Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 Hraust þj óð í lífs- gæðakapphlaupi Hugleiðingar um áramót eftir Ólaf Ólafsson Islendingar hafa aldrei verið heilsuhraustari. I margra augum er í því mótsögn að meira fé er varið til heilbrigðisþjónustu en áð- ur. Ef málið er skoðað ofan í kjölinn, má þó nefna nokkrar gildar ástæð- ur fyrir þessu: Aukin krafa um þjón- ustu í þjóðfélaginu Við lifum í velferðarþjóðfélagi þar sem neyslan er orðin takmark, enda ganga þjóðfélagsþegnar nú almennt undir heitinu neytendur. Til neyslu „er skapað allt hið góða“ en aukin neysla hefur kostnað í för með sér. Óskir um þjónustu aukast á öllum sviðum þjóðlífsins og sama gildir um félags- og heil- brigðisþjónustuna. Krafist er t.d. æ fleiri stofnana fyrir börn og aldr- aða. I ofanálag ná fleiri háum aldri en áður á Islandi sem og í öðrum vestrænum lndum. Og nú kostar samhjálpin beinharða peninga. Selt magn geð- (benzo- diazepin) sýkla-, hjarta- sykursýki- f logaveikis- lyfja og stera á Norð- urlöndum 1977 og 1983 Magn mælt í dag- skömmtum á 1000 íbúa/dg 1977 1983 Ísland 92,0 112,0 Noregur 102,0 111,4 Finnland 119,6 131,6 Danmörk 124,1 138,0 Svíþjóð 129,3 126,6 Landlæknisembættið. Nordisk La- kemedelsnámd 19, Stokkholm 1986. Samverkandi orsakir eru m.a. að Sjúkdómsmyndin hefur breyst frá því sem áður var. Dánartíðni vegna hjartasjúkdóma fer að vísu eitthvað lækkandi en fleiri ganga með þessa sjúkdóma. Dánartíðni vegna heilablæðinga hefur lækkað um helming á síðustu 15 árum en þeim sem ganga með háþrýsting, sem oft er undanfari heilablæðinga, hefur flölgað mikið. t.d. má nefna að í 60 manna hópi miðaldra karlmanna má gera ráð fyrir að allt að 18 séu með hækkaðan blóðþrýsting og að 2/a fái með- ferð. Fyrir 15—20 árum var aðeins lh slíks hóps í meðferð. Þó að margt hafi áunnist gegn krabbameini er t.d. talið að fjöldi með þann sjúkdóm eða sjúkdóma muni tvöfaldast á næstu 15—20 árum. Orsök þessa er að mun fleiri eru sjúkdómsgreindir en áður, þarfnast eftirlits og meðferðar og lifa betra lífi. Fólk leitar því meira til lækna en áður Svo virðist sem aukin læknisleit fylgi velferðinni hér á landi sem í öðrum vestrænum löndum. Jafn- framt hefur komið í ljós að fleiri leita til „náttúrulækna" og þá helst þeir er leita mest til lækna. Athygli- svert er að þó ekki sé mikill munur á læknisleit atvinnustétta hér á landi, sem er gott merki um jafn- ræði, ber mest á læknisleit meðal kaupsýslumanna og erfiðisvinnu- manna en minnst meðal háskóla- menntaðra, iðnaðarmanna og smáatvinnurekenda (hóprannsókn Hjartaverndar). Athyglisvert er að mun færri háskólamenntaðir reykja en sjó- menn. Mismunandi móttækileiki fólks fyrir heilsuvemd getur orðið til þess að skipta fólki í flokka og draga úr heilsufarslegu jafnræði sem ríkir hér á landi. Elliskurðlækningar eru orðnar nútímaskurðlækningar Áður fyrr voru einungis fram- kvæmdar skurðaðgerðir á gömlu fólki ef lífið lá við, en svæfinga- og skurðtækni hefur fleygt fram svo að lítil áhætta fylgir aðgerðum en fullyrða má að íslenskir læknar standist bestu erlendum starfs- bræðrum snúning í hvívetna. Tæknivæddar sjúkrastofnanir veita þjónustu síðasta spölinn og enginn vill vera án þeirrar þjónustu nema ef til vill fullfrískir reiknimeistar- ar í blóma lífsins sem virðast hafa nóg hugrekki til að þola þjáningar annarra. Elli er nú af mörgum skil- greind sem „sjúkdómur"! Of mikil áhersla hefur verið lögð á dvalar- heimilisbyggingar fyrir aldraða í stað