Morgunblaðið - 31.12.1986, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 31.12.1986, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 Harold Macmillan, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, látinn: Sættí þjóðina við að dagar heimsveldisins væru liðnir London, AP, Reuter. HAROLD Macmillan, fyrrum forsætis- ráðherra Breta, lést í fyrradag á 93. aldursári. Hafði hann átt við heilsu- leysi að stríða að undanförnu og fékk hægt andlát á heimili sínu í Sussex. Landsmenn hans, jafnt pólitískir and- stæðingar sem samherjar, og þjóðar- leiðtogar víða um heim minnast MacmiIIans með mikilli virðingu og sem eins merkasta stjórnmálamanns bresku þjóðarinnar á þessari öld. Sem forsætis- ráðherra íhaldsflokksins á árunum 1957-63 átti hann mikinn þátt í að end- urvekja sjálfsvirðingu Breta eftir Súezævintýrið og hann kom einnig þjóð sinni í skilning um, að sól heimsveldis- ins væri að hníga til viðar og að framtíð hennar væri falin í aukinni samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir. Macmillan, sem bar titilinn jarlinn af Stockton þegar hann lést, fæddist 10. febr- úar árið 1894. Faðir hans var velmegandi útgefandi en móðir hans var bandarísk að þjóðerni. Hann stundaði nám við Eton og Oxford og eftir að hafa gegnt her- þjónustu í fyrri heimsstyijöldinni tengdist hann breska aðlinum með þvi að kvænast lafði Dorothy Cavendish, dóttur hertogans af Devonshire. Attu þau fjögur böm, þijár dætur og einn son. Arið 1924 settist Macmillan í Neðri deild breska þingsins fyrir Stockton-on- Tees og við formennsku í Ihaldsflokknum tók hann af Sir Anthony Eden árið 1957. Arið áður höfðu Bretar og Frakkar ráðist inn í Egyptaland til að reyna að koma í veg fyrir, að Nasser, Egyptalandsforseti, þjóðnýtti skipaskurðinn en höfðu ekki er- indi sem erfiði. Olli innrásin miklu uppnámi í Bretlandi og um hríð var fátt með Bret- um og Bandaríkjamönnum. Náin vinátta Macmillans og Eisenhowers og síðar Kennedys varð þó til, að fljótt greri um heilt. Þegar Macmillan settist að í Downing- stræti 10 var það hans fyrsta verk að setja upp skilti yfir dyrunum og var áletr- unin fengin úr einni ópera Gilberts og Sullivans: „Róleg og flaslaus yfirvegun greiðir úr hveijum vanda.“ Voru þetta hans einkunnarorð í embætti en á valdaár- um hans voru miklir uppgangstímar í Bretlandi, skortur eftirstríðsáranna var að baki og framtíðin blasti við björt og fögur. Maemillan var mikill ræðuskörung- ur og urðu mörg ummæli hans fleyg. „Bretar hafa aldrei haft það jafn gott“ eru hans frægustu orð en þau eru hins vegar ranglega eftir honum höfð því hann sagði, að aldrei fyrr hefðu jafn margir Bretar haft það jafn gott. Þegar gengi Macmillans var hvað mest voru fjölmiðlamir vanir að kalla hann „Ofurmac“, „Undramac" eða „hinn óskeik- ula Harold frænda“ en með árunum dvínuðu vinsældir hans. Föðurlegt yfir- stéttarfasið höfðaði ekki lengur til fólks og ekki bætti úr skák, að á síðasta stjóm- arári hans, árið 1963, komst upp um mikið hneyksli innan stjórnarinnar. John Prof- umo, varnarmálaráðherra, varð þá ber að því að hafa haldið við gleðikonu að nafni Christine Keeler, sem einnig átti vingott við hermálafulltrúa sovéska sendiráðsins í London. Þetta mál og veikindi, sem Macmillan átti við að stríða, urðu til þess, að hann sagði af sér í október þetta sama ár. A alþjóðavettvangi gat Macmillan sér gott orð. Hann átti meginþátt í að stórveld- in sömdu um að hætta tilraunum með kjamorkuvopn í andrúmsloftinu og öðlað- ist sess í mannkynssögunni með því að leysa upp nýlenduveldi Breta í Afríku. í september 1960 átti Harold Macmillan viðdvöl á Keflavíkurflugvelli á leið sinni vestur um haf á þing Sameinuðu þjóð- anna. Þá var fiskveiðideila íslendinga og Breta vegna útfærslunnar í 12 mílur tveimur árum fyrr enn óleyst. Macmillan ræddi við Ólaf Thors, forsætisráðherra, á Keflavíkurflugvelli. Bjami Benediktsson, sem var dómsmálaráðherra á þeim árum, lýsir fundinum m.a. þannig í æviágripi sínu um Ójaf Thors: „Vann Ólafur þar Macmillan til skiln- Harold Macmillan. Mynd þessa tók Ól- afur K. Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins, á Keflavíkurflugvelli þegar Macmillan kom hingað til við- ræðna við Ólaf Thors. ings á nauðsyn okkar, þótt enn væri eftir að semja um einstök atriði. Með þessu samtali var grundvöllur lagður að lausn málsins og þar með að einum stærsta stjórnmálasigri íslendinga." Þegar Macmillan sagði af sér árið 1963 kvaddi hann með þessum orðum: „Eg hef verið hermaður, kaupsýslumaður og stjómmálamaður. Þegar ég dey kann ein- hver að segja um mig, „hann var foringi". smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. [ einkamál \ I íAA. i...a. —J Amerískir karlmenn óska eftir bréfaskiptum á ensku við íslenskar konur með vináttu/ giftingu í huga. Sendið upplýsingar um starf, aldur, áhugamál og mynd til: Rainbow Ridge, Box 19043 Kapaau, Hawaií 96755, USA. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Nýársdagur. Hátíðarsamkoma kl. 16.30. Ræðumaður Sam Daniel Glad. Ad. KFUM og KFUK Nýárssamkoma á nýársdag að Amtmannsstíg 2b kl. 20.30. Upphafsorð og bæn: Bjarni Gíslason. Ræðumaður: Ástráður Sigursteindórsson. Söngur: Elsa Waage. Allir velkomnir. Vegurinn — kristið samfélag Þarabakka3 Fögnum nýju ári á samkomu kl. 17.00 nýársdag. Almenn samkoma verður sunnu- daginn 4. janúar kl. 20.30 að Þarabakka 3. Allir velkomnir. Vegurinn. Kl. 20.30 á nýársdag er almenn hátíðarsamkoma í Þribúðum, Hverfisgötu 42. Fjölbreytt dag- skrá með miklum söng og vitnis- burðum. Gunnbjörg Óladóttir syngur. Ræðumaður er Óli Ágústsson. Allir eru hjartanlega velkomnir. Gleöilegt nýár. Samhjálp. Krossínn Aiifthrckku 2 — Kópavogi Gamlársdagur: Brauðsprottning kl. 14.00. Nýársdagur: Almenn samkoma kl. 20.30. Gleðilegt ár. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Ath. Skrifstofa Ferðafólagsins veröur lokuð föstudaginn 2. janúar 1987. Sunnudaginn 4. janúar — kl. 13.00 — veröur gengið frá Óttar- stöðum að Lónakoti. Ekið til Straumsvikur og gengið þaðan. Verð kr. 300. Feröafélag íslands. *Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 Nýársdag kl. 16.00: Jóla- og nýársfagnaður Anne Marie og Harold Rein- holdtsen, flokksforingjar, stjórna og tala. Veitingar. Föstudag 2. jan. kl. 20.00: Norr- ænn jólafagnaður. Séra Jónas Glslason dósent talar og Anne Marie og Harold syngja tvísöng. Veitingar. (Hátíðin fer fram á skandinavísku). Sunnudag 4. jan. kl. 14.00: Ný- ársfagnaður sunnudagaskól- ans. Gott í poka. Öll börn velkomin. Kl. 20.30: Fyrsta hjálpræðls- samkoma árið 1987. Séra Halldór S. Gröndal talar og brigader Ingibjörg Jónsdóttir stjórnar. Mikill söngur. Allir vel- komnir. Gleðilegt nýtt ár. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía — Keflavík Nýjársdagur: Guðsþjónusta kl. 14.00. Hörgshlíð 12 Samkoma i kvöld, miövikudags- kvöld, kl. 20.00. Hörgshlíð 12 Samkoma á nýjársdag kl. 16.00. ingar Jólatrésskemmtun verður haldin í félagsheimili KR við Frostaskjól Laugardaginn 3. janúar og hefst kl. 15.00. Miðaverð er kr. 250 og eru miöar seldir hjá húsverði og við innganginn. Sjáumst hress og kát. KR-konur. | raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar | Áramótaspilakvöld Varðar Landsmálafélagið Vörður heldur áramótaspilakvöld sitt sunnudaginn 4. janúar i Súlnasal Hótel Sögu. Húsið opnað kl. 20.00. Glæsilegir vinningar, þ.á.m. flugferð, þækur og matarkarfa. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins flytur ávarp. Spilakort afhent við inn- ganginn — mætið tímanlega. Landsmálafólagið Vörður. Jólagleði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Sjálfstæðisfélögin i Reykjavik boða til jólafagnaðar í sjálfstæðis- húsinu Valhöll laugardaginn 3. janúar nk. kl. 15.00. Brúðubillinn með Gústa, ömmu og Lilla mætir á staðinn, jólasveinar koma í heimsókn, píanóleikur og söngur, einnig mætir Davíð Odds- son borgarstjóri og rifjar upp eitthvað jólalegt. Kaffi, gos og kökur. Kynnir verður María E. Ingvadóttir formaöur Hvatar. Sjálfstæðismenn eru hvattir til þess aö fjölmenna á þessa fjölskyldu- skemmtun. Sjálfstæðisfólögin i Reykjavik. Fyrirtæki óskast til kaups. Stórt eða lítið. Má þarfnast endur- skipulagningar. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Traustur — 1753".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.