Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Bjartsýni í óvissunni Itilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar á því ári, sem nú er að kveðja, var á það minnt í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins, 30. nóvember síðastlið- inn, að fyrir 200 árum bjuggu um 300 manns í Reykjavík og næsta nágrenni. Samkvæmt skýrslum er mannfjöldi nú um 300 manns á fimm stöðum í landinu: Hofsósi, Hrísey, Sval- barðseyri, Kirkjubæjarklaustri og í Arskógshreppi. Ræddi blaðamaður Morgunblaðsins við fólk á öllum þessum stöðum og spurði, hvernig það teldi þá eiga eftir að líta út eftir 200 ár, hvort einhver þeirra ætti eftir að verða heimkynni um 100.000 manns. Enginn spáði því en allir voru bjartsýnir fyrir hönd síns byggð- arlags. Þróist byggð í landinu með þeim hætti, sem spár segja fyrir um, er ólíklegt, að nokkur núlif- andi íslendingur eigi eftir að verða vitni að þéttbýlismyndun utan höfuðborgarsvæðisins, sem er sambærileg við þróun byggð- ar þar. Talið er, að þegar fram líða stundir hægi almennt á fjölgun fólks í landinu. Framtíðarspár eru síður en svo einhlítar. Samkvæmt þeim ættum við nú að búa við hærra eldsneytisverð en fyrir tíu árum vegna lögmáls skortsins og þeir, sem stunda matvælaframleiðslu, ættu að mala gull. Á því ári, sem er að líða hefur verð á eldsneyti lækkað, en fískverð á heims- markaði hefur hækkað. Nú er talað um góðæri hér á landi og sagt, að hagvöxtur í ár sé meiri en annars staðar. Sveiflumar í íslensku efnahagslífi hafa verið næsta reglulegar undanfama áratugi. í raun má segja, að það sé meiri vandi nú orðið að stíga á bremsumar, þegar hraðinn eykst, en dæla erlendu lánsfé inn í efnahagskerfíð, þegar hjólin hægja á sér. Mönnum hefur lærst, að verðbólgan er að vem- iegu leyti heimasmíðaður vandi. Gleggsta dæmið um ný tök á honum em þeir almennu kjara- samningar, sem gerðir vom á árinu. Um það hveraig á að hafa stjóm á góðærinu verður meðal annars deilt í viðræðum um kaup og kjör sjómanna, sem nú em að fara af stað. Harkan í því máli sannar þá skoðun, að það er ekki síður erfítt að lifa góða tíma en slæma. Sagt hefur verið, að bændur í blómlegum hémðum Banda- ríkjanna, sem hafa verið að leggja upp laupana undanfarin misseri, ættu að beina reiði sinni að þeim, sem höfðu uppi skrif- borðsspár um stöðuga verð- hækkun á landbúnaðarafurðum. Vegna spádóma um endimörk vaxtar hafí bændur fjárfest meira en góðu hófí gegnir, fram- leiðsla hafí aukist og verð lækkað. Olíuframleiðsluríki hafa þráttað um það á árinu, hvemig þau ættu að bera sig að við framleiðslutakmarkanir til að hækka verð á sinni vöm. Við höfum gripið til ráðstafana til að stjórna sókn í fiskstofna og beina framleiðslu bænda í arð- bærari átt. Alls ekki er ljóst, hvaða áhrif framleiðslustjóm í landbúnaði hefur, þegar til lengri tíma er litið. Flýtir hún fyrir þéttbýlis- myndun í sveitum? Verður hún til þess, að ekki aðeins býlum heldur einnig íbúum í þeim þétt- býliskjörnum, sem byggjast á þjónustu við sveitirnar, fækkar? Verður ný nýting á landinu, nýting ferðamannsins, til þess að byggðakjarnar myndast á nýjum stöðum? Við spumingum eins og þessum er ekki unnt að gefa einhlít svör. Ef við hefðum svör við því, sem framtíðin ber í skauti sínu, væri tilveran önnur. Sumir kenningasmiðir segjast að vísu hafa ráðið gátuna um þróun þjóðfélaga