Morgunblaðið - 30.12.1986, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 30.12.1986, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 49 Jóhanna Stefánsdóttir. Morgunbiaðíð/Ámi Stykkishólmur: * I heimsókn hjá Jó- hönnu Stefánsdóttur Stykkishólmi. öll leikhúsin, fá sér jólabækurnar því öryrkinn er þjóðlegur í sér: ís- lenska sjávarhætti 3. bindi (verð kr. 4.500), Grámosann hans Thors og Tímaþjóf Steinunnar, Ljóðasafn Sjóns og skáldsögur Einars Más og Ola Gunn, allar spennandi ástalífs- bækurnar því öryrkinn er mikið upp á sex: Að elska hvort annað, Leið- beiningar um gott kynlíf (öryrkinn vill ólmur bæta kynlíf sitt), Ham- ingja þín í hjónabandi (öryrkinn er desperat í hjónabandinu) og — ef öryrkinn er svo ekstra óheppinn að vera kona: — Kynlífsreynslu kvenna „bók um konur, skrifuð af konum“; kaupa í áskrift Moggann og DV ogjafnvel Þjóðviljann, Heimsmynd, Mannlíf, Nýtt líf, Þjóðlíf og dulræna tímaritið Annað líf, íþróttablaðið, Briddsblaðið, Skákblaðið, Gestgjaf- ann, Sportveiðiblaðið, Garðyrkju- blaðið á grænni grein, Hús og híbýli, Bílablaðið, Tölvublaðið, Flugblaðið — ég veit um öryrkja sem kaupir frá útlöndum dagleg veðurkort af norðurhveli jarðar — og síðast en ekki síst ríður öryrkjan- um lífið á að fá sér afréttara og áskrift að Stöð tvö. Þá vill öryrkinn vera sætur og sexí og til þess stund- ar hann líkamsrækt, nudd og gestaltnámskeið og fer tvisvar á ári í skoðun til tannlæknis (ó, guð!). Öryrkinn má náttúrulega ekkert aumt sjá og er því óspar á fé til hvers kyns hjálparstofnana og pílagrímsferða erlendis. Og ekki ætti að þurfa að taka það fram að hann er alltaf meira og minna að drepast úr alls konar kvillum og kröm og verður að kaupa lyf og læknishjálp dýrum dómum og alveg lífsnauðsynlega að fara heilsubótar- ferð til Mexíkó, en hver veita nema komi ávísun inn um bréfalúguna frá miskunnsama stjómmálamannin- um. Og loks er aldrei að vita nema öryrkjafjandinn verði svo ónærgæt- inn að geispa golunni einn vondan veðurdag, svo kosta þurfi til stórfé til að koma honum niður í jörðina með sálmasöng og fyrirbænum, sem þó fá ekki komið í veg fyrir það maklega hlutskipti hans að fara beina leið til helvítis. Allt þetta fer öryrkinn létt með fyrir nítján þúsundin sín á mánuði. Og ef öryrkjar geta dregið fram hið ljúfa líf á þessari upphæð vor- kenni ég ekki læknum eða nokkrum öðrum að leika það eftir þeim. Mér fínnst því afar sanngjamt að lækn- um, sem að nokkru leyti lifa á öryrkjum eins og sýklar á mannslík- ama, verði gert að góðu að fá krónur 19.470 á mánuði og enga yfirvinnu. Og þess er hollt að minnast að einn læknir getur á augabragði breyst i einn öryrkja. Það er alls ekki útilokað að á þess- ari stundu sé einhver mikill læknir að verða bijálaður og hjari viti sínu ijær það sem eftir er ævinnar. Og enginn fær gert við því. En ég vil á þessum stað nota tækifærið og skora á öryrkja að koma framúr skúmaskotum sínum og upplýsa almenning um leyndardóma nægju- seminnar, sparseminnar og hóg- værðarinnar. Á því gæti þjóðin margt lært á þessum dyggðadaufu tímum. Lokaniðurstöður Ég hef í þessari grein drepið á eitt og annað sem ástæða væri til að ræða miklu nánar. En til þess er hvorki rúm né tími. Finni ein- hver gáfnaljós vafasama staði í textanum vona ég að það dragi ekki athyglina frá meginatriðinu. En það er þetta: Oll störf eru nokkurn veginn jafn nauðsynleg ef ástæða þykir tU að þau séu unnin á annað borð. Þess vegna á að miða Iaun við