Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA LUISE MATTHÍASSON, andaðist í sjúkrahúsi Keflavíkur að morgni 28. desember. Anna Lfsa Ásgeirsdóttir, Walter Gunnlaugsson, Guðný V. Ásgeirsdóttir, Sverrir Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróöir minn og mágur, BENJAMÍN FRANKLÍN EINARSSON, fyrrverandi fulltrúi, Skaftahlfð 18, andaðist aðfaranótt 26. desember. Jarðarförin er ákveðin mánu- daginn 5. janúar kl. 13.30 frá Hallgrímskirkju. Þóra Einarsdóttir, Jakob Jónsson. t Faðir minn EYVINDUR JÚLÍUSSON, frá Siglufirði, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði 27. desember. Fyrir hönd systranna, Svanfrfður Eyvindsdóttir. t Hjartkær sonur minn og faðir okkar, HAFSTEINN BÖÐVARSSON, matsveinn, lést af slysförum 25. þ.m. Sigrún Þorláksdóttir og börn hins látna. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, HLÖÐVER EINARSSON, yfirvélstjóri, Flúðaseli 90, sem lést af slysförum 25. desember er m/s Suöurland fórst, verð- ur jarðsunginn föstudaginn 2. janúar frá Dómkirkjunni kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna Kristfn Káradóttir, Sigurður Helgi Hlöðversson, Hlfn Hlöðversdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG SKAFTADÓTTIR HRAUNDAL, Drápuhlfð 30, sem andaöist í Landspítalanum 24. desember verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. janúar kl. 15.00. Jarðsett verður að Lágafelli. Helga Hraundal, Hinrik H. Friðbertsson og barnabörn. t Sambýliskona min, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓHANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Álftamýri 18, sem lézt í Borgarspítalanum 23. desember verður jarðsungin i dag, þriðjudaginn 30. desember kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Magnús Þórðarson, Sigrfður Presker, Bill Presker, Kristinn E. Guðmundsson, Geira Kristjánsdóttir, Jörgen Már Berndsen, Erna Ágústsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Gfsli A. Vfkingsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir min, MARÍA SIGTRYGGSDÓTTIR frá Flatey á Skjálfanda, andaðist á Sólvangi í Hafnarfiröi 25. desember sl. Jarðarförin fer fram 6. janúar 1987 kl. 15.00 frá kapellunni í kirkjugarði Hafnar- fjarðar. Fyrir hönd aöstandenda Hlini Eyjólfason. Pétur Ingjalds- son Minning Fæddur 23. júlí 1911 Dáinn 17. desember 1986 í dag, 30. desember, er til mold- ar borinn kær vinur minn og minnar flölskyldu. Undanfarin 15 ár höfum við notið návistar og vináttu Péturs Ingjaldssonar. Þau voru ekki svo fá ferðalögin á- hestum, sem við fórum á sumrin og reiðtúramir á vetuma em ekki síður varðveittir í sjóði sælla minninga. Alltaf kom Pétur við í hesthúsinu okkar og þá með glæsibrag, á vel hirtum, glæsi- legum hestum. A sumarferðunum var hann yfir- leitt fremstur í hópnum, því ekki vantaði yfírferðina á hans gæðing- um, né viljann. Ógleymanlegar em Þingvallaferðimar árvissu í júlí, í tilefni afmælis hans. Gleði, hlátur og glaðværð, þá var hann sannar- lega á sínum rétta stað, því hann kunni best við sig á hestbaki og með góðu hestafólki. Gæði og um- hyggja Péturs í minn garð vom ávallt mikil og óbreytileg, og mun ég sakna hans mikið. Sérstæðar em minningamar um morgunheim- sóknimar á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum heim