við „réttar" aðstæð- ur. í kommúnistaríkjunum er enn talað um „hinn nýja mann“, sem skuli erfa jörðina. í þessum ríkjum hafa ráðamenn talið sig geta gert áætlanir fimm ár fram í tímann ef ekki lengra; þar er ófrelsi, fátækt og örbirgð þó mest. Viljum við fóma atvinnu- háttum okkar fyrir áætlunarbú- skap í anda Kim II Sung? Viljum við kasta frelsinu á glæ fyrir stjómarhætti eins og í Rúmeníu, þar sem stjómardeild hefur ver- ið komið á fót til að stöðva útbreiðslu á gamansögum um stjómarherrana og borgaramir em dæmdir samkvæmt óbirtum lögum og reglum? Við höfum fyllstu ástæðu til að vera bjartsýn þrátt fyrir óvissu við þessi áramót eins og jafnan endranær. íslensku þjóð- inni hefur tekist, eins og staðfest var með eftirminnilegum hætti á árinu, að skipa sér traustan sess í samfélagi þjóðanna. Við búum við hagstæðar ytri að- stæður í viðskiptamálum og höfum tryggt öryggi okkar í alþjóðamálum. Morgunblaðið þakkar lesend- um sínum og öðmm landsmönn- um samfylgdina á árinu 1986 og óskar þeim farsældar og frið- ar á árinu 1987. Þorsteinn Pálsson, formaður Siálfstæðisflokksins: Leið mannúðar og markaðsbúskapar Með hækkandi sól horfum við íslendingar til bjartrar framtíðar á nýju ári. Við blasir meiri almenn hagsæld og velmegun en hér hefur þekkst í langan tíma. Um þessi áramót hvílir þó yfir skuggi mikilla örlaga. I velgengninni og jólahelginni höfum við verið minnt á reginafl sjávarins, sem enn einu sinni hefur hrifsað til sín fjölda mannslífa og skilið eftir fjölskyldur, börn og ástvini í myrkri sorgar- innar. Þessir atburðir eru enn til áminningar um þær hættur, sem á degi hverjum steðja að íslenskum sjómönnum, og verða til brýningar um aukið öryggi þeirra, sem vinna mikilvæg störf á hafí úti í þágu þjóðarinnar allrar. Sjóslysin hafa snert viðkvæmustu strengi í hjarta hvers íslendings. Sú samkennd breytir ekki því sem orðið er, en er vonandi einhver styrkur þeim, sem með eigin sálarþreki þurfa að lýsa upp nýja framtíð eftir þessa hörmulegu at- burði. Bjartsýni, stórhugur og atorka í þjóðmálaumræðum upp á síðkastið hafa komið fram býsna miklar þverstæður. Við búum nú við meiri árgæsku en í annan tíma. Hjól hamingjunnar hefur snúist á sveif með okkur. Sjávarafli er meiri en nokkru sinni fyrr. Á erlendum mörkuðum er greitt hærra verð fyrir íslenskar afurðir en áður og við borgum minna en fyrr fyrir olíuna, sem svo miklu ræður um viðskiptakjör þjóðarbúsins. Þar við bætist að með breyttri stjórnarstefnu hefur verið höggv- ið að rótum gamalla meinsemda í þjóðarbúskapnum og sáð í nýja akra. Við þessar aðstæður hafa ýmsir tekið sig til við að kyrja mikinn barlóms- og bölsýnissöng. Einhvern veginn vantar þó hreinan tón í það stef og með rökum verður ekki bent á að það hafí skírskotun til veruleikans. Þetta niðurrifshjal ber vott um andlega uppdráttarsýki, sem mikilvægt er að grafi ekki um sig í þjóðarsálinni, því það lamar lífsþróttinn og viljann til góðra verka. Í þjóðhátíðarræðu á 10 ára afmæli lýðveldisins sagði Ólafur Thors, sá mikli foringi: „að með sparsemi og nægju- semi næðu íslendingar aldrei settu marki, heldur með bjartsýni, stórhug og atorku." Þessi orð eru enn í fullu gildi. Sparsemi og nægjusemi eru að sönnu mikilvægar dyggðir, en það er með bjartsýni, stórhug og atorku, sem okkur miðar fram á við. Aðalatriðið er að láta ekki bölsýnismennina