Morgunblaðið - 31.12.1986, Síða 48

Morgunblaðið - 31.12.1986, Síða 48
Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! STERKT KDRT MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Hönnun og bygging í einu heild- arútboði REYKJAVÍKURBORG hefur ákveðið að bjóða út hönnun og byggingn 1.300 fermetra barna- skóla á Ártúnsholti fyrir um 175 nemendur sem stunda nám í 1. til 6. bekk, svo og forskóla. Að —sögn Guðmundar Pálma Kristins- sonar forstöðumanns bygginga- deildar mun þetta vera í fyrsta sinn sem hönnun og bygging er boðin út í einu lagi til verktaka, þannig að hönnuðir vinni undir stjórn verktakans. Sautján verktakar lýstu áhuga á að bjóða í verkið og voru tíu valdir úr þeirra hópi til að taka þátt í lok- aðri samkeppni. Það eru Loftorka, Hagvirki, Byggðaverk, Álftárós, Friðgeir Sörlason, húsasmíðameist- ari, Sigurður K. Eggertsson, húsasmíðameistari, Byggingariðj- an, Steintak, ístak og Þinur. Reiknað er með að teikningar ásamt verðtilboði verði afhentar 2. mars. '' ^Dómnefnd mun þá meta hönnun skólans og er reiknað með að það taki tíu daga. Verðtilboðin verða opnuð 12. mars. „Einkunn verður gefín fyrir teikningar og gæði og henni síðan deilt upp í verðtilboð- ið,“ sagði Guðmundur. Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 3. janúar. Bregðum blysum á loft MorgTinblaðið/Ami Sæbergf BLYS og flugeldar setja mjög svip sinn á áramótin eins og vera ber og vinkonurnar á meðfylgjandi mynd hafa hér tekið örlítið forskot á sæluna. En öllu gamni fylgir nokkur alvara og því er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að fara varlega þegar blysun- um verður brugðið á loft í kvöld og nótt. Landssamband hjálpar- sveitar skáta hefur sent frá sér tilkynningu þar sem menn eru hvattir til að láta ekki óvarkárai eyðileggja áramótagleðina. Er þar bent á, að röng notkun blysa sé líklegust til að valda bruna- sárum. Algengt sé að fólk freistist til að halda á blysum sem ekki eru til þess ætluð og hundsa þannig Ieiðbeiningar. 71 íslendingur lést af slysförum á árinu ALLS lést 71 íslendingur af slys- förum á þessu ári og er það 20 einstaklingum fleira en árið 1985, en þá lést af slysförum 51 íslendingur. Dauðsföll vegna sjó- slysa og drukknunar urðu tæplega tvöfalt fleiri á þessu ári en í fyrra, 26 nú á móti 14 árið 1985. I umferðarslysum á þessu ári létust 24 íslendingar og er það sami íjöldi og árið 1985. Á þessu ári lét- ust 8 í flugslysum, en enginn árið 1985. Önnur banaslys má rekja til vinnuslysa ýmiss konar, slysa vegna bruna og af völdum falls og eitrun- ar. Á þessu ári urðu engin dauðsföll þar sem menn urðu úti en eitt slíkt dauðsfall varð árið 1985. Dauðsföll vegna skot-, líkamsárásar eða átaka urðu 2 á þessu ári en 3 árið 1985. Á þessu ári urðu flest banaslys í aprílmánuði en þá létust alls 12 íslendingar af slysförum, þar af 4 í sjóslysum og 5 í flugslysum. í desember á þessu ári urðu 10 bana- slys og þar af létust 9 í sjóslysum. Samtals létust 16 erlendir menn af slysförum hér á landi á þessu ári og þar af 12 í sjóslysum. Tveir útlendingar létust á þessu ári hér á landi af hrapi í klettum. 