Morgunblaðið - 31.12.1986, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 31.12.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 21 Haraldur Sumarliðason 13%, eða minni en þekkst hefur í 15 ár. Um það hefur lengi verið deilt og verður sjálfsagt alltaf, hvaða leiðir séu vænlegastar til að draga úr óstöðugleika í íslensku efna- hagslífí, og víst er, að á því sviði hefur í áranna rás verið mikið um misheppnaða tilraunastarfsemi. Al- kunna er, að menn skiptast nokkuð í tvo hópa um skoðanir á þessu efni. Annars vegar eru þeir, sem hafa mesta trú á því, að miðstýring og boð og bönn, s.s. opinber verð- lagshöft, séu vænlegust til árang- urs. Hins vegar eru þeir, sem telja, að með frelsi í viðskiptum verði best stuðlað að jafnvægi og árangri á efnahagssviðinu. Um þetta efni verður sjálfsagt seint kveðinn upp endanlegur úrskurður, en ég vek sérstaka athygli á, að sá stórfeng- legi árangur, sem náðst hefur á undanfömum misserum í verðlags- málum, er á engan hátt til kominn vegna boða og banna „að ofan“, aukinna verðlagshafta og þess hátt- ar. Þvert á móti hefur á ýmsum sviðum verið losað um áratuga gömul höft og fijálsir samningar manna, aukin samkeppni og bætt verðskyn komið í stað valdboðs og miðstýringar. Grundvallarbreyting í frjálsræð- isátt hefur verið að eiga sér stað á lánamarkaðnum, sem verða mun afdrifarík, þegar fram í sækir. Ákvörðun um vexti er nú í höndum bankanna sjálfra, samkeppni á milli þeirra hefur vaxið, sparifjármyndun aukist og jafnvægi á markaðnum nálgast. Svipaðrar þróunar hefur orðið vart á ýmsum öðrum sviðum. Þannig eru verðákvarðanir í sjávar- útvegi að þokast frá miðstýringu og opinberri forsjá og frjálsir samn- ingar að taka við. Höftin eru þó ennþá allsráðandi í landbúnaðinum og miðstýringin hefur raunar stór- um aukist á undanfömum misser- um. Hljóta það að teljast mikil vonbrigði, hvemig núverandi ríkis- stjóm hefur færst undan því að taka á vanda landbúnaðarins og haldið áfram fjáraustri í þá atvinnu- grein. Annað stærsta sviðið, þar sem gömlu verðlagshöftin em enn- þá við lýði, er útseld vinna og þjónusta. Á þessu sviði hafa þó einnig orðið breytingar í rétta átt. Síðastliðið haust var verðiag á út- seldri vinnu í málm- og skipasmíða- iðnaði gefíð frjálst. Þótt of snemmt sé að fullyrða um hvemig þetta gefst þegar til lengdar lætur, sýnir reynslan það sem af er, að ótti manna við kollsteypu og verð- sprengju var ástæðulaus. Fleiri greinar íslensks iðnaðar hafa lengið liðið fyrir að vera fjötraðar í úreltum verðlagshöftum, ekki síst bygg- ingariðnaðurinn. Það hlýtur því að teljast rökrétt framhald þeirrar þró- unar, sem orðið hefur í verðlagsmál- um — og raunar löngu tímabært — að verðlagsyfirvöld og hagsmuna- aðilar telji í sig kjark til að reyna nýjar leiðir í verðlagsmálum þessara greina. Nýgerðir kjarasamningar vekja einnig vissar vonir um, að loks hafí tekist að bæta sérstaklega kjör þeirra verst settu í þjóðfélaginu, en um þetta efni hefur árangurslaust verið rætt f hveijum samningum í á annan áratug. Á þessu var nú tekið af nokkurri alvöm, en vert er þó að hafa í huga, að kjarasamn- ingUm er alls ekki lokið, þar sem enn er ósamið við fjölmennar starfs- greinar. Það þarf þvi að halda vel á í þessum efnum, til að sá árangur, sem náðst hefur, verði ekki eyði- lagður. Þá er einnig rétt að geta þess, að ýmislegt er enn óljóst um fram- kvæmd samninga, þar sem þó hefur verið gengið frá þeim, samanber ákvæði um „fastlaunasamninga", en vonandi tekst mönnum að standa þar skynsamlega að verki. Ógemingur er að lýsa í stuttu máli afkomu og atvinnuástandi í þeim margvíslegu iðngreinum, sem innan Landssambands iðnaðar- manna eru. Ástandið þar markast þó að sjálfsögðu af því góða ár- ferði, sem er í þjóðfélaginu almennt. Margar greinar framleiðsluiðnaðar innan Landssambandsins, svo sem húsgagnaiðnaður og brauð og kökugerð, eru fyrst og fremst háðar kaupmætti almennings, og sama gildir