mike Malloy. Tónlist: Jerry Goldsmith. Helstu hlut- verk: Terence Stamp og Elisa- beth Shue. Þegar simpansinn Link, sem er meira en meðalgreindur af apa að vera, kemst að því að nú eigi að svæfa hann svefninum langa tekur hann til sinna ráða til að koma í veg fyrir það. Og hans ráð eru banvæn. I stað þess, sem maður hefði kannski búist við, að baða simp- ansagreyið í ljósi samúðar og skilnings og úthúða Manninum fyrir grimmd hans gegn dýrum og náttúrunni, snýr Richard Franklin, leikstjóri og framleið- andi myndarinnar Link, sem sýnd er i Regnboganum, dæminu alger- lega við. Apinn verður að skrímsli af því að hann vill veija sig og tekur að drepa allt og alla í kring- um sig en Maðurinn verður hinn elti. Nema hvað, einasti óvinur ap- ans mestalla myndina er ung kona sem aðeins vill honum vel og ein- vígi þeirra dregur Franklin alltof mikið á langinn. Handritshöfund- urinn, Everett De Roche, bindur apasöguna við hið hefðbundna afskekkta eitt-niður-við-sjó-hús hryllingsmyndanna, og í því býr meira að segja sérvitur vísinda- maður (Terence Stamp), sem er að vísu ekki að búa til sinn Frank- enstein, heldur það sem jafnvel enn verra er, að gera menn úr öpum. Það er með votti af stolti í röddinni sem hann segir við nýju aðstoðarstúlkuna sína (Elisa- beth Shue), að aparnir hans séu átta sinnum sterkari en maðurinn. Skömmu seinna hverfur hann. Því miður er það ekki fyrr en í lokin, í hápunkti myndarinnar, sem Franklin tekst að búa til ein- hveija spennu af viti í þessum apahrylli. Fram að því er myndin kraftlítil og nánast viðburðalaus og skref afturábak fyrir Franklin sem gerði góða hluti með Psycho II. Sú mynd var líka afþreyingar- mynd um hjálparlausa konu í stóru ógnvænlegu húsi en í stað- inn fyrir geðsjúkan mann er nú kominn- api inn í húsið og það er einhvernveginn ekki það sama. Það má vera að apinn sé vel þjálf- aður en leikari er hann ekki. Þetta er þó sjálfsagt tilbreyting fyrir hann frá sirkuslífinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.