Morgunblaðið - 31.12.1986, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 31.12.1986, Qupperneq 6
6 Barnaefnið Barnadagskrá ljósvakafjölmiðl- anna um hátíðirnar vakti að sjálfsögðu athygli þeirra er sitja löngum stundum fyrir framan skjá- inn við lestur sjónvarpstexta en til allrar hamingju hefir það mjög færst í vöxt einkum { ríkissjón- varpinu að þar séu hinir færustu leikarar kvaddir til að Iesa inná bamamyndir. Sannarlega ánægju- leg þróun og til sóma umsjónar- mönnum barnaefnis sjónvarps. En víkjum nú aftur að jóladagskrá bamadeildar ríkissjónvarpsins og staðnæmumst við fígúru þá er Snúlli nefnist, en sá gaur er leikinn af Eggert Þorleifssyni. Þessi hal- lærisgæi hefir að undanförnu leikið lausum hala í Stundinni okkar og ekki vantaði svo sem að hann fengi að sprikla í jólastundinni. Þar keyrði aulafyndnin svo úr hófi að sú hugs- un hvarflaði að undirrituðum, að umsjónarmenn Stundarinnar litu á hinu smávöxnu áhorfendur sem aulabárða. Ekki bætti ,jóladísin“ úr skák og hennar fylginautar er tilheyra ónefndu leikaragengi er veður nú uppi, einkanlega á Bylgj- unni. Menn verða ekki fyndnir af því einu saman að sprikla útí loftið eða herma eftir þeim er minna mega sín og þá lágmarkskröfu verð- ur að gera til umsjónarmanna bamaefnis að þeir vandi þann texta er skemmta skal börnunum. Að mínu mati verður raunar ætíð að vanda eins og kostur er til barna- efnis og ætti æðstu yfirmönnum ríkissjónvarpsins að vera orðið ljóst að hér skiptir ekki máli magn held- ur gæði. Það er ekkert við því að segja þótt Stundin okkar sé lengd með vönduðu, erlendu bamaefni, hitt er öllu verra þegar lopinn er teygður útí hið óendanlega með honum Snúlla, en sú ágæta persóna hefir annars staðið sig ágætlega í dúkkuleiknum með henni Sigrúnu Eddu Björnsdóttur oft við mikinn fögnuð yngstu áhorfendanna. Hvemig stendur annars á því að maðurinn er stöðugt að nöldra yfír bamadagskrá ríkissjónvarpsins en minnist ekki einu orði á bamadag- skrá Stöðvar 2? Auðvitað er það alveg hárrétt hjá vkknr_ q* þs/5 p? tíl vánsa fyrír hina nýstofnuðu Stöð 2 hversu lítið er gert af því að lesa inná bamamyndir og er ekki tími til kominn að heíja framleiðslu inn- lends bamaefnis? Væri til dæmis ekki upplagt að hefja samvinnu við leikhús borgarinnar um sjónvarps- uppfærslu bamaleikrita? Reyndar virðast yfirmenn atvinnuleikhúsa borgarinnar ekki gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt er að rækta leiklistaráhuga uppvaxandi kynslóðar en ekki sakar að banka uppá Jón. Elías Sunnudaginn 28. desember var á dagskrá ríkissjónvarpsins hugljúf bamamynd er nefndist Elías og Öminn. í þessari mynd var lýst fötluðum dreng er fær flugdreka að gjöf frá föður sínum. Á flugdrek- anum er mynd af emi og lifnar öminn í huga drengsins. Rek ég ekki frekar efni þessarar myndar en handritið gerði Viðar Víkingsson eftir sögu Guðrúnar Helgu Seder- holm og leikstjóm annaðist Þór- hallur Sigurðsson. Aðalhlutverkin vom í höndum Jóns S. Gunnarsson- ar, Guðrúnar Gísladóttur og Valgeirs Olafssonar. í ónefndu húsi horfði öll fjölskyldan hugfangin á