heimilishjálpar og hjúkranar, sem er mun mannúðlegri og ódýr- ari stefna. Stofnanavistun hefur aukist gífurlega en aðallega meðal eldra fólks, sem nýtir nær 70% af legudögum á stofnunum. Við búum við fleiri stofnanir en nokkur þjóð í Evrópu samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnun- inni. Þetta er dýr þjónusta. Jafn- framt vitum við að vel rekin heilsugæsla dregur úr stofnana- þjónustu og kostnaði. Hafa ber í huga að vel yfir 90% af fólki er ánægt með heilsugæsluþjónustuna og að góð þjónusta kallar á aukna þörf. Boðberam markaðshyggjunn- ar er nú ráða ríkjum ætti að koma þetta kunnuglega fyrir sjónir. Heilsuf arsby lting Framsýnir menn sáu fyrir mikla aukningu svonefndra menningar- sjúkdóma og þess vegna blésu þeir til heilsufarsbyltingar fyrir 20—25 árum, og jafnvel fyrr. Merki þessarar byltingar koma nú æ betur í ljós. Reykingamönnum hefur Ólafur Ólafsson stórfækkað og ef svo fer fram sem horfir verða reykingar horfnar að mestu meðal ungs fólks árið 2000. Góður árangur hefur og náðst í baráttu gegn áhættuþáttum hjarta- og æðasjúk- dóma. Mikið hefur áunnist í líkams- ræktarmálum og allt að 50% fleiri borgarbúar stunda nú líkamsrækt en fyrir 10—15 árum. Þetta er ánægjuleg þróun þar sem vaxandi fjöldi fólks stundar kyrrsetustörf. Næring: Holl næringarstefna, sem hófst fyrir forgöngu Náttúru- lækningafélags íslands fyrir nær 50 áram, hefur átt vaxandi hljóm- grann hjá fólki, að vísu í raunhæfari mynd. Vanda ber til ráðlegginga sem gefnar era í næringarmálum og þeim má ekki fylgja aukin áhætta. Ekki á að ráðleggja heilli þjóð fæði sem trúlega kemur aðeins hluta hennar að gagni. Brautryðjendur í heilsurækt, svo sem Náttúralækningafélag íslands, íþróttafélögin, Hjartavemd og Krabbameinsfélagið, eiga þakkir skyldar fyrir þetta framtak. Einnar milljónar króna styrkur til íþróttafé- laga getur sparað tugi milljóna síðar. Eins og oft áður kemur ríkið, sem vantar ekki kraftinn en stundum viljann, inn í seinni hálfleik og vissulega ber að þakka þann stuðning. En lífsstíl fólksins verður ekki breytt með auglýsingum einum saman. Af- rakstur heilsufarsbyltingar gefur von um bjartari tíma, betra mannlíf og ellidaga og jafnvel viðráðanlegri kostnað fyrir þjónustuna en nú er. Hefur mannræktin gleymst? Ýmislegt bendir til þess að í heilsufarsbyltingunni, sem beinist að manneldi og líkamsrækt, hafi mannrækt að einhveiju leyti gleymst. Nefna má eftirfarandi: Vinnustreita hefur nær tvöfald- ast meðal karla og kvenna í Reykjavík á aldrinum 30—50 ára (hópannsókn Hjartaverndar). Mest ber á vinnustreitu meðal þeirra er ekki vinna líkamlega vinnu. Tíðni háþrýstings virðist fara hækkandi. Margir telja streitu einn megin or- sakavald þessa sjúkdóms. Streitu- valdur er m.a. gífurlegt vinnuálag sem fylgir baráttu ungs fólks við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Nýtískulegar vinnuaðferðir, svo sem tölvuvinnsla og hagræðing, virðast auka á streituna. Lífsstíllinn er harður og kreljandi. Til hvers er þá öll hægræðingin? Leita verður ráða til úrbóta. Lyf Á áranum 1970—1985 jókst magn útskrifaðra lyfja um allt að helming. Þó að magn sterkra ávanalyfja hafi lækkað um 70—80%, eykst nú neysla vægari róandi lyfja og í þeim flokki erum við einnig hæstir á Norðurlöndum. Lyfjakostnaður er nú vel á annan milljarð króna á ári. Þrátt fyrir að íslenskir læknar ávísi minna magni en starfsbræður á Norð- SJÁLFSMORÐ OG SJÁLFSÁVERKI Árleg dónartíöni miöaö við 100.000 20-- 15-- 10-- KARLAR KONUR 1931 1936 1941 1946 1951 1956 1961 1966 1971 1976 1981 -35 -40 -45 -50 -55 -60 -65 -70 -75 -80 -85 Upplýsingar úr Heilbrigöisskýrslum Miklar sveiflur hafa verið á tíðni sjálfsmorða meðal íslenskra karla. Tíðnin virðist ná hámarki á fimmtán ára fresti, en hvað veldur? Hvað er sameiginlegt með „góðu“ árunum 1941—45 (stríðsár), 1956—60 og 1971—75? Hvers vegna er dánartíðni meðal kvenna ekki háð sömu sveiflum? 