Morgunblaðið - 30.12.1986, Page 48

Morgunblaðið - 30.12.1986, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 Um laun lækna og margt fleira eftír Sigurð Þór Guðjónsson Þann 28. nóvember birtist grein >í -Morgunblaðinu er nefnist „Um laun sjúkrahúslækna í Reykjavík". Hún er undirrituð af tveimur mönn- um í stjóm Læknafélags Reykjavík- ur og gengur út á það að leiðrétta fullyrðingar „misábyrgra" aðilja að sjúkrahúslæknar í Reykjavík fái „sérstaklega há laun“. Er síðan gerð allnákvæm tölfræðileg úttekt á launum aðstoðarlækna og sér- fræðinga á sjúkrahúsum borgarinn- ar. Ritsmíð þeirri er hér fer á eftir er á engan hátt ætlað að „svara“ þessum skrifum. Hins vegar gefa þau mér ástæðu til að koma á fram- færi nokkrum athugasemdum um launamál almennt og um stöðu lækna í þjóðfélaginu sérstaklega «íri frá vissum sjónarhomum. Læknar heimta meira en aðrir Mér er auðvitað ljóst að menn verða að afla sér tekna til að sjá sér farborða í heimi raunveruleik- ans. En þó get ég ekki að því gert, að mér finnst endilega að í óska- landinu ættu þrjár stéttir ekki að þiggja laun fyrir störf sín vegna ^érstæðs eðlis þeirra. Það eru prest- ar, lögfræðingar og læknar. Það er með öllu óviðeigandi að vígðir menn þjóni bæði guði og mammon. Slíkir postular ættu að sjálfsögðu að vera haldnir af heilögum anda og lifa og hrærast einungis drottni til dýrðar. Auk þess eiga þeir að lifa einlífl og hreinlífí en vera ekki að elta stelpur alla daga. Lögfræð- ingar ættu sömuleiðis að ganga fram aðeins í nafni réttlætisins en skeyta engu um fé né frægð. Engir persónulegir hagsmunir ættu að saurga baráttu þeirra fyrir réttlæt- inu. Og loks ættu læknar að vera þjónar mannúðar og líknar og krefj- ast einskir sér til handa nema J^eirrar ljúfu gleði að lina þrautir og þjáningar náungans. Þetta er sem sé ídealið. Það er því mjög ill nauðsyn að boðendur fagnaðarer- indisins, riddarar réttlætisins og þjónar miskunnseminnar þiggi fjár- hagslega umbun fyrir hugsjóna- störf sín í þágu þjóðfélagsins. Og þar af leiðir að þessar stéttir ættu eiginlega að vera fullar af þakklæti og auðmýkt fyrir það sem að þeim er rétt. En það er nú öðru nær en að læknar séu hógværir í launakröfum. Þvert á móti eru þeir ósvífnastir allra og skáka í því hróksvaldi að þeir ráða yfir mjög sérhæfðri þekk- ingu sem ekki er á annarra valdi og snertir beinlínis líf og dauða. í greininni í Morgunblaðinu er þessi klausa: „Læknar, sem hafa aflað sér þeirrar þekkingar og reynslu og lagt jafn hart að sér og fjölskyld- um sínum og sérfræðingar hafa gert, gera kröfu um að búa við góð kjör samanborið við aðrar stéttir þessa lands." Þó orðalagið sé nokk- uð óljóst og klúsað eins og hugsuð- urnir séu ekki rétt klárir í hausnum, fer ekki á milli mála að læknar krefjast hærri launa en flestar aðr- ar stéttir fyrir vinnu sína („góð kjör samanborið við aðrar stéttir þessa lánds“). Við viljum ekki vera neinn láglaunalýður, segja þeir. Við viljum njóta betri kjara en sauðsvartur almúginn. Við viljum lifa hærra en bölvaður pöbullinn. Þessi hreinskilni hástéttanna er næsta sjaldgæf op- inberlega og er vissulega þakkar- verð. En þetta hugsa þeir fleiri í lej/ndum