Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 41 BREYTINGAR A ÁHÆTTUÞÁTTUM HJARTA— OG ÆÐASJÚKDÖMA FRÁ 1967-68 TIL 1979-81 46-61 ARS KARLAR 40 30 20 10 -10 -20 -30 I I REYK— INGAR HREYF— INGAR— LEYSI KOLE— STEROL BLOD— ÞRÝST— INGUR BROCCA— STUÐULL ÞRI— GLYSER— IDAR STREITA Rannsðknir HJartavemdar Dregið hefur úr nokkrum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma, en aðrir þættir hafa aukist. I heild hefur dánartíðni úr þessum sjúk- dómaflokki lækkað nokkuð. þessu máli, þrátt fyrir ítrekaðar óskir heilbrigðisyfirvalda. Afleiðing þessa er m.a. mikil aukning fóst- ureyðinga meðal ungra stúlkna, á sama tíma sem fóstureyðingum fækkar i nágrannalöndunum í þessum aldurshópi. Nú er mikil fræðsluherferð í ganga um eyðni og vonandi verður hún til þess að kynfræðslu verði ætlaður tími á námsskrá og kennd af þar til hæfu fólki. Eyðni er ógnun við heilbrigði manna. Baráttan við þennan sjúk- dóm verður löng og ströng og árangur fer eftir því hve áhrifarík fræðslan verður. Ef smitleiðir breytast ekki er ljóst að í áhættu- hópa framtíðarinnar verða þeir er geta ekki eða skortir vilja til að tileinka sér fræðsluna. Aldraðir og sjúkir öryrkjar. Samkvæmt niðurstöðum hóprann- sókna Hjartavemdar hefur að- búnaður, þ.e. húsnæði, þægindi og bílaeign, allra atvinnustétta batnað stórlega á árunum 1967—1983, og jafnræði í því efni aukist nema þeirra er ekki geta unnið vegna sjúkdóma og örorku. Fleiri örorku- þegar búa i þrengra húsnæði nú margir, jafnvel meðal heilbrigðis- starfsfólks, geri sér ekki fyllilega grein fyrir þessu. Ýmislegt mætti þó vera í betra horfi. Við erum ekki nægilega markviss í aðgerð- um okkar. Dæmi: Ungbamadauði er lægst- ur hér í heimi en m.a. vegna slysadauða er dánartíðni 10—14 ára bama svipuð og gerist víða í Evr- ópu, svo að það glatast á ungl- ingsárum sem áunnist hefur á fyrsta æviárinu. Um 50% þeirra sem látast í slysum em 20 ára og yngri, enda valda slys flestum ótímabæmm dauðsföllum fyrir 70 ára aldur. Þó hefur slysum fækkað nokkuð á undanförnum ámm, eink- um vegna aukinna forvarna. Stjórnmálamenn hafa þó ekki sinnt því að setja lög um sjálf- sagðar öryggisreglur sem nágrannaþjóðir okkar hafa gert fyrir löngu, t.d. varðandi notkun bílbelta og öryggishjálma. Sveitar- stjórnarmenn þurfa að gera ráðstaf- anir til að draga úr umferðarhraða og beina umferðinni sem mest frá íbúðahverfum. Það vekur athygli að yfirleitt er betur séð fyrir heil- brigðisþjónustu fyrir þá sem em á „besta aldri“ en unglinga eða eldra fólks. Síðamefndu hópamir em ekki í lykilaðstöðu í þjóðfélaginu. Svo virðist sem hver sé sjálfum sér næstur. Börnin okkar verða snemma sjálfstæð. Nær 80% 7—12 ára bama á Reykjavíkursvæðinu em ein með- an foreldrar þeirra stunda vinnu utan heimilis. Segja má að þau séu sjálfala. Þetta er bæði kostur og galli. Þegar þessi börn breytast ekki i „hlýðna unglinga" verðum við góðborgarar furðu lostnir og hjálparvana. Böm og unglingar vinna mikið, t.d. kom í ljós í könnun mennta- málaráðuneytisins 1975 og í hóprannsókn Hjartavemdar að heildarvinnutími (vinnu- og skólatími) 13—15 ára barna var svipaður og kennara í grunn- skóla. Mest bar á kvörtunum um þreytu meðal unglinga og karla 60 ára og eldri. Mjög fáir foreldrar eiga tómstundir með bömum sínum. „Tómstundir“ okkar virðast fara í að vinna fyrir íbúðarhúsnæði og Iifsgæðum — enda eigum við fleiri bifreiðir og myndbands- tæki en gerist meðal Evrópu- þjóða. Góðri menntun fylgja yfirleitt góðar lífsvenjur og gott heilsufar. Hvað er það sem hefur áhrif á menntunarmöguleika