Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 198.6 45 Kveðja: Berglind Bjarna- dóttir söngkona Engum er ljóst hvaðan lagt var af stað né hver lestinni miklu ræður. Vér sláumst í fórina fyrir það jafnt fúsir sem nauðugir bræður. Og hægt hún fer en hún færist um set þessi fylgd yfir veginn auðan. Kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet og ferðinni er heitið í dauðann. Tómas Guðmundsson Þetta fallega ljóð Tómasar kom upp í huga mér er ég nú skrifa fáein kveðjuorð um vinkonu mína Berglindi er lést þann 10. des. sl. eftir erfið veikindi. Ég kynntist Lindu en svo var hún ávallt kölluð, þegar hún kom til liðs við okkur í söngflokknum „Lítið eitt“, þá að- eins 15 ára gömul. Nafn Lindu bar fljótt á góma er við Gunnar vorum að svipast um eftir söngkonu. Frá barnæsku hafði hún vakið athygli þeirra er unna góðum söng og korn- ung hóf hún að syngja með Öldu- túnsskólakómum í Hafnarfirði. Það var stór ákvörðun fyrir hana og ekki síður fyrir foreldra hennar að hún skyldi taka þátt í hringiðu skemmtanalífsins með öllu því um- róti sem æfingar, ferðalög og umtal höfðu óhjákvæmilega í för með sér. En við strákamir lofuðum að gæta hennar vel. Þá strax komu hin sterku per- sónueinkenni hennar í ljós sem fylgdu henni alla tíð, vilji og kjark- ur til þess að gera eins vel og henni var unnt hvað sem hún tók sér fyr- ir hendur. Ekkert var of vel gert. Og vegur söngflokksins óx hratt eftir að Linda bættist í hópinn, enda rödd hennar einstaklega hljómþýð og túlkun hennar á lagi og texta næm. Við sungum saman í fjögur skemmtileg, viðburðarík og góð ár og á þeim tíma bundumst við vin- áttuböndum sem aldrei rofnuðu. I þá daga vorum við fjögur áhyggju- laus og glaðvær ungmenni sem áttum framtíðina fyrir okkur. Síðan skildi leiðir, önnur áhuga- mál tóku við en söngurinn átti hug og hjarta Lindu sem lauk einsöngs- prófi hér heima og fluttist síðan til Svíþjóðar ásamt manni sínum til frekara náms, til frekari afreka á söngsviðinu. Fyrir tæpum tveimur árum komu þau heim í jólaleyfi og hélt Linda þá mjög eftirminnilega tónleika í Norræna húsinu. Þá fylltist ég stolti og gleði yfir að sjá hana sem fullþroskaða og mótaða söngkonu, sem greinilega var búin að finna það söngsvið er átti best við hana. Hér var komin ljóðasöngkona í hæsta gæðaflokki þar sem fóru saman frábær túlkun á ljóði og lagi og yndislegt og hlýtt viðmót, sem hafði ekkert breyst. Þá sagði hún mér hvað hún hlakkaði til að koma heim og taka þátt í íslensku tónlist- arlífí, því hér ætlaði hún að starfa í framtíðinni. En skjótt skipast veður í lofti. Illvígur sjúkdómur, sem læknavís- indin ráða enn ekki við, hefur enn einu sinni náð að sigra. Og ósjálf- rátt verður mér hugsað til textans hans Tómasar við lagið hans Jodda sem Linda söng svo fallega á plöt- unni okkar. Nú syngur hún í himneskum herskara og rödd henn- ar nýtur sín fullkomlega í þeim góða hópi. Það var ljúft að eignast Lindu sem sannan vin og hafa fengið að taka þátt í lífsstarfi hennar, söngn- um, sem var henni svo kær og mikils virði. Kæri Rúnar, foreldrar og systk- ini. Öll orð eru vanmegnug á þessari stundu en megi góður Guð blessa minninguna um yndislega stúlku og veita ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Steinþór Einarsson Skiphofti 50C Suðurveri Stigahiíð Glerárgötu 26, @688040 @681920 Akureyri @ 26088 EKKERT AUKAGJALD FYRIR LOKAÐAN DAG! Þökkum viðskiptin á árinu upio um áramótin 1 n nn_i5 00 Ð z-. jan. x .\j\j- -23.00 Viðskiptavinir athugið Werslanir okkar verða lokaðar vegna vörutalningar föstudaginn 2. janúar. Gleðilegt nýtt ár HAGKAUP REYKJAVÍK AKUREYRI NJARÐVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.