hjartans. Og stundum opn- ast glufa í litla hjartað svo draumar þeirra koma í ljós. Einn alþingis- maður, sem frægt er orðið, kvartaði sáran yfir að geta ekki lifað af laun- um sínum. Og vesalings tannlækn- amir lepja víst dauðann úr skel. Það eru hinar betur settu stéttir í þjóðfélaginu sem bera sig verst og heimta mest. Og þær vita að barlómurinn borgar sig. Þær fá „leiðréttingar" á kjörum sínum af stærðargráðu sem hinir lægst laun- uðu myndu aldrei láta sig dreyma um. Þannig fengu vesalings tann- læknamir 43% kauphækkun meðan tekjur bænda hækkuðu um 8%. Bilið milli hátekjuhópa og láglauna- fólks fer því stöðugt breikkandi. Er nokkurt gagn í læknum? Læknar kreíjast hærri launa en flestir aðrir á þeim forsendum að þeir þurfi svo undur mikið á sig að leggja áður en þeir geta hafið lífsbaráttuna fyrir alvöm. En þetta er þeirra eigið mikilláta mat. Ætli mætti ekki segja eitthvað svipað um ýmsar aðrar stéttir sem em þó vægari í kröfum sínum. Mér detta t.d. í hug rithöfundar og listamenn. Mannsævin hrekkur ekki til að þeir öðlist viðunandi vald yfir list sinni en vinnudagurinn er allur vökutím- inn og sumir skapa í svefni líka. Og ég les í leiðara Þjóðviljans að ábyrgð Iistamanna sé meiri en Steingríms Hermannssonar. Þó dettur engum í hug að bera saman kjör lækna og listamanna nema í galskap. En læknisfræðin er svo mikilvæg og það fylgir henni svo skelfileg ábyrgð, segja Iæknar. Sei, sei. Em nútímamenn með alla sína háþróuðu læknisfræði nokkm hraustari en forfeðumir fýrir þús- und ámm? Á Vesturlöndum (sem er víst sá heimshluti sem máli skipt- ir) er reyndar búið að útrýma ýmsum drepsóttum er áður geisuðu. Við deyjum ekki lengur úr svarta- dauða, holdsveiki, stóm bólu eða sárasótt. En aðrir sjúkdómar hafa komið í staðinn litlu skárri. Nú hrynjum við niður úr heilablóðföll- um, hjartaslögum, andarteppum og krabbameinum. Og nýjar drepsóttir eins og eyðni verða til sem læknis- fræðin stendur ráðþrota gegn. Sumir telja að lifnaðarhættir Vest- urlandabúa og eiturbyrlanir vísind- anna skapi beinlínis nýja sjúkdóma. Meðal boðenda þeirra viðhorfa em nokkrir helgir menn sem að mannúð og lífsvisku slaga hátt upp í meðal- lækni. Fleiri böm komast að vísu á legg nú en áður og líf fólks hefur lengst svo æ fleiri verða elliglöpum að bráð og enda ævi sína sem fión. Það er mikil blessun fyrir mannkyn- ið. Þá má ekki gleyma geðrænu kvillunum er breyta lífí margra í martröð með tilheyrandi sjálfs- morðum og lyfjavímu. Að ekki sé minnst á hvers kyns síkópatíu og glæpaverk. Og eitt er víst: Lífsham- ingjan hefur ekki aukist nema síður sé. En læknisfræðin kærir sig koll- ótta. Það er afrek háþróaðrar læknisfræði að nú á dögum deyja fáir í ríkum samfélögum fögrum og friðsælum dauða. Þeir engjast í vélum á banastundinni. Það er al- gengt að menn séu búnir að vera lengi dauðir þegar þeir gefa loks upp andann og doktorinn párar dánarvottorðið. Af þessu eru læknavísindin afskaplega stolt. í þeirra röntgenaugum er lífið aðeins hin vélræna starfsemi líkamans, skynlaus og andlaus. Ef einhver geðvilltur snillingurinn smíðaði maskínu er gerði kleift að halda líftórunni í heiladauðu hræi í svo sem þijúhundruð ár er