um ýmsar greinar þjónustu- iðnaðar, svo sem þjónustu við bifreiðaeigendur og fleira. Ástandið í þessum greinum hefur því al- mennt verið gott að undanfömu. Verulega stór hluti iðnfyrirtækja innan Landssambands iðnaðar- manna, og raunar stór hluti iðnfyr- irtækja í landinu, á afkomu sína undir annars vegar umfangi verk- framkvæmda í landinu og hins vegar þjónustu og framleiðslu við sjávarútveg. Á báðum þessum svið- um hafa umsvif verið svo mikil á árinu, og ekki unnt að kvarta und- an verkefnaskorti. Hitt er svo annað mál, að að mörgu leyti mætti halda mun betur á stjóm íjárfestingar- mála eða e.t.v. öllu heldur að útrýma ofstjóm og óstjóm. Með því móti yrði bæði fjárfestingin sjálf arðbærari og íslenskum iðnaði gæf- ist betra færi á að nýta sér þann gríðarlega stóra markað, sem fjár- festing í mannvirkjum og atvinnu- tækjum felur í sér. Þetta á alveg sérstaklega við um málm- og skip- asmíðaiðnað, en mönnum virðist ganga ótrúlega seint að læra á mistökum undanfarinna ára og ára- tuga, þar sem fjárfesting í sjávarút- vegi hefur verið gríðarlega sveiflukennd, og um leið hafa þeir möguleikar til innlendrar iðnþró- runar, sem byggist á sjávarútvegi, verið stórlega vannýttir. Á vegum stjómvalda hefur að undanfömu verið unnið að undir- búningi ýmissa stórmála, sem snerta mjög hagsmuni iðnaðarins. Vil ég hér sérstaklega gera að umtalsefni frumvarp um virðis- aukaskatt og einnig nefna frum- varp til nýrra tollalaga, án þess að fjallað verði um það síðastnefnda hér. Bæði þessi lagafrumvörp eigi sér langan aðdraganda, og er sann- arlega tími til kominn, að mál þessi verði afgreidd á Alþingi. Eru það mér raunar talsverð vonbrigði, hvp seint mál þessi komu fram á haust- þinginu, þannig að enginn tími gafst til að fjalla um þau þá. Flestir eru sammála um, að sölu- skattskerfíð sé úr sér gengið, auk þess að vera óréttlát skattheimta, þar sem það gerir mjög upp á milli atvinnugreina. Þá skattheimtu verði því að stokka verulega upp, annað hvort með því að taka upp nýtt skattkerfi, þ.e. virðisauka- skatt, eða endurskipuleggja sölu- skattskerfíð frá grunni. Hingað til hafa allar tillögur um upptöku virð- isaukaskatts strandað á því, að ekki hefur náðst samkomulag um framkvæmd og hliðarráðstafanir, sem nauðsynlegar væru til að koma í veg fyrir verðhækkanir, einkum á matvælum, sem nú eru undanþegin söluskatti. Þegar ríkisstjómin ákvað í haust að leggja aftur fram slíkt frumvarp gerðu menn sér vonir um, að nú hefði tekist að koma fyrir þá ágalla, sem urðu til þess að frumvarp þessa efnis dagaði upp á Alþingi vorið 1984. Vissulega hafa ýmsar mikil- vægar breytingar verið gerðir á efni sjálfs frumvarpsins, og tel ég það nú að flestu í viðunandi horfi. Eftir sem áður er þó allt í óvissu um þær hliðarráðstafanir, sem boð- ið hefur verið að skuli gerðar í tengslum við samþykkt frumvarps- ins. Ljóst er, að virðisaukaskattur er ekki gallalaus. Meðal annars mun innheimtuaðilum fjölga mjög mikið. Þannig munu t.d. ýmsar mjög um- faiigsmiklar atvinnugreinar innan Landssambands iðnaðarmanna, sem að mestu eða öllu leyti hafa verið lausar við söluskatt, verða skattskyldar. Þrátt fyrir þetta tel ég að virðisaukaskattur sé réttlát- ari skattheimta en núverandi söluskattur. Helstu kosti virðis- aukaskatts eru, að hann er hlutlaus skattur, sem gerir ekki upp á milli atvinnugreina eða framleiðsluað- ferða. Þetta gildir þó því aðeins, að ekki sé þegar í upphafi dregið svo úr þessum aðalkostum kerfisins með undanþágum og óeðlilegum niðurgreiðslum, að það falli í sama farveg og núverandi söluskatts- kerfí. Landssamband iðnaðarmanna hefur lagt fram ítarlegar og já- kvæðar tillögur í þessum efnum, og ég vænti þess, að svo umfangs- mikil breyting á aðaltekjuskatts- stofni ríkisins verði því aðeins gerð, að menn hafí kjark til að láta hana ganga yfír allt þjóðfélagið, og þá að sjálfsögðu með lægra skattahlut- falli en nú er fyrirhugað. Þar sem nauðsynlegt