Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 23 i Námsmenn virða fyrir sér vejrjjspjöld í miðborg Peking. Peking: Mótmælum haldið áfram Peking, AP, Reuter. NÁMSMENN við kennarahá- skólann og almenna háskólann í Peking sinntu ekki banni stjórnvalda og settu í gær upp spjöld þar sem krafist var auk- ins frelsis. Á sumum spjaldanna var Wan Li, aðstoðarforsætis- ráðherra, gagnrýndur fyrir að halda því fram, að lýðræðisleg þróun ætti að koma að ofan. „Lifí lýðræðið“ og „niður með einræðið“ voru algengustu slag- orðin á spjöldunum en á öðrum mátti sjá tvær hendur stjórnvalda, aðra, sem þrýsti á koll stúdent- anna, en hina með snöru um háls þeim. „Við gefum ykkur frelsi, við gefum ykkur lýðræði" var áletrun- in en einnig mátti fínna spjöld þar sem Wan Li var varinn og sagt, að hann hefði aðeins sagt sannleik- ann um stefnu stjómvalda. Dagblað alþýðunnar varaði í gær stúdenta við og sagði, að al- menningur í Peking og öðrum borgum landsins sætti sig ekki við, að þeir ryfu almannafrið og græfu Kólombía: Strætisvagninn var á leið frá undan þeim stöðugleika, sem væri undirstaða framfara með kínversku þjóðinni. Var vikið að þætti stúdenta í menningarbylting- unni, sem olli tíu ára upplausnar- ástandi í landinu, og sagt, að slíkir atburðir mættu ekki endurtaka sig. 19 fórust í umferðarslysi Bogota, AP. NÍTJÁN manns fórust og átján slösuðust þegar áætlun- arvagn lenti í árekstri við vöruflutningabifreið á vegi norður af Bogota, höfuðborg Kólombíu. Bogota til borgarinnar Ubate og valt niður bratta hlíð eftir árekst- urinn, sagði maður, sem lifði slysið af. Margir farþeganna voru á leið til ættingja og ætluðu að fagna nýju ári í faðmi fjölskyldunnar. m. : 9 á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000; \071 á kr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinningar á kr. 20.000. jgar á kr. 907.200.000. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Vamlegast til vinnings ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.