bama? Benda má á að íslensk rannsókn er ein merkasta heimild í þessu efni, en það er ritið Böm í Reykjavík eftir próf. S. Bjömsson, sem hefur fylgt 1100 bömum eftir í 15 ár. Þar kemur fram að uppeldi sem mótast af hlýju, umhyggju, sam- heldni og hæfílegum aga er bömum betra nesti síðar í lífsbaráttunni en mjög strangur agi eða lítill agi, afskiptaleysi og ósamheldni for- eldra. Unglingar sem lenda á villigötum og þarfnast stofnanavistar koma oftast frá heimilum sem búa við BREYTINGAR A ORSÖKUM SLYSA 1974-1985 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 Upplýslngar frð Slyaadeild Borgarspftalans mikla erfiðleika, þeir hverfa oftar úr námi en aðrir og ljúka ekki skylduprófum. f tæknivæddri veröld mega þeir sín lítils. Helsta ráð okk- ar er að kalla á æ fleiri stofnana- pláss. Nær væri að styrkja þessi hcimili. Aðstæður einstæðra for- eldra’em erfiðar, því í velferðar- þjóðfélögum þarf hvert heimili tvo til að draga í búið svo að vel fari. Til þess að leysa vanda þessa fólks sameinumst við öll í kröfu um fleiri dagheimili!! Eyðni og kynfræðsla Á fundum um eyðnivamir víða um land hefur æ betur komið fram að kynfræðsla í skólum er í mol- um. Fræðsluyfirvöld hafa ekki sinnt en áður fyrr. Komið hefur í ljós að vemlegur hópur eldra fólks leit- ar eftir stofnanavistun vegna skorts á framfærslueyri. Ef svo heldur fram sem horfir er velferðarrík- ið á villigötum. Enn er hver sjálf- um sér næstur! Aðbúnaður aldraðra. Hér er ekki átt við aldrað fólk sem þjáist af langvinnum sjúkdómum, heldur fólk sem er við sæmilega heilsu þrátt fyrir háan aldur. Enn tíðkast að menn em látnir hætta störfum og settir á eftirlaun án tillits til þess hvort þeir hafa gott starfsþrek eða ekki. Meðalaldur hefur á und- anfömum áratugum farið hækk- andi og menn halda athafnaþreki lengur en áður. Mörgum manninum er það þung raun að vera sviptur STARFSFÓLK I IILILBRIGÐISÞJÓNUSTU miðaó viö 100.000 ibúa A SVlÞJÓÐ 5000 ^ NOREGUR 4000 ^ DANMÖRK lSLAND 3000 FINNLAND 2000 — — — " 1000 1 i ' ► 1970 1980 Starfsfólki í heilbrigðisþjónustunni hefur fjölgað á íslandi eins og í nágrannalöndum, en þó starfa hlutfallslega færri að þessum málum hér en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Síðasta áratuginn hefur fjöldi þeirra sem slasast í umferðinni staðið í stað, þrátt fyrir mikla fjölgun bíla. Á sama tíma hefur slysum fjölg- að við iðkun íþrótta, en fæst þeirra eru alvarleg. starfi á meðan hann er enn í fullu Qöri og ber því brýna nauðsyn til að afnema þessa ströngu reglu. Það er and-félagslegt og samrýmist ekki góðri læknisfræði að draga úr virkni og athafnavilja fólks. Kostnaður við heil- brigðisþj ónustu Heilbrigðisþjónustan hér á landi kostar mikið fé. Einkennandi fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu er að hlutfallsíega starfa færri þar en í nágrannalöndum, þar sem svip- aðar kröfur em gerðar. Vinnuálag á mörgum sjúkrastofnunum er gífurlegt og má einna helst líkja við bónusvinnu í fyrirtækjum. Fjöldi lækna er svipaður og í nágrannalöndum en í verkahring þeirra em m.a. störf sem hjúkmnar- fræðingar sinna í öðmm löndum. Hér koma að sjálfsögðu til venjur og siðir. Stjómvöld hafa þó m.a. stuðlað að þessari þróun með því að halda niðri launum hjúkrunar- fræðinga, meinatækna og sjúkraliða á þann veg að ungt fólk sækir mun minna í skóla frmangreindra stétta. Afleiðing- in er að reikningurinn verður hærri án þess að þjónustan batni. Almennt beinist umræðan nær ein- göngu að svokölluðum beinum útgjöldum þ.e. kostnaði vegna heil- sugæslu og stofnanavistar, sem