er talið að gera sér- stakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir verðhækkanir vegna þessa, t.d. á matvælum og byggingar- kostnaði, má gera það í formi skattalækkana og hugsanlega end- urgreiðslna gegnum tryggingakerf- ið, en forðast ber að auka enn niðurgreiðslur, enda virka þær þveröfugt við það, sem eru megin- rökin fyrir upptöku þessa skattkerf- is, þ.e. að stuðla að hluteysi gagnvart vörum og þjónustu, at- vinnugreinum og framleiðsluað- ferðum. Einnig verður að gæta þess vel, að slík breyting verði ekki til þess að auka almenna skattheimtu í landinu. Það verður að segjast eins og er, að ein helsta ógnunin við stöðug- leika í íslensku efnahagslífí nú, er einmitt hvað illa gengur að draga úr ríkisútgjöldum, og virðist þá ekki duga til, þótt fulltrúar einka- framtaksins sitji yfír ríkiskassanum og ættu að geta látið þar gott af sér leiða. Ástæða er þó til bjartsýni um afkomu þjóðarinnar á næsta ári, ef áfram tekst að halda verðbólg- unni í skefjum og ef ytri aðstæður verða okkur jafn hagstæðar og nú er. En það þarf sterk bein til að þola góða daga, og því skulum við sameinast um að láta ekki góðærið leiða yfír okkur eina verðbólgu- skriðuna enn. Ég færi félagsmönnum Lands- sambands iðnaðarmanna kveðju mína og óska landsmönnum öllum árs og friðar. Kristján Thorlacius Kristján Thorlacius formaður BSRB Af innlendum vettvangi eru kjarasamningarnir í febrúar minnisstæðir. Sá árangur sem með þeim náðist til kjarabóta almennt er mjög athyglisverður. Sú stefna, sem þar var tekin, hlýtur að verða mönnum vegvísir á næsta áfanga kjarasamninga. Annað stórmál vil ég minnast á. Það er hin nýja löggjöf um samn- ingsrétt opinberra starfsmanna, sem Alþingi samþykkti rétt fyrir jólin. Þessi lög voru byggð á sam- komulagi stéttarsamtaka opinberra starfsmanna og fjármálaráðherra. Með hinni nýju löggjöf má heita að samtök opinberra starfsmanna hafi náði því marki að fá viður- kenndan sambærilegan samnings- rétt og önnur stéttarsamtök hafa lögum samkvæmt. Samtímis og unnið var að undir- búningi þessara breytinga á samningsréttinum voru gerðar breytingar á lögum BSRB á auka- þingi bandalagsins, sem haldið var í nóvember sl. Hvort tveggja þessara breytinga er tímamótaatburður í sögu sam- taka launafólks á íslandi. Hér eftir fara stéttarfélög opin- berra starfsmanna sjálf með samningsréttinn. Félagsmönnum verður jafnframt skapað aukið fijálsræði um hvemig þeir skipa sér í stéttarfélög. Reynslan á svo eftir að skera úr um hvemig hagkvæmast verður fyrir starfsstéttir og hópa að haga baráttu sinni fyrir bættum lífskjör- um. En ef vel á að fara verða menn alltaf fyrst að hafa hagsmuni heild- arinnar í huga. Hagsmunir hennar skapa grundvöllinn í lífskjarabar- áttu einstaklinga og starfsstétta. Og fyrsta boðorðið í allri verkalýðs- baráttu er að gæta jafnan hags- muna þeirra, sem verst em settir í þjóðfélaginu. í þessu sambandi er sérstök ástæða til að minnast á jafnréttis- baráttuna. Þau mál hafa verið mjög á dagskrá á síðustu ámm. Að flestra dómi hefur þar miðað minna í átt til jafnréttis en vonir stóðu til. Þetta er ekki þeim að kenna, sem í fararbroddi hafa verið í jafn- réttisbaráttunni. Þessi mál em svo stór og erfið úrlausnar, að lengri tíma tekur en nokkur ár að leysa úr þeim. Jafnréttisbarátta kynjanna er al- þjóðleg. Samt fer það varla á milli mála að þjóðir Norðurlanda em komnar lengst á löggjafarsviðinu í jafnréttismálum karla og kvenna. En málið er miklu stærra en svo að það verði leyst með löggjöf einni saman. Hugsunarháttur manna verður að breytast. Allir verða að gera sér ljóst að jafnréttið er hagsmunamál þjóðarinnar allrar, jafnt karla og kvenna, heimilanna og þá ekki síst barnanna. Þeirra er framtíðin, sem koma til með að uppskera af því, sem foreldrarnir hafa náð fram í starfi sínu að þessum málum sem öðmm framfaramálum. Samtök launafólks hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum hafa