villa okkur sýn með því að draga athyglina frá því, sem er kjami málsins. Við höfum æmar ástæður til að láta stjómast af sömu bjartsýni og stórhug og Ólafur Thors á sinni tíð. Hugmyndagrundvöllurinn Stjómmálabarátta nú á tímum snýst fremur um leiðir að markmiðum en markmiðin sjálf. Til einföldunar og skýr- ingar hafa menn gefið meginleiðunum heiti. Það eru hugtök stjómmálanna. Og það er bæði gömul saga og ný, að menn hafa gjaman búið til hina mestu þrætubók um hugtökin sjálf. Hugtakið — frjáls samkeppni — er nú almennt viður- kennt og jafnvel sósíalistar tala í ræðum sínum um að á skorti í þeim efnum. En áður fyrr var þetta hugtak grýla. Þá skrifaði Jón Þorláksson: „Sérstaklega ber margt af því sem andstæðingar frjálsrar samkeppni tala og skrifa um hana nú síðustu árin þennan keim. Hið algengasta er að þeir vita ekkert hvað frjáls samkeppni er, setja einhverja ljóta hugsmíð úr sínu eigin höfði í hennar stað og hella svo af skálum reiði sinnar yfir.“ Það kom á daginn, að sjónarmið Jóns Þorlákssonar hlutu almenna viðurkenningu. I dag hella andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins enn úr skálum reiði sinnar yfír þá merkingu, sem þeir sjálfír hafa lagt í hugtakið ftjálshyggja. Eftir þvt sem þjóðfélagið verður flóknara og margbrotnara munu átökin um frelsi eða miðstýringu hafa meiri þýðingu. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur reyndar aldrei bundið sig við aðrar kennisetningar en þær er stofnendur hans lögðu honum til á vordögum 1929. Þá var þjóðfélagið einfaldara í sniðum. Krafan um verslunarfrelsi hafði þá mest gildi. Á þeirri tíð var ekki orðið neitt tilefni til að krefíast útvarpsfrelsis. Reynslan er til vitnis um að á vegvísi þeirrar leiðar, sem Sjálfstæðisflokkurinn er á, stendur mannúð og markaðs- búskapur. Og andstæðingar geta nú sem fyrr hellt úr skálum reiði sinnar yfír hugtök eins og frjáls samkeppni eða frjálshyggja, án þess að það varpi ljósi á nokkuð ann- að en vindmylluriddaramennsku þeirra sjálfra. Núverandi ríkisstjóm hefur fetað þessa braut. Útgjöldum ríkisins, mældum sem hlutfall af þjóðarframleiðslunni, hef- ur verið haldið í skefjum. En á móti hefur hlutur mennta- mála, heilbrigðis- og tryggingarmála verið aukinn verulega. Það eru þau svið uppfræðslu og mannúðar, sem við teljum að ríkisvaldið eigi að annast. Á hinn bóginn hefur verið gengið lengra fram í því, en gert hefur verið í aldarfjórð- ung, að fella úr gildi reglugerðir og lög, sem mæla fyrir um miðstýringu og ríkiseinokun. Bæði á sviði menningar- mála og atvinnulífs. Sala ríkisfyrirtækja var áður bann- heilög í pólitík, en er nú að ryðja sér til rúms undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Meðal íjölmargra bréfa, sem til mín hafa borist að und- anförnu úr ýmsum áttum, er eitt frá þjóðkunnum íslendingi, sem ekki hefur verið undir merki Sjálfstæðisflokksins. Bréfið var mér kærkomið fyrir það m.a. hvað í því stóð um þessi efni. Bréfritari kemst þannig að orði: „Eigi að síður munu flestir geta orðið sammála um það, að athafnalíf í anda fijálshyggju gengur einfaldlega betur en annar rekstur. En þjóðfélagið er fleira en athafnalíf og rekstur. Þetta virðist mér fijálshyggjumönnum oft sjást yfír. Þeir eru svo hræddir við félagshyggjuna, að þeir hliðra sér hjá því að tala um þá mannúð sem birtist í félagslegri þjónustu. Þar