Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 Minning: Ingibjörg Skafta- dóttir Hraundal Fædd 24. júní 1909 Dáin 24. desember 1986 Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar föðursystir mín er kvödd þótt nokkur orð verði að nægja. Hún Imba, eins og hún var kölluð, var svo kát og glöð að ekki sé nú minnst á gestristnina. Alltaf er komið var í Drápuhlíðina var á augabragði búið að leggja á borð með dýrindis kökum og meðlæti, þó svo að hún væri búin að afsaka sig með því að eiga ekkert með kaffinu. Hún var höfðingi heim að sækja. Fyrir nokkrum árum missti hún eiginmann sinn, Guðmund Hraun- dal, sem var kennari við tannlækna- deild Háskóla íslands. Sá missir var mikill og tók það Imbu iangan tíma að komast yfír það. Þau áttu eina dóttur, Helgu, f. 13. 09. 1955 sem gift er Hinriki H. Friðbertssyni og má segja að Imba og Guðmundur hafí þar eignast son er Hinrik tengdist þeim. Helga og Hinrik eiga tvö böm, Dagnýju Huld og Guð- mund Inga, og voru þau augastein- ar ömmu sinnar. Nú síðasta árið hafa Helga og Hinrik búið í Drápu- hlíðinni hjá Imbu vegna þess að þau eru að byggja sér hús í Beykihlíð 5 hér í borg og fór mjög vel á með þeim. Missir þeirra er því mikill og ekki síst ömmubamanna. Við systkinin og fjölskyldur okk- ar sendum Helgu, Hinrik og bömum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin um Imbu frænku er björt. Anna Björg. t Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR ÞÓRARINN KRISTJÁNSSON, fyrrverandi bryti, Skipasundl 85, sem andaöist 23. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 7. janúar kl. 13.30. Dísa Dóra Hallgrfmsdóttir, Roger Cummings, Vigdfs Blöndal Gunnarsdóttir, Hallgrfmur Blöndal Gunnarsson, Elsa Blöndal Sigfúsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG SIGRÍÐUR SIGURVALDADÓTTIR, Fjölnisvegi 20, veröur jarösungin 2. janúar 1987 kl. 13.30 frá Fossvogskapellu. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Sigurrós Lárusdóttir, Ingibjörg Lárusdóttir, Sigurvaldfs Lárusdóttir, Birna Lárusdóttir, Jón S. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, HLÖÐVER EINARSSON, yfirvélstjóri, Flúðaseli 90, sem lést af slysförum 25. desember er m/s Suöurland fórst, verö- ur jarösunginn föstudaginn 2. janúar frá Dómkirkjunni kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Kristfn Káradóttir, Sigurður Helgi Hlöðversson, Hlfn Hlöðversdóttir. t Móðir okkar, GERTRUD FRIÐRIKSSON, fyrrverandi prófastsfrú á Húsavfk, veröur jarðsungin frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 2. janúar kl. 14.00. Björg Friðriksdóttir, Örn Friðriksson, Aldfs Friðriksdóttir, Bima Friðriksdóttir. t Faöir okkar, HINRIK THORARENSEN, fyrverandi læknir á Siglufiröi, sem andaðist að Hrafnistu í Hafnarfirði 26. desember, veröur jarðsunginn frá nýju kapellunni i Fossvogi föstudaginn 2. janúar kl. 11.30 f.h. Fyrir hönd vandamanna, Oddur Thorarensen, Ragnar Thorarensen, Ólafur Thorarensen, Hinrik Thorarensen, Stella Klara Thorarensen. L ....________ _____________________—-__________-_____. í riti sínu um ellina komst hinn frægi rómverski ræðusnillingur Cic- ero svo að orði, að það væri eins eðlilegt að gamalt fólk dæi og þroskaður ávöxtur félli af tré. Þrátt fyrir sannindi þeirra orða kemur dauðinn ætíð á óvart — of snemma. Það hafa fjölskylda og ættingjar Ingibjargar Skaftadóttur nú reynt en hún andaðist á Landspítalanum á aðfangadag eftir nokkurra vikna legu þar, 77 ára að aldri. Ingibjörg var fædd í Reykjavík hinn 24. júní 1909, dóttir hjónanna Skafta Þorlákssonar og konu hans, Önnu Jónsdóttur. Foreldrar Skafta voru þau Þorlákur Jónsson og Geir- laug Gunnarsdóttir sem bjuggu að Varmadal á Kjalamesi og af eru runnar Álfsnesætt, Skaftaætt og Varmadalsætt. í Knútskoti, þar sem nú er Gufunes, bjuggu foreldrar Ingibjargar um skeið en fluttust síðan til starfa í Viðey. Var Ingi- björg þá aðeins átta ára að aldri. Þar