ekki að efa að hann hlyti Nóbelsverðlaun í læknisfræði. Glæsibragur læknis- fræðinnar er hluti þeirrar goðsagn- ar sem læknar hafa sjálfír skapað. Engin stétt mannkynssögunnar, að kannski öldungum og æðstu prest- um fomra trúarsamfélaga undan- skildum, hefur sveipað sjálfa sig öðrum eins dýrðarljóma. Og trölla- trú almennings á læknum er alræmd og flokkast eiginlega undir dulræn fyrirbrigði. Fólk trúir því sem læknar segja eins og nýju neti jafnvel þó þeir fari með augljósa fjarstæðu. En það veldur hins vegar mörgum áhyggjum hve vald læknis- fræðinnar er gífurlegt og nær langt út fyrir eðlilegt verksvið hennar. Læknar ráða ekki aðeins yfír lífí og dauða. Þeir hafa líka mannorð einstaklingsins í hendi sér. Komi einhver læknaklíkan sér saman um að herra Sigurður Þór Guðjónsson sé ekki með öllum mjalla á sá góði maður sér ekki viðreisnar von eftir það. Hann verður fullkomlega marklaus í tilvemnni að flestra áliti. Hann hefur verið rændur mannlegri reisn. En það furðuleg- asta er það að við nákvæma líkamsskoðun fínnst ekki neitt af- brigðilegt við aumingja Sigurð. Það er ekkert að honum og hann geislar af heilbrigði og lífsorku. En hann hugsar, talar, fínnur til og hegðar sér öðmvísi en góðir siðir bjóða. Hann er galinn. Þar með er læknis- fræðin, sem Desmond Morris segir að eigi upptök sín í snyrtimennsku apa, orðin dómari um rétta eða ranga breytni, réttan eða rangan skilning á lífinu. En læknar geta gengið miklu lengra. Þeim væri í lófa lagið að skera í burtu persónu- leika Sigurðar Þórs ef þeir væm búnir að fá sig fullsadda af honum. Fyrir fáum áratugum var leukot- ómía mjög í tísku. Sumir metorða- gjarnir læknar urðu heimsfrægir og fengu jafnvel orður fyrir að breyta fjölda mennskra einstakl- inga í dýr með skurðaðgerð. Allt líkist þetta einna helst útskúfun miðalda. Telja reyndar sumir að furðu líkt sé með þessum tveimur voldugu kennivöldum: kirkju mið- alda og læknaræði nútímans. Afskiptasemi lækna langt út fyrir sérgrein sína kemur t.d. skýrt í ljós í umræðunni um eyðni. Læknar koma í fjölmiðla og vara fólk við „lauslæti". Það er öllum Ijóst sem skilja mælt mál að orðið „lauslæti" felur í sér mjög harðan siðferðislegan áfellisdóm. I flestum þjóðfélögum er „lauslæti" talið höf- uðsynd sem oft og tíðum er refsað grimmilega, ef ekki að lögum þá af almannadómi. Það hefur lengi viðgengist hér á landi að ungmenni sem ekki eru búin að binda sig og eldra fólk sem er einhleypt af ýms- um ástæðum lifí stopulu kynlífí og þá eðli málsins samkvæmt ekki ætíð með sama rekkjunaut. Þetta hefur engum þótt ámælisvert. En nú vakna einstaklingar, sem ekki mega vamm sitt vita í þessum fjöl- menna hópi, allt í einu upp við það að þeir lifa „lauslátu" lífi. Eða hvað? Bráðum fara ábúðarfullir Iæknar að brýna það fyrir lýðnum að allt kynlíf utan helgra véa hjónabands- ins sé guði andstyggilegt. Það má gera tvær kröfur til lækna sem tala til almennings í nafni vísinda sinna: í fyrsta lagi að þeir skýrgreini sæmilega þau orð og hugtök sem þeir nota svo ekki fari á milli mála við hvað þeir eiga. Og í öðru lagi að þeir láti vera að fella móralska dóma yfír lífemi borgaranna, jafnt í kynferðismálum sem