með dettur botninn úr öllu saman, því það hlýtur einmitt að vera markmið þjóðfélags að framkvæma mannúð, meginmarkmiðið. Þannig virðist „félagsleg fijáls- hyggja“ að sumu leyti vera lykilhugtak. Síðari hluti þess dregur fram það virka afl, sem heldur hlutunum gangandi og er ómissandi, ef allt á ekki að fara í strand..Fyrri hlut- inn bendir á markmið virkninnar, innihald hennar og dýpri tilgang." Þó að bréfritari hafi ekki fram til þessa fylgt Sjálfstæðis- flokknum að málum lýsir hann af næmum skilningi, og á einkar einfaldan hátt, þeim grundvallarviðhorfum, sem letr- uð eru á vegvísi sjálfstæðisstefnunnar. Engum dylst að þessi viðhorf njóta vaxandi fylgis og það er ekki síst unga fólkið í landinu, sem hefur gert sér grein fyrir því, að happadrýgst hlýtur að vera, að þessi viðhorf móti fram- vindu þjóðfélagsmála á Islandi. Þau feykja burtu málefna- legum strákofum stjórnarandstöðunnar. Stöðugleiki og meira frelsi Núverandi ríkisstjóm var fyrst og fremst mynduð í ein- um tilgangi: Að vinna að því að ráða niðurlögum verð- bólgunnar. Þó að ágreiningur hafi verið um myndun ríkisstjórnarinnar, innan Sjálfstæðisflokksins, blasti sú staðreynd við, að með öðrum hætti var ekki unnt að ná pólitískri samstöðu um þau nauðsynlegu og óhjákvæmilegu verk, sem vinna varð til þess að höggva að rótum óðaverð- bólgunnar. Þótt það starf hafi ekki gengið fyrir sig með öllu áfallalaust liggur nú fyrir að þetta ætlunarverk er orðið að veruleika. Það þarf ekki að rifía upp þá vá, sem við blasti, hefði verðbólgan haldið stjórnlaust áfram, eins og stefndi vorið 1983. Þetta verk eitt dugir til að sýna fram á árangur stjómarsamstarfsins. En hvað sem því líður hafa orðið grundvallarbreytingar á ýmsum öðmm sviðum þjóðlífsins. Höfuðatriðið er, að með öllu var horfið frá þeirri dag- legu gengisfellingarstefnu, sem kynti undir óðaverðbólg- unni. Fylgt hefur verið fram stöðugleika í gengisskráningu. Það er undirstaða árangurs í baráttu við verðbólguna og ein af forsendum þess, að tekist hefur að auka kaupmátt á nýjan leik. En þessi umskipti vom hvorki einföld né auðveld. Þau hlutu að hafa ýmsar hliðarverkanir, sem menn em að sumu leyti enn að glíma við. í tíð þessarar ríkisstjómar hafa verið stigin stærstu skref til þess að draga úr miðstýringu og losa um ríkiseinok- un frá því að viðreisn var gerð fyrir meira en aldarfjórðungi. Þá var fíármagnsmarkaðurinn skilinn eftir í gömlu skipu- lagi hafta og miðstýringar. Nú hefur hann smám saman verið gefínn fijáls. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. I stað eyðslu og minnkandi spamaðar hefur spamaður aukist hröðum skrefum á nýjan leik. Þetta er ein gleggsta vísbendingin um heilbrigði efnahagslífsins. En þessum breytingum, eins og öðmm, fylgja hliðarverkanir, sem menn þurfa að takast á við og ráða bót á. Afnám ríkiseinokunar á útvarpsrekstri er annað dæmi um breytingu af þessu tagi. Því fylgja auðvitað einnig vaxtarverkir þegar fijáls útvarpsrekstur sprettur úr grasi hefðbundinna viðhorfa áratuga ríkiseinokunar. En breyt- ingin hefur leitt af sér grósku og ferskleika og á ugglaust eftir í enn ríkari mæli að draga fram hæfíleika ungrar kynslóðar, sem er að hasla sér völl í heimi þeirrar nýju tækni, sem á eftir að ýta undir listsköpun og menningu í landinu. Fyrir þá sök hefur um leið verið stuðlað að því að skjóta traustari