í Borgargerði. Vissulega langaði mann stundum til að sofa frameftir, en þegar Pét- ur var kominn inn, sá enginn eftir því, kátur, hress og jákvæður sem hann var. Oft var hann þá búinn að fara á marga staði áður til að fá sér morg- unhressingu. Og þegar inn var komið lét hann nokkur vel valin orð ljúka um þá sem enn lágu í rúmi sínu. Og nú, þegar leiðir skilja, verður mér hugsað til síðasta skiptis, sem hann kom til okkar í Vesturásinn. Þá ræddi hann mikið um nauðsyn þess að setja upp hestastein, sem hann gæti tjóðrað við hestana sína meðan hann fengi sér kaffisopa hjá okkur. Já, Pétur var morgunhani hinn mesti og skildi ekki það fólk, sem gat sofið fram eftir öllu. Það lýsir vel manngerð Péturs, hvað þeim Einari Gunnari, syni mínum, kom vel saman, en á þeim var 57 ára aldursmunur, sem aldrei var merkjanlegur, þegar skeggrætt var um hesta. Hann kunni ávallt vel að meta nærveru unglinga og ungmenna. Og aðdáunarvert var að fylgjast með honum, vel sjötug- um, úti í bflskúr að saga stál í stangir upp í hesta, en hann var frægur fyrir hinar svokölluðu „Pét- ursstangir". Þær þóttu listasmíði og fengu færri en vildu. Með þessum fáu orðum, skrifuð- um frá hjarta mínu, vil ég votta mína dýpstu samúð móður minni, Guðfinnu, dætrum Péturs, þeim Ransý og Ásdísi, og sonum Péturs, þeim Inga og Ella, og þeirra flöl- skyldum. Kollý og Einar Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur ið sama En orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur. Pétur Ingjaldsson var sonur hjón- anna Þóru Pétursdóttur frá Miðdal í Kjós og Ingjaldar Þórarinssonar frá Bæ í sömu sveit. Hann fæddist 23. júní 1911 í vesturbænum í Reykjavík og ólst þar upp. Pétur fór snemmaað vinna fyrir sér og þá við ýmiss störf bæði til sjávar og sveita, en var þó lengst af sjó- maður. Síðar, eftir að hann hætti til sjós, gerði hann út vörubfl um nokkra ára skeið. Árið 1942 kvæntist Pétur Stef- aníu Erlendsdóttur, en hún lést 1964. Þau eignuðust fjögur böm, sem eru: Erlendur Gísli, kona hans er Elísabet Amoddsdóttir, Ragn- heiður, maður hennar er Eiríkur Karlsson, Ingjaldur Þórir, kona hans er Steinunn Hermannsdóttir og Ásdís Björg, maður hennar er Jóhann Hákonarson, bamabömin em 11. Árið 1972 kvæntist Pétur Guðfínnu Ingimarsdóttur, sem lifir mann sinn. Pétur hafði mikið dálæti á hest- um, og var öllum tómstundum varið í að hlúa að þeim. Hesta sína hafði Pétur oftast í félagshúsum Fáks, nánar tiltekið í neðri Fák, þar sem nú stendur Sprengisandur nútímans við hlið gömlu Fákshúsanna. Pétur var hestamaður í bestu merkingu þess orðs. Enginn var honum fremri í að hirða hesta og fóðra og víst er að mörgum varð hann fyrir- mynd, jafnglæsilega hirt sem hross hans vom. Ég var tólf ára ungling- ur er ég fyrst kynntist Pétri í hesthúsum Fáks. Þá strax varð maður var við hversu mikill per- sónuleiki hann var, það sópaði að honum. Hann var ákveðinn og hress í tali og ófeiminn að láta álit sitt í ljós. Þeir fengu orð í eyra sem ekki hirtu nægjanlega um hrossin sín og gilti þá einu hvort rætt var við Jón eða séra Jón. Hreinskilni hans setti oft marga út af laginu sem. ekki þekktu til hans, og betra var fyrir þá að svara ekki ógætilega því Pétur var orðheppinn með af- brigðum. Okkur unglingunum lærðist