Morgunblaðið - 31.12.1986, Side 5

Morgunblaðið - 31.12.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 5 Vill reisa 14 herberaja mótel í Hafnarfirði Morgunblaðið/Bj ami Starfsfólk Granda hf. leitt í allan sannleika um rétta meðferð hráefn- isins. að svona námskeið hafi þýðingu þó það fari allt eftir höfðunum á hverj- um og einum," bætti Bertel við. Þegar Bertel var spurður hvort honum þætti ekki skrítið að setjast á skólabekk á þessum aldri brosti hann í kampinn og samsinnti því. „Þetta er þó aðeins annar dagurinn og sjálfsagt verður maður orðinn vanur þessu að lokum.“ Hannes var að lokum spurður hvemig honum þætti að kenna físk- vinnslufólkinu og hvemig viðhorf þess væri til námskeiðanna.„Við- horfið er mjög jákvætt og það er geysilega skemmtilegt að kenna þetta. Fólk gerir sér líka orðið fulla grein fyrir hvað það er mikilvægt, að fara vel með fiskinn í vinnslu enda em kaupendur famir að gera mun meiri kröfur til gæðanna en áður.“ Breytt viðhorf til vinnunnar Morgunblaðsmenn fóm næst í kaffistofuna í kjallara Háskólans. Þar settust þeir við borð hjá Helgu Guðjónsdóttuf, gÓVSÍgU Krístjáns- dóttur, Áslaugu Valdemarsdóttur og Óskari Guðnasyni, og spurðu hvernig þeim þættu námskeiðin. „Þetta er nauðsynlegt," sagði Helga. „Við getum alltaf lært af þessu þó við höfum flest unnið við fískvinnslu í nokkur ár. Það er svo margt sem fólk á eftir að læra. Þó em þessu námskeið sjálfsagt best fyrir þá sem em að byija í þessari JÓHANN Bergþórsson hefur sótt um leyfi til að byggja 14 her- bergja mótel og veitingahús, samtals 550 fermetrar að grunn- fleti, á hæðinni fyrir ofan Hvammahverfið við Reykjanes- braut í Hafnarfirði. Samkvæmt skipulagi er einungis gert ráð fyrir veitingahúsi á hæð- inni. Umsóknin hefur hlotið góðar undirtektir bæjaryfírvalda en áður en endanleg samþykkt fæst verður hugmyndin kynnt íbúum í nágrenn- inu. Gert er ráð fyrir að í kjallaranum verði heilsurækt, með gufubaði og heitum pottum. Á neðri hæð verður móttaka, vínstúka og snyrtiaðstaða og á annarri hæð veitingasalur og eldhús. Það em arkitektamir Óli G.H. Þórðarson og Lovísa Christiansen sem hafa hannað mótelið, sem mun verða fyrsta gistirými í Hafnarfirði um lang ára bil. Þakkir fyrir björgun Forsætisráðherra hefur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar þakkað skip- stjóra og skipshöfn á Vædderen frækilega björgun skipbrots- manna á skipinu Suðurlandi. Einnig hefur utanríkisráðherra sent danska starfsbróður sínum þakkarskeyti. Einnig hefur þökkum verið komið á framfæri við Breta og Norðmenn fyrir þeirra mikilvæga þátt í björgun- inni. Slysavamafélag Islands, Landhelgisgæslan og Flugmálastjóm eiga jafnframt sérstakar þakkir skyldar fyrir þátttöku í leit og björg- un,“ segir t frétt frá forsætisráðu- neytinu. Virkilega skemmtilegt að kenna fiskverkunarfólkinu, sagði Hannes Magnússon. „Viðhorf fólks til vinnunnar breytist við þessi námskeið," sagði Áslaug. „Maður er alltaf að gera sér betur grein fyrir að maður er að vinna við matvömr en ekki bara „físk“. Og mér fínnst að viðhorf fólks almennt til þessarar atvinnu- greinar sé að breytast. Margir hafa litið niður á fólk sem vinnur við físk og sagt: það er bara í físki, en þetta er að breytast," sagði Ás- laug. „Það er alveg greinilegt að við- horf fólks er að breytast gagnvart fískvinnslu,“ bætir Sólveig við. „ En ég hef aldrei skammast mín fyrir að vinna í fiski." Þetta em ekki lakari lokaorð en hver önnur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.