Morgunblaðið - 30.12.1986, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 30.12.1986, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 Sundmót Bylgunnar: Metaregn í Sundhöllinni - alls voru níu íslandsmet og fimm unglingamet sett á mótinu Eðvarð Þór og Ragnheiður Runólfsdóttir unnu bestu afrekin NÍU íslandsmet og fimm ungl- ingamet voru sett á sundmóti Bylgjunnar sem fram fór í Sund- höll Reykjavíkur á sunnudaginn. Eðvarð Þór Eðvarðsson og Ragn- heiður Runólfsdóttir voru stiga- hæstu einstaklingar mótsins. Eðvarð setti tvö Islandsmet og Ragnheiður þrjú. Magnús Már Ólafsson sett ís- landsmet strax í fyrstu grein mótsins og gaf þannig tóninn. Hann bætti met Inga Þór Jónssoar um hálfa sekúndu og synti á 24,39. sek. í sama sundi setti l’sfirðingur- inn, Ingólfur Arnarson, piltamet er hann synti á 25,56 sek. Ragnheiður Runólfsdóttir sett þrjú íslandsmet og er greinilega í mjög góðri æfingu núna. Fyrst setti hún met í 50 m baksundi, synti á 31,31 sek. og bætti met Bryndísar Ólafsdóttur um 0,20 sek. Hún gerði svo enn betur í 50 m bringusundinu og bætti þá ^met Guðrúnar Femu um eina og hálfa sekúndu, synti á 33,30 sek. Hún setti síðan punktinn yfir i-ið er hún setti íslandsmet í 100 m baksundi, synti á 1.07,49 og bætti eigið met um 0.30 sek. Eðvarð Þór Eðvarðsson setti tvö íslandsmet. Fyrst í 50 m flug- sundi, sem er aukagrein hjá honum, hann bætti met Jóhanns Björnssonar um hálfa sekúndu og synti á 26,62 sek. Magnús Már Ólafsson bætti einnig met Jóhanns í riðlinum á undan, synti á 27,05 sek. Eðvarð setti síðan glæsilegt met í 50 m baksundi, synti á 26,99 sek. og bætti eigið met um hálfa sekúndu. Hugrún Ólafsdóttir setti íslads- og stúlknamet í 50 m flugsundi er hún sigraði systur sína, Bryndísi, og stal af henni metinu í leiðinni. Hún synti á 29,78 sek. Bryndís Ólafsdóttir bætti síðan eigið met í 50 m skriðsundi um 0,12 sek. er hún synti á 27,37 sek. og var það jafnframt stúlkna- met. Sigurlín Garðarsdóttir, HSK, setti meyjamet í 50 m bringu- sundi, synti á 38,97 sek. Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, Ægi, setti meyjamet í 50 m flugsundi, synti á 34,5 sek. Eðvar Þór hlaut afreksbikar Bylgjunnar í karlaflokki, hlaut 941 stig og Ragnheiður Rúnólfsdóttir í kvennaflokki, hlaut 903 stig. Mótið þótti mjög vel heppnað og fylgdust fjölmargir áhorfendur með því, auk þess sem keppni var líst í beinni útsendinu á Bylgjunni. Morgunblaðið/Einar Falur Morgunblaöið/Einar Falur • Þessar þrjár ungu sundkonur settu allar íslandsmet á mótinu. Frá vinstri: Hugrún Ólafsdóttir, sem setti met í 50 m flugsundi, Ragnheiður Runólfsdóttir, sem setti met í 50 m bak- og bringusundi og svo í 100 m baksundi og Bryndís Ólafsdóttir, sem setti íslandsmet í 50 m skriðsundí. Kraftlyftingar: Þrettán íslandsmet fuku í Garðaskóla - Hörður og Sigurbjörg stigahæst á mótinu ÞRETTÁN íslandsmet og 13 ungl- ingamet voru sett á opna Reykjavfkurmótinu í kraftlyfting- um sem fram fór f Garðaskóla í Garðabæ á laugardaginn. Hörður Magnússon var stigahæstur f karlaflokki og Sigurbjörg Kjart- ansdóttir í kvennaflokki. Það er mikill uppgangur í kraft- lyftingunum hér á landi um þessar mundir og kom það berlega í Ijós á þessu móti. Kvénnfólkið er farið að láta mikið að sér kveða og settu þær samtals 11 íslandsmet. Tvö. íslandsmet voru sett í karlaflokki. Hörður Magnússon lyfti 352,5 kg í hnébeygju og samanlagt 872,5 kg. Unglingarnir stóðu fyrir sínu og settu alls 13 íslandsmet. Úrslit urðu sem hér segir: e Ragnheiður Runólfsdóttir og Eðvarð Þór Eðvarðssson stóðu sig best allra á sundmótinu og hiutu afreksbikara Bylgjunnar. Ragn- heiður setti þrjú íslandsmet og Eðvarð tvö. Morgunblaðið/Einar Falur # Hörður Magnússon setti tvö fslandsmet á opna Reykjavíkurmótinu í kraftlyftingum um helgina. Hór setur hann met í hnébeygju, lyfti 352,5 kg. e Sigurbjörg Kjartansdóttir setti íslandsmet f öllum sfnum lyftum og lyfti samtals 357,5 kg. Konur: 52 kg fl. Magnea Sturludóttir 240 kg 60 kg fl. Nína Óskarsdóttir 302,5 kg 67,5 kg fl. Sigurbjörg Kjartansdóttir 357,5 kg 75 kg fl. Elín Ragnarsdóttir 342,5 kg Karlar: 75 kg fl. Már Óskarsson 467,5 kg Auðunn Jónsson 405 kg 82,5 kg fl. Jón Gunnarsson 715 kg Halldór Eyþórson 7T5kg Bárður B. Olsen 605 kg 90 kg fl. Óskar Sigurpálsson 720 kg GunnarGreinsson 662,5 kg BjarniJ. Jónsson 662,5 kg 100 kg fl. Magnús Steindórsson 752,5 kg Snæbjörn Aðils 705 kg Guðni Sigurjónsson 702,5 kg 110 kg fl. Hörður Magnússon 872,5 kg Birgir Viðarsson 675 kg 125 kg fl. Magnús Ver Magnússon 825 kg Matthías Eggertsson 725 kg Yflr 125 kg fl. Hjalti Árnason 930 kg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.