fljótt að það væri betra að hafa Pétur með sér en móti og margt töldum við okkur geta af honum Iært. Hestamannafélaginu Fáki var Pétur sem kærleiksríkur faðir, og sótti hann m.a. nær alla fundi, árshátíðar og aðrar uppá- komur. Þá tók hann virkan þátt í umræðum og hafði ákveðnar skoð- anir á málefnum félagsins. í félags- skap eins og Fáki em mörg trúnaðarstörf sem gegna þarf, jafnt út á við sem innan félagsins, Pétur gegndi einni merkilegri stöðu. Hann var fyrirmynd okkar Fáksmanna um það hvernig á að fara með skeppnur. Mörg vom ferðalögin á + Faðir okkar og tengdafaðir, KRISTJÁN JÓHANNSSON frá Skógarkoti, Dalbraut 21, verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, þriöjudaginn 30. desember kl. 15.00. Bragi Kristjánsson, Hafsteinn Kristjánsson, Sigurður Kristjánsson, Sigrfður Kristjánsdóttir, Jóna Kristjánsdóttir, Sigurrós Ottósdóttir, Ingunn Lárusdóttir, Guðrún Björgvinsdóttir, Jón Ármann Sigurjónsson, Gunnar Árnason. Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 2212 Hafnarfjörður ", , , hestum sem hann fór með Fáki, og var hann jafnan vasklega ríðandi. Einn hestur er mér einkar minnis- stæður sem hann átti. Það var Valur, mjallahvítur fjörhestur, sem allir tóku eftir hvar sem hann fór, enda bar hann af öðmm hestum, ekki síst fyrir það hversu glæsilega hirtur hann var. í neðri Fák er í dag stór hópur eldri Fáksfélaga sem halda tryggð við húsin og var Pétur þar sem kóngur í ríki sínu og stjóm- aði af miklum krafti, vel látinn af félögum sínum, enda bóngóður og hjálpsamur. Hann var mættur uppá hvem dag, varð aldrei misdægurt og sífellt að stússast í kring um hestana. Upp úr 1960 fór Pétur að smíða beislisstangir og vann það í aukavinnu á kvöldin þegar tími gafst. Vann hann þær mest úr bílfjöðr- um, enda reyndust þær sterkar og sérlega vel gerðar. Síðar gaf Pétur fyrirtæki nokkm leyfi til fjölda- framleiðslu á stöngunum og hafa þær selst vel þó þær búi ekki yfir handbragði Péturs eins og hinar gömlu heimasmíðuðu Pétursstang- ir, en það nafn hefur fest á stöngun- um og orðið vömheiti. Ekki em nema nokkrar vikur síðan við Pétur sátum saman til borðs í áttræðisaf- mæli hestasnillingsins Boga Eggertssonar. Varð mér þá að orði við Pétur að hann hefði fjandakorn- ið ekkert elst síðastliðin tuttugu ár, alltaf jafn orðhvatur og hress. Hann hló við og sagðist heldur ekkert hafa kynnst elli kerlingu og væri sem fimmtugt ungmenni, enda blasti framtíðin við sér, hann væri nýbúinn að fá sér ungan homfirsk- an fola sem hann myndi ríða okkur alla sundur og saman á á komandi vori. Aldrei nein tæpitunga hjá Pétri. Það er mikið skarð fyrir skildi þegar slíkir menn sem Pétur hverfa af sjónarsviðinu. Börn hans og barnaböm hafa mikið misst og þó sér í lagi Guðfinna, en þau Péturt vom sem eitt. Við Fáksfélagar vott- um þeim okkar innilegustu samúð. Þó Pétur hafi kvatt í bili, trúum við því að síðar komi að endurfund- um og þá gefist okkur aftur færi á - að dáðst að Pétri á gamla Val sínum, glæstum og fangreistum. Sigurbjörn Bárðarson, varaformaður Hestmanna- félagsins Fáks. Blömastofa Friófmns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavlk. Sími 31099 0pi6 öll kvöld til kl. 22,- einnig um heigar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.