á öðrum sviðum. Það er ekki þeirra hlutverk. Framganga heilbrigðisyfírvalda í baráttunni gegn eyðni er kannski Sigurður Þór Guðjónsson Hvor er þá mikilvægari heilaskurðlæknirinn eða skúringaskrukkan? Það má ekki á milli sjá. Og hvor ætti að bera meira úr býtum fyrir vinnu sína? Að mínum dómi bæði jafnt. lýsandi fyrir vakandi auga þeirra yfír velferð þegnanna. Meðan eyðni herjaði á nokkra homma og dópista voru þau furðu seinþreytt til að- gerða. En skyndilega hrökkva siðprúðir góðborgarar upp af þeim vonda draumi að sjúkdómurinn ógn- ar öryggi þeirra og lífsháttum. Og þá er skorin upp herör gegn pest- inni. En á meðan hafði plágan breiðst út með ógnarhraða eins og plágum er títt. Hefðu yfirvöld strax gripið til róttækra ráðstafana væri nú ef til vill meira gaman að lifa. Annars er furðulegt að læknar skuli ekki benda á einu pottþéttu vömina gegn veikinni: Kynlífsbindindi! Það er enginn vandi að stemma stigu við eyðni. Mannkynið hættir bara að gera það! Ekkert mál! Öll störf eru jafn nauðsynlegf Þegar öllu er þannig á botninn hvolft er óvíst að starf lækna sé merkilegra en vinna verkafólks sem ber uppi þjóðfélagið. Eins og verka- skiptingu er nú háttað er t.d. rekstur sjúkrahúss samvinnufyrir- tæki sem veltur á mörgum aðilum. Hugsum okkur til að mynda að ræstingarfólk á spítala færi í hart verkfall. Skurðstofan yrði þá ekki þrifín dögum saman svo hræðilegir sýklar og eitraðar pöddur réðu þar lögum og lofum. Hætt er þá við að snilld læknisins og þær fómir sem hann hefur þurft að færa komi fyr- ir ekki. Hvor er þá mikilvægari heilaskurðlæknirinn eða skúringa- skmkkan? Það má ekki á milli sjá. Og hvor ætti að bera meira úr být- um fyrir vinnu sína? Að mínum dómi bæði jafnt. Annað dæmi um mikilvægi lækna samanborið við verkafólk: Konur sem strita í frystihúsum. Skyldi nokkur kona á slíkum stað fá eftir hálft ár 45.357 kr. mánaðar- lega og'434.03 kr. á klukkustund í eftirvinnu. Og vinnukona sem þrælað hefur í fískvinnslu í 18 ár og er orðin algjör sérfræðingur, ætli hún fái á mánuði 83.433 kr. og 834.33 á tímann í yfirvinnu? En hvað myndi nú gerast ef enginn fengist til að starfa í hraðfrystihús- um frá og með deginum í dag? Ætli þjóðfélagið myndi ekki riða til falls. Ríkisstjórnin yrði að gefa út bráðabirgðalög um nauðungarvinnu vandræðaunglinga, alkóhólista og tukthúslima til að bjarga efnahag þjóðarinnar. Jæja, góðir hálsar! Hvor stétt er þá meira ómissandi: einstæðar mæður í frystihúsum eða sérfræð- ingar á sjúkrahúsum? Sannleikur- inn ' þessu máli er mjög einfaldur: Öll störf hljóta að vera nokkum veginn jafn nauðsynleg ef ástæða þykir til að þau séu unnin á annað borð. Það er því argasta siðleysi að mismuna launalega manneskjum sem leggja sig fyam og hafa sömu þarfir í lífinu. í framtíðinni verður litið á launaójöfnuð okkar sem frumstæða villimennsku. Þegar laun eru ákveðin ætti ekki, eins og nú tíðkast, að miða þau við það hve tiltekin störf em talin háttsett eða fín eða hve mikil „ábyrgð“ fylgir þeim. Slíkt er matsatriði. Og ákvörðunarvaldið er í höndum yfír- stéttanna. Að sjálfsögðu sjá þær völdum sínum og hagsmunum best borgið með því að dæma eigin vinnu miklu brýnni og