em þó aðeins um 30—40% af heildarút- gjöldum til heilbrigðis- og trygg- ingamála. Samkvæmt rannsóknum erlendis er ljóst að óbein útgjöld, þ.e. vegna fjarvista frá vinnu af völdum sjúk- dóma og vanheilsu, svo og vegna örorku og dauða fyrir aldur fram, em mun meiri en bein útgjöld. Nýleg könnun í Lundi í Svíþjóð leiddi m.a. í ljós að „bein útgjöld“ vegna lieilsugæslu og sjúkrahús- þjónustu voru 35%, óbein útgjöld vegna veikinda, fjarvista frá vinnu og örorku 51% og vegna dauða fyr- ir aldur fram 14%. Algengustu orsakir Ijarvista meðal yngri karla er afleiðing slysa, en meðal þeirra eldri bakverkir, liða- og vöðvagigt, hjarta- og æða- 18000-]. 17c'°oli HEIMILISHJALP kostn./íbúa 75 ára o? eldri líOOOnfc £ i5owH« s 14000JBd{ j 13000—! ÖyJ N 120001») nooo-i f/L K R 10000- N 9000 u 8000- 7000- Aldrað fólk vill helst af öllu dveljast heima sem lengst, en allt að átjánfaldur munur er á þeirri aðstoð sem sveitarfélög veita. sjúkdómar, almenn þreyta, svefn- leysi, maga og þarmasjúkdómar og afleiðing slysa. Þetta em meira og minna sjúkdómar er rekja má til óheppilegra ytri orsaka. Læknar þegja á „þingi“ Sjaldan heyrast raddir lækna um markmið tilgang og gæði heilbrigð- isþjónustunnar. Helst kveðum við okkur hljóðs ef við teljum að þrengt sé að hag okkar og frelsi. Gott dæmi er Borgarspítalamálið nú á dögunum. Menn virðast hafa gleymt því að „Hippokrates" hefur fölnað, frekar hvílir nú andi „Plat- ons“ yfir vötnunum, en hann boðaði að læknar skyldu einnig taka tillit til hagsmuna þjóðfélagsins þó að sjúklingar sitji í fyrirrúmi. Upplýsingaskortur Mikið skortir á að nægilegar upplýsingar sé að finna um afrakst- ur heilbrigðisþjónustunnar. Úttekt á þeim málum gerist ekki án þess að jafnframt sé tekið tillit til líðan og árangurs meðferðar á sjúklingum. Eina stofnunin sem býr yfir þessum upplýsingum er svelt íjárhagslega. Til þess að draga úr sjúkdómum er valda mestri þjáningu og óbein- um kostnaði fyrir land og þjóð er ljóst að auka ber til muna framlög til heilsuverndar og rannsókna á því sviði. Veigamiklar heilsuvemd- araðgerðir sem vitað er að draga verulega úr tíðni helstu sjúkdóma er ekki lengur á valdi heilbrigðis- yfirvalda, heldur annarra ráðuneyta sem oftast hafa ekki nægjanlegan skilning á vandamál- inu. Sem dæmi má nefna aðgerðir til að: 1. Koma á skynsamlegri verðstýr- ingu og dreifinu á tóbaki/áfengi og jafnvel matvælum. 2. Draga úr vinnustreitu fólks og fjölskylduáþján vegna erfiðleika þeirra við að koma upp þaki yfir höfuðið. 3. Veita mun meira fé til skóla- og uppeldismála svo að fólk temji sér betri lífsstíl og verði betur í stakk búið til að varð- veita íjölskyldukjarnann. Hjóna- skilnuðum hefur fjölgað gífurlega á síðustu árum, oft á kostnað velferðar bama. 4. Draga úr slysum úti sem inni. 5. Stórefla heilbrigðisfræðslu meðal bama og unglinga, og fleira mætti til nefna. Stjórn- málamenn sem stjóma fjárveit- ingu verða að hverfa úr hlutverki bankastjóra sem einungis veita fé í aðgerðir sem hafa í för með sér skjótan ávinning. í barátt- unni við langvinna sjúkdóma verður að horfa 15—20 ár fram í tímann og haga fjárveitingum eftir því. Skilningur manna á þessu virðist hafa farið vaxandi síðustu árin og ber að fagna því. En þörf er á dýpri skilningi á þessu vandamáli. Samvinnu- verkefni við Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar sem nýlega hófst hér á landi er merki um slíkan skilning. Unglingavandamál verða ekki leyst með byggingarævintýri í Krísuvík. Höfundur er landlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.