dvaldist hún frostaveturinn mikla og mörg uppvaxtarár þar á eftir. Ymis störf vann hún í Viðey, og síðar í Reykjavík þar sem hún var m.a. um nokkurra ára skeið seint á fjórða áratug aldarinnar í vist hjá Ólafí Thors og konu hans. Hinn 1. október 1938 gaf séra Friðrik Friðriksson þau saman í hjónaband, Ingibjörgu og Guðmund Hraundal tanntækni. Á hættutím- um síðari heimsstyijaldarinnar sigldu þau hjónin síðan í skipalest til Bandaríkjanna og fullnumaði Guðmundur sig í tannsmíði í Boston árið 1942. Guðmundur varð fyrsti kennari í tannsmíði við nýstofnaða tannlæknadeild Háskóla Islands og starfaði þar um áratugaskeið. Á sumrin, frá miðjum júní til miðs ágústs, ferðuðust þau hjónin víðs vegar um Island og veittu lands- byggðinni kærkomna tannsmíða- þjónustu en Ingibjörg aðstoðaði mann sinn eftir föngum í þeim störfum. Meðal staða, sem leiðin lá oft til, má nefna Ólafsvík, Stykkis- hólm, Blönduós, Hvammstanga og Hólmavík. Kynntust þau landinu vel og ýmsu góðu fólki. Taka má fram í þessu sambandi að þau gáfu Hólmavíkurkirkju hinn fallega upp- lýsta trékross er prýðir nú kórvegg kirkjunnar. Tengslin við land sitt ræktuðu þau og í sumarbústað sínum í Mosfellsdal, skammt frá Gljúfrasteini. Ingibjörg var eiginmanni sínum stoð og stytta en hann féll frá haustið 1982 — of snemma — 68 ára að aldri, skömmu fyrir upphaf nýs skólaárs í tannlæknadeildinni sem hann hafði búið sig undir að venju. Þau hjón voru ætíð góð heim að sækja. Um það hafa m.a. vitnað nokkrir af fyrstu nemendum tann- læknadeildarinnar sem vöndu mjög komur sínar til þeirra. Ingibjörg og Guðmundur voru hamingjusöm, einkum eftir að þau eignuðust einkadóttur sína, Helgu. Helga, sem vinnur í Útvegsbanka Islands á Seltjamamesi, er gift Hinrik H. Friðbertssyni rafeinda- virkja sem starfar hjá Reykjavíkur- borg. Böm þeirra em Dagný Huld og Guðmundur Ingi. Fjölskyldu Ingibjargar vottum við, ég og fjöl- skylda mín, dýpstu samúð, svo og móðir mín, Lára Jónsdóttir, en hún og Ingibjörg voru bræðradætur og miklar vinkonur. Ingibjörg Skaftadóttir verður jarðsett hinn 2. janúar 1987 við hlið eiginmanns síns, Guðmundar Hraundals, í kirkjugarðinum að Lágafelli sem skartar sínu fegursta á jólum og er þá meðal fallegustu staða á Islandi, upplýst kirkja í upplýstum kirkjugarði. Það sem Stefán frá Hvítadal orti um guðs- þjónustu í kvæði sínu „Aðfanga- dagskvöld jóla 1912“ á hér við öll jólin: „Kveikt er ljós við ljós.“ Og að sumarlagi eiga hér við orð úr sömu vísu: „Angar rós við rós.“ Að loknu góðu ævistarfi hæfir góð- ur staður góðu fólki. Jón Ögmundur Þormóðsson Sigurður Sigurgeirs- son — Kveðjuorð Fæddur 6. júlí 1920 Dáinn 8. nóvember 1986 Sannarlega syrtir að er sumir kveðja. Er það nokkur furða, þegar átakanlegt slys klippir í sundur þráðinn á örskotsstund og lætur öllu lífí lokið? Þannig urðu örlög vinar míns, Sigurðar Sigurgeirsson- ar, laugardaginn 8. nóvember sl. þar sem hann lét líf sitt í bifreiða- slysi á Hellisheiði. „Verður það oft, þá varir minnst voveifleg hætta búin fmnst, ein nótt er ei til enda trygg, að því á kvöldin sál min hygg: hvað helst sem kann að koma upp á, kjós Jesúm þér að vera hjá, skelfing engin þig grípur þá.“ (H. Pét.) Skátar eiga sér kjörorð: „Vertu viðbúinn". Það hljómar vel, en eru allir tilbúnir, þegar kallið kemur? Það mætti segja mér, að þeir sem hafa þá trúarvissu, að dauðinn sé fæðing inn í annað og fullkomnara líf, eigi betur með að sætta sig við hann en hinir. Það var ekki komið að tómum kofanum þegar rætt var um trúmál við Sigurð, enda var kristin trú í öndvegi á heimili hans. Hann gat því vel tekið undir með sálmaskáld- inu, sem orti: „Vort traust er allt á einum þér vor ástarfaðir mildi. Þin náð og miskunn eilíf er, það alla hugga skyldi. í hveiju sem að höndum ber, og hvað sem bágt oss mætir, þín hjálp oss nálæg ætíð er og allar raunir bætir.