40 x 30-- % 20- BREYTINGAR Á REYKINGAVENJUM 12-16 ÁRA GRUNNSKÖLANEMA í REYKJAVÍK B REYKJA ALLS REYKJA OAGLEGA 10-- 1974 1978 1982 1986 Kannanir ó vegum Borgarlaeknisembaattlslns Verulegur árangur hefur náðst í reykingavörnum hér á landi, eink- um í grunnskólum. Þetta er ekki síst að þakka öflugu fræðslustarfi Krabbameinsfélagsins og öðrum aðgerðum í tóbaksvörnum. „Slysum fækkar ekki þó að skurðstofustarf- semi verði aukin. Hjartasjúkdómum fækkar ekki þó að legu- plássum fjölgi. Reykingasjúkdómum fækkar ekki þó að fleiri stofnanir verði reistar. Streitu-, vöðva- og liða- sjúkdómum fækkar ekki nema gripið sé til aðgerða á vinnustöðum og heimilum. Elli verð- ur ekki bærilegri með því að fjölga elliheimil- um heldur ber að auka heimilisaðstoð og virkja athafnavilja fólks, enda er það vilji eldra fólks- ins. Meðferðarstofnan- ir koma ekki í veg fyrir að ungt fólk hefur neyslu vímuefna.“ urlöndum, virðast þeir velja dýr lyf. Meginorsök þess er að álagn- ingarreglur hvetja ekki til þess að ódýrari lyf séu á markaðnum. V ímuef navarnir Enn virðist marga stjórnmála- menn skorta skilning á forvörnum eins og kom fram í umræðum á Alþingi nýlega. Rök fyrir því að draga úr ijárframlögum til vímu- efnavarna vora þau að ekki virðist skorta stofnanir hér á landi! Hven- ær hafa stofnanir forðað ungu fólki frá að hefja vímuefna- neyslu? Fræðsla og eftirlit virðist hafa haft þau áhrif að hassnotkun meðal 15—20 ára skólanemenda hefur minnkað á síðustu áram (Landlæknisembættið 1986). Þrátt fyrir að við höfum nú allt að helmingi fleiri meðferðarheimili fyrir áfengissjúklinga en nágranna- þjóðir okkar eykst áfengisnotkun hægt og sígandi. Margir neyta trú- Þreyta meðal unglinga og fullorðinna á Rey kj aví kursvæðinu Ár Aldur Þreyta 1975 13r-20 12-70% (meðaltal 30-40%) 1974/76 30-44 25,7% 1979/81 46-61 27,5% Meðal vinnutími: 13—15 ára 16—20 ára 40—69 ára Stundir/viku 41-45 47,6-51,2 50,4 lega áfengis til þess að draga úr streitu. Afengisvarnir virðast ekki hafa stuðning ráðandi manna. Framúrstefnutillögur 19 manna nefndar sem starfað hefur um árabil og eru alfarið í anda ríkjandi áfengismálastefnu Alþjóða- heilbrigðisstofnunar, hafa ekki fengist ræddar. Nú hefur verið stofnuð þriðja nefndin. Með hverri ríkisstjórn koma nýjar nefndir og málin krafin til mergjar á ný! Mikið starf fer oft forgörðum. Fjárfram- lög fara því til nefndarstarfa en ekki aðgerða. Menn virðast vera á flótta undan ákvörðunartöku. Eng- in barátta vinnst með flótta. Börn og unglingar Að mörgu leyti er búið betur að börnum á íslandi en í mörgum er- lendum þjóðfélögum. Samheldni og samhjálp er meiri hér en víða ann- ars staðar. Hér era ekki 20—40% af ungu fólki atvinnulaus eins og t.d. í nágrannaborgunum Kaup- mannahöfn og Glasgow. Atvinnu- leysi fylgir versnandi lífskjör og ýmis vandamál, t.d. ört vaxandi vímuefnaneysla óheilsusamt líferni, ofbeldi og afbrot. Góð og jöfn lífskjör eru því meginforsenda góðs heilsufars. Virðist mér sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.