Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 9 HUGVEKJA tl' Það er innanfrá sem opnað er - eftir ÓSKAR JÓNSSON Texti: Ob.Jóh. 3,18—19. „Alla þá, sem ég elska, tyfta ég og aga. Ver því heilhuga oggjör iðrun. Sjá, égstend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun égfara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér. " Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka. Nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka. En hvers er að minnast? spyr sálmaskáldið í næsta versi. Þótt flest sé gleymt megum við ekki gleyma miskunnsemd Guðs. Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn .. . og gleym eigi neinum velgjörðum harts. Hann fyrirgef- ur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein. Sálmur 103,1—3. Um áramótin lítum við um öxl og undrumst hvort við höfum náð því takmarki sem við settum okkur um áramótin í fyrra? Því miður hefur ekki allt tekist eins vel og við ætluðumst til. Hvernig er andlegt heilsufar okkar við þessi áramót? Við þurfum að fá úr því skorið. Þegar við verðum líkamlega veik að næturlagi og hringjum á læknavaktina er spurt: Er hit- inn hár, hvað er hitastigið? Ég leitaði sjaldan til lækna hér á árum áður. Hélt að heilsu- farið væri í besta lagi. Svo fékk ég nýrnasteinakast og í seinna sinnið sem ég fékk það sagði læknirinn að ég hefði verið hepp- inn að hafa fengið kastið, því blóðþrýstingurinn var mældur í sjúkrahúsinu og reyndist allt of hár. Svo ég hefði fengið slag það árið eða næsta, ef ekkert hefði verið gert til að fá þrýst- inginn niður. Ég hef oft þakkað Drottni fyrir nýrnasteinakastið, því það varð mér til bjargar. Söfnuðurinn í Laódíkeu hélt að allt væri í lagi hjá sér, en svo var ekki. Boðskapurinn til safn- aðarins var mjög harður. Hinir kristnu höfðu aðeins að nokkru leyti komist í snertingu við himn- eska eldinn. Þeir mikluðu sjálfa sig og sögðust vera lánsamir, auðugir og einskis þarfnast. Tímanleg velferð þeirra hafði gert þá andlega sljóa. Þeir voru hvorki heitir né kaldir heldur hálfvolgir og það var það versta ástand sem þeir gátu verið í samkvæmt orðum Jesú. Ob. Jóh. 3,16. Er það ekki hálfvelgjan sem er aðalmeinið meðal kristinna manna á Islandi í dag? Jesús býður söfnuðinum í Laódíkeu, og okkur einnig, það sem gott er: gull, skírt í eldi, hvít klæði og smyrsl sem lækna blinduna. Að lokum segir hann: „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á.“ Hver er það sem drepur á dyr hjarta míns? Það rætist fyrirheitið sem Guð gaf Abraham um frelsarann; „Af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörðinni blessun hljóta.“ 1. Mós. 22,18. Það er Jesús sjálfur sem drepur á dyrnar. Hann vill frelsa þig, lækna og blessa. Hann vill neyta kvöldverðar með þér, já, það verður sannkölluð veisla, gleði og fögnuður. „Hann skaltu láta heita Jesú, því hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra." Matt. 1,21. Hann var látinn heita Jesús, eins og engillinn nefndi hann. Jesú nafn skal hærra, hærra, hljóma yfir vorri Jörð. Jesú nafn og ekkert annað eflir Drottins litlu hjörð. Hrekur burtu hatrið blinda hrelldum sálum veitir frið, gefur þrek og þrótt að striða þeim, sem elska réttlætið. Nafn þitt, Jesús, ég vil elska, Jesú nafn er huggun mín. í Hans nafni fann ég frelsi, frið, sem aldrei, aldrei dvín. David Welander. Miðaldra maður kom með hraði inn í eldhús til konu minnar og sagði glaður og fagnandi: „Imma, fyrsta sinn sem ég held jól! Fyrsta sinn sem ég í raun og veru held jól.“ Hann hafði nýlega opnað hjartadyr sínar fyrir Jesú og það var orsök þess að hann nú var svo glaður og hamingjusamur. Þessi maður hafði áður verið svo dapur og langt niðri í von- leysisdalnum. Afengisbölið hafði eyðilagt og lagt í rúst alla fram- tíðardrauma og nú voru sjálfs- morðshugsanir farnar að gera vart við sig. Hann var vistmaður í Víðinesi og þangað kom smá- hópur til að halda kristilega samkomu. Þessi maður vildi ekki koma á samkomuna, en af því að samkoman var haldin á gang- inum heyrði hann sönginn og vitnisburðina inn á herbergið til sín. Kristur fór að knýja á hjartadymar og það leið ekki langur tími, þar til opnað var og lífshamingjan var ftindin. Jesús þráir að komast inn til .okkar. Hann þekkir þarfimar og kemur okkur til hjálpar. Hann þrengir sér ekki inn og það er innanfrá sem opnað er. Láttu hann ekki þurfa að hverfa frá þínum dymm. Nýja árið verður farsælt og blessun- arríkt ef hann fær að komast að. Guð gefi þér gleðilegt ár. Jesús drepur dymar á. Leið þú Hann inn. Leið Hann inn, þá um Hann fer. Hann fögnuð býr í hjarta þér, Jesús Kristur kominn er. Leið þú Hann inn. Hýstu þennan himna gest. læið þú Hann inn. Iðrun drag þú ei á frest. Leið þú Hann inn. Állar syndir kvitta kann, svo komist þú í himnarann. Ó, hvað Herrann heitt þér ann. Leið þú Hann inn. Þýð.: Steingr. Thorsteinsson Gamlársdagur: Lokað. Nýársdagur: Lokað. Eigendur og starfsfólk óska öllum landsmönnum gleöilegs nýs árs. Þökkum samskiptin á árinu. r' Aramótaspilakvöld Yarðar Landsmálafélagið Vörður heldur áramótaspilakvöld sitt sunnudaginn 4. janúar nk. í Súlnasal Hótels Sögu. Húsið opnað kl. 20.00. Glæsilegir vinningar. Kristinn Sigmundsson söngvari skemmtir. Sjálfstæðismenn fjölmennum. Landsmálafélagið Vörður. Álfa- brenna verður á félagssvæði Fáks á Víðivöllum laugardaginn 3. janúar og hefst kl. 16.30. Álfakóngur og drottning koma á hestum. Veitingasala í félagsheimilinu. Nýársfagnaður verður í félagsheimili Fáks laugardaginn 3. janúar og hefst kl. 22. Miðasala við inngang- inn. Jólagleði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík boða til jólafagnaðar í sjálfstæð- ishúsinu Valhöll laugardaginn 3. janúar nk. kl. 15.00. Brúðubíllinn með Gústa, ömmu og Lilla mætir á staðinn, jólasveinar koma í heimsókn, píanóleikur og söngur, einnig mætir Davíð Oddsson borgarstjóri og rifjar upp eitthvað jólalegt. Kaffi, gos og kökur. Kynnir verður María E. Ingva- dóttir formaður Hvatar. Sjálfstæðismenn eru hvattir til þess að fjölmenna á þessa fjölskylduskemmtun. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.