Morgunblaðið - 30.12.1986, Page 60

Morgunblaðið - 30.12.1986, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 Sigurður Jónsson er farinn að f inna sig í ensku knattspyrnunni SIGURÐUR Jónsson hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli að undanförnu í leikjum sínum með Sheffield Wed- nesday í 1. deild ensku knattspyrnunnar. Leikaðferð liðsins er allt önnur og skemmtilegri á að horfa þegar Sigurður leikur með og svo virðist, sem hann sé að tryggja sér fast sæti í liðinu. Árangur þrotlausra æfinga er að koma í Ijós og Sigurður er farinn að finna sig. Enska vikublaðið Sports- week birti forsíðumynd af Sigurði fyrir skömmu og í blaðinu er iöng grein um hann, þar sem sagt er frá hvað Sigurður þurfti að gera til að vera fær um að keppa á meðal þeirra bestu i íþróttinni. I greininni er sagt að það hafi aðeins tekið Howard Wilkinson, framkvæmdastjóra Sheffield Wednesday, 5 mínútur að sjá að Sigurður var líkamlega algjört rek- 4ld, þegar hann kom til félagsins. Wilkinson fór út með hann að hlaupa og „eftir fimm mínútur var greinilegt að hann átti í erfiðleik- um. Ég varð að ýta honum áfram, hrinda honum og bera hann heim," sagði Wilkinson. Síöan hefur orðið mikil breyting á Sigurði og þó hann hafi ekki mikla leikreynslu, er hann í hópnum og hefur staðið sig vel að undanförnu. Alan Smith, sjúkra- þjálfari, segir að líkamlegt þrek Sigurðar sé 50 til 60% meira en það var. Framfarirnar hafa tekið langan tíma og að sögn Sigurðar hefur þetta verið erfiður skóli. En hann hefur haft góða kennara og Wilkin- son fann hvar skóinn kreppti. „Fyrst og fremst verður að muna að Sigurður var mjög ungur, þegar hann kom til Sheffield. Á íslandi var hann stór fiskur í lítilli tjörn, en hérna komst hann að því að það voru margir stórir fiskar í sjón- um. Hann varð að venjast þeirri staðreynd að hann var ekki lengur stjarna liðsins. Honum yrði ekki sýnd sú viröing, sem hann var vanur og það hlyti að hafa áhrif. Sjálfsvirðingin minnkaði þar til hann aðlagaðist breyttum aðstæð- um og hann yrði að leggja mikið á sig. í öðru lagi varð hann að aðlag- ast breyttum lífsstíl án fjölskyldu og vina og í þriðja lagi að setja sig inn í enska boltann. Alvarlegast var með þrekið. Hann hafði vanist því að leika inni á veturna og á sumrin í deild, þar sem kröfurnar voru ekki miklar. Hann var einfald- lega þreklaus." Alan Smith sagði að ýmis vandamál hefðu komið upp á. „Loftslagsbreytingin hafði þau áhrif að hann var oft með flensu og ýmsa kvilla sem komu í veg fyrir að hann gæti æft og tekið framförum. Hann gat æft samfara því sem meiðsli voru meðhöndluð, en þegar veikindi voru annars veg- ar var ekkert hægt að gera." Þetta var ekki aðeins erfitt tíma- bil fyrir Wilkinson og Smith. Sigurður var nær því að bugast og oftar en ekki efaðist hann um ákvörðun sína. „Ég vissi hvað ég þurfti að gera þegar ég kom hing- að, en þetta var mun erfiðara en ég gerði mér grein fyrir. Ég varð að vera mjög sterkur andlega til að gefast ekki upp,“ er haft eftir Sigurði. Smith sagði að þrek Sig- urðar hefði veriö lítið betra en hjá meðalmanni, en hann hefði styrkst mikið og það kæmi berlega í Ijós í leikjunum. Fyrstu tvö árin hefði verið undirbúningstírnabil, en nú • Sigurður hefur þurft að leggja mikið á sig til að ná árangri. Hann hefur þyngst um 6 kg sfðan hann kom til Sheffield og þrekið er 50 til 60% meira en það var. • Mikið mæðir á miðvallarleikmönnum í hverjum knattspyrnuleik. Þeir stjórna að miklu leyti gangi leiksins og oftar en ekki er það undir þeim komið hver úrslitin verða. Sigurður Jónsson er engin undantekning og í leikjum sínum með Sheffield að undanförnu hefur hann vakið athygli fyrir yfirvegun, góða knattmeðferð og sérlega góðar og nákvæmar sendingar. væri hann tilbúinn til að sýna hæfi- leika sína. Almennt er talið að Wilkinson leggi meiri áherslu á krafta en feg- urð, en hvernig er hægt að ná því besta út úr Sigurði? Wilkinson seg- ir að ailir hjá Sheffield séu beðnir um að gera sitt besta. Sigurður hafi þurft að leggja mikið á sig og hann hafi aldrei verið betri, en þrekið sé enn ekki nógu gott. „En hann hefur aðra hæfileika, sem fólk gæti sagt að bæti fyrir þrekið. Ég segi hins vegar að þessir hæfi- leikar blómstri best með því að byggja upp og styrkja aðra þætti." Mikið álag er á leikmönnum í ensku deildinni og ef þeir ætla að standa sig, verða þeir að geta leik- ið vikulega þrátt fyrir mikla hörku og baráttu. Wilkinson segir að það sé undir Sigurði komið, hvort hann geti leikið heilt tímabil án þess að vera stöðugt í meðferð hjá sjúkra- þjálfara daginn fyrir leik, „en fái hann tækifæri held ég að hann geti það. Sigurður hefur þroskast og viðhorfið er rétt þ.e. vilji til að sigra. Auðvitað viljum við allir sigra með stíl, en það gerist ekki alltaf og Siggi hefur fengið að kynnast þvj," sagði Wilkinson. í greininni er sagt að Sigurður hafi fengið um 40 þúsund pund við undirskrift samnings og það sé fjárfesting sem þurfi að vernda og gefa tíma til að þroskast og dafna. Það sé löng leið milli Akra- ness og Sheffield, en hvort Sigurð- ur Jónsson hafi gert rétt getur hann einn dæmt um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.