Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 ffclk í fréttum Samantha Fox: Díana með Ieð- urjakkana góðu, en Annie Lennox stendur brosandi hjá. Mun ekki fækka fötum vestanhafs Allt löðrandi Sem sjá má þarf Samantha Fox ekki að fækka mörgum fötum til þess að Playboy gerði sig- ánægt, en hún gefur sig samt ekki. í leðri Leðurfatnaður hefur verið í tísku svo langt sem elstu menn muna, en í mis- miklum mæli þó. Síðastliðin ár hefur vegur leðursins verið meiri en oft áður og er svo komið að menn geta ekki haett sér niður í Austurstræti án þess að sjá heilu herfylkin af fólki í leðurstökkum og er þá sama hvort um er að ræða blaðsölubörn eða alþingis- menn. Sama er upp á teningnum út í hinum stóra heimi og sama hvort um er að ræða háa eða lága. Nú síðast fréttist af áhuga kóngafólksins á leðurfatnaði og eiga þær stöllur Díana og Stephanía í hlut, þó með ólíkum hætti sé. Helmingur dúettsins Eurythmics, Annie Lennox, hitti Díönu prinsessu af Wales fyr- ir skömmu. Hafði hún frétt að prinsarnir William og Harry væru sérlegir aðdáendur hennar. Sérstaklega var þó hermt að þeir hrifust að klæðaburði Lennox, en hún er nær sífellt leðurklædd. Vegna þessa hafði hún gert viðeigandi ráðstafanir og var með sérsaumaða leðutjakka handa prinsunum í farteskinu. Díana prinsessa þakkaði fyrir hönd sinna og bætti við að reyndar væri hún sjálf ákafur aðdáandi Lennox, en dreng- irnir hrifust aðallega að útliti hennar eins og skiljanlegt er. Af öðrum vígstöðvum er það að frétta að Stephanía Mónakóprinsessa hefur hann- að nýja leðuijakkalínu, sem kennd er við hana. Stephanía hefur þótt hinn ájgætasti fatahönnuður og selur grimmt. Odýrasti jakkinn í þessari „línu“ mun kosta um 14.000 íslenskar krónur ótollaður. Joan Collins laus höndin? Aður hefur verið fjallað um söngkonuna bresku og barm- fögru, Samönthu Fox, á þessum síðum og hennar getið að góðu einu, en áður en hún lagði út á popp- brautina var hún fatafella. Nú fréttum við að bandaríska tímaritið Playboy hafi boðið henni að leggja miðopnu þess undir sig. Það boð var þó gert með því skil- yrði að myndimar yrðu í beröglara lagi, en ein mynd getur sagt meira en þúsund orð sem kunnugt er. Bar nú svo við, og þótti sæta tíðindum, að stúlkan sem hingað til hefur verið ófeimin við að fletta sig klæðum afþakkaði gott boð og sagði að hún vildi frekar að Banda- ríkjamenn kynntust sér af söngi sínum en kynþokkanum einum. Rit- stjóramir bentu á að ekki væri langt - Bleik brugöiö síðan að hún hefði birst nakin á síðum breskra dagblaða og auk þess hétu lög hennar nöfnum eins og „Touch Me“, eða „Snertu mig“, eins og það útleggst væntanlega á íslensku. Sú stutta svaraði því til að bandarískur almenningur væri mun siðprúðari en sá breski, en auk þess væri hann með mun meira ímyndunarafl. Og við það situr. Ekki alls fyrir löngu bárust fregnir af því að leikkonan Joan Collins hefði sótt um skilnað frá hinum sænska eiginmanni sínum, Peter Holm, og var haft fyrir satt að ekki væri allt með felldu. M.a. voru á kreiki sögusagn- ir um að Holm hefði gengið í skrokk á konu sinni, en hann þvertók fyrir það. Nú hefur hann gengið lengra og staðhæfir að Joan hafi hins veg- ar iðulega rétt sér kinnhest til áréttingar orðum sínum. í rætnari rifrildum hafi hún hins vegar veitt honum einn á lúðurinn, en hann hafí heiðurs síns vegna að sjálf- sögðu ekki svarað því. Þessar upplýsingar komu fram við skilnaðarréttarhöldin, sem fram fara í Hollywood. „Joan er ótrúlega skapbráð. Fyrir einum mánuði ræddum við breytingar á húsinu og ég Ieyfði mér þann glæp gegn mannkyninu að vera henni ósam- mála. Þá var fjandinn laus. Hún reifst og skammaðist, gargaði á mig, þeytti blómavösum og öðru lauslegu í gólfið, kýldi mig þannig að ég snýtti rauðu og kallaði mig að lokum skíthæl! Þetta var þó alls ekki í fyrsta skiptið sem hún sló til mín. Þrátt fyrir það hef ég fyrir- gefið henni í hvert skipti og vonað að hjónaband okkar myndi batna“, Stephanía Mónakóprins- essa að vísu ekki í leður- jakka, en eigi að síður í sjálf- hönnuðum fötum. sagði Peter hryggur í bragði í rétt- arsalnum. Peter vonar ennþá að ekki komi til skilnaðar. „Ég elska Joan og vildi gefa allt til þess að fá hana aftur til mín. Ekkert af því sem hún hefur sagt um að ég hafi hlunnfar- ið hana um milljónir dala er satt. Við höfðum ekki einu sinni sameig- inlegan fjárhag. Ég var með minn eigin reikning fyrir launin mín“, en Holm var umboðsmaður og bók- haldari Joan. Þrátt fyrir að Holm vonist til þess að þau nái saman á ný er Marvin Mitchelson, lögfræðingur Joan, ekki jafnbjartsýnn. „Joan Collins vill skilja og það gerir hún. Með eigin skilyrðum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.