stoðum en áður undir myndmálið, kvik- myndina, sem hlýtur að verða þáttur í viðhaldi og varðveislu íslenskrar menningarhefðar og íslenskrar tungu. í heimi nútímans hlýtur kvikmyndin óhjákvæmilega að verða fram- Þorsteinn Pálsson arlega, bæði í sókn og vörn íslenskrar menningar. Á undanförnum árum hefur verið lögð meiri rækt við rannsóknarstarfsemi en áður. Þekking er lykill að aukinni hagsæld og því þarf að virkja krafta opinberra aðila og atvinnulífs í ríkari mæli en áður á þessum sviðum. Við sjáum nýjar atvinnugreinar skjóta rótum svo sem fiskeldi og ferðamannaþjónustu. Allt eru þetta merki breytinga og nýjunga, sem eru þáttur í því að búa hér betri framtíð og meiri hagsæld. Undirbúningur kosninga Gerðar hafa verið grundvallarbreytingar, bæði í efna- hags- og menningarmálum, sem við verðum að fá tóm til að halda áfram að móta og þróa, þjóðinni allri til farsæld- ar. Um það munu kosningamar að vori snúast öðru fremur. Undirbúningur kosninganna næsta vor er þegar hafínn. Á síðustu vikum hafa stjómmálaflokkamir, hver með sínu lagi, valið menn til setu á framboðslistum. Eðlilega fylgja því umræður og jafnvel átök í einstöku tilvikum. Prófkosn- ingar ráða nú mestu um val frambjóðenda. Áður fyrr var þetta vald í höndum flokksstjóma og sérstakra kjör- nefnda. Engin aðferð er gallalaus við val á frambjóðendum. Umræðurnar að undanförnu bera þess glögg merki. í sum- um kjördæmum hafa sjálfstæðismenn gert tilraunir með það að fela stómm hópi helstu trúnaðarmanna að velja frambjóðendur flokksins. Þó að prófkosningamar séu í eðli sínu lýðræðislegar, er það engan veginn svo, að niðurstöður þeirra séu alltaf í samræmi við þá heildarhagsmuni, sem flokksmenn vilja hafa í huga, þegar mönnum er raðað á framboðslista. Því getur óánægja brotist út og magnast, ekki síður í kjölfar þeirra, en annarra aðferða við val á frambjóðendum. En hver svo sem aðferðin er hafa kjördæmisráðin ávallt úrslita- vald. Það má vitaskuld nota ef mikið liggur við, þó að meginreglan sé auðvitað sú, að menn tryggi ekki eftir á í þessum efnum fremur en öðmm. Nokkrar breytingar vera í vísum þingsætum á framboðs- listum sjálfstæðismanna að þessu sinni. Guðmundur H. Garðarson, einn reyndasti talsmaður sjálfstæðismanna í verkalýðsmálum, skipar nú ömggt sæti á lista flokksins í Reykjavík. Þar koma einnig til sögu fulltrúar yngri kynslóð- ar í flokknum, Geir H. Haarde og Sólveig Pétursdóttir. Á Reykjanesi tefla Suðumesjamenn fram fulltrúa sínum í ömggu sæti í fyrsta sinn um árabil, Ellert Eiríkssyni. Þá má nefna Vilhjálm Egilsson í Norðurlandi vestra. Og á Norðurlandi eystra kemur Tómas Ingi Olrich í baráttusæt- ið, einn helsti hugmyndasmiður byggðastefnumanna í landinu. Þessir nýju liðsmenn í væntanlegu þingliði sjálf- stæðismanna að loknum næstu kosningum munu styrlq'a flokkinn í málefnalegri framfarasókn. Hér má einnig nefna Víglund Þorsteinsson á Reykja- nesi, Sturlu Böðvarsson á Vesturlandi, Einar Kr. Guð- fínnsson á Vestfíörðum og Amdísi Jónsdóttur á Suðurlandi, sem koma til þessarar baráttu þótt ekki séu í vísum sætum. Vopnaburður málefna en ekki lýðskrums Landsfundur sjálfstæðismanna verður haldinn í byijun marsmánaðar. Hann mun marka upphaf lokasóknarinnar fyrir alþingiskosningamar. Landsfundir sjálfstæðismanna hafa jafnan verið mikið afl í íslensku stjómmálalífi og oft- ar en