Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 35 var afmælisins m.a. minnst með rekstri staðbundins útvarps og var þetta í annað skiptið á árinu, sem staðbundið svæðisútvarp var starf- rækt hér. Vel tókst til í bæði skiptin og ætti þetta að vera mönnum hvatning til frekari tilrauna á þessu sviði. Breytingar í útvarps- og sjón- varpsmálum eru ánægjulegar og ég er sannfærður um að samkeppn- in á þessu sviði á eftir að skila jákvæðum árangri. Eg minnist stofnunar Framhalds- skóla Austur-Skaftafellssýslu og er hann enn eitt dæmið um að okkur skilar áfram hér. Ingólfur Friðgeirsson Ingólfur Friðgeirsson, Eskifirði: Leiðtogafund- urinn kemur fyrst upp í hugann egar ég fer að rifja upp þá atburði, sem mér eru minnis- stæðir af innlendum og erlendum vettvangi ársins 1986, kemur auð- vitað fyrst upp í hugann sá at- burður, sem hæst ber á innlendum vettvangi, auk þess að þykja nokkr- um tíðindum sæta erlendis. Þar á ég auðvitað við leiðtogafund stór- veldanna, sem haldinn var hér í Reykjavík í haust. Þó mætti segja mér, að þegar niðurstaða viðræðn- anna verður mér löngu gleymd, muni áfram sitja í hugskotinu allur sá áhugi sem landsmenn sýndu þessu tiltæki, er þeir sátu eins og límdir framan við sjónvarpstækin og horfðu andaktugir á útidyrnar í Höfða, eða á „Hoefdi House“ eins og útlendu fréttamennirnir nefndu fundarstaðinn. Líkast til sitja þó lengst í minn- ingunni þeir atburðir sem maður er beinn þátttakandi í, og mun ég því ábyggilega helst minnast ársins 1986 vegna 200 ára afmælishátíðar Eskifjarðar og þeirrar staðreyndar, að hér var þá í fyrsta sinn gefið út dagblað og rekin útvarpsstöð. Er það von mín að hér hafi ekki verið um einstakan atburð að ræða, heldur hafi afmælið einungis mark- að upphafið að slíku starfi á Eskifirði. Karl Sigurgeirsson, Hvammstanga: Kjarnorku- slysið ber hæst Fréttir af kjarnorkuslysinu í Chemobyl í Sovétríkjunum er í huga mínum mesta frétt líðandi árs af erlendum vettvangi. Ekki aðeins slysið sjálft, heldur afleiðing- ar þess og hugleiðingar um hliðar- verkanir. Fréttamiðlun frá Sovét er ekki mjög hröð og tók það al- menning á Vesturlöndum nokkurn tíma að skynja hve gífulegt slysið var fyrir nærliggjandi héruð og ríki. Slysið vekur fólk til umhugsunar um, hve mikil nauðsyn er á hinum fullkomnustu varúðaraðgerðum við notkun kjarnorkunnar. Á íslandi bar hæst leiðtogafund- inn í Reykjavík í október sl. Flestir landsmenn sátu spenntir við sjón- varpstæki sín og biðu frétta. Leiðtogamir, Reagan og Gorbasjov, sáust öðm hvom, á leið til eða frá fundarstað sínum, Höfða. Mín vænting jókst þegar fundir þeirra drógust á langinn. Óneitanlega urðu það öllum veruleg vonbrigði, þegar skýrt var frá því á frétta- mannafundum að engin niðurstaða hafði fengist. Eftir á að hyggja kemur í ljós að slíkar viðræður em langt í frá gagnslausar. Mjög var undirbúningur og framkvæmdin öll íslendingum til sóma og mun landið aldrei hafa fengið slíka kynningu sem þessa. „Skiltastríð“ Vegagerðar ríksins og Hvammstangahrepps var á allra vömm hér í héraði um tíma sl. sum- ar. Leystist þetta mál farsællega. Sýnir það okkur hve óheppilega getur farið, þegar menn rýna aðeins í reglugerðir og lagabókstafi, í stað þess að líta á málin í viðari skiln- ingi. Merkingar við vegi, fyrir vegfarendur, til upplýsingar og ör- yggis, hljóta að vera númer eitt. Karl Sigurgeirsson Björn Blöndal, Ytri-Njarðvík: Sigur Alþýðu- flokksins at- hyglisverður * Eg nefni fyrst fund leiðtoganna Reagans og Gorbachovs í Reykjavík og þá miklu umfjöllun sem land og þjóð fékk hjá heims- pressunni í tengslum við hann. Fyrsta fórnarlamb eyðni, þess ógn- vekjandi sjúkdóms, lést og ljóst er að margir eiga eftir að fylgja í kjöl- farið. Gjaldþrot Hafskips