Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 Ingeborg Drewitz nokkur kveðjuorð Á leið vestur um haf las ég í Der Spiegel að þýzka skáldkonan Ingeborg Drewitz væri látin, 63 ára að aldri. Hugurinn hvarflaði til Berlínar, þar sem við vorum suma- rið 1980, ásamt fjórum íslenzkum rithöfundum, Guðbergi Bergssyni, Nínu Björk Árnadóttur, Sigurði A. Magnússyni og Steinunni Sigurð- ardóttur. Þarna voru einnig fleiri listamenn, s.s. Hrafn Gunnlaugsson fyrir hönd kvikmyndaleikstjóra ef ég man rétt. Það var góður tími og eftirminnilegur, ekki sízt vegna endurfunda við Bariiske-hjónin sem hafa sýnt íslenzkum bókmenntum og menningu þá ræktarsemi í verki sem sjaldgæf er og minnir einna helzt á ástríðufulla gleði Brements- hjónanna yfir þessari sömu menn- ingu. Hin hlið þessarar Berlínar-heim- sóknar 1980 birtist í nokkrum ljóðum frá A-Þýzkalandi sem prent- uð eru í Frelsinu. Við Hanna höfðum ekki séð Berlín frá upp- reisninni sumarið 1953, en þá skrifaði ég um hörmulegt hlutskipti fólksins á þessum slóðum, einkum flóttamannanna sem biðu þúsund- um saman vonlítillar framtíðar. Nú hafði múrinn bætzt við. Þannig hvíldi enn skuggi yfir þessari borg sem er þó glaðværari og skemmti- legri en flestar borgir aðrar, þrátt fyrir allt. Ingeborg Drewitz stytti Ingeborg Drewitz þessa skugga líka til muna með uppörvun sem henni var eiginleg og látlausri þátttöku í þeirri uppá- komu sem beið þessara óframfæmu útlendu rithöfunda í vináttusam- legri umgjörð evrópskrar heims- menningar sem var þeim ekki daglegt brauð og að ég hygg sjald- gæf reynsla, svo mikilsverð kynning sem þetta var. í þessu umhverfi átti skáldkonan rætur og hér naut hún sín innan um fólk sem lét sig Island varða; þessi menntaða og sérstæða skáldkona sem hafði lagt stund á heimspeki og germönsk fræði, en kynnti sér nú einkum kjör kvenna, aðbúnað refsifanga og önn- ur velferðarmál án þess henni dytti í hug að leita fyrirmynda til úr- lausnar austan múrsins. Ingeborg Drewitz sá um alla til- högun þessarar íslands-kynningar. Ljúfmennska hennar var ekki dæmigert þýzkt viðmót, svo hlý og nærgætin sem hún var í allri um- gengni. En hún átti einnig til þýzka einbeitni og festu og þá ekki sízt HJÁ OKKUR NÁ GÆÐIN í GEGN Þökkum viðskiptin á árinu 1986 GieðUegt nýár Teppaland Grensásvegi 13,108 Reykjavík-Símar 83577 • 83430 .cuob i — kröfuhörku, sem beindist ekki síður að henni sjálfri en öðrum. Við fyrstu kynni okkar fann ég þá næmu skáldlegu taug, sem einkenndi hana öðru fremur. Ur öllum þessum þráð- um var ofið það geðslag sem er svo eftirminnilegt og veldur því að mig langar þrátt fyrir litla þekkingu á högum hennar að nefna hana hér að leiðarlokum. Minning hennar þarf að vísu ekki á neinum eftir- mælum að halda í íslenzku dagblaði, svo þekkt sem hún var fyrir skáld- skap sinn í Þýzkalandi, enda vissi ég ekki um lát hennar fyrr en ég las minningargreinina í Der Spiegel í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Þá höfðum við skömmu áður skiptzt á bókum, ég sendi henni Ultima Thule með ljóðum mínum á þýzku og hún þakkaði þegar fyrir sig með síðustu skáldsögu sinni nýútkom- inni. í þessari sögu, Eingeschlossen, eru sagðir leyniþræðir frá Eðlis- fræðingi Dúrrenmatts og Fábjána Dostójevskís, að því er Der Spiegel segir, en mér hefur því miður ekki enn gefizt tími til að kynna mér efni bókarinnar. Ingeborg Drewitz skrifaði marg- ar aðrar skáldsögur með efnivið úr áleitnum spumingum nútímalífs, en rætumar voru alltaf í menningar- legri geymd Þjóðveija. Skáldsög- umar Das Karussell, Oktoberlicht, Wer verteidigt Katrin Lambert og Gestem war heute mætti nefna og ættu íslendingar að kynna sér verk þessarar konu sem sýndi landi okk- ar einstæða vináttu í verki með því að kynna það í eigin umhverfi. Hún hafði komið til Islands og tók að sér íslands-viku í húsakynnum há- skólans í Vestur-Berlín þangað sem okkur var boðið. Áhrif hennar voru mikil og tók hún m.a. virkan þátt, í störfum þýzka PEN-klúbbsins og þýzka rithöfundasambandsins. íslandsvikan í Berlín er einhver eftirminnilegasti menningarvið- burður sem ég hef tekið þátt í og var það ekki sízt vegna nærvem Ingeborg Drewitz sem hélt um stjómvölinn með þeim árangri að húsakynni voru fullskipuð frábær- um áheyrendum og áhrifamiklum menningarfrömuðum. Var þessi samkoma einhver bezti móttakari sem ég hef kynnzt, en það er sem kunnugt er hveiju skáldi nauðsyn- legt að móttökutækin séu í lagi. En Þjóðveijar kunna sitt fag. Og því get ég bætt við að ég hef ekki séð skrifað um ljóð mín af rækt- aðri skilningi og nærfæmari bókmenntalegri hlýju en af þeim þýzkum sérfræðingum sem bezt þekkja bakhjarl samtímalífs á ís- landi. Vakti þetta athygli mína á sínum tíma og varð mér hvatning til að kynnast betur en áður þessum mikla arfi þeirra Þjóðveija. Ungur hafði ég fengið von Humbolt-styrk, en gat ekki notað hann eins og efni stóðu til þar eð ég var bundinn af blaðamennsku. Auk Ingeborg Drewitz er mér Jón Laxdal einna minnisstæðastur frá þessari íslandsviku í Vestur- Berlín, enda þýddi hann íslenzkan texta af list og kunnáttu og las hann eins og sá sem valdið hefur. Það var ógleymanleg reynsla og gladdi Ingeborg Drewitz meir en orð fá lýst. Það sá ég af viðmóti hennar og fasi, en hún sagði ekki mikið og notaði engin stór orð. Þannig var þessi vestur-þýzka kona, ógleymanleg í hlédrægni sinni og skáldlegri reisn. Melboume, Fla. Matthías Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.