ekki valdið straumhvörfum í stjómmálaumræðum. Þar hefur hin borgaralega sveit fylkt liði til samstöðu og átaka. Tvær skoðanakannanir í vetur gáfu til kynna að Sjálf- stæðisflokkurinn mætti búast við nokkm fylgistapi. Sú þriðja gaf ábendingar um hið gagnstæða. Ástæða er til að taka vísbendingar sem þessar alvarlega í þeim tilgangi að geta snúið til betri vegar því sem aflaga kann að hafa farið. Þau verk, sem núverandi ríkisstjóm skilur eftir sig, styrkja málefnastöðuna. Verkin sýna merkin. Um það em alíir sammála. Og þegar allt kemur til alls verður það vopnaburður málefnanna, en ekki lýðskrumsins, sem úrslit- um ræður. Það er því engin ástæða til annars en að horfa með bjartsýni og baráttugleði til þeirra pólitísku átaka, sem framundan em á nýju ári. Stj órnarmyndun ræðst af málefnum og styrkleika- hlutföllum á Alþingi Eðlilega velta menn fyrir sér hvort kosningar muni leiða til breytinga á stjórnarháttum með nýrri ríkisstjóm. Víst er að kosningamar hljóta að kalla á myndun nýrrar stjóm- ar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki tekið þátt í þeim barnalegu flugeldasýningu sem stjómarandstöðuflokkamir hafa efnt til varðandi stjómarmyndum að kosningum lokn- um. Þar hljóta málefni og styrkleikahlutföll að ráða úrslit- um. Um málefnin vitum við fyrirfram, en um styrkleikahlut- föllin ekkert fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Umræður af þessu tagi eru því gagnslitlar á þessu stigi máls. Menn geta leikið sér að því að skipta upp ráðherra- stólum í blaðaviðtölum, en það kemur auðvitað að engu haldi meðan fólkið í landinu hefur ekki ákveðið valdahlut- föllin. Um málefnalega möguleika til myndunar ríkisstjóm- ar hefur stjómarandstaðan hinsvegar verið fáorðari. Ljóst virðist að Alþýðubandalagið gengur nú í gegnum eins konar upplausnarkreppu pólitísks tilgangsleysis, sem gerir það að verkum að ólíklegt er að það verði kallað til stjómarábyrgðar, nema að Sjálfstæðisflokkurinn missi svo mikið af atkvæðum yfir miðjuna til vinstri, að vinstri stjóm verði óumflýjanleg. Það slys gæti orðið jafnvel þó að fáir hræðist vinstri stjóm meir en forystumenn vinstri flokk- anna sjálfir. Alþýðuflokkurinn hefur nýlega kynnt tillögur sínar um stórhækkun eignarskatts og nálægt 2000 milljóna króna nýja skattlagningu á atvinnufyrirtækin í landinu. Það er deginum ljósara, að skattlagning á atvinnufyrirtækin af þessu tagi mundi grafa undan möguleikum þeirra til þess að standa við þá þjóðarsátt, sem nú hefur tvívegis verið gerð í kjarasamningum. Þá er það eitt af höfuðstefnumálum Alþýðuflokksins að steypa öllum lífeyrissjóðum landsmanna í einn sjóð og draga þannig allt þetta mikla fjármagn undir miðstýringu og soga spamaðinn, sem myndast í lífeyrissjóðunum allt í kringum landið, undir þetta sama miðstjómarvald. Þessar tillögur fela í sér stórhættulega miðstýringu á einni helstu sparnaðamppsprettu landsmanna og þær gætu haft í för með sér alvarlega byggðaröskun, ef sjálfstæði lífeyrissjóða í þróttmiklum framleiðsluplássum yrði að engu gert. Hér hafa verið nefnd tvö dæmi um málefnalega þrösk- ulda við myndun nýrrar ríkisstjómar. Ýmislegt hefur bent til þess, að stjómmálabaráttan á næstunni muni öðm frem- ur standa á milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Auki Alþýðuflokkurinn fylgi sitt á kostnað sjálfstæðis- manna aukast líkumar