32 hjartaaðgerðir á árinu ÞRJÁTÍU og tvær hjartaskurð- aðgerðir hafa verið fram- kvæmdar á árinu á bijósthols- skurðdeild Landspítalans. Langflestar aðgerðirnar voru kransæðaaðgerðir. Stefnt er að því að framkvæma þijár að- gerðir vikulega í febrúar að sögn Harðar Alfreðssonar skurðlæknis á bijóstholsdeild og verður þá einnig farið að framkvæma lokuaðgerðir. Sjúklingamir eru á aldrinum 44 til 72 ára, þijár konur og 29 karlar. Kransæðaaðgerðir voru 30 talsins, góðkynja æxli var fjarlægt úr einum sjúkling og lokað á milli forhólfa í öðrum. Aðgerðimar hafa allar gengið vel, enginn sjúklinganna hefur t.d. fengið ígerð í bringubein eftir aðgerð en það kom fyrir suma þeirra sjúkl- inga sem fóm í hjartaaðgerð í London. Að sögn Harðar em um 20 sjúklingar á biðlista eftir krans- æðaaðgerðum, en talið er að 120-140 sjúklingar þurfi árlega að fara í þessar aðgerðir hér á landi. Stefnt er að því að fjölga aðgerðum úr tveimur í þijár viku- lega í febrúar, og verður þá fljótlega farið að framkvæma lokuaðgerðir, en 15-20 sjúklingar á ári hveiju þurfa að gangast undir þær. Valgeir G. Vilhjálmsson fór í fyrstu hjartaaðgerðina hér á landi þann 14. júní. I viðtali sem birtist við hann í tímaritinu Heilbrigðis- mál segist hann hafa verið ákveðinn í að fara í aðgerð hér á landi en fara ekki utan. „Það er ekki síður mikilvægt að geta haft sína nánustu nálægt sér, bæði fyrir og eftir aðgerðina." Að- spurður um hvemig honum hafí orðið við er hann vissi að hann yrði fyrsti kransæðasjúklingurinn sem skorinn yrði upp hér á landi sagði Valgeir: „Ég var ákaflega glaður að komast undir hnífínn. Eg var aldrei kvíðinn og treysti því fullkomlega að þetta yrði allt í Iagi. Mér fannst alveg eins gott að vera fyrstur og vissi að lækn- amir myndu ekki síður vanda sig við verkið. Það var jafn mikilvægt fyrir þá og mig að allt gengi vel.“ Valgeir G. Vilhjálmsson Rýrnun krónunnar á árinu 1986 Krónan rýrn- aði um 14,7% áþessuári ÍSLENZKA krónan rýrnaði árinu sem er að líða ui 14,69%, sé tekið mið af hækl un vísitölu byggingarkostnac ar. Vísitalan hækkaði ui 17,22% á árinu 1986. Krónan sem tekin var í notk un árið 1981 hefur verið í gilc í 6 ár. Á sama tíma hefur bygg ingarvísitala hækkað um 76 stig. Verðgildi krónunnar nú e því aðeins rétt rúmlega 13% a upphaflega verðgildinu vi krónuskiptin, er nýkróna tók vi af 100 gkrónum. Þess má geta að krónan hefu ekki rýmað minna en á árin 1986 á þessu tímabili. Svona hefur krónan rýrnað á þeim sex árum sem liðin eru frá því hún var tekin í notkun í ársbyijun 1981. ir af tundri Flugeldasalan: 120 smálest- GERA má ráð fyrir að lands- menn skjóti upp einum 120 smálestum af flugeldum á gaml- árSkvöld. Að sögn Bjöms Hermannsson- ar, hjá flugeldasölu hjálparsveita skáta, virðast sveitimar ætla að halda markaðshlutdeild sinni sem hefur verið um 75-80%. Hann vildi ekki nefna ákveðnar tölur, en sagði að líklega yrðu flugeldar seldir fyrir tugi milljóna króna fyrir áramótin. Skóli á Artúns- holti:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.