þýðingarmeiri en framlag verkalýðsins. Borgfun fyrir unnin störf á að meta eftir þörfum einstaklinganna. Og allir menn á jörðinni hafa sömu þarfír. Fólk þarf fæði, húsaskjól, fatnað, leiki, listir og andans mál. Þarf læknir meira að éta en skúringarkona? Þarf hann stærra húsaskjól fyrir regni og vindi? Þarf hann hlýrri fatnað í sama veðri? Þarf hann meiri leiki, meiri list, meiri andans mál? Það er glórulaust óréttlæti að mismuna fólki að njóta gæða lífsins eftir því hvaða störf það gegnir í þjóðfélag- inu. Hver maður á að leggja fram eftir megni en bera úr býtum eftir þörfum. Nokkrar sann- gjarnar tillögnr Á grundvelli þessara niðurstaðna er óhjákvæmilegt að bera upp eftir- farandi tillögur: I stað gamla frasans um sömu laun fyrir sötnu vinnu skal taka upp kjörorðið: sömu laun fyrir alla vinnu. Eg vil alveg sérstaklega beina athygli þeirra mörgu er nú taka þátt í prófkjöri og ætla sér mikinn hlut í stjóm- málum framtíðarinnar að þessu hugsjónamáli, ef svo ólíklega vildi vilja til að einhver þeirra hefði vit og hjartalag til að skilja það. Kannski finnst sumum þessi hug- mynd of róttæk. Þá býð ég aðra til vara. Og hún er sú að gerð verði nú einu sinni alvara úr því að bæta kjör hinna lægstlaunuðu. Kaup hinna betur borguðu verði látið standa algerlega í stað í tíu ár meðan laun hinna verstsettu verði hækkuð verulega. Á þann hátt mætti raunverulega minnka launa- ■■ bilið. En menn em orðnir launa- ójöfnuðinum svo vanir sem heilögu lögmáli að þeim fínnst ef til vill ganga guðlasti næst að raska þar hlutföllum. En þá hef ég annað ráð sem allir ættu að geta samþykkt. Það er að snúa launaskalanum bara við þannig að hátekjuhópar yrðu láglaunamenn en láglaunafólk há- tekjumenn. Þá myndi gamla góða misréttið haldast svo allir gætu vel við unað. Séu menn hins vegar svo vana- fastir og gamaldags að vísa öllum þessum sanngjömu uppástungum háðulega á bug, get ég víst lítið sagt nema komið með smá lokatil- lögu um laun lækna sérstaklega. Og hún er á þessa leið. Það lætur að líkum að læknar hafa mikið af öryrkjum að segja, þeim Qölmenna hópi er misst hefur heilsuna eða aldrei haft neina heilsu. Oryrki sem nýtur hámarksbóta almannatrygg- inga fær til að lifa af u.þ.b. 19.470 kr. á mánuði. Það eru 233.440 kr. á ári eða svipað og sumir læknar fá mánaðarlega. Fyrir þessa upp- hæð á öryrkinn að byggja sér einbýlishús, kaupa bíl, reisa sumar- bústað svo hann geti slappað af, skroppið í utanlandsreisur til að víkka sjóndeildarhringinn: eina ferð að sumri til Ameríku, vetrartúr til Evrópu og nokkrar helgarferðir til Skotlands. Þá verður hann að fæða og klæða sjálfan sig og fjölskyldu sína, greiða ljós og hita, borga símann, bjóða konunni út að boða á Hótel Holt, eiga fyrir tóbaki og brennivíni ef hann er ekki óvirkur alki, fara með fjölskylduna í óper- una, mæta hálfsmánaðarlega á symfóníukonserta, sækja tónleika Islensku hljómsveitarinnar, Kamm- ersveitar Reykjavíkur, Tónlistarfé- lagsins og Kammermúsíkklúbbsins, skoða málverkasýningar, sjé upp- færslur Þjóðleikhússins, Leikfélags Reykjavíkur, Alþýðuleikhússins, Hlaðvarpans og hvað þau nú heita

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.