á því, að mynduð verði ríkisstjóm að kosningum loknum, þar sem lagðir verða 2000 milljóna króna nýir skattar á atvinnuvegina og lífeyrissjóðimir færðir undir miðstjómarkerfíð. Styrki Sjálfstæðisflokkurinn á hinn bóginn stöðu sína á Alþingi má telja víst að mynd- uð verði ríkisstjórn, sem hindri að þessi áform verði að veruleika og tryggi áframhaldandi stöðugleika og öryggi. Það er á þessum grundvelli, sem bollaleggingar um stjómmyndun að loknum kosningum, hljóta að fara fram. Og það er á þessum grundvelli, sem menn hljóta að gera það upp við sig, með hvaða styrk þeir vilja að flokkamir komi inn á Alþingi að loknum kosningum. Sögnleg þjóðarsátt Þegar horft er til baka yfír atburði liðins árs þarf ekki að fara í grafgötur um að sú þjóðarsátt, sem tókst í tvenn- um kjarasamningum við upphaf og lok ársins, mun gera árið sögulegt. Átök á vinnumarkaði em sjálfsagt ekki úr sögunni. En allsheijarátök heildarsamtaka á vinnumark- aðnum hafa lengi verið eitt helsta innanmein þjóðlífsins. Ýmsar þjóðir hafa með þríhliða samstarfí launþega, at- vinnurekenda og stjómvalda náð að skapa eðlilegan frið á vinnumarkaði til þess að tryggja stöðugleika og vöxt þjóðar- framleiðslu og tryggja á þann veg aukinn kaupmátt og bætt lífskjör. Með fyrri samningunum var lækkun verðbólgunnar tryggð og með hinum síðari gerð alvarlegasta tilraun síðari tíma til þess að styrkja stöðu þeirra, sem lakast em settir og lægst hafa launin. Fram til þessa hefur það markmið verið orðagjálfur eitt. Nú sjá menn hilla undir að það geti orðið að vemleika. Ástæðurnar fyrir þessu em margþættar. í fyrsta lagi þær gmndvallarbreytingar, sem gerðar hafa verið í gengis- málum og peningamálum. Þær hafa varpað svo ským ljósi á þá staðreynd að verðbólgan getur aðeins leitt til eyðslu og versnandi lífskjara. Staðfesta stjórnvalda í þessum efn- um hefur knúið menn til skilnings á þessum einföldu sannindum. Um leið hafa augu manna, bæði í hagsmuna- samtökum og pólitík, opnast fyrir því, að þjóðin getur einfaldlega ekki gengið út úr óðaverðbólgu inn í stöðug- leika án samstöðu. Framlag forystumanna launþega og atvinnurekenda til þessarar þjóðarsáttar er því mikils um vert. Athyglisvert er að þjóðarsátt af þessu tagi hefur aldrei tekist á tímum vinstri stjóma. Síðasta meiriháttar þríhliða- samkomulag af þessu tagi varð júnísamkomulagið 1964 í tíð viðreisnar. Það er ekki aðeins að þessu leyti, sem miklar breyting- ar hafa orðið á vinnumarkaði. Á vettvangi opinberra starfsmanna tókst víðtækt samkomulag um nýskipan samn- ingsréttarmála, þeirra sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Samningsréttur með fullum verkfallsrétti er færður til ein- stakra félaga opinberra starfsmanna. Áður voru réttindi þessi takmörkuð, bundin við heildarsamtök og verkfallsrétt- ur einungis í höndum BSRB, en ekki kennara eða háskóla- menntaðra starfsmanna. Nú gilda hins vegar ein samræmd lög um þessi efni fyrir alla opinbera starfsmenn. Á móti kemur að með öllu hefur verið eytt óvissu um starfsemi löggæslu og toll- gæslu og æðstu stjómsýslu ríkisins, stjomarráðsins sjálfs, þó að til vinnudeilna komi. Þannig hafa réttindi verið auk- in um leið og meiri festa og öryggi er um æðstu stjómsýslu, löggæslu og tollgæslu. Hin nýja löggjöf er ein hin mark- verðasta á sviði vinnuréttar í langan tíma og markar þáttaskil í