þarfir manna. Þar af leiðir að allir ættu að fá sömu laun. Lokaniðurstaðan verð- ur því einföld: Laun lækna eru alltof há miðað við kaup alþýðu. Og það er alveg fráleitt að þeir eigi að njóta betri kjara en verkafólk. Og sama gildir um allar „æðri“ stéttir. Þær eiga að njóta sömu kjara. Höfundur er rithöfundur. DVALARHEIMILIÐ í Stykkis- hólmi hefir virkilega sannað sinn tUverurétt og komið að góðum notum. Það hefir verið vel sótt. Þar dvelur nú fólk sem á bæði langa, viðburðarríka og vinnusama ævi. Ein þeirra sem þar dvelja er Jóhanna Stefáns- dóttir. A næsta ári verður hún 90 ára. Ég heimsótti hana einn daginn. Hún var ánægð og þakklát. „Guð hefir verið mér góður“, sagði hún. Jóhanna er fædd að Galtarás í Gufudalssveit 24.7.1897. Þar bjuggu þá foreldrar hennar María Jóhannsdóttir og Stefán Gíslason. Hún ólst upp í foreldrahúsum. Þau voru 7 systkinin. Jörðin var ekki stór. Þau fluttu svo á næsta bæ, Kleifastaði, þegar Jóhanna var 4 ára gömul. Það var betri jörð. Þar átti hún heima til fermingarald- urs. „Það voru yndislegir tímar“, segir Jóhanna, „þeir gleymast ekki. Þá fór ég að heiman að vinna fyrir mér. Má segja að ég hafí farið frá altarinu alfarin að heim- an. Fyrst til þeirra Maríu og Sæmundar í Svínanesi. Þar var gott að vera. Þótt mikið væri að gera þar þá var atlætið í besta lagi. Um það leyti sem ég kom þangað tóku þau að sér séra Árelí- us Níelsson sem ólst þar upp. Hann mun hafa verið 2 ára um þetta leyti. Ég ætlaði að vera leng- ur en þá var pabbi búinn að lofa mér til Sveins í Skálanesi og þar var ég um skeið. Á Stað á Rcykja- i nesi var ég í 3 sumur hjá þeim Ólínu og séra Jóni. Þar var gott að vera, fróðleiks- og myndar- heimili sem ég lærði mikið af og hefír komið mér vel í lífinu. Væri hægt að segja margt um þessa vinnumennsku mína því hún var viðburðarík á þess tíma mæli- kvarða og ég var alltaf heppinn með heimili. Þegar vist minni lauk á Stað fór ég í Stykkishólm, það var mikill menningarbær um þær mundir. Þar fékk ég strax góða vinnu og þar kynntist ég manni mínum, Steinþóri Einarssyni. Byijuðum við búskap þar, en það var stutt því leiðin lá til Hergils- eyjar og þar vorum við rúm 3 ár. Gátum ekki fengið lengri dvöl því sveitarstjómin vildi vera viss um að við ílentumst ekki þar og yrð- um sveitlæg. Síðan höfum við búið á ýmsum eyjum, tvisvar lá leiðin til Flateyjar. I Rauðeyjum voru við nokkur ár í skjóli Lilju og Sigurðar Sveinbjömssonar, ágætis hjóna. Síðan í Bjameyjum í 10 ár en til Stykkishólms fluttum við 1953 og þar hefi ég alið mann- inn síðan. Við Steinþór gengum í hjónaband 1919 og framkvæmdi sr. Ásmundur biskup athöfnina. Steinþór lést 1968. Við eignuð- umst 7 böm, eða eins ög mamma og pabbi. Og seinustu ár hefí ég dvalið hér á heimilinu og liðið vel. Börnin mín líta til mín, þau em mér öll góð og allt þeirra skyldulið. Flestar þær jarðir sem ég dvaldi á eru nú í eyði og mega muna fífil sinn fegurri. Og sumar sveitinar hafa nú engar byggðan bæ. Fækkun í sveitum eru okkur sem ólumst þar upp bæði kvíða- og áhyggjuefni", sagði Jóhanna að lokum. Og ekki má hún hugsa til þess að fækkunin í dreifbýlinu haldi áfram. Það telur hún þjóðarvoða. — Arni Nýárskuöld viö Um leið og við sendum viðskiptavinum okkar og öllum öðrum bestu nýársóskir minnum við á nýársmatseðil okkar við Sjávarsíðuna. Allir velkomnir. Pöntunarsímar: 15520 og 621485. Yíö Sjáocmsíduna TRYGGVAGÖTU 4-6 SÍMI 15520 Á^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.