ogtilkoma nýrra fjölmiðla em líka ákaflega minnisverðir atburðir. Af erlendum tíðindum finnst mér Björn Blöndal athyglisverðust sú óþægilega staða sem stjórn Reagans Bandaríkjafor- seta hefur komið sér í með vopna- sölunni til írans. Það mál virðist vera með ólíkindum klúðurslegt og hlýtur að skaða verulega traust fólks á ráðamönnum þar í landi. Challenger-slysið hafði mikið áhrif og dapurleg lífsreynsla að sjá. Kjarnorkuslysið í Chernobyl er al- varlegt mál og ætti að kenna mönnum að fara að öllu með gát í leik með eldinn. Stórsigur Alþýðuflokksins í bæj- ar- og sveitarstjórnarkosningunum í vor, fannst mér athyglisverðast í minni heimabyggð. Hann fékk hreinan meirihluta í Keflavík og stjórnar í Njarðvík ásamt einum framsóknarmanni. Hér er verið að gera átak í ferðamálum. Tvö ný hótel voru opnuð og verið er að byggja það þriðja. Fiskeldisstöðvar þjóta hér upp og virðast þar vera miklir möguleikar. Að lokum nefni ég viðleitni framsóknarmanna að ná inn þingmanni í Reykjaneskjör- dæmi með að senda fram Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra. Vilhjálmur Eyjólfsson Vilhjálmur Eyjólfsson, Hnausum, Meðailandi: Erfitt að snúa af glötunarbraut mannkyns eir erlendu atburðir er mér koma í hug eru þessir: Morðið á Olaf Palme snart áreið- anlega flesta íslendinga illa. Sýnir það, að þörf er á öryggisgæslu fyr- ir menn í helstu valdastöðum og það þótt á Norðurlöndum sé. Stríðin við Persaflóa, í Afganistan, Suð- austur-Asíu, Mið-Ameríku og Afríku, ásamt útbreiðslu kjarna- vopna. Allt þetta varðar glötunar- braut mannkyns, sem erfitt getur reynst að snúa af. Og síðast en ekki síst er það leið- togafundurinn í Reykjavík. Hann var mesta auglýsing sem ísland hefur fengið. í fjölmiðlum um allan heim var Islands minnst. Var undir- búningur fundarins af hálfu íslend- inga hvarvetna talinn ágætur. Eftirtalda innlenda atburði vil ég nefna: Þess var minnst í vor með hátíða- messu að 200 ár eru liðin frá því, að fyrst var vígð kirkja á Lang- holti. Hafði þá sóknarkirkjan lent í Skaftáreldum. Þar áður höfðu tvær eða jafnvel þrjár kirkjur Með- allendinga farið í sand. Kennsla hófst á námsbraut í fiskeldi hér við Kirkjubæjarskola, á þessu hausti. Jón Hjartarson skólastjóri hafði for- göngu um þetta. Og einnig má minnast stuðnings Sverris Her- mannssonar menntamálaráðherra við málið. Að tengja skólakerfið atvinnuvegum og rjúfa einhæfni þess er auðvitað af því góða. Skaft- árhlaup var fyrir skömmu og mikil brennisteinsfýla. Þau koma á um tveggja ára fresti og minna okkur á að hér ofan byggðanna eru ein- hveijar mestu eldstöðvar ájörðunni. Tvö dauðaslys hafa orðið á þjóð- veginum í Skaftártungu á árinu. Hjón á leið til Reykjavíkur lentu í árekstri nú fyrir skömmu. Maðurinn lést og konan stórslasaðist. Og í vor ók stúlka út af brúnni á Ása- vatni og fórst. Þarna eru ægilegar aðstæður. Var mikið reynt að ná bílnum upp og lögðu menn sig þar í hættu. Hafðist það ekki fyrr en fenginn var krani frá gullleitar- mönnum á Skeiðarársandi og bátsankeri á Hörgslandi. Stjómaði Dagbjartur bóndi á Lyngum þessari tækni, enda mjög laginn og vanur gömlu víragröfunum. Páll Pálsson Páll Pálsson, Borg, Miklaholtshreppi: Skuggi yfir hinum dreifðu byggðum Aerlendum vettvangi vildi ég nefna morðið á forsætisráð- herra Svíþjóðar, Olof Palme, manninum sem var friðelskandi fyr- ir smáþjóð og heiminn og vakti á sér heimsathygli fyrir baráttu sína fyrir bættum kjörum þeirra sem minna mega sín. Orðsnilld hans á því sviði var eintök. Kjarnorkuslysið í Chemobyl í Rússlandi var ógn- vekjandi atburður, og er ekki að fullu vitað hversu mörgum manns- lífum var fómað þar. Þá skal ég minnast á þann stóra leiðtogafund stórveldanna í austri og vestri, sem haldinn var í