þessa litlu mynd. Viðvörun Úr því ég er nú einu sinni farinn að tala um blessuð börnin þá vil ég nota hér tækifærið og vara for- eldra við nýársmynd ríkissjónvarps- ins: Líf til einhvers sem byggir á handriti Nínu Bjarkar Árnadóttur. Að mínu mati er þessi mynd alls ekki við hæfi barna og er ég raun- ar þeirrar skoðunar að viðkvæmt fólk ætti helst ekki að horfa á myndina. Þá vil ég einnig nota tækifærið og vara foreldra við mánudagsþáttum Stöðvar 2 er bera nafnið I djósaskiptunum (Twilight Zone) en þessir hugmyndaríku þættir gæla gjarnan við ógnaröfl tilverunnar. Ólafur M. Jóhannesson MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 ------:------------------------------------------— ÚTYARP / SJÓNVARP Ríkisútvarpið, rás 1, kl. 20.40: Ur kýr- hausnum Hvað kemur upp úr kýrhausnum á gamlárskvöld í þætti þeirra Ás- dísar Skúladóttur og Jóns Hjartar- sonar? Kýrhausinn þeirra er að sjálfsögðu grafalvarlegur gaman- þáttur með skeytum í allar áttir pg enga þó.... Meðal efnis verður söng- ur fréttamanns á leiðtogafundi, íþróttalýsing á hurðarhúninum, Frúin í Glasgow, tertuslagur á af- mæli Reykjavíkur og aðrir seið- skrattar.... Þess verður vandlega gætt að fara ekki yfir búmarkið í þættinum og að virðisaukaskattur- inn verði í heiðri hafður. Að venju munu fréttamenn Ríkissjónvarpsins flytja fréttaannál líðandi árs á gamlárskvöld og hefst sá dagskrárliður kl. 20.25. A myndinni má sjá fréttamenn sjónvarpsins, þegar unnið var að gerð fréttaannálsins. Ríkissjónvarpið, kl. 00.15: Norska hljómsveitin A-HA hefir verið mjög áberandi i poppinu á þessu ári og verða sjálfsagt með í myndrokki Stöðvar tvö. Stöðtvö: MYNDROKK ALLA NÝÁRSNÓTT Þegar fimmtán mínútur eru liðnar af nýju ári, hefst í Ríkis- sjónvarpinu bein útsending frá veitingahúsinu Broadway frá ára- mótaballi sjónvarpsins. Dagskráin stendur til kl. 04.00. Fyrst er á dagskrá klukkutíma löng skemmtidagskrá, þar sem fram koma ýmsir listamenn: Atriði úr áramótaballinu; viðtal við Greifana. Áramótaball á Broadway «7 Glenn Miller Band, Herbert Guð- mundsson, Björgvin Halldórsson, hljómsveitin Súld, Diddú, Bubbi Morthens og dansflokkur frá Dansskóla Auðar Haralds. Að loknum skemmtiatriðunum verður slegið upp balli og leikur Glenn Miller Band fyrir dansi. Einnig leikur Grettir Bjömsson gömlu dansana og Suður-Amerísk hljómsveit leikur tangólög. Á meðan á ballinu stendur verða tekin viðtöl við ýmsa gesti og at- riði af böndum skotið inn á milli laga. Hljómsveit Glenn Miller er 18 manna Big Band, sem rekin er af ættingjum Glenn Miller og leik- ur hún jafnt tónlist eftir Glenn Miller sjálfan sem yngri og eldri tónlist. Ríkissjónvarpið býður um 200 gestum á ballið; stjómmálamönn- um, listamönnum og ýmsum öðrum áberandi aðilum í þjóðlíf- inu. Fimmhundmð miðar verða hins vegar seldir af Broadway. Gestgjafi og veislustjóri er Hrafn Gunnlaugsson. Á nýársnótt kl. 01.00 hefst myndrokk samfellt til kl. 10.00 á nýársmorgun, eða hefst dagskrá nýársdags. á Stöð tvö og stendur það í níu tíma, en að því loknu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.