áralangri baráttu opinberra starfsmanna fyrir þeim réttarbótum, sem nú hafa verið ákveðnar. Það er einnig umhugsunarefni að allar meiriháttár um- bætur í samningsréttarmálum opinberra starfsmanna hafa verið gerðar undir forystu sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Staðgreiðslukerfi hefur forgang Skattamál hafa nú sem fyrr verið eitt helsta umræðuefni í íslenskum stjómmálum. Um þessar mundir er sú umræða bæði markvissari og mikilvægari fyrir þá sök, að flestir eru sammála um að ekki verði hjá því komist að byggja upp tekjuöflunarkerfi ríkisins frá grunni. Það er vandasamt verk og viðamikið, sem ekki verður hrist fram úr erminni í einni hendingu. Þau mál hafa nú verið í vandlegum undir- búningi og ekkert ætti því að vera til fyrirstöðu að á tveimur næstu ámm megi innleiða nýtt kerfí, bæði beinna og óbeinna skatta. Það er samdóma álit flestra, að núverandi söluskatts- kerfi sé hmnið. Um alllangan tíma hefur verið unnið að undirbúningi þess að taka hér upp virðisaukaskatt, svo sem flestar nágranna- og viðskiptaþjóðir okkar hafa fyrir löngu gert. Það mál er umfangsmikið og vandmeðfarið. En ein- sýnt er að úrelt söluskattskerfi verður ekki leyst af hólmi með öðmm hætti. Endurbætt fmmvarp um þetta efni hef- ur nú verið lagt fram á Alþingi. Þá var í haust hafist handa um gmndvallarendurskoðun á tekjuskattskerfinu, með það i huga að einfalda fram- kvæmd þess, í þeim tilgangi að lækka skatthlutföll, hækka skattleysismörk og koma á staðgreiðslu. Forystumenn launþegasamtaka og atvinnurekenda knúðu á um það við gerð síðustu kjarasamninga, að þær gmndvallarbreytingar á tekjuskattskerfínu, sem verið hafa í athugun og undirbúningi, gætu komist til framkvæmda þegar í ársbyijun 1988. Ljóst er að mjög knappur tími er til stefnu til þess að gera svo umfangsmiklar breytingar á tekjuskattskerfinu og koma á staðgreiðslu eftir aðeins eitt ár. Eigi að síður hefur verið ákveðið að stefna hiklaust og markvisst að því að þetta megi verða. Staðgreiðslukerfíð verður látið hafa allan forgang í þeim breytingum sem nú er unnið að. Tíma- röð annarra breytinga á skattkerfinu, þ. á m. virðisauka- skatts, kann því að raskast ef það er óhjákvæmilegt til þess að staðgreiðsla komist á í ársbyijun 1988. Skattheimtan hefur verið lækkuð um 2700 milljónir Um það hversu mikil skattheimtan á að vera verður hins vegar lengi deilt. Sjálfstæðismenn vilja stilla henni í hóf. Núverandi ríkisstjóm hefur með margs konar breyting- um á skattalögum afsalað sér rúmlega 2700 milljónum króna tekna miðað við þau skattalög, sem í gildi voru þegar að fyrrverandi ríkisstjóm hvarf frá. Þar af nemur lækkun tekjuskatts um 1100 milljónum króna. Bæði Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið em með tillögur um að snúa þessu aftur til hins fyrra horfs. En þar á enn við sem Jón Þorláksson sagði á stofnári Sjálfstæðis- flokksins: „Enginn telq'uafgangur getur orðið þjóðfélaginu til meira gagns á annan hátt en þann, að honum sé óskiptum varið til aukningar á þjóðareign. Þetta er alveg sama hugsunin sem Gladstone gamli orðaði þegar hann var fjármálaráð- herra á þann hátt, að sérhver peningur, sem eigandi vildi nota til nytsamrar starfsemi væri betur kominn í buddu eigandans en í ríkisfjárhirslunni hjá fjármálaráðherranum." Við áramót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.