reynt eftir megni að beijast fyrir jafnrétti karla og kvenna. I fomstuliði BSRB em dugmiklar og áhugasamar konur, sem hafa fylgt jafnréttismálunum eftir. Þær hafa fullan hug á að halda þeirri baráttu áfram af fullum krafti. Þó fomsta þessara mála hjá okkur eins og annars staðar sé í höndum kvenna, viljum við karlmennimir í fomstu BSRB vinna að jafnréttismálunum af þeim krafti, sem samtökin orka. Um þetta emm við karlar og konur í fomstusveit BSRB sammála. Árangur í verki í jafnréttisbarátt unni er það, sem við öll keppum að. Umræðan er nauðsynleg til að komast nær markinu. Þess vegna hefur Norræna verkalýðssambandið ákveðið að setja jafnréttismálin á oddinn i málefnabaráttu sinni. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi NFS í nóv- ember sl. í tengslum við þann fund var haldin sérstök ráðstefna um jafnréttismál. BSRB hefur ákveðið að gangast fyrir jafnréttisráðstefnu í Munaðar- nesi í lok febrúar með þátttöku annarra stéttarfélaga og vonum við að Alþýðusambandið standi með okkur að þeirri ráðstefnu. I jafnréttismálum verður að bijóta múrana, sem nú em i rétt- indamálum kynjanna. Sú staðreynd að allar ytri að stæður í efnahagsmálum þjóðarinn- ar hafa snúist til betri vegar vekja vonir um bættan hag landsmanna á næsta ári, ef menn bera gæfu til að skipta þjóðartekjunum réttlát- lega og halda þannig á málum að verðbólgu verði haldið í skeíjum. Fjöldinn fái ekki steina fyrir brauð í sinn hlut. Tryggja verður almenn- ingi hluta af góðærinu. Gunnar J. Friðriksson Gunnar J. Friðriksson formaður Vinnuveit- * endasambands Islands ► Arið 1986 var á margan hátt viðburðaríkt ár á landi vom. Reykjavík átti 200 ára afmæli, sem minnst var með miklum glæsibrag og haldinn var leiðtogafundur stór- veldanna í Reykjavík. Viðburðaríkt var líka á starfsvettvangi Vinnu- veitendasambands Islands því gerðir vom á árinu tveir heildar- samningar við Alþýðusamband íslands og aðildarfélög þess án verkfalla eða verkfallshótana. Þar á ég við febrúarsamningana sem af mörgum hafa verið taldir tíma- mótasamningar og jólaföstusamn- inginn, sem einnig hefur verið talinn marka tímamót. Við síðustu áramót vom horfur ekki taldar sérlega bjartar í efna- hagsmálum. Spáð var vaxandi verðbólgu, minnkandi kaupmætti, hverfandi aukningu þjóðartekna og áframhaldandi halla á viðskiptum við útlönd. Heildarsamningar vinnuveitenda og verkalýðsfélaganna rannu út um áramótin. Þó viðræður hefðu hafist um miðjan desember hyllti ekkert undir samninga. í samræmi við þær horfur í efnahagsmálum sem áður er lýst setti Alþýðusamband íslands fram kröfu um miðjan janúar þar sem krafist var 32% beinna launa- hækkana á árinu, en kröfugerðin i heild var að mati Vinnuveitenda- sambandsins talin þýða 50—60% launabreytingu innan ársins. Vinnuveitendur höfnuðu alfarið þessum kröfum, en lýstu sig reiðu- búna til þess að ræða kjarasamning, sem stuðlaði að minnkandi verð- bólgu sem tryggði aukinn kaupmátt án mikilla kauphækkana. Á gmndvelli viðræðna samnings- aðila var fljótt ljóst að ekki yrði unnt að ná æskilegum árangri í niðurfærslu verðbólgu nema með samstilltu átaki aðila vinnumarkað- arins og ríkisstjómarinnar. For- senda stöðugs verðlags væri stöðugt gengi krónunnar út samn- ingstímann, en auk þess þyrfti til að koma endurskoðun ákvarðana á sviði ríkisfjármála, skattamála, peningamála og húsnæðismála. Eftir óvenju langa samningalotu tókust samningar 26. febrúar og byggðust þeir á því þríhliða átaki, sem áður er lýst. Þessi samningur aðila vinnu- markaðarins og ríkisstjórnar gerbreytti þeim forsendum sem lyrri spár um þróun efnahagsmála höfðu byggst á. Á meðan á samn- ingum stóð höfðu ytri skilyrði breyst til batnaðar, olíuverð lækk- aði og verð hækkaði á fiskmörkuð- um. Er óhætt að fullyrða að þetta tvennt ásamt fyrirheitum ríkis- stjórnarinnar um niðurfellingu launaskatts og jöfnunargjalds á SJA BLAÐSÍÐU 28

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.