Reykjavík í október. Tíðarfar ársins má teljast fremur gott, snjóléttur og miídur vetur, kalt var í maí og gróðri fór hægt fram, úrkomusamt var í júní og fremur kalt. Um miðjan júní gjörði alhvíta jörð svo að segja um mest allt land. í júlí, ágúst og september var ágætt veðurfar. Heyskapartíð var einstaklega góð hér um sunnan- og vestanvert landið. Ekki heyrðist annað en að heyskapur gengi mjög þokkalega á öllu landinu. Hafa sjaldan verið betri hey á garða bor- in en eftir þetta sumar. Það sem af er þessum vetri hefur veður ver- ið umhleypingasamt en frostvægt. Hér um slóðir var fallþungi dilka lakari en 1985, eflaust hefur úr- koman og sólarleysið í júní átt sinn þátt í því. Hvar stöndum við nú, sem fært höfum þjóðarbúi okkar á umliðnum öldum hollan mat, kjöt og mjólk? Nú hvílir skuggi yfir dreifðum byggðum okkar lands. Það er lág- kúruleg iðja að rægja fyrir alþjóð þann atvinnuveg sem nú á í erfíð- leikum með sölu á sinni framleiðslu. Þetta höfum við því miður heyrt og séð. Eflaust má deila um leiðir að settu marki, en ég vil minna á, að hollt er að flýtja sér hægt. Eyð- ing byggða með kaupum á fram- leiðslurétti er tvíeggja sverð, í bestu merkingu þess orðs. Fari ein jörð í eyði í fámennri byggð er þeim sem eftir eru hætt við að eyðast líka. Að endingu vil ég nefna flugslys- ið hörmulega sem varð hér á Snæfellsnesi 5. apríl, þegar ísa- ijarðarflugvélin TF-ORM fórst í Ljósufjöllum. Með henni fórust fimm manns en tveimur mönnum var bjargað mikið slösuðum og hröktum eftir að hafa verið fastir í flaki flugvélarinnar hátt í hálfan sólarhring. Jón H. Signrmundsson, Þorlákshöfn: Góðæri til lands og sjávar Islendingar hafa notið góðæris til lands og sjávar á árinu sem er að líða. Veturinn var mildur og sumarið gott, næg spretta hjá bændum og heyfengur góður. Sömu sögu má segja af sjávarútvegi. Síld- og loðnuveiðar hafa gengið vel. Mokveiði á rækju í sumar og verð á þeim afurðum í hámarki þó held- ur hafi hallað undan fæti nú síðari hluta ársins. Bolfiskveiðar hafa gengið nokk- uð vel en takmarkast þó af kvóta og sóknarmarki. Verð á þeim afurð- um hefur verið nokkuð misjafnt og sjómenn borið mismikið úr bítum eftir því hvort landað hefur verið í gáma og selt ferskt á erlendan markað eða landað til vinnslu hér heima. Farið er að örla á nokkurri óánægju hjá sjómönnum með þenn- an mismun og nú síðast sauð upp úr hjá Utgerðarfélagi Akureyringa. Á þann hnút var skorið með því að greiða hærra verð fyrir hluta af fískinum. Búast má við að upp úr sjóði á fleiri stöðum ef ekki verður veruleg breyting á fiskveiði eða þá að físk- verð verði gefið fijálst. Hugmyndir um fískmarkað hafa fengið byr undir báða vængi og hugsanlega gæti þar verið um lausn að ræða. Ekki hafa menn verið á eitt sáttir um hvort sé hagkvæmara að flytja út ísaðan físk eða fullvinna hann hér heima. Um þetta hefur verið mikið rætt og ritað og sýnist sitt hveijum svo að við sem ekki erum sérfræðingar erum alveg orð- in rugluð. Eitt held ég að allir íslendingar geti og verði að vera sammála um. Það er að íslenskir sjómenn verða að fá vel borgað. Framtíð Þorlákshafnar ræðst af því hvemig úr þessum málum leys- ist, allt hér snýst um fisk. Framtíðin ætti að vera björt enda gott og batnandi verð á físki og nægur markaður. Sala á bátum burt úr byggðarlag- inu er að vísu mikið áhyggjuefni því með hveijum bát fer fjöldi at- vinnutækifæra. Ekki get ég látið þessu spjalli lokið án þess að minnast á leið- togafundinn mikla sem var í Reykjavík nú í haust og gaf svo mörgum von um að í sjónmáli væri ef til vill einhver lausn á hinni miklu kjamorkuvá sem yfir okkur vofí. Þær vonir brustu en vonandi bara um stundarsakir. Jón H. Sigurmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.