“ Trúarlíf Sigurðar var engin sýnd- armennska. Hann sýndi trúna í verki. Það kom fram í störfum hans fyrir Langholtssöfnuð. Sigurður átti létt með að laða að sér fólk. Háttvís framkoman svo eðlislæg og elsku- Ieg, var öðrum til fyrirmyndar. Hag annarra bar hann fyrir bijósti og sýndi það með störfum sínum á viðfelldinn máta. Ekkert aumt mátti hann sjá, þá var hann óðar kominn til hjálpar. Þetta er mælt af reynslu eftir áratuga samskipti við hann. Slíkan mann var gott að eiga fyrir vin. Kynni okkar Sigurðar hófust í bemsku vestur á Isafírði, „í faðmi fjalla blárra". Foreldrar hans voru merkishjónin séra Sjgurgeir Sig- urðsson, síðar biskup Islands og frú Guðrún Pétursdóttir frá Hrólfsskála á Seltjarnamesi. Þau voru framúrskarandi aðlað- andi persónur, unnendur fagurs mannlífs, siðfágunar og manndóms. Heimili þeirra stóð öllum opið. Þar fengu margir úrlausn, ekki síst þeir, sem minna máttu sín í lífinu. Mikil og sönn vinátta ríkti með foreldrum okkar og því töluverður samgangur á milli heimilanna. Mér fannst heimili presthjónanna vera mitt annað heimili, því bömin þeirra §ögur urðu miklir vinir mínir, eink- anlega Pétur, sem var bekkjarbróðir minn í skóla og afbragðs leikfélagi. Það mun ekki ofmælt þótt ég fullyrði, að enginn kennimaður þar vestra hafi haft jafn djúptæk áhrif á æsku ísfírðinga í kristilegu upp- eldi og séra Sigurgeir á 22 ára starfsferli sínum á ísafírði. Fleiri fengu svo að njóta handleiðslu hans síðar meir. Oft var sprett úr spori, þegar heimsækja átti prestshjónin. Þá þótti leiðin ekki löng á milli Silfur- torgs og Sjónarhæðar. Ef við lítum yfír farinn veg og finnum gamla slóð, færast löngu liðnar stundir okkur nær. Ótal skemmtiferðir að sumri til inn í Tunguskóg í beijamó eða gönguferðir um fjöll og dali í vinahópi, bijótast fram úr hugskoti minninganna. Einn fyrsti skógar- túrinn með foreldrunum var áreið- anlega farinn sumarið 1925. Þá var hópur Grænlendinga staddur á ísafírði og fékk að slást með í för- ina. Það var líka ævintýri fyrir okkur strákana að skreppa fótgangandi 5 km leið út í Hnífsdal. Hitt þar ein- hvern sjómanninn sem átti harðfísk í hjalli sínum og fá nokkur strengsli. Ef vel bar í veiði fórum við léttstíg- ari til baka og þá var vel tuggið á heimleiðinni. „Góður vinur er gulli betri,“ seg- ir máltækið. Oft þurfti ég að leita ráða hjá Sigurði og biðja hann um aðstoð i ýmsum efnum. Alltaf voru viðbrögð hans á einn veg: „Alveg sjálfsagt, Svenni minn. Þakka þér fyrir að þú komst til mín, en fórst ekki eitthvert annað.“ Ljúfmennið sagði til sín. „Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni." Tveim dögum fyrir andlátið heimsótti Sigurður mig í Lands- bankann. Fyrr en varði sveigðist tal okkur um ísafjörð á fyrri árum. Þar með hreifst hugur okkar „í æðra veldi“ þegar rætt var um æskustöðvarnar. Einlægari ísfirð- ing en hann þekkti ég ekki. Rúmlega 60 ára vinátta, sem aldrei bar skugga á, markar djúp spor á lífsferli manns. En nú er vinurinn horfinn til æðri sólarlanda, meira að starfa Guðs um geim. Einn mesti hamingjudagur í lífí Sigurðar var 5. nóvember 1949, þá kvæntist hann eftirlifandi konu sinni,- Pálínu Guðmundsdóttur, mætri konu úr Reykjavík. Þau eign- uðust sex mannvænleg böm — Sigurgeir, Sigrúnu, Önnu, Guðrúnu, Kjartan og Harald. Farsælt samlíf þeirra hjóna er að baki, en minning- in um sólargeislann í fjölskyldunni varpar birtu fram á leið. „Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda sem unnast fær eilífð aldrei að skilið.” (J. Hallgr.) Við Sveinbjörg sendum Pálínu, börnunum öllum og öðrum ættingj- um einlægar samúðarkveðjur með ósk um að sá sem öllu ræður létti þeim róðurinn á komandi ámm. Að leiðarlokum við áramót kveð ég kæran vin með þessum orðum skáldsins: „Sérhvem dag, þegar sólin skín sendi hún þér ylríku brosin sín og Guð skal ég biðja um að gæta þín.“ (EMJ. Sveinn Elíasson SÍMMMÍHMaaaiMHMHÍNMBMMMNMMNi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.